Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JtTlí 19«7 Þrem umferðum lokið — i aðalkeppninni á heimsmeistara- móti stúdenta STRJÁLAR og slitróttar fréttir -hafa borizt frá heimsmeistara- móti stúdenta í Harrachov í Tékkóslóvakíu. Nú er lokið þremur umferðum í aðalkeppn- inni. f fyrstu umferðinni tefldu fslendingarnir við Belgíumenn og fengu 1% vinning gegn 2%. Síðan unnu þeir Austurríkis- menn með 2Vz gegn IV2. í þriðju umferðinni tefldu þeir við Kúbu menn og fengu 2 vinninga gegn einum, og einni skák varð ekki lokið. Trausti Björnsson vann skákina á fyrsta borði, Guð- mundur Sigurjónsson sigraði Gomez og Jón Þ. Þór tapaði fyr- ir Trujillo. 19 háttsettir embætt- ismenn réttaöir í Haiti Óstaðfestar fregnir herma oð Duvalier hafi verið myrtur San-to Domingo, 21. júlí, NTB, AP. Nítján háttsettir embættis- menn á Haiti hafa verið teknir af lifi og fimmtán aðrir sviptir embættum sínum að því er segir í fregnum frá Haiti í dag. Enn gemgur fjöllunum hærra orðróm- ur sá sem komst á kreik fyrir nokkru um að myrtur hefði ver- ið Francois Duvalier, forseti á Haiti. Segir í orðrómi þessum að Duvalier einræðisherra, sem far- ið hefur með öll völd á Haiti um árabil, hafi verið skotinn til bana og hafi þar verið að verki félagar andspyrnuhreyfingu innan stjórn ar sjálfs hans. Nítján embættis- menn sem sagðir voru skipaðir til að taka við em'bættum þeirra er tekmir voru af lífi eru og sagðir hafa leitað hælis í ýmsum sendiráðum í Port-au-Prince, höf uðborg Haiti. Útvarpið á Haiti segir allar þessar fregnir helberan uppspuna og bandaríska utanrikisráðuneyt- ið kveðst engar upplýsingar hafa fengið sem renni stoðum undir orðrómirm, em sendiherra Haiti í Mexikó hefur sagt af sér embætti og ber við ástandinu í heimalandi sínu, þar sem grafarfriður sé yf- ir öllu og enga lausn að eygja. Hyggst sendiherrann, sem nú er elztur starfsbræðra sinma í Mexi- kóborg, setjast að þar og stumda fyrri iðju sína, verkfræði, þegar er Haitstjóm hafi tekið afsögn hans til greina. Stórum bifreiðum fjölgar á ísl. vegum Stórum bifreiðum fjölgar nú ört á islenzkum vegum. Miklar framkvæmdir krefj- ast aukins vélakosts, jafnt bif- reiða sem annars. Þeir eru margir sem bölva þessum stóru bifreiðum og segja, að þær fari illa með vegina. En mergurinn málsins er sá, að með því að dreifa hlassinu á fleiri hjól, stafar minni hætta af bifreiðinni en ella. Við rákumst á þessar Scan- ia-Vabis bifreiðar niður á hafnarbakka um daginn en þær eru fluttar inn af ÍSAL h.f. Allar nema ein eru þær með þrem öxlum. (Ljósm. Sv. Þ.) Kennedy boðnir 100.000 dalir — fyrir bók um skoðanir hans New York, 21. júlí, AP. Eitt af meiriháttar útgáfufyrir- tækjum vestanhafs, Doubleday, hefur boðið Robert F. Kennedy 100.000 dala fyrirframgreiðslu fyrir bók um skoðanir hans á málum þeim sem efst eru á baugi Fronskir vísindamenn rnnnsnkn innan Bandarikjanna og utan. Tiliboð þetta er saigt hið hæsta sem gert hefur verið í þessa teg- und ri'tverks og eru sagðar hafa farið á undan tveggja vikna ákaf ar -samninigaviðræður við meira en 10 útgáfufyrirtæki. Það er upphaf þessarar bókar að Robert F. Kennedy tók saman efni í bók úr helztu ræðum sín- um undamfarin ár og ætlaði fjrr- irtækið Harper & Row að gefa bókina út. Síðan kom upp mis- sætti með fyrirtækinu og Kenne- dyf j ölsky Id unni vegna bókar Williams Manchesters um John F. Kennedy og tók þá Robert Kennedy aftur efni það er Harp- er& Row hafði fengið frá honum og þá var komið í próförk. Enn kynþáttaóeirðir geislun í húloftunum yfir Islundi Velti leigubifreið KONA í Moskvitch-bifreið ók aftan á og velti leigubifreið á Bústaðavegi um klukkan eitt að- fararnótt laugardagsins. Leikur grunur á að hún hafi verið und- ir áhrifum áfengis. Leigubifreið- in stóð kyrr við vegarbrúnina og varla hjá því komist að sjá hana langt að. Þegar Moskovitch bifreiðin skaU aftan á henni kastaðist hún upp á grjóthaug við götujaðarinn ©g valt þaðan niður aftur. Lenti hún á þakinu, með hjólin beint upp í loft. Öku- maðurinn skreiddist út úr henni, vankaður en ómeiddur að þvi er virtist. SJÖ FRANSKIR vísindamenn komu til íslands síðastliðinn föstudag og munu þeir fram- kvæma hér háloftarannsóknir ásamt fimm félögum sínum, sem koma í dag. Bækistöð þeirra verður á Reynisfjalli hjá Vík í Mýrdal, og þaðan munu þeir m.a. senda upp loftbelgi. Ef til vill senda þeir upp loftbelgi frá Sandskeiðinu en móttökutæki fyrir upplýsingar þær sem vís- indatæki belgjanna senda frá sér, verður á Reynisfjalli. Tilgangurinn með þessari ferð þeirra er að rannsaka og mæla röntgengeisla sem mynd- ast þegar rafagnir koma inn í háloftið. Þar sem ísland er í Norðurljósabeltinu og Van All- en beltið er hér næst jörðu, er landið mjög heppilegt til þess- ararannsókna. Vísindamennirnir eru á vegum frönsku geimrann- sóknarstofnunarinnar, sem einn ig sendi hingað hópa 1964 og 1965. Muna sjálfsagt flestir blaðalesendur eftir eldflauga- skotum þeirra frá Mýrdalssandi 1964. Frakkarnir munu dvelj- ast hér á landi um þriggja vikna skeið. I ■ Stór og mikil tollstöð ris nú við höfnina í Reykjavík. í Bandaríkjunum Englewood, New JeTsey, 22. j'úlí, AP-NTB. Til alvarlegra kynþáttaóeirða kom í nótt í bænum Englewood í New Jersey í Bandarikjunum, ekki langt frá Newark og Plain- field, þar sem 25 manns létu lif- ið fyrir viku í alvarlegustu kyn- þáttaóeirðum, sem orðið hafa í Banúaríkjunum síðan í ágúst 1965. í Englewood getngu hópar ungra negra sem óðir um götur oig kom til átaka milli þeirra og lögreglunnar, sem reyndi að halda aftur af þeim. Beittu negr- arnir múrsteinum og tómum flöskum, sem þeir köstuðu í lög- regluna .Þrír lögreglumenn særð- ust í þessum óeirðum. Engle- wood hefur um 26.000 íbúa. - TSHOMBE Framhald af bls. 1 almennar réttarreglur í máli Tshombes og segir meðferð þess í einu og öllu stríða gegn sið- gæðisvitund manna. „Siðmennt- uð ríki eru vön að gera með sér samninga um framsal glæpa- manna“, segir blaðið, „en ekki um framsal manna sem sóttir eru til saka í heimalandi sínu vegna stjórnmálaafskipta þeirra“. Þá bendir blaðið og á það, að Tshombe hafi verið rænt og mál hans því ekki komið fyrir hæsta rétt Alsír að neinum viðurkennd um lögum. Mike Hoare, fyrrum foringi hvítra s-afrískra málaliða í Kongó, skýrði frá því í dag, að hann hefði sent Joseph Mobutu, Kongóforseta, opið bréf og þar beiðzt þess, að forsetiinn þyrmdi lífi Tshombes í na^ii kristinnar miskunnsemi og bætir við í bréf inu: „Aftaka Tshombes gæti vel vakið af blundi byltingarhund- ana sem sofið hafa í landi yðar síðan í desember 1065. Á aftöku Tshombes getur oltið framtíð Kongó“. í GÆRMORGUN var grunn landi. Loft var skýjað um lægð á sunnanverðu Græn- allt land í gærmorgun, nema landshafi og þokaðist austur. á SA-landi, þar var allt að Var búizt við að hún ylli lít- 13° hiti kl. 9. Kaldast var í ilsháttar rigningu á SV. og V- Jökulheimum, 4°, en 5° í Papey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.