Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1967 Sjötíu og fimm ára: Páll Sigurðsson fyrrverandi yfirtryggingalæknir HANN er fæddur 23. júlí 1892 Lölukoti í Stokkseyrarhreppi, en sá bær er nú í eyði fyrir löngu. Páll er af merkum ætt- um kominn, þótt ekki verði það rakið hér. Faðir hans var Sig- urður Gunnarsson, bónda á Hær ingsstöðum, af Steingrímsætt í Skagafirði og Keldnaætt eldri. Kona Sigurðar og móðir Páls var Ingibjörg Þórðardóttir, silf ursmiðs í Brattholti, komin af Högnaætt prestaföður. Eru ætt- ir þessar öllum ættfróðum mönn um alkunnar. Páll var yngstur fjögra syst- kina. Eru bræður hans, Kristir.n og Gunnar, látnir, en systir hans Stefanía á lífi. Páll ólst upp í föðurhúsum fram til átján ára aldurs og stundaði bæði sveitarstörf og sjó mennsku. Á námsárunum síðar var það sjómennskan, bæði á Austfjörðum og víðar, sem hann hafði sér til framfæris, því að sjálfur varð hann að sjá sér farborða eins og fleiri félagar hans á þeim árum. Tvítugur að aldri, árið 1912, tók hann gagnfræðapróf í Flens borg að lokinni skammri skóla- vist þar. Næsta vetur var hann kennari í Gaulverjabæjarhreppi. En vorið 1914 lauk hann gagn- fræðaprófi í Menntaskólanum og settist í 4. bekk um haust- ið. Stúdentsprófi lauk hann vor- ið 1917 og hóf nám 1 læknis- fræði í háskólanum um haustið. Embættisprófi í læknisfræði lauk hann vorið 1923. Á ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn var hann við framhaldsnám í ágúst— nóvember 1924. ÚtföfT eiginmanns mins, Torfa Bjömssonar, sem lézt að Hraifnlgtu 17. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 25. þ. m. kl. 13.30. Margrét Magnúsdóttir, stjúpböm, böm, tengda- böm og bamaböm hins látna. Útför eiginkonu minnar, Þórunnar Elísabetar Stefánsdóttnr, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudiaginn 25. þ. m. kl. 10:30 f. h. Jarðarförinni verð- ur útvarpað. Þorsteinn Júlíusson, böm, tengdadætur og bamaböm. Útför föður okkiar og tengdaföður, Ara Arasonar, verður gerð frá Neskiirkju þriðjudaginn 25. júlí kl. 13.30. Helga og Eggert Jóhannsson, Katrín og Gunnar Eyjólfsson. Móðir okkar, Sigurlína Gísladóttir frá Hofsósi, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju, miðvikudaginn 26. júlí kL 10.30. Athöfninni verður útvarp- að. Börnin. Skal nú gera langa sögu stutta og geta helztu atriða úr starfsferli Páls eftir að hann hóf ævistarf sitt. Árið 1923-—24 var hann að- stoðarlæknir í Stykkishólmi, tæpt ár, héraðslæknir á Flateyri 1924—26. Héraðslæknir á Hofs- ósi var hann frá 1926—34 og starfandi læknir á Siglufirði sumarið 1934, en fluttist þá til Reykjavíkur og hefur starfað hér síðan. Aðstoðarlæknir hér- aðslæknis í Reykjavík var hann 1939—49 og tryggingayfirlæknir frá 1948—1960, er hann lét af opinberum störfum, hefur þó stundað læknisstörf meira og Þökkuam auðsýnda samúð og hluttekninigu við fráifalL og útför eiginkonu minnar, Ásrúnar Lárusdóttur Knudsen. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarkonum Fæðingairdeildar Landspítal- ans fyrir frábæra umönnun. Hjörtur Bjaraason, böm, tengdaböm og barnaböm. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, sonar, föður, stjúpcföður, tengdaföður, bróður og afa, Guðbjartar S. B. Kristjánssonar, Ásgarði 127. Andrea Helgadóttir, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Jóhanna Guðbjartsdóttir, Páll Guðbjartsson, Bjarki Guðbjartsson, Jón Öm Guðbjartsson, Kristján Guðbjartsson, Þóranna Þórarinsdóttir, Ingiberg Guðbjartsson, Jóhanna Þórisdóttir, Helga Jósepsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Jón Kristjánsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir og bamaböm. minna síðan og fram á þennan dag. Nokkur kennslustörf hafði Páll með höndum, kenndi t.d. um tíma i Flensborg veturinn 1918—19, og heilsufræði í Kenn araskólanum kenndi hann mörg ár, frá 1934—47, vinsæll kenn- ari_ og vel látinn. Ýmis trúnaðarstörf hefur Páll innt af höndum fyrir lækna- stéttina. Átti sæti í læknaráði 1948—61 og í stjórn Læknafél- ags íslands 1938—51. Haustið 1947 fór hann ásamt Þóri Þórð- arsyni lækni til Parísar, og voru þeir þar fulltrúar íslands við stofnun Alþjóða’.æknafélagsins. Ritstjóri tímaritsins „Heilbrigt líf“ var Páll um skeið. f því tímariti, VIII árg. 1948, er merk ritgerð eftir Pál, er hann nefnir: „Bæjarspítali í Reykjavík." Eru þar settar fram ákveðnar tillögur um nýjan spí- tala í Reykjavík og staðsetningu hans. Stendur Borgarspítalinn í Fossvogi nú svo að segja ná- kvæmlega á þeim stað, sem Páll benti á í þeirri grein. Aðra merka grein skrifaði Páli í tímaritið World Medical Journal* árið 1962. Er þar rakin í stutitu máli saga lækninga og heilbrigðismála á íslandi allt frá dögum Hrafns Sveinbjarnar sonar til okkar daga. Grein þessi kom endurprentuð í Lögberg- Heimskringlu sama ár, og úr- dráttur úr henni hefur birzt víð- ar um lönd. Árið 1932 varð Páll fyrir miklu áfalli, fékk mænusótt og lamaðist. Bata fékk hann að vísu, sem honum nægði til þess að vinna eftir það sitt aðalævi- starf. Óbugandi vilji og sálar- kraftur var honum sá læknis- dómur, sem dugði. En jafngóð- ur eftir það áfall hefur hann aldrei orðið. Oft hefði mátt um hann segja eins og um starfs- bróður hans forðum, að hann „hjálpaði sjúkur til heilsu öðr- um. En þeir eru nú æði margir orðnir. sem Páll hefur farið um líknandi læknishöndum og hjálp að í_ neyð, bæði með kunnáttu sinni’ og ef til vill ekki síður með ljúflyndi sínu og karl- mannlegri rósemi, þegar vandi var á höndum. Páll er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var María Salóme Kjartansdóttir, kaupmanns á Flateyri. Þau giftust árið 1925. Frú María dó árið 1952. Þau tóku að sér þrjár fósturdætur: Soffíu Pétursdóttur, sem lézt 26. ára gömul árið 1951 frá dóttur sinni á fyrsta ári, Helenu Soffíu, sem þau Páll og María tóku þá til fósturs. Þriðja fósturdóttir þeirra er frú María Aantonsdótt ir. Seinni kona Páls er Valgerður Guðrún Sveinsdóttir frá Felli í Sléttuhlíð. Henni kvæntist Páll árið 1953. Valgerður var áður gift Jóni Árnasyni lækni á Kópa skeri, en missti hann árið 1944. Báðar hafa konur Páls verið honum samhentar í því að skapa fagurt heimili, þar sem ríkt hef ur rausn og gestrisni og hinn mesti myndarbragur, enda báð- ar merkiskonur og miklar hús- mæður. Utar. við dagsins önn og eril embætti'sstarfa hefur Páll oft stytt sér stundir við ættfræði og þjóðlegan fróðleik og er þar vel heima. f góðvinahópi er hann Vorið 1913 tókst fyrst með okkur Páli kunningsskapur, sem síðar varð að ævilangri vin áttu, sem aldrei hefur skuggi á fallið. Á stúdentsárum okkar vorum við herbergisnautar í þrjá vetur og eigum saman margar glaðar minningar frá þeim árum. Tryggari vinur og betri félagi en Páll hygg ég sé vandfundinn. Nú sem stendur er Páll sjúkl- ingur í sjúkrahúsi. Hann getur þvi ekki notið þess samfagnað- ar, sem nánustu vinir hans hefðu gjarnan viljað eigá með honum á þessu þriðja aldar- fjórðungsafmæli hans. Við óskum honum góðs bata og hjartanlega til hamingju á afmælisdaginn. Freysteinn Gunnarsson. Vilborg Einarsdóttir Minning manna glaðastur, „ minnigr ok málugr ok margfróðr, svo sem í Hávamálum stendur. „Heima glaðr ok við gesti reifr" eins og þeir þekkja bezt, sem verið hafa tíðir gestir á heimili hans og þeirra hjóna. Á morgun verður gerð frá Fossvogskirkju útför ömmu minin ar, Vilborgar Einarsdóttur, sem lézt í Landsspítalanum 16. þ. m. Hún var fædd á Helgustöðum við Reyðarfjörð hinn 8. apríl 1886, dóttir hjónanna Oddnýjar Guðmundsdóttur og Einars bónda Þorlákssonar. Oddný missti mamn sinn, þegar Vilborg var átta ára gömul, frá átta börn- um, en af þeiim voru tvö frá fyrra hjónabandi hennar. Eftir það ól Oddný ein önn fyrir börnum sín- um og tveimur fósturbörnum, sem hún tók, en þrjú barna hemn ar sjálfrar dóu ung. Eftir fermingaraldur dvaldist Vilborg um allmargra ára skeið á heimili þeirra Axels V. Tul- iniusar þáv. sýslumanns í Múla- sýslum (síðar skátahöfðingja ís- lands) og konu han® Guðrúnar HaUgrímsdótbur Sveinssonar bisk ups, er þá bjuggu á Eskifirði. Dvölin á þessu myndarheimili taldi hún, að hefði verið ein- staklega þroskandi og lærdóms- rík fyrir sig, enda maut hún þar m. a. tilsagnar í flestu því, sem á þeim tíma var kennt til undir- búnings húsfreyjustörfum. Minnt ist hún þeirra Tuliniusarhjón- anna ætíð með miklum hlýhug og þakklæti. Árið 1908 giftist Vilborg eftir- lifandi eiginmanni sínum Páli Bóasyni, sem þá var foimaður á 'báti, er Axel V. Tulinius gerði út frá EskifirðL Reistu þau bú á Eskifirði og bjuggu þar allt til ársins 1934, er þau fluttust til Reykjavíkur. Á þessum árum starfaði Páll lengs't af sem verk- stjóri, fyrst hjá HUnum samein- uðu íslenzku verzluinum og síðan hjá Friðgeiri Hallgrímssyni, en síðustu búsetuárin á Eskifirði rak hann þar fiskverkun. Eftir að til Reykjavíkur kom var hann lengstum starfsmaður í fjármála ráðuneytinu, þar til hann lét af störfum fyrir nokkrum árum. Þau Vilborg og Páll eignuðust fimm syni: Gunnar Axel hæsta- réttarlögmann, Einar Halldór efnisvörð hjá Vélsmiðjunni Héðni hf., Friðrik lögregluþjón, Bóas Albert járnsmið og óla Sæ- berg, en tveir hinir síðastnefndu eru látnir. Auk þess tóku þau í fóstur bamunga Oddnýju Guð- mundsdóttur, húsfrú hér í bæn- um, er ólst upp hjá þeim til full- orðinsára sem þeirra eigin dóttir. Og sjálfur er ég að verulegu leyti alinn upp á heimili þeirra ömmu minnar og afa, og við þau og Halldóru ömmusystur mína, sem lengstum bjó á iheimili þeirra, eru tengdar margar ljúf- ustu minninigar bernsku og ung- lingsáranna. Mér mun verða minnisstaett hið einstaka ástríki í sambúð þeirra afa míns og ömmu og auðsæ hamingja þeirra í hjónabandinu. Það kemur mér því ekki á óvart, að þótt afi minn sakni nú sárt lífsförunautar síns, þá megnar treginn ekki að yfirbuga gleðina og þakklætið fyrir hina löngu og hamingjuríku samveru þeirra. Ég vil í lok þessa stutta þáttar tjá þakkarhug minn til ömmu minnar fyrir þá miklu umhyggju og ástúð, sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni Blessuð sé minning hennar. Hörður Einarsson. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16 Vientiane, og kemur til Hanoi klukkan sjö síðdegis. Þar hef ur hún skamma viðdvöl og heldur síðan sömu leið heim. Flytur vélin stjórnarpóst og fulltrúa til afleysinga auk ein stakra farþega, sem ekki hafa um aðra leið að velja til að komast frá Saigon til Hanoi. Annan hvem þriðjudag eru svo farnar aukaferðir þessa sömu flugleið. Flugvélin er fjögurra hreyfla, og var notuð í heims styrjöldinni síðari. Er hún leiguvél frá frönsku flug- félagi og áhöfnin frönsk. Einn nefndarmanna sagði nýlega: „Flugvélin ætti að vera á safni. Ef til vill eig- um við fulltrúarnir einnig heima á safni“. Þing Verkstjórnsambands íslands Hjartans þakkir tii allra, er sendu mér gjafir og vinar- kveðjur á sjötíu og fitmm ára afmæii mínu 5. júlí sl. Július Rósinkransson. 12. ÞING Verkstjórasambands íslands var haldið dagana 15. og 16. júlí sl. að Hallormsstað. Til þingsins voru mættir 41 fulltrúi fyrir 9 félagsdeildir, en félög iinnan samibandsins eru nú 14 með 680 félagsmönnum um allt land. Á þinginu var fjallað um hin margvíslegu áhugamál samtak- anna, þó fræðslumál verkstjóra og kaup- og kjaramál hafi borið hæst. Álit þingsins var að nauðsyn beri til að auka og efla menntun verkstjóra, þaninig að þeir séu betur færir um að annast þau verðmæti sem um hendur þeirra fara, bæði peningaleg verðmæti, en þó ekki síður þau mannlegu verðmæti einstaklinganna sem þeir stjóma. Þingið taldi nauðsyn beri til að launakjör verkstjóra séu bætt, einkum með það í huga að með því sé starfið gert eftirsóknarvert og þannig fáist betri og hæfari menn til þess að gegna því, enda sé það þjóðhagslegur ávinningur. Verkstjórasamabnd íslands hef ur ákveðið að hefja nú fljótlega kynningu á samtökunum og með því reyna að ná inn í samtökin öllum þeim sem að verkstjóm starfa, þannig að þau séu færari um að gegna sínu hlutverki en hingað tiL f stjóm Verkstjórasambands íslands tii næstu tveggja ára voru kjömir: Forseti: Bjöm E. Jónsson, Reykjavík. Varaforseti: Þórður Þórðarson, HafnarfirðL Með- stjómendur: Atli Ágústsson, Reykjavík, Adolf Petersen, Rvík, Guðm. B. Jónsson, Vogum, Guðni Bjarnason, Rvik og Helgi PáJs- on, Rvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.