Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. TCrUt 1567 > BÍLALEICAN -FER D- Daggjald kt. 350,- og pr km kr. 3,20. SIMI 34406 SENDUM BILA LEIGA IVIAGIMÚ3AR SKIPHOLTI 21.SÍMAR 21190 eftirlókun slmi 40381 — ' SIM11-44-44 \miam Dverfisgötu 103. Sími eftir tokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingóifsstræti 1L Hagstætt teigugjald. Bensín innifalið • leigugjaldl Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. J0/IAir/*AN l5&ÍL/yj/3tf RAUDARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki RafmagnsviirulHiiin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). KYLFUR BOLTAR og fleira. P. Eyfeld Laugavegi 65. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kL 5—7 alla virka daga nema laugardaga. k Sóðaleg snyrtiher- bergi „Ferðalangur" skrifar: „f>að ætlar lengi að loða við ýmsa þá sem veitingarekstur hafa að atvinnu, að gleyma að- búnaði á snyrtiherbergj.um. Ein hver mesta umferðarmiðstöð landsins er Selfoss. Ég fór ný- lega þar um á austurleið og staldraði við stundaxkorn. Spurðist ég fyrir um það í „sjoppu“ í Tryggvaskála hvurt engin almenningssal'erni væru á Selfossi. Stúlkan benti mér þá á hurð við íhliðina á „sjopp- unni“. Og þarna var skonsa og í henni 3 salerni og biðröð fram að dyrum. Ekki var íhægt að skola niður vatni, því að kassínn var í ólagi. Klósettrúll an lá á gólfinu, því að „stativ" undir 'hana var ekki á veggn- um, en víðast hvar vantar þann sjálfsagða smálhlut. Hálfblautt iéreftshandklæði var þarna, — sem sagt staðurinn_ óvistlegur og alltof lítÖl. Á Selfossi staldra við margir rútubílar daglega, og 'býst ég við, að í og með sé það gert til þess að far- þegar geti gengt þörfum símun. Á þessum fjölmenna stað eiga að vera hreinleg og rúm- góð kvenna- og karlasnyrtiher- bengi með nokkrum salernum. Þau eiga að vera undi-r stöðugu eftirliti, og það lagfært jafn óðum sem úr skorðum fer. Mer hefur verið tjáð, að hér séu vissir aðilar sem eiga að hafa eftirlit með gisti- og veit- ingahúsum, ásamt „sjoppum“, í landinu. Nú ættu þeir að fara herferð um landið og athuga hvernig er háttað i þessum málum. Ég man t.d. þegar ég kom eitt sinn í Borgarfjörð, en þar var numið staðar við „sjoppu“. Er stúlkan sem þar afgreiddi, tilkynnti hátt og skör uglega, að salernið væri í ólagi, þegar hún sá farþegana streyma að staðnum, sem nauð synlega þurftu að komast þang að inn eftir marga klukkutíma setu í bíl. Þá veitingamenn, sem trassa skap sýna í sambandi við þessi mál, og láta sér ekki segjast við alvarlegar áminningar, á að svipta leyfi til þess að reka þessa atvinnugrein. Miklar umbætur ‘hafa víða orðið, en ennþá eru margir kærulausir í hópi þeirra. En margir eru þeir líka, sem ilia ganga um í hópi „gesta og gangandi". Þeirra svipmót á að þurrka út, og það er verk þess sem staðinn rekur. Ég hefi sanfærst um það, að þar sem snyrtiherbergi eru snotur og hrein, gengur fólk betur um. Má t.d. nefna Valhöll á Þing- völlum, síðan þar fór fram hin prýðilega breyting, og Bifröst í Borgarfirði. Þessi staðir eru til fyrirmyndar, og þeir eru áreiðanlega undir smásjá starfs fólksins, sem þurrka jafnharð- an út spor sóðanna, sem þar ganga um. — Ferðalangur". Bæjarfógetagarð- urinn Hér kemur bréf frá „Inn fæddum Reykvíkingi": „f vor var skýrt frá því í blöðum, að bærinn hefði tekxð að sér hirðingu og umsjá bæj- . arfógeta garðsins, og ætti nú að verða breyting á til batnað- ar. Þótti mér tími til kominn, eft ir meira en tuttugu ára niður- lægingu í garði þeim, sem fallegasur hefur verið í Reykja vík, bæði fyrr og síðar, og eft- ir að búið var að útrýma nær öllum þeim fjölmörgu jurtum, sem þar uxu og, síðast en ekki sízt, drepa langhæsta birkitréð í Reykjavík, gróðursett af frú Önnu Danielsson, sennilega fyrir eða um aldamótin. Allir Reykvíkingar, sem muna ein 25 ár aftur í tímann, vita þetta, og er raunar furðulegt, að eng- inn skuli hafa skrifað um það. En þegar sá tími kom í vor, að garðinn skyldi hreinsa, var aðeins eytt í það nokkrum klukkuftímum, og var hreinsun- in eftir því. í kring um öll yngri trén er kragi af sprotum (margra ára gömlum), sem þarf að fjarlægja. Einnig þarf að fjarlægja dauðar greinar. Fjölært illgresi þarf hvarvetna að hreinsa úr jurtunum, sem allar eru í heljargreipum snar- rótar, fífils og sóleyjar, að ekki sé minnst á kerfilinn, sem leggur undir sig garðinn, án þess að nokkuð sé að gert. Er það víst einsdæmi, þó að leitað væri víða um iiönd, og er til at- hlægis. Er hann á góðum vegi með að kæfa t.d. Aruncus sylvester í vestanverðum garð- inum. Enn eru í garðinum leifar af fáeinum fjÖlærum jurturn, sem sennilega eru mæður allra annarra, sömu tegunda, hér í bæ, svo gróskumiklar er.u þær, ef þær eru hirtar. Má þar til nefna Trollius, Betonica, Iris psendacorus og Ranunculus aeonitifolius. En jurtir þessar ‘hafa ekki verið stun.gnar upp, hreinsaðar og skift, eða „yngd- ar upp“ í meira en 20 ár, og eru smám saman að veslast upp. T.d. eru blöðin á Betonica ekki nema brot af eðlilegri stærð og allar eru þær nær hættar að blómstra Allt, sem gert var í vor, var að drita niður nokkrum aum- ingjalegum sumarblómum, af sama skorti á 'hugmyndaflugi, sem virðist ríkjandi um allan bæ. T.d. þrífast þær alls ekki í norðvesturhorni garðsins. Þar þyrfti að vera eitthvað, sem þolir nokkurn skugga og streng. Hraunsteinar þeir, sem eitt sinni voru stórir og fallegir, eins og sjá má á kápu ársrits Skógræktarfélags fslands 1935, eru nú brot ein, og minna helzt á skörðóttar tennur. Sá litli grasblettur, sem eft- ir er, er eitt fíflaberði, og þyrfti að þekja hann að nýju. Ekki ihefur hann verið kant- skorinn. Gangstéttin er öll sig- in og stórir pollar safnast bteði þar og í norðvesturhorni garðs ins. Afleiðingin er, að flag myndast þar beggja vegna. Aldrei hefur verið settur áburður í garðinn í meira en tvo áratugi. Nú, þegar þetta er ritað, 10. júlí, er garðurinn allur grænn af arfa, sem meira að segja er allur útsprunginn!!! og er I alla staði hörmung að horfa á það, sem áður var svo mikið augnayndi, sokkið í svo djúpa niðurlægingu. Hvað snertir bílastœði i kirkjugörðum, nýjum eða gömlum, er það smekkleysi, sem ekki þekkist með menn- ingarþjóðum, og nægir að nefna Pére Laehaise. Jafnvel hundakirkjugarðar fá að vera í friði. Mun hér algjöru skipu- lagsleysi um að kenna, en það er önnur saga. Þyrftu nú þegar færir kunn- áttumenn að setjast á rökstóla um hvernig bjarga megi því, sem bjargað verður og gera um það nákvæma áætlun, en ekki kasta til þess höndunum. Æskilegast væri að setja ein- hverskonar kantsteine um garðinn og gróðursetja limgerði úr birki eða rósarunnum. Áður uxu þar margar tegundir bæði rósarunna og annarra. Að vori þyrfti svo að fá þá vönduðustu og vandvirkustu menn, sem völ er á, til þess að vinna verkið. Það er ekki á allra færi að taka við því, sem hefur borið af öðru, og vist er um það, að 1600 m2 garðxir verður ekki ihreinsaður af ein- um manni og barni á nokkrum klukkutímum eða parti úr degi, svo neinu lagi sé líkt. Læt ég svo útrætt um þetta, a.m.k. að sinni, en ráðlegg þeim, sem þetta varðar, að geyma greinina, svo ekki fari eins næsta ár, og gerði nú í vor. Innfæddur Reyk víkingur". Lóan tilkynnir: Ódýr sumarföt fyrir telpur og drengi 2—12 ára. Stakar buxur og sett, ennfremur náttföt frá 1—12 ára, regnkápur — úlpur — kjólar — ódýrar bleyjur. og m. fl. Bamafataverzlunin LÓAN Laugavegi 20 B (Gengið inn frá Klapparstíg móti Hamborg). Bragðgott og ilmandi kaffi Uppboð Þann 31. ágúst 1965 var boð þingl. eiganda í huta eignarinnar nr. 78 við Laugarnesveg, hér í borg, Svanlaugar Þorgeirsdóttur samþykkt. Þar sem ekki hefir verið staðið við greiðslu eftirstöðva uppboðs- verðsins, fer uppboð fram eftir ákvörðun skipta- réttar Reykjavíkur á eigninni sjálfri, mánudaginn 17. júlí 1967, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Mikið úrval af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW gólfteppum. — Gott verð. LITAVER S.F., Símar 30280, 32262.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.