Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBIjAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 5 Gott u'tlit með hey- skap á Suðurlandi MBL. HAFÐI samband við Ingolf Þorsteinson, fulltrúa hjá Búnaðarfélagi íslands og spurði hann um heyskapinn á Suðurlandi. Sagði Ingólfur að nú væri heyjað af mikilli atorku um allt Suðuriand og væri sláttur allt að þvi hálfn aður hjá þeim, sem lengst væru komnir. Spretta væri víðast hvar góð og útlit fyrir sæmilegan slátt, ef tíðin héld ist hagstæð. Miklu heyi hefði verið bjargað undanfarna góð viðrisdaga en háarsláttur yrði lítill í ár. Kal kvað Ingólfur sama og ekkert í lágsveitum en dálítið hefði borið á því í uppsveitunum og hefðu bændur þar orðið almennt seinni til vegna þess. Hey- fyrningar væru litlar sem engar á Suðurlandi. — Að lokum sagði Ingólf- ur, að heyskaparhorfur sunn anlands styngju mjög í stúf við fréttir af Norðurlandi, því þar væru heyskaparhorfur mjög slæmar, eins og sagði í frétt í Mbl. í gær. Islendingur ver dokt- orsritgerð ÞANN 19. júní varði Jónas Bjarnason roktorsritgerð í eggja hvítuefnafræði (Peptidchemie) við tækniháskólann í Munchen í Þýzkalandi með vitnisburðum „magna cum laude“ og hét verk efnið „Leicht abspaltbare Sehutz gruppen fur Saureamidfunktion en.“ Fjallar ritgerðin að mestu leyti um vandamál í sambandi við uppbyggingu (Synthese) á eggj ahvítuhlutum (Peptide). Dr. Jónas Bjarnason í Miinchen Lögð er nú á tímum mjög mik- j il áherzla á þessa grein efna- fræðinnar í helztu vísindalönd- urn neims, þar eð þekking á þessum hlutum hefur vaxið svo • óðfluga undanfarin ár, að þegar j í dag hyllir undir getu til fram j leiðslu á ýmsum lífsnauðsynleg- j um eggjahvítuefnum svo sem j t.d. insulin, en því er beitt gegn j sykursýki. Ýmsir frægir menn á sviði eggjahvítuefnafræði hafa starf- að við tækniháskólann í Munch- en. Má þar geta E. Fischers, að- aubrautryðjanda þessa sviðs, svo og F. Weygands, en Jónas starf- aði við sitt doktorsverkefni hjá þeim merka manni. Jónas Bjarnason er fæddur á Sauðárkróki þann 23.6 1938. For eldrar hans eru Bjarni heitinn Pálsson frá Hrísey og fyrrver- andi lcona hans, Ásta Jónsdótt- ir, dóttir Jónasar heitins Kristj- ánsSonár læknis. Hóf hann nám í efnafræði við tælcniháskólann í Miinchen haustið 1958 og lauk aðalprófi við þann skóla árið 1964. Jónas er kvæntur Kristínu Hjartardóttur. HVAÐ á kona að gera við drukkin eiginmann sinn? Við höfum verið gíft í sex ár og eigum þrjú börn. Við höfum hlustað á útvarpsþætti yðar upp á síðkastið, og hann virðist veita orðum yðar athygli, en hann heldur áfram að drekka. Ég er að reyna að lifa eins og kristin manneskja, en ég virðist ekki hafa nein jákvæð áhrif á manninn minn. ÖLÆÐI er það, sem satan gefur í staðinn fyrir fyll- ing Guðs. Þegar lærisveinarnir voru fylltir anda Guðs á hvítasunnudag, voru þeir sakaðir um að vera drukknir af „nýju víni“ (sætu víni). Það var rétt! Það var hið nýja vín heilags anda. Ég vil ráðleggja yður að fyllast svo ninu „nýja víni“ Guðs, að eigin- maður yðar girnist að dreypa á því með yður. Ég veit, að það er hræðilegt að eiga við stöðuga of- drykkju að búa á heimili sínu. En minnist þess, að innst inni býr þorstinm eftir Guði, hvað sem drykkj- unni líður. Keith Miller er maður nefndur, frábær kristinn leikmaður. Hann hefur ritað dásamlega bók, sem nefnist, „Bragð nýja vinsins“. Þar segir hann frá þeirri heillandi og undursamlegu reynslu að þekkja Krist í djúpimu. Biðjið þess, að Kristur verði á þann veg augljós í lífi yðar, fyrir náð Guðs, að maður yðar sjái auðnuleysi sitt og taki einnig að leita Drottins. Þetta hefur oftlega gerzt, og Guð megnar einnig að gera það fyrir yður, sem hann hefur gert fyrir aðra. „Þeim, sem Guð elska, samverkar allít til góðs“. Sumar í sveit. Nú er það heyið, sem allt snýst um. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). TJOLD Létt göngutjöld kr. 1.700.— 2ja manna tjöld kr. 1.770.— 3ja manna tjöld kr. 1.990.— 4ra manna tjöld kr. 2.295.— 5 manna kr. 2.890.— Manshard tjöld kr. 4.130.— 3 stærðir af hústjöldum frá kr. 6 500,—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.