Morgunblaðið - 15.06.1967, Síða 14

Morgunblaðið - 15.06.1967, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1967. MYrmm ÚB ÝMSUM ÉTTUM Hér sést sýrlenzki þjóðhöfðinglnn Noureddine Atassi við komuna til Moskvu 29. maí sl. Kosy- gin forsætisráðherra Sovétríkjanna, tók á móti honum á flugvellinum ásamt miklum mann- fjölda sem fagnaði Atassi ákaflega. Jose Capulong, 65 ára gamall Filippseyingur, veifar tll áhorfenda áður en hann kastar sér fram af fjórðu hæð sjúkrahússins í Maniila. Capulong framdi sjálfsmorð vegna heilsubrests og fátæktar fjölskyldu sinnar. DeSBt ízim bj'érgisnmmiiEi NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dcmur í máli, sem Hafsteinn Jóhannsson höfðaði vegna sjálfs sín og áhafnar v.b. Eidingar gegn eiganda m.b. Jörundar RE -300, en í máli þessu var deilt um björgunarlaun. Málsatvik eru þau, að föstu- daginn 8. maí 1964 var m.b. Jör- undur III RE 300 við síldveiðar á Stóru Sandvik. Kl. 18.30 var kastað á síld á 20 faðma dýpi. Straumur var mikill og óklár- aðist baujan, svo að snúa varð skipinu við hana með þeim af- leiðingum, að snurpuvír og part ur af blýteini festist í skrúfunni. Kallaði skipið á m.b. Eldingu og var stefnandi beðinn að taka vír og nót úr skrúfunni. Klukk- an rúmlega 20.00 fór m.b. Eld- ing Jörundi III til hjálpar, en það skip var þá statt 3—4 sjó- mílur V að S frá Reykjanesi. Veður var 2—3 vindstig að SA og rak skipið aðallega fyrir straumi vestur með landinu. Stefnandi kom að Jörundi III um kl. 22.15, kastaði sér til sunds í froskmannsbúningi og skar nótina og vírinn úr skrúíu m.b. Jörundar III. Var því verki lokið um kl. 24.00, og sigldi þá Jörundur III áleiðis til Reykja- víkur. Hafsteinn Jóhannsson krafðist björgiunarlauna að fjárhæð kr. 1.216.760.00 ásamt vöxtum og málskostnaði vegna þessa atburð ar. Byggði hann kröfu sina um björgun á því, að hjálp sú, efr hann veitti m.b. Jörundi III í umrætt sinn, hefði verið bjöig- un í merkingu siglingalaga nr. 66, 1963. Að vísu hefði skipið ekki verið í beinni hættu, en slík hætta hefði verið yfirvof- andi hivenær sem var. Skipið hefði verið statt í Reykjar.es- röst, þar sem straumar séu mikl ir. Á aðra hönd þess hefði verið 'hættuleg strönd, en á hina E!d- ey og óhreinar siglingaleiðir. Skipið hefði engin segl haft, en aðeins lítinn utanborðsmótor og takmarkað eldsneyti fyrir hann, svo og léttbát með 24 hestafla vél. Skipið hefði því ekki kom- izt í land af eigin rammleik.. Eigendur Jörundar III kröfð- ust þess. að stefnukröfurnar yrðu lækkaðiar og hjálp sú, er skipi þeirra var veitt, yrði tal- in aðstoð en ekki björgun og þóknun dæmd samkvæmt því. Studdu eigendur Jörundar III kröfur sínar þeim rökum, að hjálp sú, sem stefnandi veitti skipinu í umrætt sinn, hefði e'gi verið björgun, heldur einungis aðstoð, sem stefnandi ætti að fá greitt fyrir miðað við vinnu sína á tíma. Niðurstaða málsins í héraði var sú, að Jörundur III hefði eigi verið staddur í slíkri nauð, að um björgun hefði verið að ræða í nefndu tilviki, heldur einumgis aðstoð, og var þókn- un til stefnanda dæmd kr. 75.000.00. Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu og segir í forsendu að dómi Hæstaréttar sem héi* segir: ,,V.b. Jörundur III var á rúmsjó með óvirka skrúfu, er áfrýjandi (þ.e. Hafsteinn Jó- hannsson) kom skipinu til hjalp ar að beiðni skipstjórnarmanna. Magnús Kristján Guðmundsson, skipstjóri á v.b. Jörundi III, hef ur skýrt frá því fyrir dómi. að vegna strauma hafi verið ógern- ingiur að ná inn síldarnótinni ef akkerum hefði verið varpað á Sandvík. Barst v.b. Jörundur III því fyrir straumi frá landi, meðan nótin var innbyrt. Eigi verður talið leitt 1 ljós, að m.b. Jörundur III hefði komizt í höfn eða nægilega tryggt lægi, þótt reynt hefði verið að nota utan- borðshreyfil og léttbát skipsins. Var v.b. Jörundur III því í hættu staddur og 'hjálp sú, er áfrýjandi veitti, björgun í merk ingu 199. gr. siglingalaga nr. 66/1963. V.b. Elding er líitið skip, en gögn eru eigi fram komin um verðmæti þess. Ágreiningslaust er, að hin björguðu verðmæti námu kr. 12.167.600.00. Sam- kvæmt þessu og öðrum atriðum, sem hafa ber til hliðsjónar sam- kvæmt 200. grein siglingalaga nr. 66/1963, þykja bjarglaun til handa áfrýjanda hæfilega ákveð in kr. 150.000.00“. Að auki skyldi atefndi greiða vexti og máls- kostnað fyrir báðum réttum samtals kr. 45.000.00. Wmmmm ■ ■ . Hér sést bandaríska herskipið Liberty á reki eftir að ísraelskar flugvélar gerðu árás á það í misgripum með þeim afleiðingum að 30 Bandaríkjamenn létu lífið og 75 særðust. Ef myndin prentast vel má sjá verkummerkin eftir skothríðina á stjórnpalli skipsins. Heildarmagn síldnr fró vertíðarbyrjun í SÍLDARSKÝRSLU Fiskifélags íslands, yfirliti yfir síldveiðarn- ar norðaniands og austan, sem nær til 10. júní segir: .Sumarsíldveiðarnar hófust mun síðar á þessu ári heldur en í fyrra. Ástæðurnar til þessa má telja hið lága verð sem er á bræðslusíldarafurðum á heims- markaðnum, síldin er rýr að gæðum í maímánuði og því ekki eftirsótt til vinnslu og þar að auki var ekki tekin ákvörðun um bræðslusíldarverðið fyrr en þann 31. maí. Ennfremur er síld- in óvenju langt frá landi, þannig að 35—40 klukkustunda sigling er á miðin. Fyrsta skipið er hélt til veiða var Revkiatorg RE 25, sem fór af stað þann 19. maí. Fékk skipið afla viku síðar um 150 sjómílur NA af Færeyjum, sigldi með afl- ann til Færeyja og landaði þar. í fyrra veiddist fyrsta síldin þann 12. maí. Fyrsta skipið, sem kom með síld hingað til lands var Harpa RE 342 og kom hún til Seyðisfjarðar þann 3. júní. Segja má að veiðarnar hafi gengið heldur treglega hjá þeim rúmlega 50 skipum, sem komin 9.565 lestii eru á miðin. Síðastliðið laugan- dagskvöld var vitað um 35 skip sem einhvern afla höfðu fengið. Síldin hefur verið á hraðri leið norður á bóginn og er mjög stygg, stendur yfirleitt djúpt og næst helzt til hennar um mið- nættið. Heildarmagn komið á land frá vertíðarbyrjun nemur 9.565 lest- um, og hefur það magn allt farið í bræðslu hérlendis, nema fyrstu 70 lestirnar, sem landað var í Færeyjum. Aflinn vikuna 28. maí til 3. júní var 335 lestir og vikuna 4. til 10. júní var landað 9.230 lestum. I fyrra fengust 43.816 lestir til 4. júní, og þann 11. júní var heildaraflinn orðinn 56.292 lestir sem fór allur til bræðslu, að fráteknum 5 lestum í frystingu.“ Sumaraflinn nú skiptist þannig niður á löndunarstaði: Raufarhöfn Lestir 965 Þórshöfn 324 Vopnafjörður 1.558 Seyðisfjörður 3.581 Neskaupstaður 1.652 Eskifjörður 1.153 Reyðarfjörður 262 Færeyjar 70

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.