Morgunblaðið - 15.06.1967, Page 11

Morgunblaðið - 15.06.1967, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1967. 11 Bílaleiga AUSTURLEIÐ FRA REYKJAVÍK AÐ LÓMAGNÚP. Ferðin, sem nú er framundan, er bæði löng og athyglisverö.' Vega- lengdin er um 320 km. óg ýkjulaust má segja að á þeirri leið birtist okkur öll helztu fyrirbæri og einkenni íslenzkrar náttúru ög lands- lags. Við ferðumst um víðlendar, blómlegar byggðir, yfir nakta eyðisanda og úfin brunahraun. Á vegi okkar verða mestu jökul-' fljót landsins, afivakarj þeirra, jöklarnir, eru stöðúgt okkur fyrir augum og þá ekki síðúr hinír miklu örlagavaldar, eldfjöllin. Hvergi birtist okkur á áþreifanlégri hátt hið volduga samspil þessara ólíku náttúruafla, eld og íss, en í þessari ferð. Á leið okkar veröa marg- ir frægir sögustaðir; sem rifja upp dáðir forfeðranna, en sam- timis sýna sýna mannvirki og framkvæmdir okkur manndóm og stórhug þeirra er nú byggja landið. í>að dregur heldur ekki úr áhrifum ferðarinnar að hafa úthafið stöðugt á aðra hönd, voldugt og víðfeðmt. Þettá mun vera fjölfarnasta leið á íslandi en óþarflega margir munu fara hana, og sjá lítið nema veginn framundan. En nú skulum við hafa augun vel opin og horfa til ailra átta. Hliðarvega mun getið stuttlega, um leið og við komum að þeim, en þeim verður svo lýsf nánar á öðrum stað. „LANDIÐ ÞIT? í ÓDÝRRI FERÐAIJTGÁrU BUNDIÐ í PLASTKÁPU Efni þessarar bókar mun mörgum lesendum kunn- ugt. Hún kom fyrst á markað fyrir síðustu jól og hlaut góðar viðtökur. Höf- undur hennar, Þorsteinn Jósepsson, var löngu landskunnur ferðagarpur, fréttamaður, ferðaþátta- ritari og ljósmyndari. „LANDIÐ ÞITT“ er upp- sláttarrit með um 2000 uppsláttarorðum úr öllum sýslum landsins. Sú ósk kom fljótt fram, að bókin yrði einnig fáanleg í létt- ara bandi, sem þyldi vel ferðavolk, enda nauðsyn- leg á ferðalögum. Þessari ósk hefur verið msett með hinni nýju ferðaútgáfu, sem prentuð er á þunnan pappír og bundin inn í nýtt plastefni, sem þolir margfalt verri meðferð en venjulegt efni og haegt er að þvo af óhreinindi. Efni bókarinnar er nákvsem- lega hið sama og fyrri út- gáfu, en bókin er nú tveim hundruðum króna ódýrari. FERÐAHANDBÓKIN, VEGAKORTIÐ OG „LANDIÐ I»ITT“ er ár- angur margra ára starfs, sem stuðlar að ánægjurík- ara, öruggara og fróðlegra ferðalagi. VERIÐ ÞVÍ FORSJÁL SATJRBÆR (QK) kirkjustaður og höfuðból að fornu á Kjalarnesi. Að Saurbæ komu ár- ið 1424 enskir sjóræningjar og höfðu mikinn strákskap í frammi. Réöust þeir inn í kirkjuna, hand- tóku þar umboðsmenn Danakon- ungs, sem leitað höfðu hælis i kirkjunni, rændu vopnum, hestum o. fl. Á 18. öld bjó sami ættleggurinn þar, þrír Sigurðar, sem allir voru merkismenn. Sá elzti þeirra, Sig- urður Björnsson lögmaður (1643— 1723), átti m. a. í málastappi við Pál Vidalín, en bar sigur úr být- um enda var hann lögfróður í bezta lagi. Hann skrifaði ritgerð um landsins gagn og nauðsynjar, og hann átti frumkvæði að því, að alþingisbækur voru fyrst prentaðar á hans lögmannsárum. Sonur hans var Sigurður sýslumaður (1679— SELÁ (N-MÚL) vatnsfall, sem kemur upp í Dimma- fjallgarði og fellur út í vestan- verðan Vopnafjörð. Hún er all- vatnsmikil, góð veiðiá. SELÁRDALUR BA i kirkjustaður og áður prestssetur í Ketildölum við sunnan- og utan- verðan Arnarfjörð. Meðal presta í Selárdal var Gísli Jónsson, síðar biskup í SkáUrolti (um 1515—1587) og einn af frumkvöðlum siðaskipt- anna. Frá Seláfdal varð Gísli að hrökklast undan ofríki Jóns bisk- ups Arasonar, en var koslnn bisk- up i Skálholti nokkrum arum síð- ar. Annar kunnur prestur í Selár- dal var Páll Biörnsson dóttursonur Arngríms lærða (1621—1706). Hann var í röð lærðustu islendinga á 17. öld og ,er til fjöldi rita eftir hann i handritum. Hann lét galdramál mjög til sín taka. Segir frá því í gömlum helmildum að veturinn 1669 og þar á eftir hafi heimilis- fólk i Selárdal orðið fyrir miklum ásóknum sem kenndar voru göldr- um. Lögðust þær einkum þungt á Helgu Hallsdóttur konu séra Páls og kom þar að hún varð að flýja bæinn með allmörgu heimilisfólki „en eftir margar bænir til guðs i söfnuðum þar vestra, létti því af.“ Tveir menn voru brenndir á báli fyrir þessar sakir, Jón nokkur Leifs- son og Erlendur Eyjólfsson. Um Ferðahandbœkur s.f. Kleppsvegi 80 Sími: 35658 Í FERDALAGIÐ FARIÐ MED SVARID IRÐA HANDBOKIN með leiðarlýsingum um allt land og sérstökum kafla um Þingvelli. I hverju liggja nýmælin kynni einhver að spyrja. Svarið við því yrði, að nú í fyrsta skipti á fólk kost á ferðahandbók með leiðarlýs- ingum um alla höfuðvegi landsins, samihliða sérstakri uppsláttarbók í ferðaútgáfu og vegakorti sem hefur verið skipulagt með tilliti til efnis beggja bókanna. Kjörorð okk- ar vegna þessarar útgáfu er: FERÐAHANDBÓKIN VÍSAR VEGINN OG „LiANDIÐ ÞITT“ SEGIR SÖGUNA. Leiðarlýsingar GÍSLA GUÐ MUNDSSONAR, leiðsögu- manns, hafa notið mikilla vinsælda og smám saman hefur hann aukið við þær. Að þessu sinni tekur hann þó stærsta stökkið og leggur að baki sex nýjar leiðir, þ.e.s. hringferð um Reykjanes- skaga, ökuferð um nágrennl Reykjavíkur, leiðina frá Reykjavík að Lómagnúp, leiðir um Eyjafjörð og leiðir um Suður- og Norður-Þing- eyjarsýslur. Þar með ná leið- arlýsingar Gísla allt í kring- um landið. Lítið brot af lýs- ingunum er birt hér efst á síðunni. í Ferðahandbókinni er kafli eftir BJÖRN ÞORSTEINS- SON, sagnfræðing, sem hann nefnir Þingvöllur, alþingis- staður íslendinga að fornu og þjóðgarður. Björn leiðir ferða fóllk um hinn söguhelga stað og grein hans er prýdd teikn- ingum af fjallahringnum. Lítill hluti af þeirri fjalla- hringsjá sést hér að neðan. SIGURJÓN RIST vatna- mælingamaður, hefur ætíð komið með eitthvað nýtt í leiðarlýsingar sínar um Mið- hálendið. Að þessu sinni tekur hann fyrir Stórasand og Arnarvatnsheiði, og endur- skoðar fyrra efni. Alls fylgja 5 sérkort og myndir lýsirg- unum, sumt í tveimur litum, auk vegalengdataflna. Vegakortið frá Shell, sem fylgir Ferðahandbókinni á flestum útsölustöðum, var endurskoðað vegna efnis beggja bókanna af Gísla Guð- mundssyni. Það fylgir með aðeins á fram- leiðsluverði. Margir spyrja hvort ástæða sé til þess að gefa Ferðahandbókina út tvö ár í röð.. Svar okkar er JÁ. Ferðahand- bókin flytur ár- lega allar nýjar, tiltækar, áætlan-, ir bíla, skipa og flugvéla. Samtím- is er framkvæmd athugun á öllu efni bókiarinnar vegna breyttra aðstæðna á hverj- um stað, má þar til nefna kauptúna- og kaupstaða- skrána, allar reglugerðir, hvers konar umfooðsmanna- skrár, gisti- og veitingahúsa- skrár og fjölda annarra at- riða. Mun láta nærri að á slíku efni verði allt að 70% breyting, þótt ótrúlegt megi virðast. Eins og áður segir hefur sá kostur verið tekinn að auka árlega við leiðarlýsingarnar, í stað þess að ljúka þeim öll- um í fyrstu bókinni. Með því móti hefur tekizt að halda verði Ferðahandbókarinnar niðri, en ef ráðist hefði verið í slíkt stórátak, sem jafn- framt krafðist mikils tíma, hefði verðið orðið mun hærra. Ferðahandbókin hefur tek- ið miklum breytingum að fenginni reynslu liðinna ára. Við teljum að hún hafi jafn- framt farið batriandi og von- um að það sé einnig dómur kaupenda og að svo verði framvegis. ÁRMANNSFELL SKJALDBREIÐUR TINDASKAGI SÖÐULHÓLAR MJOAFELL BOLABAS SKEFIL \ ^Iflosagja Hestaleiga: Sérleyfi: Skipaferðlr: FerSaskrifstofan Lönd og Leiðir, Kaupvangsstræti 4, sími 12940. Ferðaskrifstofan Saga, Skipagötu 13, sími 12950. Hópferðir sf., sími 12940. Bílaleiga Akureyrar, s. 11515 og 12940. Nýja Bílaleigan, símar 12229 og 12395. Bátar til leigu fyrir ferðamenn: Upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum í bænum. Karl Ágústsson. Litla-Garði, sími 11102. í afgreiðslu hjá Ferðaskr. Akureyrar Túngötu 1: Akureyri—Mývatr.ssveit. Akureyri—Vopnafjörður- Akureyri—Austurland. I afgreiðslu hjá Ferðaskrifstofunni Sögu, Skipa- götu 13: Akureyri — Rvk. — Akureyri (Norður- leið h.f.), Akureyri — Dalvík — Ólafsfjörður, Akureyri — Hjalteyri, Akureyri — Raufarhöfn, Siglufjörður — Akureyri, í afgreiðslu hjá Ferðask/ýfstofunni Lönd og Leið- um: Akureyri — Skíðanotelið í Hlíðarfjalli (Hóp- ferðir sf.). Akui'eyri — Grenivík. í afgreiðslu hjá Bögglageymslu KEA, Hafnarstr Mjólkurbifreiðir út um sveitir Eyjafjarðar.. Eimskip: Afgr. Kaupvangsstræti 2, sími 11131. Ríkisskip: Afgr. Kaupvangsstræti 2, sími 11936. Skipadeild SÍS: Kaupfélag Eyfirðinga, szmi 21400. Kirkjan og Hótel KEA. 97 Algjðrt nýmæli í íslenzkum ferðamálum FERÐAHANDBÓKIN, „LANDIÐ ÞITT“ í ÓDÝRRI FERÐAÚTGÁFU OG VEGAKORT SHELL SAMRÆMT MEÐ ÞAÐ FYRIR AUGUM AÐ VERA EIN SAMSTILLT HEILD, TIL NOTKUNAR A FERDALÖGUM, FYRIR ÞAU EÐA EFTIR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.