Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 7
MCRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1967 7 ‘i Enginn sá staður er til hérlendis, sem á hug þjóðarinnar allrar óskiptrar, nema Þ'ingvöllur við Öxará. Jakob Smári, skáld, orti sína frægu sonnettu um þenna stað, og víst er um það, að enginn íslendingur fer ósnortinn þar um garð. Við birtum hér mynd af Þingvallarbæ og kirkju, þessu til áréttingar. Þingvöllur er og verð- ur helzti helgistaður íslenzkrar þjóðar. Þangað er gott að koma. Margt hefur þar verið unnið á undanförnum árum. Nú geta menn t.d. komið í Hótel Valhöll, snætt þar og notið fyrsta flokks þjónustu, og Þingvöllur á skilið, að slíkt hótel sé rekið þar. Tvenna man sjálfsagt Þingvöllur tímana. Sá góði veitingamaður, Sigmundur Sveinsson, síð- ar húsvörður í Miðbæjarskólanum í Reykjavík, alkunnur fyrir áhuga sinn að reisa kirkjur og kapellur, rak eitt sinn hótel í Valhöll. Það er langt siðan sá atburður gerðist, sem hér skal til- færður. Skyndilega kom til Þingvalla svo mikill fjöldi fólks, að Sigmundi varð ráðafátt um mat- föng. Slátraði hann í skyndi tryppi einu í túngarðinum, og ber fyrir fólkið og kallaði nautakjöt. Öllum smakkaðist vel og gerðu góðan róm að slíku indælis kjöti. En Sigmundur var þannig maður, að hann treysti sér ekki að segja ósatt, og þess vegna til- kynnti hann yfir hópinn, að það hefði nú raunar ekki verið nautakjöt, sem það hefði verið að snæða, heldur hrossakjöt. Þá brá svo við, og endum við með því þessa sögu, að þrjár konur köstuðu upp hrossakjötinu, og höfðu aldrei verri mat smakkað. Og dragi nú, hver sem vill, sinn lærdóm af þessu. ÞINGVÖLLUR Sól'sikinið tiitrar !hæigt um hamra og gjár. en hiamdan vaitinsins sveipiasit fjöllin móðiu. Hknininn breiðir faðm jafn-faguirblár, sem fyrst, er menn uim þessa velli tróðu. Og hingað mændu eitt !sdnn aíilra þrár, ótti og von á þesisum steinium glóðu; og þeitta iberg va.r eins og ólgusjár, — þar aillir landsinis straumar samain flóðu. Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár, geymist hér, þair sem heilög véin sitóðu, — höfðiimgjians stolt og tötraþræisdnis tár, sem tími og dauði í sama kösrtinn hlóðu. Nú heyri eg minnar þjóðar þúsund ár, sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu. Jakob Jóh. Smári. Sigmundur Sveinson, fyrrum veitingamaður á ÞingvellL Jakob Jóh. Smári, skáld FRÉTTIR (Húnvetningafélagið efnir tiil skiemmtifierðar í Þórsmörk föstu- daginn 28. þ. m. Farmiðar seldiir í sikriiflstofu félagsinis, Laufásvegi 25, Þinglholtsisitræitismegin, mámu- dag 24. og þriðjudag 26. þ. m. kl. 8 til 10 -síðdegis. Farið verður firá Umfierðarmiðsföðinni kl. 8 síðdegis, situndvíslega, og komið heim á sunnudaigisikrvöld. Fólk er áminnt að taka miða sem fyrst, þar sem erfiitlt getux orðið að fá bíla eftir þ.ann tíma. Kópavogur: Sjálfstæðiskvenna- félagið Edda fer í hina árlegu skemmtiferð sína þriðjudaginn 1. ágúst. Farið verður að Skóg- arfossi, skoðað byggðasafnið að Skógum, kvöldverður að Hótel Hvoli í boði félagsins. Lagt verð- ur af stað frá Sjálfstæðishúsinu, Bórgárholtsbraut 6, kl. 9 árdeg- is. Upplýsingar í síma 41286, 40169, 40708. Félagskonur fjöl- mennið. Kvenfélag Lágafellssóknar. F'yrirhugaðar eru 2 ferðir á vegum félagsins, sú fyrri þ. 26. júlí og sú seinni þ. 26. ágúst. Ráðgert er að fara fyrri ferð- ina um Kaldadal-Borgarfjörð- Borgarnes og yrði það heilsdags- ferð. Seinni ferðin (mæðraferð) yrði farin til Þingvalla, lagt af stað eftir hádegi. Upplýsingar og þátttökutilkynningar hjá: önnu á Helgafelli, Hrafnhildi í Eik og Björgu í Marfeholti 11, fyrix 22. júlí. Kvenfélag Laugamessóknar heldur saumafund í kirkjufejall aranum, þriðjudaginn 25. júlí kl. 8,30. — Stjórnin. Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar fer í skemimtiíferð miðvi'feudaginn 26. júlí að Sel- fossi, Þorláfeshöfn og víðar. Með limum Bræðrafélags Dómkirkj- unnar er vitamlega heimil þátt- talka og æskileg. Þátttaikendur giefi sig fram við frú Margréti Schram í síimia 11454 eða Ólaf Ólafsson, sími 22962. Nánar aug lýst siðar. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 á sunnudagskvöldið, 23. júlí kl. 8. Verið hjartanl'ega velfeomin, Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl. 11. amikoma. Brigader Henny Drirveklepp talar. Kl. 16 útisam- koma á Lækjartorgi. Kl. 20,30 kveðjusamikoma fyrir Brigader Henny Driveklepp. Kapteinn S0l vy Aasoldsen stjórnar samkom- um dagsins. — Allir velkomnir. Heimatrúboðið. Almenn sam- koma sunnudagskivöMið 23. júlí kl. 8,30. Verið velfeomin. Kristniboðsfélag karla. Fund- ur í Betaníu mánudagsfevöldið 24. júlí kl. 8,30. Séra ólafur Skúlason verður fjarverandi næstu viku. Orlof húsmæðra í Gullbrirvgu- og Kjósarsýslu, Kópavogi og Keflavík verður að Laugum í Dalasýsiu í ágústmánuði Kópa- vogur 31. júlí til 10. ágúst. Kefla vík og Suðurnes 10. ágúst til 20. ágúst. Fyrsta orlofssvæði 20. ág. til 30. ág. Nánari upplýsingar hjá orlofsnefndum. Baðhengi Trésmíðameistari baðmottusett. Get bætt við mig verkefn- Gardínubúðin, uim. Hef lausa menn fljót- Ingólfsstræti. lega. Uppl. í síma 17888. Vantar iðnaðarhúsnæði Olíukyndingatæki 50—100 fermetra í Reykja- Nýleg olíukyndingatæki til vík eða Kópavogi. Uppl. í sölu. Uppl. í síma 17888. síma 81163. Ödýr rennimál úr ryðfríu stáli Verð kr. 368.— = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN SÍMÍ 24Z60 Stúlka vön matreiðslu óskast í eldhús Landspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 24160. Reykjavík 22. júlí 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Söluturn óskast til kaups nú þegar. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins, fyrir 31. júlí n.k. merkt: „Góð- ur staður — 5641.“ Aðal-ökukennslan Lærið á nýjan Volkswagen. Aðeins árgerð 1967. Sími 18158 — 19842. — Til leigu Nýstandsett 5 herbergja íbúð, 120 ferm. björt og vistleg er til leigu í nágrenni mið- borgarinnar. Tilboð með upplýsingum um fjölskyldustærð sendist Mbl. merkt: „I. hæð — 5592“ fyrir n.k. þriðjudagskvöld. St. Franciscus spítali í Stykkishólmi auglýsir Staða sjúkrahússlæknis við sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa staðgóða framhaldsmenntun í handlækningum og kvensjúkdómum. Ætlast er til, að læknirinn, taki til starfa svo fljótt sem verða má. Umsóknir stílaðar á sjúkrahúsið í Stykkishólmi skulu send- ast skrifstofu Landlæknis fyrir 15. ágúst. Stykkishólmi 19. júlí 1967. SJÚKRAHÚSIÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.