Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JULI 1967 MiiiiÉi mrnrnmii^ —r i..j 4 EITT frægasta mannrán, sem um getur, átti sér stað hinn 30. júní sl. þegar Moise Tsombe, fyrrum valdsmaður í Katanga og forsætisráð- herra Kongó var fluttur nauð ugur til Alsír. Hvernig ránið var skipulagt hefur smám saman komið í ljós, þó ekki séu öll kurl komin til graf- ar. Hvað raunverulega skeði í Hawker þotunni yfir Mið- jarðarhafi mun ekki endan- lega koma fram, fyrr en áhöfn hennar og farþegar leysa frá skjóðunni. Enn sitja þeir ásamt fórnarlamb- inu Tsombe í haldi Alsír- stjórnar. Það sem tekizt hefur að rekja af sögu ránsins var í stuttu máli á þessa leið. I september 1966 var fyrirtæki, oftast kennt við skammstöfun þess SEDEFE, skrásett í smá ríkinu Liechtenstein af lög- fræðing á staðnum. Þar virð- ist upphafið að ránsáætlun- inni að leitæ Skömmu síðar leitaði maður nokkur Francis Bodenan, í nafni þessa fyr- irtækis til brezkættaðs flug- manns búsetts á Spáni, og bað hann aðstoðar við að taka á leigu flugvél. Ekki vissi flugmaðurinn þá, að hinn virðulegi kaupsýslumað ur, sem fór fram á aðstoð hans var enginn annar en franskur stórglæpamaður. Bodenan þessi var fyrrver- andi gjaldkeri í spilabanka, sem hafði verið fundinn sek- ur um að standa að baki morðs á tveimur viðskiptafé- lögum sínum. Árið 1955 höfðu þessir þrír menn ætlað í sam einingu að pranga inn á franska herinn feiti nokkurri með fertugföldum hagnaði. Um þetta leyti fundust félag- :; : ?. T': . ' : : ; l,;,i fts .*+ ffi, Hin rænda leiguþota ásamt eiganda. Tshombe ar Bodenans myrtir í Ram- bouilletskóginum, og var álit ið að leigumorðingjar hefðu framkvæmt verknaðinn. Tveimur árum síðar var Bod- enan dæmdur í 12 ára fang- elsi fyrir samsekt að morð- inu. En ekki þurfti Bodenan að dúsa í fangelsinu svo lengi, því hann var látin laus fyrir góða hegðun fyrir rúmu ári. Betrunin virðist þó ekki meiri en svo, að þegar eftir lausn sína hefst hlutverk hans í þeirri atburðarrás sem leiddi til Jarottnáms Tsombes. Víkur nú sögunni aftur að flugvélaleigunni. Hinn brezki flugmaður ráðlagði Bodenan eindregið að leigja litla þotu af gerðinni Hawker í Eng- landi. Var svo gert, og áhöfn ráðin. Síðan hélt Bodenan í fiugvélinni til eyjarinnar Palma á Spáni. Á hóteli þar hélt Moise Tsombe til, ásamt tveimur lífvörðum og einka- ritara. Næsta skref Bodenans var að stofna til kunningsskapar við Tshombe. Tókst það und- ir því yfirskini, að fyrirtæki hans SEDEFE hefði áhuga fyrir að leggja fé í hótelbygg ingar á Spáni. Tshombe sem taiinn er vellauðUgur eigandi allt að þremur milljónum sterlingspunda, mun hafa haft áhuga fyrir að festa fé í fasteignum. Þegar Boden- an nokkrum dögum seínna bauð Tshombe í skoðunar- og viðskiptaleiðangur til eyjunn ar Ibiza uggði hann ekki að sér. Klukkan 12 á hádegi lagði Hawker þotan upp frá flug- vellinum á Palma. Auk Ligmkona Tshombes (t.h.), ásamt þremur börnum þeirra og fylgdarkonu i Róm. Myndin tekin meðan á aðgerðum Sameinuðu þjóðana stóð gegn Tshombe. BRUNA TRYGGINGAR Mannræninginn. Tshombes og Bodenans voru um borð, lífverðirnir og einka ritarinn sem áður er getið, Hambursin fyrrverandi mála liðsforingi frá Katanga og belgískur fasteignasali. Yfir- varp ferðarinnar var að finna hentugan stað til hótelbygg- ingar á eyjunni. Eftir að hafa skoðað sig um, og snætt há- degisverð á Ibiza var haldið aftur áleiðis til Palma. En vart hafði flugvélin tekið sig á loft, fyrr en flugmaðurinn hrópaði í talstöðina, að hann væri neyddur til að breyta Framihald á bls. 31 11700 mt mm mm mm mm ts&m m mw mm vœm jkss* STAKSTEIMAR Sjónvarpið og strjálbýlið Frá því hefur verið skýrt, að 18—19 þúsund sjónvarpstæki séu nú hér á landi og um 120—150 þúsund landsmanna eigi nú kost á að horfa á íslenzka sjónvaxpið. Það sætir þess vegna engri furðu, þótt fyrirspurnir heyrist um það, • hvað líði byggingu hinna stóru endurvarpsstöðva, sem eiga að dreifa sjónvarpinu út um byggðir landsins. Það eru fyrst og fremst fjórar stöðvar, sem þessu hlutverki eiga að gegna. Hin fyrsta þeirra verður byggð á Skálafelli hér við Reykjavfk. Hún endurvarpax síðan til stórra stöðva í Stykkis- hólmi fyrir Vestfirði og Breiða- fjarðasvæðið og til stöðva við Eyjafjörð fyrir Akureyri og ná- grenni. Fjórða stóra sjónvarps- stöðin verður svo byggð á Aust- fjörðum, sennilega á Fjarðar- heiði. Alþingi hefur markað þá stefnu, að þessar stöðvar skuli boðnar út og reistar nokkurn veginn samtímis. Undanfarið hefur verið unnið að því af kappi að framkvæma ýmiskonar mælingar og undir- búning þessara endurvarps- stöðva sjónvarpsins. Miklir . íriðarhöíðingjar! Miklir friðarhöfðingjar eru þeir Sovétmenn. Nú leggja þeir höfuðkapp á að vopna Egypta að nýju eftir ófarir þéirra fyrir fsraelsmönnum. Rússar láta ekki við það sitja að flytja Egyptum vopn og hverskonar styrjaldar- tæki. Þeir senda rússneska flotadeild til Alexandríu og láta aðmírála sína lýsa því yfir, að þeir séu reiðubúnir til þess að skerast í leikinn og veita Egypt- um og öðrum Aröbum virkan stuðning. Allt á þetta vafalaust að sýna, hversu einlægir friðarsinnar þeir Sovétmenn séu! Ný hætta Alþýðublaðið birti í gær for- ystugrein, þar sem það ræðir hina vopnuðu árekstra undan- farna daga milli Egypta og ísra- elsmanna. Kemst blaðið þá m. a. að orði á þessa leið: „Hinn mikli ósigur Egypta varð ekki siður áfall fyrir Sovét ríkin. Þau höfðu varið stórfé til að vopna Egypta og þjálfa þá, og nú tapaðist mikill hluti vopnanna á fáum dögum. Hafa Sovétrikin gripið til þess að hefja þegar miklar vopnasend- ingar á nýjan leik til Egypta og reyna þannig að rétta hlut þeirra og sjálfra sin. Þessi viðbrögð eru skiljanleg, en þó stórkostlega hættuleg, þar sem ófriðurinn kann að blossa upp á nýjan leik. Er þá erfitt að spá um, hvað kann að gerast. Sömu sögu er að segja um hina miklu flotaheimsókn Rússa til Egypta um þessar mundir. Hún getur einnig stuðlað að áfram- haldi ófriðarins. Vonandi tekst Sameinuðu þjóðunum, þótt seint gangi. að taka löglega ákvörðun til lausnar málinu og framfylgja henni. Ráðamenn i Moskvu og Washington höfðu náið samstarf um að hindra útbreiðslu ófrið- arins á fyrstu klukkustundum hans. Vonandi bera þeir gæfu til þess að vinna saman að tryggum friði við botn Miðjarð- arhafsins".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.