Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1067. 23 Þorfinnur Guðbrands son, múrari — Minning eð blessunarríkum á'hrifum frá „prestfrúarfundunuin.“, eins og þeir voru kallaðir. Frú Emi’lía var í samféflags- hópi nokkurra kvenna, er komu saman. sér til trúarlegrar upp- byggingar. Einnig var hún áhuga söm fyrir samkomum kristni- boði til eflingar. Jafn umhyggjusöm og hún Var, varð hún að líta til margra, sem áttu við erfiðleika að búa og styðja hverja hugsun til líknar- starfs. Annríki húsmóðurinnar var mikið. Ljúf í lund og létt í spori kom hún ótrúlega miklu til leið- ar. Gestagangur var mikill. Þau höfðu búskap. Síra Þorsteinn fór á þing og var oft að heiman. Sumum mönnum er sá vitnis- burður gefinn í Guðs orði, að „þeir auðgi marga“ — að sönn- um auði. Allir sem þekkja nokkuð að ráði tö hins óvenjulega og göf- uga köllunarverks frú Emilíu Briem, vita að hún „auðgaði imarga“ — að trú, von, kærleika og kjarki. Henni var svo mikið *f Guði gefið: Góðar gáfur, þjónustulund, ósérhijjfni, kær- leiki, trúmennska. Guðs góðu og miklu gjöfum skal það þakk- að, þegar hún nú er kvödd, að hún hefði getað tekið sér í munn vitnisburð postulans: „Ég hefi barizt góðu baráttunni“. Þeirri baráttu er nú lokið, — En Guð sér um að árangur hennar og fordæmi varir. Síðustu æviárin urðu frú Em- ílíu erfið. Mann sinn stundaði hún í þungri sjúkdómslegu. Sjálf missti hún heilsuna og átti við mikla vaniíðan að búa, svo að okkur vinum hennar tók sárt til þess. En hún fékk fróun og marg- vislega hjálp frá honum, sem Davíð konungur kallar í sálm- um sínum „Hjálpari minn“. Þeim vinum, sem Guð sendi henni til hjálpar var, hún inni- lega þakklát. Henni hlotnaðist hjálp og full- komin lausn um síðir. Nú eiga við um hana framhald þeirra orða Páls, sem áður er vitnað tdl: „Ég héfi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætis- ins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari .... “ — Guði sé lof og þökk fyrir hans elskulega barn og þjón, Emilíu Briem, og alla þá bless- un sem henni fylgdi. Ólafur Ólafsson. t Kveðja til frænku. Frænka mín, þegar þú ert horfin sjónum, rifjast svo margt upp, sem ég er þér svo innilega þakklát fyrir. Fyrir vináttu þína við móður mína, þakka ég þér, því það kenndi mér, hve sönn og einlæg vinátta er mikils virði. Þið vor- uð eins og systur, sem treystuð hvor annarri. Fyrir gestrisni þína og ósérhlífni þakka ég þér, ég skil nú, hve mikil hún var, þegar þú bauðst okkur systrum á surnrum, en yfir Kirkjuhvols- dvölinni er samfellt sólskin í huga mínum. Ég minnist morgna, þegar þú komst með fullar hendur af döggvotu salati og hreðkum, ánægð og hress, þú hafðir ræktað þetta sjálf, allt greri hjá þér, blóm, grænmeti og ekki sízt börnin. Ég minnist há- tíðlei’k sunnudaganna og þakka þér þetta allt saman. Ég er þakk- lát að hafa fengið að kynnazt þér á þeim árum, sem hugurinn er opinn fyrir á’hrifum, því ekk- ert nema hið bezta í orðum og framkomu var þitt, sönn hefðar- kona, sannkristin kona varstu. ÍÞá fannst mér þetta allt sj’álf- sagt, enda vön því frá móður minni en mikilsvirði að kynn- ast því utan heimilis míns, það sá ég seinna. Frænka mín, ég þakka þér fyrir hið fagra fordæmi, sem þú gafst okkur öllum sumarbörnun- um þínum. Lára Sigurbjörnsdóttir. AÐFARANÓTT hins 24. þ. m. andaðist í Landakotsspítala Þor- finnur Guðbrandsson múrari. Okkur vini hans og stéttar- félaga setti hljóða við andláts- fregn þessa ötula, geðprúða og glaða félaga. Minningarnar um liðnar sam- verustundir sækja að okkur ein af annari, allar bjartar og yl- ríkar. Okkur gengur erfiðlega að saetta okkur við, að hann, sem svo ókvíðinn, úrræðagóður og öruggur gekik að sérhverju starfi, skiuli vera horfinn sjón- um okkar. — „Ráð eru færri en áður.“ — Þorfinnur var fiæddur að Hraunbóli í Hörgslandshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu þann 30. apríl 1890, sonur hjónanna Guð- brands Jónssonar og Guðlaugar Pálsdóttur ljósmóður. Af systkinum Þorfinns eru 4 á lífi, þau Ragnhildur, Þórunn, Guðbrandur og Helga, lótinn er Páll síðast bóndi að Ósgerði í Öltfusi. Þorfinnur dvaldi á Síðunni bernsiku- og æskuárin, stundaði alla algenga sveitavinnu og var eftirsót’tur til þeirra verka Hann var ötull og athugull ferðamað- ur, en langt var í kaupstað að sækja og yfir eldhraun, eyði- sarida og óbrúuð mannskæð stór- vötn að fiara. Á vetrum „fór hann í verið“ sem kallað var, svo sem títt var um marga unga Skaftfellinga á þessum árum. Pótgangandi héldu þeir með þungar byrðax allar götur til Suðurnesja og „réru sig þar úr kútnum“ sem kallað var. Að lökinni vertíð héldu þeir heknleiðis glaðir og reifir og kunnu firá mörgu og merkilegu að segja þeim er heima sátu. Árið 1918 flytur Þonfinnur til Reykjavíkur, stundaði sjó á tog- urum að vetrinum, en bygg- ingavinnu á sumrin. Þann 18. des. 1920 kvæntist hann eftirlitfandi konu sinni, Ólöfiu Runnólfsdóttur fró Hólmi í Landbroti — systur Bjarna raf- virkjameistara og þeirra kunnu Hólmssystkin a. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. Þau eru Jónína kennari, gift Ragnari Edvards- syni bakara og Gunnlaugur hús- gagnameistari, kvænfur Sigrúnu Gísladóttur. Á heimili þeirra hjóna var ánægjulegt að dvelja. Eindrægn- in og traustið milli barna og for- eldra má með eindæmum telja. Gestrisnin mi’kil, viðmötið hlýtt og innilegt, þó án allrar væmni. AUt þetta ornaði gestinum og gerði honum dvölina ógleyman- lega. Frá árinu 1920 stundaði Þor- finnur einigöngu byggingavinnu. Hann varð mjög eftirsóttur til þeirra verka og gerðist fljótt verkstjóri hjá Kornelíusi Sig- mundissyni múrarameistara, sem um langt skeið var einn af stór- virkustu byggingameiisturum hér í borginni. Hjá Kornelíusi vann Þorfinnur nærfellt aldarfjórð- ung. Árið 1931 tók hann sveinspróf í múraraiðn og gerðist þegar fé- lagi í Múrarafélagi Reykjavík- ur. í félagsmálum — svo sem á öðrum sviðum — reyndist hann liðtækur í bezta lagi. Hann átti sæti í fulltrúaraði félagsins árum saman, sömuleiðis varaformaður, átti sæti í stjórn Sveinasam- bands byggingamanna og í bygg inganefnd og húsráði félagsins að Freyjugötu 27. Það var ánægjulegt að vinna með Þorfinni að félagsmálum, árveknin og skylduræknin héld- ust í hendur við hvert það starf sem honum var falið. Þetta kunnu félagar hans einn- ig vel að meta. Á sjötugsafmæli hans hlaut hann heiðursskjal írá félaginu og á sdðastliðnum vetri er Múrarfélag Reykjaví’k- ur varð 50 ára, sæmdi það hann gullmerki sínu fyrir vel unnin störf. Á þessu hófi mætti hann að því er virtist glaður og reifur. Þó mun hann þá hafa kennt banameinsins. Þessi ánægjulega stund mun vera sú síðasta, er við velfilestir litum hann. Gott er til þess að vita, að félaginu auðnaðist að þalkka honum og beiðra hann á þennan etftirminnilega hátt að leiðarlokum. Við fráfall þessa vinar míns er okkur hjónunum og félögum mínum harmur í huga, við söknum samverustund- anna, en ef við lítum hlutina í réttu lj'ósi sjáum við, að eins og högum var hóttað var þetta bezta og einasta lausnin. Við sendum börnum hans, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðar- kveðjur, en þó sérstaklega þér, kæra Ólöf, þinn missir er stærri en orð fiá lýst. Með þakklótum huga — hversu þú studdir hann í öllu starfi — biðjum við þér allrar blessunar, að þér gefist þrek til að mæta þínum sóra harmi, að þér auðn- ist að orna þér við glæður minn- inganna bjartra og blessunar- ríkra. Guð blessi minnimgu látins vinar. Ólafur Pálsson. t KVEÐJA FRÁ DÓTTURSYNI Afi minn, þótt þú sént honfinn héðan, ’horfinn inn í eilífð náðarríka, þá eykist vor trú á mátt þess góða meðan minnst við getum þín og þinna líka. Ekki varstu þekktur, mikill maður, mælt á kvarða valda, auðs og frægðar, en engan þekki ég, sem gat svo glaður gefið öðrum hlutdeild dýrrar gnægðar. Bjartur eins og Ijós með ljúfu geði. Ljóma þínum aldrei nokkur gleymdi. Ástúð heiit og einlæg, barnsleg gleði, orðalaus-t hún sífellt frá þér streymdi. Ekki stóðstu og barðir brjóst á torgum, básúnaðir afrek þín og dáðir. Þögull tókstu þjáningum og sorgum, þolinmóður baráttuna háðir. Þó að skreytt sé hvelfing dýrrar hallar, hún mun ekki Mkjast kos'tum , þínum. > Þú varst eins og lítil lilja vallar; listaverk í einfaldleika sínum. 1 Risum er það sjaldan fiært að fiágast. Foringi er ofit í dyggðum staður. Þér var létt, sem broddum reynr iist bágast, bara þetta eina, að vera maður. Eins og perla, er í sandi leyndist, einn af verkamönnum þarfra gerða. Vfir litlu ætíð trúr þú reyndisit. Yíir mikið munt þú settur verðst Kóng ég kveð og mæða máttina l'amar. ' Meistara ég kveð og hvergi eiri. Þig ég kveð og ég mun aldrei framar annan kveðja, sem ég veit þér meiri. Ómar Þorfinnur Ragnarsson. Kefla\ík - Suðurnes Veitingastofa á bezta stað í Keflavík til sölu. Uppl. gefur Fasteignasalan Hafnargötu 27 Keflavík. Sími 1420. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða aðstoðarstúlku frá 1. júní n.k. til starfa á rannsóknarstofu. Upplýsingar veittar í síma 20240 eða á stofnuninni Skúlagötu 4. Hús í Laugarásnum er til sölu. Húsið er 2 hæðir og kjallari. Á hæðunum er 7 herb. íbúð. í kjallara, sem er ofanjarðar eru tvær 2ja herb. íbúðir. Bílskúr fylgir. VAGN E. JÓNSSON GUNNAR M. GUZMUNDSSON hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 — Símar 21410 og 14400. Lausar stöður Óska eftir að ráða nú þegar eða eftir samkomu- lagi 3 menn til að gegna störfum tollvarða og lög- reglumanna á SeyðisfirðL Dálítil kunnátta í ensku og dönsku er æskileg eða önnur sambærileg málakunnátta. A.m.k. einn starfs maðurinn þyrfti helzt að hafa einhverja æfingu í bréíaritun og skýrslugerð. Umsoknarfrestur er til 10. júní 1967. Nánari upplýsingar gefur undirritaður eða Ólafur Jónsson, tollgæzlustjóri, Reykjavík. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 25. maí 1967. ERLENDUR BJÖRNSSON. LAGABÓKMENNTIR Til sölu eru eftirtaldar bækur: Lovsamling for Island 1.—16. bindi. Tyro Juris, saman tekið af Sveini Sölvasyni, Kbh. 1754. Jónsbók hin foma, Akureyri 1858. Jónsbók, Kbh. 1904. Lögbók islendinga, Jónsbók, útg. Ólafs Lárussonar, ljósprentuð af Levin & Munksgaard, 1934. Grágós, I.—II. Kbh. 1829. Grágás, elzta lögbók íslendinga, útg. Vilh. Finsen I.—II., ljósprentuð af Lithoprent 1945. Lögfræðingur 1. — 5. ár. íslenzk verzlunarlöggjöf eftir Jón Ólafsson, Rvík 1908. Tilboð í bækur þessar allar í heild, eða hverja út af fyrir sig óskast send til afgr. Morgunblaðs- ins merkt: „Lagabókmenntir“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.