Morgunblaðið - 31.05.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.05.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1967. lir stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn telur með öllu óhjákvæmilegt að hér á landi sem annars staðar sé viðbúnaður til varna, ef á landið yrði ráðist. Vörnunum ber að sjálfsögðu að haga á hverjum tíma með hliðsjón af hagsmunum þjóðarinnar og friðarhorfum í heiminum. Flokkurinn er þeirrar skoðun- ar, að varnir landsins verði ekki tryggðar á næstunni, nema með sam- vinnu við Atlantshafsbandalagið, svo sem verið hefur. Framboðsfundur í Suðurlandskjördæmi — Útvarpað frá sameiginlegum fundi á Selfossi í kvöld T^FVARPAÐ verður frá sam- eiginlegum framboðsfundi í Suðr urlandsk'iördaemi, sem hald- inn verður á Selfossi í kvöld og hefst kl. 21.00. Bylgjulengdin er 1412 kílórið eða 212 m á mið- bylgju. Tveir sameiginlegir framboðs- fundir verða haldnir í kjördæm- inu í dag, sá fyrri að Flúðum og hefst hann kl. 13.30, en hinn siðari í Selfossbíói í kvöld kl. 21.00. Frambjóðendur allra flokka í kiördæm.inu munu svo halda isíðasta sameiginlegan fund sinn í Vestmannaeyjum miðvikudag- inn 7. júní nk. kl. 20.30. Engínn fundur BKKI var neinn fundur boðaður í farmannadeilunni í gær og er því allt við það sama. Að vísu var sameiginlegur fundur kl. í gær, en hann var aðeins til að ræða framkvæmd verk- fallsins. Nú hafa þessi skip stöðvazt 1 Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss, Goðafoss, Tungutfoss, Litlafell, Bsjan og Herðubreið. — Herjólf- ur og Akraborgin hafa undan- þágu og ganga eins og vant er. Othar og Helga Petersen. — Fiskveiðar Framhald af bls. 32 hÁtt þær muni taka þátt í eftirlitinu. Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri, var í forsæti á fundnm nefndarinnar, en þá sóttu full trúar allra aðildarríkjanna en þau eru Belgía, Danmörk, V- Þýzkaland, Frakkland, ísland, trland, Holland, Noregnr, Pói- land, Portúgal, Spánn, Sví- þjóð, Sovétríkin og Stóra- Bretland. Áheyrnarfulltrúar sóttu fundina frá Bandaríkj- nnum, Kanada, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóð .nna (FAO), Alþjóða fiskveiðii.efndinni fyrir Norð- vestur-Atlantshaf og Efna- hags- og framfarastofnuninni (OECD). Fishing News skýrir frá því, að á fundunum hafi einn- ig verið skipzt á skoðunum um takmörkun fiskveiða. — Hins vegar hafi fulltrúarnir verið sammála um að fyllri upplýsinga væri þörf áður en ákvörðun yrði tekin í því efni. Þó væri rétt að halda at- hugunum áfram og kanna mál ið til hlítar, þegar nefndin haldi sjötta fund sinn í Reykja vík dagana 7.—13. maí 1968. Á fundinum í Reykjavík verður einnig fjallað um skýrslu um tillögur um bann við togveiðum á svæði undan norðausturströnd fslands. Sýnum einhug í lokasókninni — dregið eftir 6 daga í DAG eru aðeins 6 dagar þar til dregið verður í landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, sem er hið glæsilegasta sem stofnað hefur verið til fram til þessa. Uti á skrifstofu happ drættisins í Sjálfstæðishús inu við Austurvöll, hittum Skömmtunartillögur Framsóknar: Ætlaði að sölsa undir SIS meg- in hluta innflutningsins — Binda neytendur í ,,átthagafjotra" við verzlanir — Stofna til kapphlaups milli verzlana um skömmtunarseðla ÁRIÐ 1949 klauf Fram- sóknarflokkurinn þriggja flokka stjórnina, sem set- ið hafði að völdum síðan 1947, vegna þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi ekki fallast á tillögur Fram sóknarmanna um nýtt skömmtunarfyrirkomulag, sem hefði □ veitt SÍS tækifæri til þess að sölsa undir sig meginhluta innflutn- ingsins, □ stofnað til kapphlaups milli innflytjenda um skömmtunarseðla hjá neytendum. □ bundið neytendur í viðskiptum við þá verzlun, sem veitti skömmtunarseðlum þeirra móttöku. Það er fróðlegt að rifia þetta upp nú, þegar Fram- sóknarflokkurinn heldur því ranglega fram, að á þessu tímabili hafi hann haft forustu um afnám hafta. Þessar skömmtunartillög ur komu m.a. fram í frv.. sem nokkrir Framsóknar- þingmenn lögðu fyrir þing ið, sem sat 1948—1949 og voru í stuttu máli á þá leið, að taka skildi upp nýtt kerfi skömmtunar og út- hlutunar gjaldeyris- og innflutningsleyfa með þeim hætti að slíkurn leyf- um yrði úthlutað eftir því, hversu miklu magni af skömmtunarseðlum verzl- unum og innflytjendum tækist að safna saman hjá neytendum. Með þeseu fyrirkomu- lagi ætluðu Framsóknar- menn að sölsa undir sig meginhluta innflutnings- verzlunarinnar, þar sem þeir töldu að þeir ættu auðvelt með að safna skömmtunarseðlunum í krafti félagssamtaka sinna út um land. Það hefði einn ig augljóslega haft í för með sér kapphlaup milli verzlana um skömmtunar- seðla og slíkt hefði að sjálf sögðu getað leitt til marg- víslegrar spillingar og brasks. Loks hefði þetta kerfi bundið neytendur við þær verzlanir, sem þeir hefðu lagt skömmtun- arseðla sína inn hjá og þar með takmarkað enn valfrelsi þeirra. ÞETTA VORU TILLÖGURNAR, SEM FRAMSÓKN ÞÓTTI SVO MIKILSVERT AÐ NÆÐU FRAM AÐ GANGA, A Ð HÚ N KLAUF RÍKISSTJ ÓRN ÞEIRRA VEGNA. Bjarni Benediktsson lýsti afstöðu Sjálfstæðis- flokksins á þessum tíma til verzlunarmálanna í ræðu er hann flutti á hátíðisdegi verzlunarmanna 1. ágúst 1949 með þessum orðum: „Einn veigamesti þáttur- inn í því að koma heiibrigðri skipun á í fjármálum lands- manna er sá að lagtfæra það, sem aflaga fer í verzluninni. Menn eru að vísu mjög ósammála um, hvemig að því skuii fara. Nokkur hluti landsmanna trúir á, að þetta verði ekki gert að gagni nema með enn auknum höft- um og hömlum á einstakl- inga og auknum afskiptum rikisins, helzt algerum ríkis- rekstri á allri verzlun, eða a.m.k. á allri milliríkjaverzl- un til að byrja með. Aðrir neita þessu og segjast vilja stefna að því, að verzl- unin verði frjáls. Ýmsir og e.t.v. fiestir, sem þannig tala hafa þó ýmsa fyrirvara um þessa stefnu sina. Þeir eru tiltölulega fáir, sem gerzt hafa talsmenn þess að af- nema höftin með öllu, eins og nú standa sakir. Sumir segjast meira að segja vilja hafa frjálsa verzl- un og þó halda höftunum. Auðsætt er að þeir, sem svo mæla, eiga frekar við þá framkvæmd haftanna, sem þeim sjálfum hentar og þeir telja sanngjarna, en við af- nám þeirra. Það er skiljanlegt og gamalkunnugt, að þeir, sem framkvæmdinni ráða, finna siður til ófrelsis en hinir, sem telja það bitna á sér. Ég efast heldur ekki um, að mörgum muni i alvöru hrjósa hugur við, ef stungið er upp á frjáisri verzlun „eins og nú er ástatt", hvað þá, ef þeirri breytingu ætti að koma á skyndilega. Á móti þessu má telja ýms rök og hræða menn með því, að allt hljóti um koll að keyra og sökkva í skuldafen, ef menn fengju í þessum efnum fullt frjálsræði á ný. Hér er hvorki staður né stund til að gera upp á milli þeirra mis- munandi skoðana, sem menn hafa í þessum efnum. Það eitt er og viðhlítandi, að fyrir hverri skoðun geri sá grein, sem henni er fylgjandi, því að með því móti einu er tryggt, að hin heztu rök séu talin fram. Framhald á bls. 19. við Othar Petersen fram- kvæmdastjóra happdrættis ins og eiginkonu hans, Helgu Petersen, og spyrj- um þau hvernig gangi. Obhar segir okkur að happ- drætti Sjálfstæðisflokksins hafi sjaldan gengið jafnvel og í ár, og að sjálfstæðisfólik hafi aldrei sýnt jafnmikinn baráttuvilja og einhug um að gera árangur happdrættisins sem glæsilegastan. Það beri einnig að athuga að vinning- arnir séu nú með allra glæsi- legasta móti, 5 evrópskar bif- reiðir að verðmæti 1.1 milljón kr. FóL'k hugsar með sér, að jafnframt því að styðja flokk- inn í baráttunni öðlist það möguleika á að eignast nýjan og glæsilegan bíl til að fara á í suimarleyfið og það fyrir að- eins 100 kr. Hann hvatti að lokum þá sem enn ihafa ékki gert skil eða keypt miða, að láta verða af því sem fyrst, þvá að það auðveldar allt starf happ- drættisins og flýtir fyrir birt- ingu vinningsnúmeranna. —• Þegar við fórum, fylltist skrif stofan af fólki, sem einmitt var að koma til að gera skil. Meðal þeirra var einn maður, sem fyrir mistök hafði ekki fengið senda miða heirn og bað uim að fá þá þegar í stað. Mistök geta alltatf átt sér stað og ef að einhverjir fleiri hafa sömu sögu að segja þurfa þeir aðeins að hafa samband við skrifstofuna eða hringja 1 síma 17104 og þá verða mið- arnir umsvifalaust sendir. — Skrifstofan er opin til kl. 22.00 alla daga vikunnar. Vörusýníngunni lýkur n.k. sunnudag VÖRUSÝNINGIN 1 Laugar- dalnum hefir nú verið opin í 10 daga og lýkur næstkomandi sunnudags'kvöld og verður ekki framlengd. 10—15 þúsund manns hatfa séð sýninguna, en búast má við að sú tala hækki verulega síðustu dagana. Á hverju kvöldi er tízkusýn- ing í pólsku deildinni kl. 6 —• 8,30 og sýna þarlendir herrar og dömur alls konar fatnað. Þá er kvikmyndasýning á klukkutíma fresti. Sýningin er opin kl. 2-10 dag- lega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.