Morgunblaðið - 31.05.1967, Page 7
JVlUKGUJMBLiAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1967.
7
Steina og bergtegundasöfnin vekja verðuga
inga frá Vestfjörðum.
athygli. I þessum skápum má og sjá steingcrv
A þessari mynd. se»r. Sv. Þorm. tók sézt nokkurhluti hins merkilega skelja- og kuðungasafns
Jóns ff'if i,onar, ásamt íslenzkum krabbategundum, krossfiskum, igulkerjum og fleiru.
UM þessar mundir stendur
yfir mjög merkileg sýning nátt
úrugripa á vegum áhuga-
manna um náttúrusöfnun í
kjallaranum að Fríkirkjuvegi
11, húsi Æskulýðsráðs.
Eru það að nokkru sömu
menn, sem sýninguna héldu
þar í fyrra, en þegar við lit-
um inn á sýninguna á dögun-
um, fannst okkur eitthvað
skemmtilegra yfirbragð á
þessari sýningu, en hinni fyrri,
þótt hún hafi sannarlega ver-
ið skemmtileg.
Nú, er eins og allir vita,
búið að opna sal hjá Náttúru
fræðistofnuninni að Hverfis-
götu 116, sem er ágætur en
þrátt fyrir hann, er þessi sýn-
ing til bóta og uppfyllingar.
Alveg er það ótrúlegt, hvað
áhugamenn geta komizt langt
í söfnun néttúrugripa, og
nægir í því sambandi að benda
á safn Jóns Bogasonar, sem
sýnir þarna skeljar, kuðunga,
krabba og krossfiska, bæði
innlenda og erlenda, einnig
þang og fleira. Skeljasafnið
vekur alveg sérstaka athygli,
ekki hvað sízt fyrir skemmti-
lega uppsetningu.
Margir aðrir, eða um 20 alls,
eiga þarna prýðisskemmtilega
náttúrugripi, sem fengur er að
sýna almenningi. íslenzkir
steinar og bergtegundir, og
steingerfingar frá fyrri öld-
um, skipa þarna verðugt rúm.
Sýning, sem þessi kemur
skólafólki ákaflega vel, og er
raunar skaði, að hún skuli
ekki vera haldin um miðjan
vetur svo að kennarar gætu
farið með börnum og ungling-
um þangað.
En að halda hana á þessum
tíma hefur líka sína kosti,
því að þá getur hún glætt á-
huga unglinganna á náttúru-
fræði og söfnun náttúrugripa,
og slík söfnun er hverjum
manni holl.
Sýning þessi i kjallarasaln-
um að Fríkirkjuvegi 11 er opin
daglega um 10 daga skeið frá
kl. 2—10 Fr. S.
FRETTIR
Kristileg samkoma verður i
samkomusalnum Mjóuhlíð 16 í
kvöld kl. 8. Verið hjartanlega
velkomin.
Kristniboðssambandið.
Almenn samkoma í kvöld kl.
8:30 í Betaniu Ólafur Ólafsson,
kristniboði talar. Allir velkomn-
ir.
N dttúrugripasÝning
að Fríkirkjuvegi 11
Tvær algengar krabbategundir,
sem finnast við ísland. Boga-
krubbi að ofan en Trjónukrabbi
að enðan.
Náttúrugripasýning áhuga-
manna í kjallarasal Æskulýðs-
ráðs á Fríkirkjuveg 11 er opin
daglega frá 2—10.
Kvenfélag óháða safnaðarins.
Fimmtudagskvöldið 1. júní verð-
ur farið í heimsókn til Kven-
félags Keflavíkur. Upplýsingar
í síma 34465 og 34843. Basar-
inn er laugardaginn 3. júní í
Kirkjubæ. Tekið á móti basar-
munum á föstudag kl. 4—7 og
laugardag 10—2 í Kirkjubæ.
Orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík. Eins og undanfarin
sumur mun orlofsdvöl hús-
mæðra verða í júlímánuði og
nú að Laugaskóla í Dalasýslu.
Umsóknir um orlofin verða frá
5. júní á mánud., þriðjud.,
fimmtudag., og föstud. kl. 4—6
og á miðvikud! kl. 8—10 á skrif-
stofu Kvennréttindafélags fs-
lands, Hallveigarstöðum, Tún-
götu, sími 18156.
Snilakvöld Templara Hafnar-
fi k'i. Spilum félagsvistina með
vikudagskvöldið 31 maí í Góð-
templarahúsinu.
Síðasta spilakvöldið.
Fjölmennum.
Systrafélag Keflavíkurkirkju:
Félagskonur athugið!: Kvenfélag
Óháða safnaðarins í Reykjavík
kemur í heimsókn, fimmtudaginn
1. júní. Hittumst í Keflavíkur
kirkju kl. 8.30. Stjórnin.
Nesprestakall: Eins og áður
hefur verið auglýst, fer ég í sum
arleyfi 23. maí og verð fjarver-
andi til 18. júní. Hef ég í samráói
við dómprófast beðið séra Felix
Ólafsson að gegna prestverkum
í Nesprestakalli í fjarveru minni.
Vottorð úr prestsþjónustubók-
um mínum verða afgreidd í Nes
kirkju þriðjudaga og föstudaga
kl. 5-6. Séra Frank M. Halldórs-
son.
Slysavarnarfélagið Hraunprýði,
Hafnarfirði fer í skemmtiferð
sunnudaginn 4. júní. Þátttakan
tilkynnist í síma 50290, 50597,
50231. Ferðanefndin.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið daglega frá kl. 1:30—4.
Kvenfélagskonur, Garðahreppi.
Munið kirkjukaffið sunnudag-
inn 4. júní. Tekið verður á móti
kökum á Garðaholti frá kl. 10
um morguninn. Stjórnin.
Kvennaskólinn í Reykjavík
Þær stúlkur, sem sótt hafa um
skólavist í Kvennaskólanum í
Reykjavík eru beðnar að koma
til viðtals í skólann fimmtudag
inn 1. júní kl. 8 síðdegis, og
hafa með sér prófskírteini.
Bridgespilarar. Fimmtudaginn
1. júní kl. 8 hefst tvímennings-
keppni í læknahúsinu við Egils
götu. Öllum er heimil þátttaka.
Ákveði er, að spila þar á
fimmtudögum í sumar.
Bridgesamband íslands.
Frá Mæðrastyrksnefnd Konur,
sem óska eftir dvöl fyrir sig og
börn sín í sumar að Hlaðgerðar-
koti í Mosfellssveit, tali við ksrif
stofuna, sem fyrst, sem er opin
alla virka daga frá 2-4 simi 14349.
Hvíldarvika Mæðrastyrksnefndgr
verður að þessu sinni um 20. júní
Nefndin.
SÖFN
Ásgrímssafn, Bergstaða-
stræti 74 er opið sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1.30—4.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið á sunnudögum og
miðvikudögum frá kl. 1:30—
4.
Náttúrugripasafnið verður
opið frá 1 .júní alla daga
frá 1.30 til 4.
á Hverfisgötu 116.
Til sölu RAFMAGNSGÍTAR OG MAGNARI nýlegur rafmagnsgítar (Hafnar) og magnari (Far fisa). Uppl. í síma 33736. Bondex Notið fúavarnarefnið Bond ex á allan við, fæst í átta litum. Málarabúðin Vestur götu 21, simi 21600. Póst- sendum. Birgir Guðnason málaram., Keflav., s. 1746.
10 ára telpa óskar eftir ba»-n'> ve-du í Hafnarfirði. Simi 51571. Nýtt teikniborð og teiknivél (Kuhlmann) til sölu. Uppl. i sima 24522 eftir kl. 5.
Unglingsstúlka óskar eftir einhvers kon- ar vinu í sumar, úti- eða innivinnu. Margt kemur til greina. Hef unnið við afgreiðslu. Sími 37368.
Geymsluhúsnæði til leigu um 75 ferm. Þetta er mjög gott húsnæði. Uppl. í síma 33836.
Túnþökur til sölu Uppl. í síma 22564 og 41896. 12 ára stúlkubam óskar eftr góðu sveita- plássi. Er hænd að börn- um og dýrum. Uppl. í síma 8137’.
Sendiferðabíll Óskum eftir að kaupa not- aðan sendiferðabíl eða minni gerðina af vönubíl. Uppl. í síma 4271, Hvera- gerði. Stúlka óskast á sveitaheimili I Borgar- firði. Öll þægindi. Tilboð merkt „Sveit 610“ sendist Mbl. fyrir sunnudag.
Ferðafólk Sá sem tók I misgripum brúna tösku á Umferðar- miðstöðinni 22. maí merkta Rósa Teits, Austurgötu 14, Keflavík, skili henni á sama stað. Sveit 11 ára drengur óskar eftir að komast í sveit. Uppl. í síma 2223 Keflavík.
Atvinna 14 ára stúlka óskar eftir einhvers konar atvinnu. Mætti vera í sveit. Uppl. í síma 1941 Ytri-Njarðvík. 15 ára drengur vanur allri algengri vinnu, óskar eftir vinnu í sumar. Uppl. í sima 40960.
Fóstru vantar við nýtt barnaheimili í Keflavík, sem væntanlega tekur til starfa 15. júni. Uppl. í síma 2391 eða 2393. Til sölu Tveir stignir barnabílar. Uppl. í síma 12032 kL 9—5.
Volkswagen ’62 sendibíll. Sæti og gluggar, ný vél, ný gúmmí, ný- sprautaður. Kr. 65 þúr. Aðalbílasalan Ingólfsstræti 11. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu 20 ára stúlka með gagnfræðapróf óskar eftir atvinnu. Margt kem- ur til greina. Vinsamleg- ast hringið í síma 82408.
Trillubátur til sölu Báturinn er 3% tonn. Vél 40 hestöfl. Buda dýptar- mælir, línuspil, ýmislegt fleira fylgir. Uppl. í síma frá kl. 5—7 daglega 12414.
V I L T A K A
heimasaum
á rúmfatnaði; annað kemur og til greina.
Sími 21823 til kl. 4 daglega.
íbúð —
Hafnarfjörður
Höfum til sölu glæsilega 5 herbergja ibúð á falleg-
um stað við Kelduhvamm í Hafnarfirði. íbúðin selst
fokheld, en sameign fullfrágengin. Bílskúr. Útb. kr.
385.000,00. Getur verið tilb. til afhendingar fljót-
lega.
Skip og Fasteignir
Austurstræti 18, Simi 21735.
Eftir lokun 36329.