Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1967 f: 10 É íótspor Lindberghs Einkaflug yfir Atlantshafið fer sívaxandi ÞAÐ eru aðeins 40 ár síðan Charles A. Lindbergh flaug fyrstur manna. einn síns liðs, yfir Atlantshafið. Núna ferð- ast um 24000 manns þessa leið á degi hverjum. Flestir fljúga með þægilegum þotum í mikilli hæð, en neðar þessum fljúgandi hótelum flýgur sí- vaxandi hópur æfintýra- manna, sem skemmtir sér í sumarleyfinu við að feta í fót- spor Lindberghs — að fljúga yfir Atlantshafið á litlum flugvélum með fátt annað inn anborðs en aukafarm af elds- neyti. Þessir menn hafa óbil- andi trú á eigin hæfileikum. Á síðasta ári fóru um 300 einkaflugvélar yfir Atlants- hafið og strax á fimm fyrstu mánuðum þessa árs er talan komin í rúmlega 200 vélar. Sumir flugmannanna eru leiguflugmenn, sem ferja bandarískar vélar til evrópskra kaupenda, en marg ir eru aðeins venjulegrt en vel stætt fólk, sem flýgur sér til skemmtunar. Fyrir þetta fólk er flugið bæði skemmtun og um leið ögrun, sem það verður að taka. Ánægjan af að sigrast á öllum erfiðleikum, sem flugið hefur í för með sér, er dýpri og meiri en þetta fólk telur sig hafa af nokkru öðru. Þessa tilfinningu skilur að- eins sá, sem sjálfur hefur reynt. Ef kostnaðurinn við flugið vex einhverjum í aug- um ætti hann að hætfca öllum bollaleggingum um það en ef hann metur þessa sérstæðu ánægju einhvers mun hann segja, að hverjum eyri sé vel varið og ekki hika við, að leggja út í slíkt flug. En þetta ævintýrafólk er sér vel meðvitandi um þær hættur, sem einkaflug yfir vægum millilendingarstöðum, svo sem Narsarssuak á Græn- landi, reynist oft ómögulegt vegna hrímþoku. Jafnvel þó dagbjart sé næstum allan sól- arhringinn á þessari leið yfir sumartímann eru fá kenni- leiti, sem hægt er að hafa til Atlantshafið hefur í för með sér, því að vanmieta þær er sama og að ana út í óvissuna eina saman. —O— Aðalhættan nú er hin sama og árið 1927: slæmt veð- ur. Á mest förnu sumarflug- leiðinni — frá New York — Sept Isles — Goose Bay — Grænland — fslands til Skot- lands — geta stormar skyndi- lega rokið upp án nokkurs fyrirvara. Á vængjunum getur myndast ísing eif hitinn lækkar, þó ekki sé nema um eitt stig, og aðflug að mikil- viðmiðunar á fluginu. Hver sá sem ekki treystir sér til að fljúga eftir korti og átta- vita eingöngu skyldi aldrei leggja upp í flugferð af þessu tagi. Vissulega hafa ýmsar um- bætur átt sér stað á þessu sviði síðan Lindbergh flaug yfir Atlantshafið. Hvort sem norðurleiðin eða önnur syðri leiðin (New York — Gander — Azoreyjar — Lissabon eða New York — Bermuda — Azoreyjar — Lissabon), verð- ur fyrir valinu, fær flugmað- urinn sömu upplýsingar á leiðinni og þeir, sem þotunum fljúga. Einnig er fylgzt með ferðum hans í ratsjám á jörðu niðri og á skipum, sem senda út radargeisla. Kanadísk yfirvöld bönnuðu lengi einshreyfilsvélum að hefja flug yfir Atlantshafið frá kanadískum flugvöllum vegna þess að björgunarleið- angrar voru of dýrir og tíma- frekir. Nú, þegar flugvélarn- ar eru betur úr garði gerðar og flugfólkið hætfara, hefur Kanada slakað nokkuð á þess- um reglum en krefjumst þó enn, að sérhver smáflugvél fari í nákvæma skoðun að Moncton, N. B. áður en lagt er af stað. —O— Einkaflug yfir Atlants- hafið er fjárfrek framkvæmd. Einshreyfilsvél af gerðinni Piper Cherokee kostar 8,500 dollara (um 365.500 ísl. krón- ur). Þá þarf að hafa lang- dræga talstöð í flugvélinni, en hún kostar um 3,000 doll- ara (um 130.000 ísl. krónur), geyma fyrir aukaeldsneyti, sem kosta um 50 dollara (rúm lega 2000 krónur ísl.) neyðar- útbúnað svo sem björgunar- vesti, gúmmíbjörgunarbát og merkjabyssu, sem hægt er að taka á leigu i eina ferð fyrir um 35 dollara (rúmlega 1500 krónur). Einnig þarf að borga lend- ingargjöld og þjónustugjöld á flugvöllum, sem eru þetta frá 25 dollurum (um 1100 krón- ur) á Gander upp í 3000 doll- ara (um 13.000 ísl. krónur) í Syðri-Straunvfirði á Græn- landi. Tryggingar þarf líka að borga en þær kosta um 40 dollara (um 1720 ísl. krónur) á mánuði. Flest tryggingarfé- lög setja það sem skilyrði, að tryggingartaki hafi minnst 1000 flugtíma að baki og blind flugsréttindi. Eldsneytið er einhver minnsti kostnaðarlið- urinn en það kostar innan við 100 dollara (rúmlega 4000 krónur) fyrir hverja ferð yfir hafið. En ef maður hörfir ekki í peninginn og lætur hættuna lönd og leið er ekkert, sem jafnast á við þá reynslu, sem slíkt flug gefur. Einn ævin- týramaðurinn, sem hefur flog- ið bæði yfir Atlantshaf og Kyrrahaf, segir: „Þegar ég loksins lenti vissi ég meira um landslagið, landbúnaðinn, vegakerfið og byggðina en flest fólk, sem þarna bjó. Ég vissi heilmargt um viðkom- andi land áður en ég fékk það undir fætur“. (Endursagt úr Time) —O— í framhaldi af þessari grein sneri Mbl. sér til Agnars Kofoed Hansen, flugmála- stjóra, og spurði hann nokk- urra spurninga viðvíkjandi ís landi. Flugmálastjóri sagði , að millilendingar smáflugvéla á íslandi væru mjög algengar, einkum yfir suroarmánuðina. Færi þem ört fjölgandi með hverju árinu og kæmi fyrir, að um eina lendingu væri að ræða daglega, þegar mest væri. Á veturna væri aðallega um ferjuflug að ræða, en á sumr- in bættust einkaflugin við. Um lendingarkostnað á ís- landi sagði flugmálastjóri, að hann væri frá 7 og upp í 10 dollara (milli 300 og 430 ísl. krónur) og væri hann óvíða minni í heiminum. ” ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM Háskólabíó ! HEIMSENDIR (Crack in the World). VESALINGS jarðfræðingarnir. Vonandi verður engum þeirra á að sjá þessa kvi'kmynd. Það gæti tekið þá nokkurn tíma að jafna sig. Mynd þessi fjallar um vísinda stofnun, sem stefnir að því að nýta sem orkugjafa þá bullandi leðju, sem samkvæmt þessari mynd fyllir miðju hnattarins. j Ekki tekst að bora og nota þeir þá atómsprengju til að sprengja gat niður í hraunleðjuna, með öðrum örðum, búa til eldgos. Hvergi er minnst á hvernig á að fara að því að nýta þessa miklu orku. Það gæti sennilega staðið í mínnum að búa til krana á eldgos. Höfuðpaurinn í þessu fyrir- tæki (Dana Andrews)’gerir sér grein fyrir að þessu öllu geti fylgt nokkur áhætta, en heldur samt áfram. Hann er giftur ungri, mjaðmamikilli stúlku, j sem einnig er jarðfræðingur. Hún er skilin við helzta aðstoð- - armarm yfirmannsins, sennilega til að gera málið flókið. Ekki batnar það, þegar maður kemst að því að þessi aðstoðarmaður telur fyrirtækið allt vera stór- hættulegt. Hann telur að hætta sé að sprunga myndist, sem geti farið í kring um jörðina og skipt henni í tvennt. Þegar til kemur reynist hann hafa rétt fyrir sér en tekst að stöðva framrás sprungunrtar og hún snýr við til sama sfcaðar og er þá búin að fara í hring. Stykk- ið innan í hringnum flýgur út í geiminn og verður að nýrri stjörnu, en ekkert segir af af- drifum jarðar, með þetta stóra gat. Á meðan á öllu þessu stend- ur hefur margt annað gerst, svo sem að höfuðpaurinn reynist með ólæknandi sjúkdóm. Verður hann mjög geðstirður við frétt- irnar, svo að konan hleypur í fang fyrri mannsins, snýr til baka aftur og enn til fyrri manns ins. Mjög óókveðin stúlka. Ekki þekki ég íslenzkt orð fyrir science fiction, en einhver hópur manna hefur væntanlega áhuga á því.-Varla hefur þó sá hópur gaman af þessari mynd, því ekkert annað verður um hana sagt en að hún sé léleg. Laugarásbíó: SKELFINGARSPÁRNAR Mynd þessi er samansett úr fimm sögum, sem hanga saman á því að allar söguhetjumar eru í sama járnbrautarklefa. Auk þeirra er þar Dr. Schreck (Peter Cushing) og tfer hann að spá í spil fyrir viðstadda. Spil þessi eru heldur óvenjuleg, en allar spárnar eru á þann veg, að þær enda með s'kelfingu. Sögur þessar eru sumar venju- legar draugasögur, en aðrar niálg- a®t „science fiction". í einni sög- unni er varúlfur, í annarri er blóðsuga í þeirri þriðju er svarti galdur negra í Vestur-Indíum, öðru nafni voddioo. Ein fjallar um vafninigisvið, sem hefur vit og direpur fólk og enn önnur fjallar um hendi, sem eltir uppi og drep ur manninn, sem varð þess vald- ur, að hún varð viðskila við handlegg málara nokkurs. Fyrstnefndu þrjú efnin hafa öll verið notuð sem uppistaða í margar sjálfstæðar kvikmyndir. Sennilega hafa framleiðendur þessarar myndar litið svo á, að hún hlyti að verða betri, með fimm sögur af þessu tagi, en þær sem láta eina nægja og teygja úr henni. Því miður verður rauniin önnur, því að það er skárra að sjá eina lélega sögu en fimm lé- legar í einu. Það er niokkuð stór skammtur. Draugasögur geta verið hið ágætasta lesefni, en ekki hef ég enm séð vel heppnaða kvikmynd um þetta efni. Draugasögurnar byggjast á ímyndunarafli lesand- ans, að minnsta kosti ekki í þeim myndum sem ég hef séð. Gallinn er sá að ímymdunar- aflið nær svo mikið lengra, en allt það, sem hægt er að gera með bláum reyk, skuggalegri lýs- ingu, óvæntum hljóðum, hrylli- legri andlitsförðun og öðrum þeim brögðum sem notuð eru í hryllingsmyndum. Mynd þessi er ekki illa gerð, ef miðað er við aðrar myndir af sama tagi. Það eina við myndina sem skarar fram úr, er tónlistin, sem er óvenju skemmtileg. Það liggur við að hún réttlæti það að sjá myndima. Austurbæjarbíó. Robin and The 7 Hoods. ísl. texti. KVIKMYNDIN greinir frá við- ureign tveggja alræmdra glæpa- manna um völdin í stórborginni Chicago. Þessir þrjótar eru leikn- ir af engu minni mönnum en Frank Sinatra og Peter Falk og liklegast er þeirra skerfur til kvikmyndarinnar hvað mestur. Sinatra klíkan, hefur þótt happa- sæl, þegar kvikmyndagerð er annars vegar og þessara áhrifa hefur gætt 'ekki síður hér á landi en annars staðar. En, svo bregð- ast krosstré sem önnur tré. Sögu- þráðurinn er þunnur, enda virð- ist myndin gegna fyrst og fremst hlutverki létts söngleiks. En, hvað þarf léttur söngleikur að hafa fram að færa? Hann þarf, að vera skemmtilegur og tón- H0RNAUGAÐ" KVIKMYNDAGAGNRÝNI UNGA FÓLKSINS ÞórSur Gunnarsson listin hrífandi. Því miður eru hvorugt þessara atriða til staðar. Frank Sinatra er sæmilegur í sínu hlutverki og söngu/r hans vel útfærður. Dean Martin er í einu orði sagt, hörmulegur. Bing Crosby syngur vel, en aftur á móti er hrein og bein skömm að troða honum fram' á lleiksviðið. Við skulum ekki einu sinni ræða um Sammy Davis Jr. Peter Falk er mjög góður, en Barbara Rush alger mótsetning. Robin and THE 7 Hoods er kvikmynd langdregin og úr hófi leiðinleg. Ef fólk á annað borð ætlar sér í kvik- myndahús, væri afar skynsam- legt, að, líkt og sleppa þessari mynd úr. Að sýningu lokinni bað ég ungan svein, Hr. Björn Baldursson, að láta álit sitt í ljós á því, sem fyrir augu hafði borið. Myndin er léleg amerísk þvæla, þar sem Feter Falk bjarg- ar því sem bjargað verður og lagið Chicago My Town, er vel flutt. Að öðru leyti er myndin kjaftæði frá upphafi til enda og enginn efnisþráður að neinu ráði. Háskólabíó. Ileimsendir. fsl. texti. HVERJU geta vísindi ekki áorkað? Þetta er spurning, sem gestir Háskólabíós munu velta fyrir sér að sýningu lokinni. Þessi kvikmynd er þótt furðu- leg sé, nokkuð trúverðug. Að minnsta kosti fram í lokin. Sögu þráðurinn segir frá tilraun þess efnis að bora niður í iður jarðar og beizla orku þá, er þar finnst. En mistök verða þess valdandi, að tilraunin breitist í ógnskelfir mannkynsins. Það er óhætt að fullyrða að myndin er hörku- spennandi og leikarar standa sig ágætlega. Tæknileg atriði eru mörg hver vel unnin og gefa myndinni talsvert gildi. Því ætti að vera óhætt að mæla með henni, sem frambærilegri dægra dvöl. að auglýsa í Morgunblaðinu. að það er ódýrast og oezt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.