Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1967 19 Þorsteinn Jakobsson frá Hreöavatni Fæddur 22. ágúst 1884 Dáinn 10. júlí 1967 Grein sú, sern hér birtisit um Þorstein Jateobsison er ribuið af föður míniuim, Kristleifi Þor- sbeinssyni á Stóra-Kroppi. — Hefur þáttur þesisi legið hjá mér ánu.m saman meðal óprentaðra handrita höfundarins. Þar sem aðrir muniu vart hafa þeklkt Þorstein betur en grein- arhöfunidur, virðist mér tíma- bært að birta hana nú, þegar Þor steinn hefur kvatt þennan heim, enda þótt hún sé eigi rituð sem eftirmæli og því mjög frálbrugð- in venjiutegiLum æviminningum. • Myndin, sem fylgir, er teitenuð af Jabobi Jórussyni (yngra) bónida að Varmalæfk í Borgar- firði. Hef ég teteið myndina traustataki. Þórður Kristleifsson. Ef sá dagur rynni upp að rituð yrði jarðræktarsaga Borgarfjarð- arhéraðs á áratugum þeim, sem liðnir eru af öld þessari, væri mikils um vert, að engu síður en bændanna, sem þar hafa staðið að verki, yrði minnzt með virð- ingu ýmissa liðsmanna þeirra, sem 'beitt hafa kröftum sínum óskiptum og með furðulegri at- orku til þess að fegra, prýða og breyta arðlausri órækt í gróður- lendur og ódáinsakra. — Egg- slétt tún í stað forblautra' mýra eða kargamóa er talandi vitni um lofsverðar athafnir manna þeirra, sem leyst hafa slík verk af hendi. — Ég^etla að minnaet hér aðeins eins manns af mörg- um, sem hér hafa srtaðið dyggi- lega að verki. — En sá maður er á ýmsa lund sérstæður og ekki eins og fólk er flest. Hann heitir Þorsteinn Jakobsson, bónda í Örnólfsdal og á Hreðavatni, Þor- steinssonar, Jakobssonar, Snorra- sonar, Björnssonar . prests að Húsafelli. — Kona Jakobs og móðir Þorsteins var Halla Jóns- dóttir, stúdents á Leirá, Árna- sonar. Þorsteinn Jakohsson er fæddur í Örnólfsdal 22. ágúst árið 1884. Hann var elztur af tíu börnum þeirra Jakobs og Höllú. Þorsteinn var snemma stór vexti og þroskamikill, duiur og fámáll, trúr við allt, sem hann tók sér fyrir hendur, en frá- bitinn öllu snatti. Kom fljótt í ljós, að hann átti ekki að öllu leyti samleið með fjöldanum. Kornungur lærði Þorsteinn nálega af sjálfsdáðum að lesa og varð svo fluglæs á barnsaldri að með fádæmum þótti. Námshæfi- leikar hans voru frábærir. Hann lais mikið og mundi allt, sem honum þótti nokkurs um vert. — Margir litu því svo á, að nauðsyn bæri til, að slíkur piltur gengi menntaveginn. En efnahagur for- eldranna leyfði það ekki. — En fyrst um slíkt var ekki að ræða, þótti nokkur tvísýna á því, hver maður gæti úr Þorsteini orðið. — En snemma kom í ljós, að hann var enginn liðléttingur, hvar svo sem hann lagði hönd á plóginn. Eftir að Þorsteinn var kominn á fullorðins ár, var hann eitt sinn vetrarmaður hjá séra Magn- úsi Andréssyni á Gilsbakka. — Fór prestur þá í tómstundum að veita Þonsteini tilsögn í ýmsum lærdómsgreinum. — Það sagði séra Magnús mér, að slíkan lær- dómshest hefði hann aldrei fyr- irfundið, og kenndi 'hann þó mörgum piltum undir skóla. Þegar séra Magnús varð þess áskynja, hve Þorsteini var létt um nám, kvaðst hann hafa spurt hann að, hvort hann vildi eigi halda áfram á lærdómsbrautinni, því að honum væri það leikur einn. — Þorsteinn svaraði: „Ég held það komi engum að gagni, hvorki mér né öðrum.“ — Að fengnu þessu istutta og þurra svari sagði prestur, að sér hefðu fallizt hendur og ekki haldið lengra út í það mál. — Annars hafði séra Magnús í huga að kenna Þorsteini undir skóla, ef það hefði verið eindreginn vilji hans að stunda bóknám. En þótt námsgáfur Þorsteins hafi mátt teljast alveg frábær- ar, þá hafa þær leynst með hon- um sem falinn eldur, sem sjald- an hefur gerizt kostur á að loga. En likamsorku sina hefur Þorsteinn aldrei sparað. Hann hefur gengið heill og óskiptur að hverju verki allt frá æskudög- um. Hann hefur stundað hey- skap, fjárhirðingu, rjúpnaveið- ar, sjómennsku, laxveiði og skurðagröft. — Við öll þessi störf héfur hann reynzt bæði þolinn og þrau-tseigur. En þó hefur hann orðíð nafnkenndast- ur fyrir skurðagröft. Þorsteinn vann við Flóaáveituna og var talinn þar tvíkleifur að afköstum og til hans vitnað. Síðan hefur hann unnið næst- um því látlaust að skurðagerð bæði haust og vor og stundum meiri hluta vetrar. Lætur hann enga smámuni hindra sig frá því að vera mínútumaður út í æsar. — Er það hinn þrotlausi vilja- kraftur, sem knýr líkamann til þess að vinna með svo jöfnum hraða líkt og væri það rafknúin vél. — Jafnframt þessari látlausu iðni og atorku fer honum verkið svo vel úr hendi, að á því er hvorki blettur né hrukka. — Þegar Þorsteinn hóf starf sitt við skurðagerð, taldi hann auka- töf og erfiði að stíga á skófluna við hverja- stungu. Breytti hann því skóflu sinni þannig, að festa þverspýtu efst á skaftið svo langa, að handfang væri fyrir báðar hendur. Heggur hann síð- an skóflunni niður án þess að stíga nokkru sinni á blnðið. Þorsteinn gengur jafnan til vinnu sinnar með kaldri ró, hvernig sem viðrar. Lífsþægindi öll lætur hann sig litlu skipta. — Takmark hans er að vinna mikið og vinna vel. Þótt hann Ferðafólk — ferðafólk Toppgrindapokar — Ferðasóltjöld — Sól- seglaúrval — Gagnsæir nælontjaldheimn- ar ásamt öðrum ferðaútbúnaði fyrirliggj- andi í hinni nýju glæsilegu verzlun okkar við Grandagarð. — Góð bílastæði. Seglagerðin ÆGIR Símar 14093 og 13320. the 'elegan? de'luxe leisure chair SÓLSTÓLAR margar tegundir, margir litir. Geysir hf. Vesturgötu 1. ORYRKJABANDALAG ISLANDS. ÚTBOÐ Tilboð óskast í tvöfalt gler í byggingu Öryrkja- bandalagsins við Hátún. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu bandalagsins að Bræðraborgarstíg 9, 3. hæð. Tilboðunum skal skilað á sama stað í síðasta lagi miðvikudaginn 26. júlí n.k., kl. 11 f.h. Öryrkjabandalag ísiands. ORYRKJABANDALAG ÍSLANDS. ÚTBOÐ Tilboð óskast í miðstöðvarofna í byggingu Öryrkja- bandalagsins við Hátún. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu bandalagsins að Bræðraborgarstíg 9, 3. hæð. Tilboðum skal skilað á sama st.að í síðasta lagi mið- vikudaginn 26. júlí n.k., kl. 10,30 f.h. Öryrkjabandalag íslands. hafi lokið tíu stunda vinnu í hríðarveðri, getur hann, þegar inn er komið að dagsverki loknu, setzt við orgel og spilað og sungið. — Ekki hefur Þorsteinn verið eins kröfuharður við aðra eins og sjálfan sig, en verkalaun- um sínum heldur 'hann vel til haga og er talinn mjög efnaður. Hefur hann gætt þess vel að láta ekki aflafé sitt falla í hend- ur vanskilamanna. Fæstir, sem í fyrsta sinn sjá Þorstein þögulan og þreytuleg- an, mundu ætla, að þarna væri einn af gáfuðustu Borgfirðing- um, sem nú eru uppi. — Þor- steinn dregur skýlu yfir innra mann sinn og hampar lítt vits- munum sínum framan í fjöldann. — Um Þorstein mætti þvi segja líkt og Grímur Thomsen um Konráð Gíslason: Hans brann glaðast innra eldur, hið ytra virtist sumum kalt. við alla var hann fjöl ei felldur, fann ei skyldu sína heldur að heiðra sama’ og aðrir allt. Það eiga ekki allir aðgang að andanseldi Þorsteins, en þeir fáu vita, að þar er ekki af litlu að taka. — Þorsteinn ann mjög hljómlist og hefur á eigin spýtur Þorsteinn Jakobsson lesið sig svo áfram í orgelspili, að hann hefur leikið í kirkjum við messugjörðir. í rímfræði og ljóðagjörð er hann vel heima ag leikur sér að því að yrkja undir dýrum brag- arháttum. En reikningur og tungumál hafa verið hoiium hug- þekkastar allra fræðigreina. Um ástir og ástamál getur Þor- steinn einnig rætt og snilldarlega kveðnar ástavísur hef ég heyrt eftir hann. En þeim hefur hann að líkindum skotið út í bláinn, því að þá ákvörðun virðist Þor- steinn hafa tekið að bindast ekki hjúskaparböndum. — Hefur hann og aldrei verið reikull í því ráði fremur en öðru og í engu veifiskati. Kristleifur Þorsteinsson. Pólsku tjöldin Pólsku tjöldin hafa fengið mjög góða reynslu hér á landi, hvað gæði snertir. Einnig er verðið það lægsta, sem um er að ræða hér á markaðnum. Gerð: Stærð: Smásöluverð: BALTYK I 2.55x4.25 m. = 10m2 — H. 2.20 Kr m. 7.650.00 SOPOT III 2.40x4.50 m. = llm2 — H. 2.10 m. 7.300.00 SOPOT IV 2.90x4.50 m. = 13m2 — H. 2.10 m. 8.600.00 Þetta eru allt svokölluð hústjöld. HIMALAYAN 1.30x2.00 m. — H. 1.15 m. (2ja manna) 1.690.00 (Jöklatjald) TOURIST II 1.30x2.50 m. — H. 1.20 m. (2ja manna) 1.755.00 TOURIST III 1.80x2.70 m. — H. 1.80 m. (4ra manna) 2.960.00 MAZUR IV 1.80x2.70 m. — H. 1.80 m. (4-6 manna) 4.475.00 (Áfast við þetta tjald er sóltjald, sem má loka og nota fyrir eldhús og borðkrók. Einnig má nota það fyrir svefnpláss). ELITRA 2.14x2.74 m. — H. 1.85 m. (6 manna) 4.185.00 GOPLO 1.80x2.55 m. — H. 1.52 m. (3-4 manna) 3.490.00 MAMRY 2.00x2.60 m. — H. 1.65 m. (4-5 manna) 3.630.00 WIGRY 2.40x2.65 m. — H. 1.80 m. (4-6 manna) 3.870.00 WARZ IV 2.40x2.65 m. — H. 1.80 m. (4-6 manna) 4.400.00 Síðastöldu 5 tjöldin eru öll með auka þekju, sem nær frá mæni og niður í jörð. Gúmmíbátar 1—2ja manna .............. Öll tjöldin eru uppsett í verzluninni. ca. 2.600.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.