Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Fallið mannkyn eða framþrdun EINS og alkunna er, voru fá- leikar milli hinna miklu leikrita höfunda, Strindbergs hins sænska og Ibsens. Kuldinn var þó miklu meiri hjá Strindberg, sjúklegur eins og fleira í fari hans. Hatur hans á Ibsen kom ekki til af því einu, að á leiksviðum hins stóra heims hlaut hann að standa í skugga hins norska stórsnillings, heldur einnig af því að Ibsen aðhylltist lífsskoðun sem var Strindberg hneykslun- arhella. Strindberg trúði fastlega á það, að mannkynið væri falliff mannkyn, að frá guðlegum upp- runa sínum og sæluhag væri það á niðurleið, í ótvíræðri afturför frá guðlegum uppruna niður til apans. Ibsen trúði hinsvegar á fram- þróun-mannkyns frá apanum og áleiðis til æðri þroska. Strindberg hellti úr skálum reiði sinnar í hinni dæmalausu minningargrein um Ibsen látinn fyrir það m.a., að hann hefði verið Darwins-sinni og trúað því, að maðurinn væri ekki fall- inn engill, heldur maður á leið frá apanum upp til engilsins. Báðar hugmyndir þessara höf- uðskálda um uppruna og mark- mið mannkyns eiga sér formæl- endur, og hvor um sig formæl- endur marga innan kristinnar kirkju. Framþróunarkenning Dar- wins stendur auðvitað ekki óbreytt enn eftir öll þessi ár. En rök sýnast vera fyrir því, að þorri þeirra manna á Vestur- löndum, sem um þessi mál hugsa á annað borð, aðhyllist þá hug- mynd, að mannkynið sé vaxið frá vögguni en sé þó enn á bernskuskeiði og eigi fyrir sér óralanga leið að markmiðum, sem mannlegur hugur eins og hann er nú, geti enn ekki greint. Hin hugmyndin er öllum þorra nútímamanna trúlega fjarlæg- ari, að Guð hafi skapað mann- inn fullsælan og saklausan, en síðan hafi maðurinn fallið fyrir freistingu hins illa gagnstætt vilja Guðs og þvert ofan í það, sem hann ætlaðist fyrir, þegar skóp manninn. I>eir eru líklega margir, sem líta eins á og maður, sem ég mætti á götu fyrir skömmu, að slík hugmynd um Guð og ósigur hans í aldingarðinum, sé ósam- boðin og ósamrímanleg trú á almætti hans og alvizku, — og jafnframt ósamrímanleg því, sem nútímamaður telur sig vita um eðli og markmið mannsins. Við það er ekki að dyljast, að endurlausnarkenning kirkjunn- ar er reist á kenningunni um fallið mannkyn, sem hafi hrap- að af sínum háa dýrðarstig í aldingarðinum eystra. En sumt í þeim fræðum sannfærir trauð- lega þá, sem vilja hugsa fyrst, trúa síðan. I>eim gengur erfið- lega að samræma sumt í forn- helgum fræðum þeirri sannfær- ingu sinni, að maðurinn hafi aldrei. verið í nokkuru full- komnunar- eða fullsæluástandi, heldur sé hann að smávinna sig áfram frá apanum til engilsins og að mannkynið hafi aldrei verið fullkomnara en það er í dag, þótt ástand þess sé síður en svo glæsilegt á þessu herrans ári. í trúarefnum fer minna fyrir því en vera ætti, að menn geri sér far um að hugsa, hugsa rök- rétt og gera heiðarlega upp reikningana milli hugmynda, sem alls ekki geta farið saman. Ef við erum viss um, að trú- in sé dýrmætasta hnossið, sem unnt er að eignast, og að ekkert sé mannssálunni nauðsynlegra en hún, þá hljótum við að sjá, að við skuldum henni fulla hreinskilni og heiðarlega við- Ieitni til að hafa hið sanna eitt og ekkert annað. Ég minntist á stórskáld tvö og ólík viðhorf þeirra til hugmynd- anna um uppruna mannsins og markmið. Hvað segir þú um þessi viðhorf? Ég veit að það er út í hött að segja við þig: Af því að Ritn- ingin kennir og kirkjukenningin krefst að þú trúir því, að mann- kynið hafi fyrir syndafall ætt- föðurins fallið úr sínum dýrðar- sessi, úr sínu fagra ástandi full- sælu og gleði í aldingarðinum eystra, —- átt þú að trúa því. k En gerðu sjálfur fyrir þig upp reikiningana milli þessara hugmynda og hins, að maðurinn sé vaxinn upp úr miklu lægra tilverustigi og sé að smáþokast upp á við þrátt fyrir gönuhlaup- in, vegarvillur og ótal yfirsjón- ir. Fyrir nokkmm dögum tjáði mér einn þeirra, sem þessar greinar lesa, að glíman við þess- ar hugmyndir tvær — fallið mannkyn, — eða framþróun? — hefði orðið sér erfið. Það sem hann sagði mér um baráttu sína, kom mér til að .spjalla um þetta mál við þig. Stö&ugar og miklar framkvæmdir Reykjavíkurborgar — \ síðasta ári var 36,3% heildarútgjalda borgarinnar varið til framkvæmda — Hfinnihlutinn í borgarstjórn telur nýbyggingu gatna og holræsa ekki til framkvæmda EIN S og frá hefur verið skýrt var reikningur Reykja- víkurborgar fyrir árið 1966 til annarrar umræðu á fundi borgarstjórnar sl. fimmtu- dag. — Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, lagði reikning- inn fram á borgarstjórnar- fundi hinn 6. júlí .sl. og fylgdi honum úr hlaði með ítarlegri ræðu, sem birtist hér í blað- inu. Við síðari umræðu um reikninginn fluttu þeir Guð- mundur Vigfússon (Ab) og Einar Ágústsson (F) ræður. Það kom fram hjá ræðu- mönnum minnihlutans í borg arstjóm, að þeir telja ný- tyggingu gatna og holræsa ekki til framkvæmda. — Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, svaraði ræðumönnum og skýrði ýmis atriði reiknings- ins. Reikningurinn var síðan samþykktur með samhljóða atkvæðum borgarfulltrúa. Gagnrýni Guðmundar Vigfús- sonar beindist að gerð borgar- reikndngsins, þ.e. ýmisum bók- haldsatriðurn. Þá sagði Guðmund ur, að sifellt væri tekið af áætl- uðu framkvæmdafé og það not- að fil rekstrar, rekstrarliðir hækkuðu stöðugt, en fram- kvæmdir minnkuðu. — Einar Ágústsson tók í sama streng, en taldi þó bókhaldsatriðin ekki megmmál. Geir Hallgrímsson, borgar- sítjóri gat þess fynsf, að hann væri ekki ánægður mieð það, að rekstrar.gjöld borg.arin.nar skyldu barfa farið 36 millj. kr. fram úr áætlun, þótt að hann teldi að á því væri gefin fullnægjandi skýring, efcki aðeins að nokkru leyti, eins og komið hefði flram, heldur fullkomin ekýring. Og mætti þó ætla, að miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja um verðlagsþróunina millá ára ,að umframgjöldin ■ heflðu orðið meiri en þessi. Á móti þessum 36 millj. hafa komið umfram- tekjur, sem nema 8 mMlj. kr., sem er veruleg upþhæð út af fyrir sig, en skoðað í sambengi við heildairtekjur borgar'mmair, þá er um 1% umframtekjur að ræðia. Og þegar ljóst er, að þær hafa farið til að greiða hluta af þeim 36 millj., sem rekstrar- gjöldin hafa farið fram úr á- ætlun, þá etr augljósrt hvert þær hafa farið, en ekki ástæða tiil að orða það svo, að engin skýring sé á því gefin. Ef við lítum fyrst á þær 36 millj. kr., sem gjöldin fara fram úr áætlun, þá er ljósit, að launa- kostnaður aðeins miðað við þær taxta- og samningsbreytingar, 'sem skýr grein er gerð fyrir í greinargerð borgarritara með borgarreikningunum, nema um 21—22 millj. kr., og aðrar um- framgneiðslur, s'em einnig hafa kamiö til eftir að áætlun fyrir árið var samþykkt í borga.r- stjórn, skýra allt nema 12 millj. kr. af þessum 36 miUj. Nú er það aug'ljást mál, að hiinax bednu launagineiðglur, teljast í fjárhags áætlun um það bil helmingur út gjalda borgaxinnar, þannig að hækkandi launakostnað'ur kem- ur beint fram á þeim helmingi en óbeint fram einnig á hinum helmingnum. Þannig er það upp lýst aif hagstofunni að á milli áranna ’65 og ’66 hafi til að mynda fæðiskostnaður hæ'kkað um það bil 13% og þagiax eá h'elmingur útgjalda borgarinnar, sem eru laun, hækka um 21—22 millj. kx. en hinn helmingurinn hækkar um ca. 12 millj., þá veit ég, að menn sjá í hendi sér, mið- að við þær hækkanir sem al- mennt er um að ræða, að ful'l- komin skýring er gefin á um- framgjöddum og svo greinargóð að ætla mætti, efitir á að hyggja, að umframgjöldin hefðu kunnað að vera meiri. En ég ítreka, að ég er ekki ánægður með þá út- komu, að umframgjöldin séu þó þetta há, þótt fyrir því sé faægt að gera grein eða skýringar eins og ég bef gert. Ég vil þá víkja að því, hvernig þróumin befur verið á rekstrar- kostnaði annars vegar og eigna- Geir Hallgrímsson breytingu og framkvæmdakostn aði hinsve'gar. Þá er það t'i.1 að taka, að báðir ræðumenn hafa í þessum efnum rætt um reksfurs kostnað eins og rekstunskostnað- urinn er gefinn upp í reiknimg- unum, þ.e.a.s. með gatna- og holræsaflramkvæmdum og talað um eiignabreytingar sem fram- kvæmdakostnað eingöngu. En vitaskuld eru gatna- og holræsaframkvæmdir einhver stærsti framkvæmdaliður í rekstri borgarinnar og þess vegna eðlilegt, þegar dómur er á það lagður, hver þróunin er í skiptingu borgarútgjalda á milli reksturs og framkvæmda, að taka gatna- og holræsafram- kvæmdir með eignabreytingum til framkvæmda. Og þá er rétt að það komi fram, að samkvæmt upplýsingum hagfræðideildar- innar hefur þessi þróun sam- kvæmt reikningum borgarinnar verið eftirfarandi: Árið 1962 er reksturinn 70,2% en eignabreytingar og gatna- framkvæmdir 29,8%. Árið 1963 er reksturinn 67,4% og eignabreytingar og gatna- framkvæmdir 32,6%. Árið 1964 er reksturinn 62,3% en eignabreytingar og gatna- framkvæmdir 37,7%. Árið 1965 er reksturinn 60,7% en eignabreytingar og gatna- framkvæmdir 39,3%. Á árinu 1966 er samkvæmt þeim reikningi, sem hér er um að ræða, reksturinn 63,7% en eignabreytingar og götur 36,3%. Þannig sést af þessu yfirliti. að um er að ræða stöðuga hækk un hlutdeildar eignabreytinga og gatnaframkvæmda í heildarút- gjöldum borgarinnar allt til sl. árs, en þá lækkar þetta að vísu um 3%. Nú er það álitamál, hvort uinnt er að hækka í það óendanlega hlutdeild eignabreytinga og framkvæmda og gatnafram- kvæmda í heildarútgjöldum borgarinnar. Eiftir því sem við náum lengra í því að fullnægja ýmsum þörfum borgarinnar og borgarbúa fyrir framkvæmdum og eftir því, sem við minnkum bilið milli fullfrágenginna gatna og ófullgerðra gatna, þá hlýtur eignabreytingareikningurinn að endunspegla það. Þó iskal það tekið fram, að í vaxandi borg og með batnandi efnahag þá vaxa kröflur fólksinis til ýmissa fram- kvæmda á vegum borgarinnar. En ég hygg, að hver og einn ein- S'taklingur og ihvert og eitt fyrir- tæiki geti spurrt sjálft sig: Er eðli- legt, að útgjöldin til fjárifesting- ar og framkvæmda séu að meira en einum þriðja hluta ár eiftir ár mi'ðað vi'ð reksturskiostnaið að tveimur þriiðju? Einniig ber í þesisu sambandi að taka til gireina, að þegar nýjar stofnanir eru teknar í notkun og starflsað- staða bartnar á ýmsum sviðum, eykst þjónustan og þar mieð reksiturisikostinaður. Við sjáum t.d. greinilega, að við 'hína nýju slökkvistöð eykisrt reksrturiskostn- aður slöikkviliðsins um leið. Ég eíasit e'kiki um, að þjónusrta slökkiviliðsins vex ennþá meir og betuir heldur en útgjöldin sýna. En þetta er dæmi um, hvað leggja verður til grundvallar, þegar dómur er á lagður á kostn aðarliðina. En dómar ræðu- manna, sem hér hafa talað um 'SÍminnkandi hlut útgjaildanna í eignabreytingar og framkvæmd- ir í heild sinni eiga ekki við rök að sityðjaist. Það er mjög háitrt hlutfall af heildarútgjöldunum, sem tii þeirra fer. Þá er rætt um það að skuldir borgarsjóðfe faafi hækkað og vegna þeiss að refcsrtrargjöldin hafi farið fram úr áætlun og minna færzrt yfir á eignabreytingareikning, þá hafi verið dregið úr fram- kvæmdafé og framkvæmdum borgarinnar. Gerð er grein fyrir því í greinargerð borgarritara með reikningnum, hverniig eignalbreytingareikningurinn lft- ur út og þar kemur ljóislega fram, að framkvæmdir á öllum svi'ðum eru jafnmiklar og áærtl- unin gerðii ráð fyrir. En vegrna þess, að minni upphæð færðist yfiir á eignabreytingareikning en ráð var fyrir gert, þá var ekki Ihægt að srtanda undir þesisum fyr irframráðgerðu framkvæmdum nema með því að tafca lán og þar með auka skuldir. Þá er spurn- ingin þeissi: Er skuldahækkuniin óeðlileg, eða áttum við að stöðva þesisar framkvæmdir og taka ektoi þau lán, sem við þó gátum fengið? Og svarið, sem birtist í þessum reigningi, er það, að við kusum að reyna að hailda framkvæmdunum áfram þótt það kosrtaði aukna skuldasofnun. — Jafnframt má benda á í þessu sambandi, að aukning inneignar hjá ríkissjóði verkar auðviitað þannig að við urðum að afla lána til þess að standa undir hluit ríkissjóðs í þeim fram- kvæmidum. Eins og t.d. 30 miillj. króna lánimu, sem tekið var til byggingar borgarsjúkrahússins á síðastta ári. Þesis vegna er ekki rétt að segja, að skuldahækkun borgarsjóðs á sl. ári um 69 millj. að frádregnum fjárveitingum eða eyðtelu af þeim, þ. e. raunveiru leg skuldaaukning 59 millj. sé óeðlileig. — Og ef við lítum á, að h.rein eign borgarinnar faef ur vaxið um 244 millj. á árinu eða nettó hrein eign borgarsjóðs ins sjálfls um tæpar 185 millj., þá álít ég, að þetta sé eðlileg þróun. Bn auðviltað væri æskilegra að ge-ta ávallt komið fram með borgarreikninga með lægri og lægri skuldum. En þá spyr ég einnig: Er ekki umhugisunarefni, hve mikið bdrgin á að fram- kvæma fyrir eigið fé, fyrir skaitt heimtu hvers yfirstandandi árs, og hve miklu borgin eigi að fresta að greiða með því að tatoa lán. Margar þessara fram- kvæmda eru ekki sízt fyrir komandi kynslóðir og ekki ó- eðlilegt, að lán sé til þeirra tek- ið. Að lokum ræddi borgartsrtjóri um sku'ldaskipti borgiarinnar við ríki'ssjóð vegna Borgarsjúkra- hússins, íþróttamannvirkja o. fl. Að lofciinni ræðu borgarstjóra tók Guðmundur Vigfússon aftur til máls og síðan borgarsitjóri Þá var þremur tillögum G. Vig. vísað til borgarráðs og reikning- ur borgarinnar fyrir árið 1966 siamþykktuir samíhljóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.