Morgunblaðið - 06.07.1967, Page 11

Morgunblaðið - 06.07.1967, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1967. 11 v V TILKYNNIR: Rannsóknir hafa leitt í ljós, að hið háa innihald íslenzks portlandsements og hraðsements af alkaliefnum getur skapað mikla hættu á því, að langtíma haldgæði steypu úr því og sumu bygg ingarefni reynist ófullnægjandi. STEYPUEFNI FRÁ RAUÐAMEL Á SUÐURNESJUM hefur einkum vakið athygli vegna óvenju góðra eiginleika til steinsteypugerðar. Það hefur verið þrautrannsakað af innlendum og erlendum rannsóknarað ilum og hvarvetna fengið hina beztu dóma. Sem dæmi má nefna, að efni þaðan hefur verið notað í Keflavíkurveginn og jafnvel flutt austur í Búrfellsvirkjun í stórum stíl. Steypustöðin hf. mun frá 12. júlí 1967, hafa á boðstólum, auk hinna venjulegu steypuefna, steypu gerða úr þessu efni. Oss þykir miður, að vegna hinnar miklu fjarlægðar námanna og vegatolls á Keflavíkurvegi, kostar steypa úr þessu efni 100.— kr. meira pr. rúmm. Sé hinsvegar haft í huga að kostnaðarauki við meðalíbúð verður aðeins um kr. 4.000.—, sé þetta efni notað, álítum vér það skyldu vora að gefa steypukaupendum á Reykjavíkursvæðinu kost á þessu byggingarefni. STEYPUEFNI FRÁ ESJUBERCI Á KJALARNESI Vér munum að sjálfsögðu hafa áfram á boðstólum steinsteypu á óbreyttu verði, úr steypuefni frá Esjubergi, sem staðizt hefur alkaliprófanir með ágætum, svo og öðru því efni, sem viðskiptavinir vorir kunna að æskja. Viðskiptavinir vorir eru beðnir um að tilkynna með viku fyrirvara, óski þeir að nota steypuefni frá Rauðamel. Virðingarfyllst, Sl^PUStMlll U við Elliðaárvog, sími 33600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.