Morgunblaðið - 23.07.1967, Side 32

Morgunblaðið - 23.07.1967, Side 32
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1967 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10*1Q0 Þjófar gripnir ÞRÍR DRUKKNIR menn vorn handteknir við innbrot aðfara- nótt laugardagsins. Hringt var til lögreglunnar klukkan hálf fjögur og henni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við bakdyr Hressingarskálans við Austurstræti. Nokkrir lögreglu þjónar voru þegar sendir á vett vang og voru þá kauðar bún- ir að brjóta sér leið inn í bús- ið. Þeir voru fluttir í annað hús, með sterklegri dyraumbúnaði. Mikil ölvun var í borginni á föstudagskvöld og margir flutt- ir í fangelsi. Haraldur ríkisarfi Noregs kemur til Islands 10. ágúst EINS og áður hefur verið til- kynnt mun hans konunglega Forstjórinn tók fé til eigin nota VIÐ endurskoðun á reikn- þegar lagí fyrir útgerðar- ingum Bæjarútgerðar ráð og mun fara fyrir bæj- Hafnarfjarðar fyrir arstjórnarfund í næstu skömmu, kom í ljós, að viku. Nokkur hluti pen- fyrrverandi forstjóri út- inganna hefur þegar verið gerðarinnar hefur tekið endurgreiddur og er nú til eigin nota allstóra fjár- unnið að því að tryggja upphæð, án þess að gera hagsmuni útgerðarinnar, nokkra grein fyrir henni. þ. e. að hún verði ekki — Nemur hún um 800 fyrir fjárhagslegum þúsund krónum. Málið var skakkaföllum vegna þessa. tign, Haraldur ríkisarfi Noregs, koma í opinbera heimsókn til fslands síðdegis 10. ágúst n.k. Daginn eftir mun hann dveljast í Reykjavík og m. a. ganga á fund forseta tslands, ræða við forsætisráðherra og verða við- staddur athöfn við norska graf- reitinn í Fossvogi. Þá mun hann sitja hádegisverðarboð utanrík- isráðherra, heimsækja Háskóla fslands, Þjóðminjasafn fslands og Listasafn fslands. Um kvöldið situr hann kvöldverðarboð for- seta íslands að Bessastöðum. Næsta dag verður siglt upp í Hvalfjörð og ekið að Reykholti, en síðar um daginn mun ríkis- arfinn fara til laxveiða. Síðdegis daginn eftir, 13. ágúst, mun hann fljúga til Akureyrar og mun bæjarstjórn Akureyrar halda honum hóf um kvöldið. Um nótt- ina verður gist á Akureyri, en daginn eftir farið að Mývatni og flogið til Reykjavíkur um kvöldið. Næsta dag mun ríkisarfinn m.a. sitja hádegisverðarbo'ð borg- arstjórans í Reykjavík og fara að skógræktarstöðinni að Mógils- á, en að því loknu mun hann sitja kvöldverðarboð forsætis- ráðherra. Daginn eftir, 16. ág- úst, verður ferðazt um Suður- Miklar byggingarfram- kvæmdir standa nú yfir í Breiðholtshverfi. Myndin sýn- ir hluta af efnivið og hús- hlutum til einbýlishúsa sem reist verða á vegum Fram- kvæmdaaefndar byggingar- áætlunarinnar. Húsin verða sett saman af hinum erlendu framleiðendum. Sjá grein og myndir á bls. 14. land og verður m. a. komið í Skálholt, að Gullfossi og Geysi og á Þingvöll. Næsta dag verður móttaka fyrir Norðmenn í norska sendi- ráðinu og um kvöldi’ð kveðjuboð ríkisarfans, en hann mun fljúga til Noregs morguninn eftir. Wellvale náÖist ekki á flot er Vélbáturinn Straumnes ÍS, sem hundrað Iestir að stærð, reyndi á flóðinu í fyrrakvöld að ná brezka togaranum Wellvale á flot, en án árangurs. Reiðir laxveiði- menn LAXVEIÐIMENN við Ölfusá urðu ákvæða við síðastliðinn fimmtudag þegar þrjár sprengj- ur rufu kyrrðina og vatnsstrók- ur reis tól himins eftir eina þeirra. Við athugun kom í ljós að verið var að sprengja fyrir skolpleiðslum fyrir byggðina vestan árinnar. Skolpleiðslur eru að vísu nauð synlegur hlutur en veiðimenn- irnir fengust ekki til að líta á málið frá þeirri hlið. Það eina sem þeir hugsuðu um var að laxinn hefði áreiðanlega ekki lyst á beitu þeirra næstu klukku stundirnar. Athugasemdir þeirra um framkvæmdirnar munu ekki prenthæfar. Fyrsta gufuveita á Islandi við Mývatn — hitinn í holunni er um 270 stig TVÆR HEITUSTU jarðhitahol- ur, sem hingað til hafa fundizt eru í Námaskarði við Mývatn og á Nesjavöllum, norðan í Hengli Er þegar byrjað að virkja hol- una við Mývatn. Sveinn S. Ein- arsson, verkfræðingur, tjáði Morgunhlaðinu að ekki hefði verið unnt að mæla nákvæm- lega hitann við Mývatn, en hann gerði ráð fyrir að vatnið þar væri um 270 stig. í Nesjavalla- holunni hefði hitinn mælzt 260 stig. „Borholan norðan í Heglinum var aðeins gerð í tilraunaskyni, en gefur góðar vonir um áfram hald þar. Hins vegar höfum við hjá Vermi s.f., tekið að okkur að virkja holuna við Mývatn, fyr- ir kísilgúrverksmiðjuna. Þeir þurfa mikið gufumagn til þess að þurrka kísilgúrinn og vinnsl- an byggist á því að töluverðu leyti, hversu ódýr gufuorkan er. Kostnaðarins vegna hefðu aðrar aðferðir verið ókleifar. Þetta er fyrsta jarðgufuveitan sem byggð er á íslandi. Verksmiðj- an mun aðeins nota gufuna fyrst í stað, ekki heita vatnið sjálft. Það verður þó kannski notað seinna ef lögð verður hitaveita í verksmiðjuþorpið í Reykja- hlíð. Vermir s.f. hefur gert áætl un um þetta verk og fjárhags- grundvöllur virðist ágætur. Við sjáum um afkastamælingar á hohmum og allan tæknilegan undirbúning við byggingu gufu veitunnar. Hún þarf að geta skil að af sér 25 tonnum af 170 stiga heitri gufu á klukkustund og það er tiltölulega auðvelt við að eiga. Við fóðrum holuna með stál- pípu, r.iður undir botn, og upp úr henni kemur blanda af gufu og vatni. Við holuopið er svo sérstakur útbúnaður, sem skilur vatnið frá. Gufan er svo leidd í pípu nið ur í verksmiðjuna, og er hægt innan vissra takmarka, að hafa stjórn á hitastiginu.” Að lokum sagði Sveinn: „Þessi mikli hiti á gufunni þýð ir að hún er miklu álitlegri til raforkuvinnslu. Við hötfum gert útreikninga um þetta og sýnt framá að í Námaskarði er hægt að framleiða ódýrari raforku en í flestum fallvötnum, þar á með- al Laxá. Vonandi verður þessi orka nýtt.“ Kippti Straumnes nokkrum sinnum í togarann á níunda tím- anum um kvöldið, en svo fór að taugin slitnaði og var þá tilraun- um hætt. Mbl. hafði samband við Guðmund Marselíusson í gær. Sagði Guðmundur, að hann hefði ætlað að fá tvo báta til að kippa í togarann en ekki fengið nema einn. Þó hefði allt litið vel út á tímabili, því togarinn hefði hreyfzt við hvem rykk en svo hefði taugin slitnað. Kvaðst Guð- mundur þess fullvís, að tekizt hefði að ná togaranum á flot, ef fengizt hefði amnar bátur með Straumnesinu. Ekki siagðist Guðmundur enn vera búinn að ákveða, hvað næst yrði tekið til bragðs. Helzt væri hann að hugsa um að reyna að fá stærra skip til að draiga tog- arann á tflot, en það þyrfti sinn undirbúning og yrði sjálfsagt ekkert atf því fyrr en 3. ágúst, en þá er næsti etórstraumiux.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.