Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 16
16 MCRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1%7 Úitgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-1100. Aðalstræti 6. Sími 2i2-4-'80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ÞINGVELLIR OG ÞJÓÐIN rpalið er líklegt, að kirkja hafi verið reist á Þing- velli fljótlega eftir að kristni hafði verið lögtekin 4 Alþingi árið 1000. Ljósar sagnir liggja ekki fyrir um það, hver hafi annazt kirkjugerðina, en eðli- legt hefur verið talið að hún hafi verið reist á kostnað alþjóðar. Margár kirkjur hafa stað- ið á þessum fornhelga stað. Hafa vafalaust skipzt þar á torf- og timburkirkjur, eins og á öðrum kirkjustöðum landsins. í dag er lítil timb- urkirkja á staðnum, rúmlega 100 ára gömul, fallegt en fremur nöturlegt kirkjuhús. Um það hefur verið rætt ára- tugum saman, að naumast sé sæmilegt annað en að byggð verði ný kirkja á Þingvöllum. Hefur verið gert ráð fyrir því, að þegar lokið væri upp- byggingu Skálholtskirkju, kæmi röðin að Þingvöllum. Engar raddir hafa verið uppi um það að byggja ætti stórkirkju á Þingvöllum. Þar ætti hinsvegar að rísa fögur kirkja af hóflegri stærð, sem gegndi því tvíþætta hlutverki að vera sögulegt minnismerki um kristnitöku og kristnihald í landinu, en vera jafnframt tiltæk og nothæf til guðs- þjónustuhalds fyrir söfnuð sinn og á hátíðisdögum þjóð- arinnar. Vel færi á því að ný kirkja hefði risið á Þingvöllum, þeg- ar minnzt verður 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Jafn hliða þyrfti að byggja prests- bústað í samræmi við þarfir og reisn staðarins. Enda þótt ýmislegar um- bætur hafi verið framkvæmd ar á Þingvöllum á undan- förnum árum, ber þó brýna nauðsyn til þess að sýna þess- um ágætasta og helgasta sögustað þjóðarinnar meiri sóma en gert hefur verið. Nauðsynlegt er til dæmis að byggja þar gistihús, þar sem jafnframt er sæmileg aðstaða til funda og samkomuhalds. Hugir allra íslendinga stefna til Þingvalla. Þar þarf þess vegna að vera hægt að koma saman og dvelja við skap- legan aðbúnað, ekki aðeins á hátíða- og minningadögum, heldur jafnan þegar þörf er á, helzt vetur, sumar, vor og haust. Enginn staður á ís- landi býr yfir öðrum eins töfrum og fegurð og Þing- vellir. Þar blasir hvarvetna við stórbrotin náttúrufegurð og andblær mikillar sögu ieikur um hraun og velli, skóginn og gjárnar. Þá verður og að bæta mjög aðstöðu til löggæzlu á staðn- um og margt er hægt að gera til að draga fornar minjar betur fram í dagsljósið án þess þó að hrófla við sögu- legum ummerkjum. Bæta þarf veginn um sjálfan stað- inn í framhaldi af hinum nýja og myndarlega vegi, sem lagður hefur verið ofan Almannagjár. Á þessu sumri hefur verið unnið að því að bæta hrein- lætisaðstöðu á staðnum og unnið verður að endurbótum á girðingum til þess að verja staðinn betur fyrir ágangi búfjár. En ýmsar þær um- bætur, sem hér hafa verið nefndar, þola naumast lengi bið. íslendingar geta hvorki né mega vanrækja Þingvelli. Þar slær hjarta íslands, þar stendur vagga íslenzks þjóð- skipulags, þingræðis og lýð- ræðis. Þar hafa mestu atburð ir íslands sögunnar gerzt. Þar hafa skipzt á skin og skugg- ar, glæsibragur og niðurlæg- ing. Þegar íslendingar hugleiða í dag fortíð og framtíð Þing- valla má gjarnan minnast orða Jóns Magnússonar skálds, í hinu fagra kvæði hans, Bláskógar, en þar kemst skáldið m. a. að orði á þessa leið: Þar skal þjóðin reisa þúsund ára borgir, þar skal þjóðin sefa þúsund ára sorgir. Þar skal manndáð móta morgun nýrrar aldar, þar skal bjargið brjóta bylgjur tímans kaldar. Upp frá lægstu leiðum liggja hærri brautir. Móti sól og sumri sigrast aldaþrautir. Austrið andar blævi yfir hraun og móa. Vefur vor að hjarta veldi blárra skóga. En það er sannarlega ekki nóg að eiga mikla sögu og fögur ljóð um Þingvelli. All- ar kynslóðir íslendinga verða að umgangast Þingvelli sem helgan dóm. Þess vegna verð- ur að sýna staðnum þann sóma og virðingu, sem hon- um ber. II® J UTAN ÚR HEIMI Ky, forsætisráðherra S-Víetnam og frú. Eftirlitsnefndin í Vietnam Lítill árangur af 13 ára starfi A HVERJUM föstudags- morgni leggur gömul hvítmál uð flugvél af stað frá Saigon höfuðborg Suður-Vietnam, áleiðis til Hanoi, höfuðborg- ar Norður-Vietnam. Um borð í vélinni eru fulltrúar þeirra þriggja ríkja, sem skipa al- þjóða-eftirlitsnefndina, er ætlað var það hlutverk að íylgjast með því að friður héldist í Vietnam ,en hefur þess í stað orðið að standa að gerðarlaus hjá meðan styrj- öldin færist stöðugt í auk- ana. Helzta hlutverk nefndar- innar í dag er að vera nokk- urskonar óopinber miðstöð fyrir óopinberar orðsendingar þeirra ríkisstjórna, sem aðild eiga að styrjöldinni. í veizl- um sendiráðsmanna í Saigon, Hanoi, Vientiane, höfuðborg Laos, og Phnom Penh, höfuð- borg Kambódíu, er stöðugt verið að „hlusta“ þessa nefnd armenn frá Póllandi, Ind- landi og Kanada. Sækjast sendiráðsmenn eftir sam- bandi við nefndarmennina vegna þess sérstaklega að þeir eru einu aðilarnir sem hafa frjálsan og stöðugan að- gang að yfirvöldum í Hanoi. 'Einnig eru blaðamenn, starfs- menn leyniþjónustu viðkom- andi ríkja og verzlunarmenn sólgnir í félagsskap nefndar- mannanna. Þessi þriggja ríkja eftirlits- nefnd var skipuð að lokinni Genfarráðstefnunni um fram tíð Indókína. Ráðstefnunni lauk hinn 21. júlí 1954 með samningum um að skipta Viet nam við 17. breiddarbaug, koma flóttafólki fyrir í nýj- um heimilum og reyna að koma þjóðinni inn á leið frið ar. Samskonar nefndir voru skipaðar til að fylgjast með í Laos og Kambódíu, og þótt nefndirnar séu þrjár hafa þær nána samvinnu. Nefndirnar senda skýrslur sínar til Bretlands og Sovét- ríkjanna, en þéssi tvö ríki skipuðu formannssæti á Genf arráðstefnunni. Frá upphafi hefur Vietnam-nefndin feng- ið stöðugan straum af um- kvörtunum frá öllum aðilum, og fljótlega komst hún að raun um að henni var ekki fært að kynna ,sér nema lít- inn hluta kvartananna til hlítar. Mismunandi skoðanir nefndarmanna olli því einnig oft að fleiri en ein skýrsla var gerð um sama atburðinn. Til dæmis má nefna að full- Ho Chi Minh trúar frá Póllandi neituðu að undirrita skýrslur fulltrúa Indlands og Kanada þegar Norður-Vietnam tók að senda vopn og hermenn til Suður- Vietnam. Árangurinn er fjöld inn allur af skjölum þar sem finna má yfirlýsingar og ásak anir á báða bóga um margs- konar brot. Fyrstu árin var stjórnin í Suður-Vietnam, sem neitaði að undirrita samþykktirnar frá Genf, andvíg nefndinni og ineitaði allri samvinnu við hana. Eftir því sem árin liðu dró úr þessari andstöðu, en Hanoi-stjórnin hefur alltaf komið fram sem fulltrúi lok- aðs þjóðfélags, og staðið gegn öllu utanaðkomandi eftirliti. í Norður-Vietnam hefur nefndin aðeins aðgang að skrifstofu sinni í Hanoi. Ein- staka sinnum fær hún að fara um næsta nágrenni höfuðborg arinnar í fylgd með farar- stjórum þess opinbera, en að öðru leyti sér hún ekkert nema höfuðborgina. í Suður-Vietnam hefur nefndin starfandi fulltrúa í Saigon, Nha Trang, Vung Tau og Qui Nhon auk farand skrifstofu í Hue, en fulitrúar þar ferðast um að vild. Einn nefndarmanna viður- kenndi að starf eftirlitsnefnd arinnar nú væri aðallega fólg- ið í því að taka við skrúðyrt- um bréfum styrjaldaraðila, og að telja flugvélar og skip, sem koma til Suður-Vietam. Farandskrifstofan í Hua átti meðal annars að senda fulltrúa sína öðru hverju til hlutlausa svæðisins við 17. breiddarbauginn, en hætti því fyrir þremur mánuðum eftir að stjórn Suður-Vietnam gat ekki lengur tryggt öryggi fulltrúanna á þeim slóðum. Ástæðan fyrir því að Saigon- stjórnin treysti sér ekki leng ur til þess var sú að kommún istar höfðu tekið upp á því að halda uppi langvarandi stór- skotahríð á svæðið. MeSal annars urðu fulltrúar eftirlits nefndarinnar fyrir stórskota- hríð kommúnista er þeir voru staddir í Go Linh, rétt sunn- an við hlutlausa svæðið. Mun aði tminnstu að kanadískur nefndarmaður yrði þar fyrir skoti. Sjálfur segist hann hafa verið „skotinn upp úr stígvélunum“, en slapp lítið meiddur. Eftir þetta var far- andskrifstofunni komið fyrir í Hue, en jafnvel þar er hún ekki óhult. Varð skrifstofa nefndarinnar í Hue fyrir sprengju ekki alls fyrir löngu þegar kommúnistar gerðu árás á bæinn. Ekki gengur flugvél eftir- li^snefndarinnar alltaf vel að halda áætlun. Fyrir nokkr um mánuðum var flugvélinni haldið á flugvellinum við Hanoi í rúma viku af ein- hverjum ókunum ástæðum. Venjulega fer flugvélin frá Saigon á föstudagsmorgni, millilendir í Phnom Penh og Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.