Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1967
50 fórust í
námu í S-Afríku
Jóhannesarborg, S-Afríku,
25. júlí, AP-NTB.
50 AFRÍKANSKIR námuverka-
menn fórust í slysi í gullnámu
um 56 km. fyrir norðan Jóhann-
esarborg í dag og 49 slösuðust,
enginn alvarlega að því er fregn-
ir herma. Slys þetta átti sér
stað um vaktaskipti þegar verka-
menn, er voru á Ieið frá vinnu
eftir neðanjarðargöngum urðu
gripnir ofsahræðslu af einhverj-
um ástæðum og ruddust áfram
og tróðu félaga sína undir með
áðurgreindum afleiðingum.
Um 9000 verkamenn vinna á
tvískiptum vöktum í námu þess-
ari og höfðu flestir þeirra hafið
vinnu, er slysið átti sér stað.
Gullnáma þessi er í Carltonville,
sem er ekki langt frá hoiusvæð-
inu í S-Afríku, en á undanförn-
um árum hefur það nokkrum
sinnum komið fyrir að geysi-
miklar holur hafa myndazt í
yfirborð jarðar og gleypt ailt
sem þar var statt, allt að 40
menn, ásamt verkfærum og
vinnuvélum. Jarðfræðingar
telja að gullnámugröfturinn hafi
valdið þessum holumyndunum.
Þegar grafið er djúpt í jörðu
22 vilja for-
stjórastarfið
TUTXUGU og tveir menn hafa
sótt um forstjórastarf Norræna
hússins í Reykjavik. Umsækj-
endur eru frá öllum Norður-
löndunum, flestir frá Noregi,
eða alls sjö, en aðeins einn frá
Finnlandi. Hér fer á eftir frétta
tilkynning frá formanni stjórn
ar Norræna hússins, Ármanni
Snævarr, háskólarektor:
Umsóknarfrestur um for-
stjórastarf við Norræna húsið í
Reykjavík rann út hinn 15. jlúí
sL Umsækjendur um starfið
eru 22, fimm frá Danmörku,
einn frá Finnlandi, fjórir frá
íslandi, sjö frá Noregi og fimm
frá Svíþjóð. Stjórn Norræna
hússins heldur fund um ráðn-
ingu forstjórans hinn 18.
ágúst n.k., og verður sá fund-
ur haldinn hér á landi. Gert er
ráð fyrir, að ráðning forstjór-
ans verði miðuð við 1. janúar
1968.
til að ná í gullsand úr neðan-
jarðarfljótum, er vatninu dælt
upp í sérstakar hreinsunarstöðv-
ar og kemst þá loft í árfarveg-
inn, sem hrynur þá saman.
Árið 1962 hvarf heil verk-
smiðja ásamt 29 manna starfs-
liði, er slík hola opnaðist undir
verksmiðjunni, sem var á svip-
uðum slóðum og áðurnefnd gull-
náma. Mesta námuslys í S-Afr-
íku á'tti sér stað árið 1960 er 436
verkamenn fórust í Coalbrook-
námu. Mesta námuslys í heimi
varð árið 1942 í Mansjúríu er
1549 verkamenn létu lífið. Nám-
an í Carltonville er ein af auð-
ugustu gullnámum heimsins.
Johnson og forseti fslands.
Leifur heppni
og Columbus
í BANDARÍSKA stórblaðinu skipum sinum og fundu þar
„Herald Tribune“, útgáfu land sem þeir kölluðu Vín-
þeirri sem ætluð er til dreif- land“, sagði Johnson. Síðan
ingar utan Bandaríkjanna, segir blaðið forsetann hafa
segir í fréttaklausu á baksíðu tekið undir þessi ummæli og
20. júlí s.l., í dálki sem helg- að vonum og mælt eitthvað á
aður er fólki í fréttunum, frá þá lund, að „svo sannarlega
heimsókn forseta islands, hafi íslenzkur maður orðið
herra Ásgeirs Ásgeirssonar, til fyrstur hvítra manna til þess
Bandaríkjanna. Er þess þar að stíga fæti á ameríska
getið sérstaklega, að Johnson grund“. Síðan bætir blaðið
forseti hafi í ræðu sinni yfir við: „Ýmsir hafa þó haldið
borðum í hádegisverðarveizlu því fram, að Leifur hafi aldrei
þeirri er hann hélt forsetan- komizt alla leið vestur um haf
um lýst eindregnu fylgi við og það hafi þegar öllu sé á
Vínlandsfund Leifs heppna. botninn hvolft verið Kólum-
„Fyrir rúmum 900 árum . . . bus sem fundið hafi
sigldi hópur hugrakkra fslend Ameríku".
inga vestur um haf á lang-
Danskur land-
búnaðarsér-
fræðingur
heldur
fyrirlestur
HÉR á landi er staddur prófess
or F. Steenbjerg frá Landbún-
aðarháskólanum í Kaupmanna
höfn, í boði Rannsóknarstofn-
unar Landbúnaðarins. Prófess-
or Steenbjerg er meðal fremstu
sérfræðiwga Dana í jarðvegs-
og áburðarfræði og hafa marg-
ir íslenzkir búvísindamenn ver
ið meðal nemenda hans.
í þessari viku mun prófessor
Steenbjerg ferðast um landið
og skoða tilraunastöðvar, land-
búnaðarstofnanir og jarðrækt í
sveitum landsins. Að ferðinni
lokinni heldur prófessor Steen-
bjerg fyrirlestur um notkun
jarðvegs og plöntuefnagrein-
inga, í fyrstu kennslustofu Há-
skólans. Fyrirlesturinm hefst
kl. 16, mánudaginn 31 júlí og
er öllum heimill aðgangur.
Nasser hrósar
Sovétríkjunum
Sovézk dagblöð skýrðu frá því
á þriðjudag, að Nasser, Egypta-
landsforseti, hefði haldið meiri-
háttar ræðu í Kairó á sunnudag.
Moskvublöðin gátu þess ekki, að
í ræðu þessari bar Nasser lof
á Sovétrikin fyrir að hafa styrkt
herafla Egyptalands með ráðum
og dáð.
Nasser sagði, að Podgorny, for
seti Sovétríkja'nma, hefði hekn-
sótt Kairó Skömmu eftir styrjöld
ina við ísraelsmenn, og hefði
hann „sagt, að Sovétríkin stæðu
Mól Tshombes
flæht
Kinshasa, 25. júlí, AP.
STJ ÓRNMÁL AMENN í Kins-
hasa eru þeirrar skoðunar, að
ekki verði auðvelt fyrir M-obuto
forseta Kongó að láta flytja
Moise Tshombe til Kongó. Segja
þeir að mál Tshombes sé flækt
milli tveggja hnúta í deilum
ísraels og Araba og í stjórnmál-
um Afríku og þess vegna sé
ólíklegt að hægt sé að leysa mál
Tshombes á auðveldan hátt.
Hnúturinn í stjórnmálum Afríku
er ráðstefna leiðtoga Einingar-
samtaka Afríkuríkja, sem halda
á í september nk. Kongóstjórn
hefur eytt milljónum dollara í
undirbúning þessarar ráðstefnu.
Fréttaritarar segja, að margir
afríkanskir þjóðarleiðtogar muni
hætta við þátttöku í ráðstefn-
unni, ef Tshombe verði tekinn
af lífi í Kongó, en Mobuto for-
seti hefur látið svo ummælf, að
Tshombe sé sama og dauður
maður. Þá er talið víst, að erfitt
verði að koma Tshombe til
Kongó. Mörg riki muni ekki
leyfa að flugvél með hann innan
borðs, fái að fljúga yfir þau, og
einnig er talið að ýmsir aðilar
hafi uppi ráðagerðir um að
frelsa Tshombe úr haldi og forða
honum þannig frá dauða.
Washington, 25. júlí.
BANDARÍSKA utanríkisráðu-
neytið hefur vísað á bug þeim
ásökunum Nassers EgyptaJands-
forseta, að Washington hefði
vitað um ráðagerðir ísraels-
manna um innrás í Egyptaland
nokkrum dögum áður en styrj-
öldin fyrir botni Miðjarðarhafs
hófst.
mieð öklkiur. Ég sagði homum, að
við vildium ekki, að Rauði her-
inn berðist við hlið okkar. Við
getum barizt“.
Mostovutolöðin gátu þessara um
mæla Nassers ekiki, ef til vill
vegna þess, að með þeim er
gefið í skyn, að Podgorny hafi
boðizt til að senda flotoka úr
Rauða hemum til Egyptal'ands.
Elktoert bendir til þess, að Pod-
gorny hafi boðizt til að senda
þessa fldkika úr Raiuða hernum
— þvert á móti, aiilar lfkur
benda til þess, að Sovétríkin
hafi hliðrað sér hjá því, að verða
beinir þátttakendiur í deiltmini
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Lítill afli
síldarbáta
í FRÉTTATILKYNNINGU LÍÚ
í gær um síldveiðarnar sagði á
þes'sa leið:
Sl. sólaihrimg voru síldveiði-
skipin að veiðum á svipuðum
slóðium og að undanfömu, eða á
9—10° austlægrar lengdar og um
73° norðlæigrar breiddar. Hag-
stætt veður var á þessum slóð-
um. Þá eru mokkur skip að veið-
um í Norðunsjó, en þar var etoki
veiðiveður í nóbt.
Kunnugt er um afla 4 skipa,
790 lestir.
Lestir
Kristján Valgeir NS ......... 190
Sólrún ÍS .. 200
Krossanes SU ................ 220
Helga II. RE .................180
Prammi sekkur
undan
Luugarnesi
í GÆR klutotoan 1 e. h. var lög-
regkmni tilkynnt að prammi
væri að sökkva á sundinu milli
Vióeyjar og lands.
Átta menn voru um borð og
björguðust þeir í nærstaddan
bát.
Prarwminn var notaður við
hafnarframkvæmdir í Sunda-
höfn. — Ókunnugt er um orsak-
* ir þess, að hann sökk.
Joseph.
Svetlana.
Sonur Svetlönu fordæmir hana
— telur liklegt, oð hún hafi orð/ð
fyrir andlegu áfalli v/ð missi manns sins
O JOSEF Allilujev, sonur Svet-
lönu Allelujevu Stalinu, sagði
nýlega í viðtali við Moskvu-
fréttaritara UPI Henry Shapiro,
að hann væri síður en svo sam-
þykkur þeirri ráðstöfun móður
sinnar að flýja land sitt — þvert
á móti fordæmdi hann hana harð
lega og sagði flótta hennar sið-
lausan. Líklegasta skýringin var
að hans áliti, að hún hefði tap-
að andlegu jafnvægi eftir að hún
missti mann sinn, Indverjann
Brijes Singh.
Shapiro talaði við Jósef í íbúð
inni, sem Svetlana hafði í
Mostovu. Þar býr Jójef nú ásaimit
systur sinni Ekaterinu, 17 ára,
og konu sinni Lenu, sem nemiur
bókmenntir við háskólann í
Mostovu. Sjálfur nem.ur hann
læfcnisfræði og er 22 ára að
aldri.
Hann sagði, að bæði hann og
Ekaterina hefðu skrifað móður
sinni s.l. vor og fordæmt ákvörð
un hennar. Að undanteknu einu
símtali við hana, er hún var í
Sviss, hefðu þau ektoi haft sam-
band við hana.
Svetlana hafði skrifað í grein,
er birtist í tímaritinu „Atlantic
Monthly", að hún væri sann-
færð um, að hvað, sem börn
hennar segðu opinberlega, væru
þau í hjarta sínu sammála henni
og mundu stoiilja hana. Jósef var
hinn reiðasti yfir þessari grein,
sem hann hafði lesið í rússnestori
þýðingu og heyrt sagt frá í er-
lenduim útrvarpsstöðvum. „Við
erum síður en svo sammála. Ég
sé alls enga ástæðu fyrir hana
að yfirgefa ototouT og ég skil
ekki hverisvegna hún gerði það“:
Hann sagði, að systir hams sakn
aði móður sinnar að sjálfsögðu
mikið og —“ ég reyni að forðast
að tala við hana um þetta ó-
þægilega mál“.
Jósef lét í ljós þá sfcoðun sína,
að mióðir hans væri ef til vill
ekki ennþá búin að ná sér eftir
það átfall, sem hún hefði orðið
fyrir við llát Brijesh Singihs. —
„Það er ekki gott að segja um
þetta svona í fjarlægð — en
hugsanilegt að fráfall Sighis, sem
var geysilegt áfall, hatfi komið
henni til að yfirgefa ökkur. Það
er ómögulegt að segja um það
sivona langt frá henni, hvort
hún hefur orðið fýrir sálrænu
áfalli. Við urðum á hinn bóginn
mjög vör við það etftir fráfall
Singtos, að hún varð mjög ósam-
kvæm sjálfri sér og virtist sveifl-
ast öfganna á milli."
Blaðamaðurinn drap á það,
sem Svetlana hafði storifað um
Andrei Sinyavski og Daniel —
en hún segir í endurminningum
sínum, að Sinyavski hafi verið
góður vinur sinn: Jósetf sagði
það orðuim autoið „þau voru
kunningjar, en engir vinir og
þegar réttarhöldin stóðu ytfir í
febrúar 1966 ræddum við ma/mma
um þetta og hún fordæmdi SLnya
vSki harðlega fyrir þann tví-
skinnuTig, er hann hefði sýnt
með því að skrifa eitt fyrir
Sovétríkin og annað fyrir út-
lönd. Hún sagði þá, að hann
hefði fengið það, sem hann átti
skilið“.
Jósef er sonur Svetílönu frá
fyrsta hjónabandi, Ekaterína
dóttir hennar frá öðru hjóna-
bandi. Þegar Slhapiro ræddi við
Josef var systir hans í orlotfi í
Kákasuisfjöllum hjá föður sínum,
Yuri Zhadnov, forseta háskólans
í Rostov.
í New Yorto hefur það síðast
heyrzt frá Svetlönu, að hún hef-
ur neitað því harðlega, sem fram
kom fyrir nolklkru í bandaríisika
tímaritinu Mc Calls, að Kosygin,
forsætisráðherra Sovétríkj anna,
hefði látið hana bíða í tvo mán-
uði eftir að fá vegatorétfsáritun
svo að hún gæti farði með östou
manns síns til Indlands. Þetta
segir Svetlana alls ósatt, — þegar
Sin.gto hafi verið látinn hatfi so-
vézkum yfirvöldum ekki þótt
neitt attougavert við að hún færi,
enda leyfið verið veitt mjög
ffljótlega.