Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1967 7 Dillonshús í Árbæ. Árbæjorsnln í dag er sól og snmar, og sunnanvindur hlýr mig dregur upp að Árhæ, þar opnast heimur nýr. í grænu, g'irtu túni rís gamall sveitabær, og klukknahlið og kirkja í kyrþey huga nær. I gömlum, grónum húsnm er geymt hið bezta safn, margs íslendings, er á sér nú ekkert skrásett nafn. Á margri rúnum ristri og rósum prýddri fjöl má lesa liðsins sögu sem ljós og nákvæm skjöl. Og áhöld sýna iðju og einhug konu og manns. Það geymast gerðir smiðsins þótt gleymt sé nafnið hans. í Dillonshúsi dansinn, hann dundi áður fyr, Nú ganga ótal aðrir þar enn um sömu dyr. Á grunni gengis tíma hið gróna þjóðlíf býr, og gott er þá að geyma sín gömlu æfintýr. 1 Árbæ íslenzk saga í ótal munum býr. Það gleymir enginn Árbæ, sem aftur þaðan snýr. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka. 14. júní síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband af séra Garð- ari Svavarssyni ungfrú Guðrún Ragnarsdóttir og Árni Jónsson. Heimili þeirra er að Kirkjuteig 27. Ljósmyndastofa ASÍS. Gefin voru saman í Garðs- kirkju í Kelduhverfi í Þingeyjar- sýslu sunnudaginn 18. júní af séra Sigurvin Elíassyni ungfrú Kristbjörg Ágústa Magnúsdóttir, verzlunarmær, Raufarhöfn og Ólafur Brynjar Sigurðsson, iðn- nemi, Garði, Kelduhverfi. Heim- ili er Ásabyggð 17, Akureyri. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Valgerður Krist- insdóttir, Miðengi, Grímsnesi og Gústav Adolf Guðnason, Háaleit- isbraut 111. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Sigríður Thorla- cius, Nýlendugötu 20 og Ragnar Sigurjónsson, skrifstofumaður, Sigtúni 23. Nýl-ega hafa opinberað trúlof- un sína Helga Sveinsdóttir, Hvassaleiti 29 og Valdimar Guðnason endurskoðandi. Spakmœli dagsins Beztu ávextir trúarlegrar reynslu, eru það bezta, sem sag an hefur nokkru sinni leitt í Ijós. — W. James. VÍSUKORIM Að launa gott með illu. Mannsíns barn í heimi hér háð er margri villu, en ljótast er að leyfa sér að launa gott með illu! Grétar Fells. só NÆST bezti Anna litla og Ólöf litla leika sér, og þykjast þær vera giftar konur. Anna litla: Eigið þér nokkur börn? Ólöf litla: Jú, ég eignaðist fimim fyrsta árið. . . . Eigið þér sjálfar börn? Anna litla: Já, ég á þrjú. Ólöf litla: Hafið þér þau á brjósti? Anna litla: Maðurinn minn heldur, að það sé óholltt, svo að hann lætur mig bara hafa eitt á brjósti, og hefur sjálfur hin tvö. Willy’s ’55 mjög ódýr til sýnis og sölu á Háaleitisrbaut 43 í kvöld milli kl. 6—9 (sími 38769). Til leigu er ný 3ja herb. íbúð í Ár- bæjarhverfi. Tilboð óskast sent Mbl. fyrir föstudags- kvöld merkt: „6552“. Frúarbuxur Allar stærðir fást í Hrann- arbúðunum. Volkswagen, árg. 1955 til sölu og sýnis á Álfhóls- vegi 95,, Kópavogi, eftir kl. 6 á kvöldin, sími 40286. Akurnesingar Unga konu vantar einhvers konar atvinnu. — Tilboð merkt: „Fljótt“ sendist. afgr. Mbl. á Akranesi, Hestur Tapazt hefur rauðskjóttur hetur með múl og sár á baki, frá Dallandi, Mos- fellssveit. Finnandi vinsam lega láti vita í síma 41-4710. Til leigu tvö herbergi og eldhús. — Laust strax. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánaðarmót, merkt: „200—809“. Tapazt hefur vönduð reykjarpípa (Dunhill) sennilega í Vatnagörðum um 15/7. — Skilvis finnandi er beðinn að hringja í síma 36496. Fundarlaunum heitið. Saínarar mynt $ 10 hver Churchill Crowns. — Takmarkaður fjöldi fáanlegur. Útgefið af Englandsbanka, myntslátt- an L. Arnold, 15st. Johns Court, Finchley Rd. Lond- on, N.W. 3. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Ungur maður með gagnfræða- og iðnskólamenntun, meistara- bréf og Iöggildingu í iðngrein, óskar eftir föstu vellaunuðu starfi. Margt kemur til greina. Til- boð merkt: „Fast starf — 806“, sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld. TILBOÐ Tilboð óskast í CITROEN-AMI-6, BREAK STATION árg. 1966. Bifreiðin er til sýnis á Bif- reiðaverkstæði Garðars og Kristleifs, Ásgarði, Garðahreppi, sunnan Vífilstaðarvegar. Tilboð óskast send skrifstofu vorri, Skipholti 37, fyrir kl. 17 n.k. föstudag. VERZLANATRYGGINGAR H.F., Skipholti 37. Hafnarfjörður Ákveðið hefur verið að orlof hafnfirzkra hús- mæðra verði dagana 8.—18. ágúst n æstkomandi, í Húsmæðraskólanum að Laugarvatni. Umsókn- um veitt móttaka í kvöld, miðvikudag 26. júlí og fimmtudag 27., frá kl. 8—10 í Alþýðuhúsinu. ORLOFSNEFNDIN. Hornbjarg úr hafi rís Yzt á Homströndum heitir Hornbjarg og Kópatjörn. Þeir vita það fyrir vestan, þar verpir hvítur öra“. Jónas Hallgrímsson. HÉR verður brugðið upp mynd af Hornbjargi, sem er stærsta fuglabjarg landsins, svo sem kunnugt er. Efsti tind ur á Hornbjargi á Ströndum heitir Kálfatindur, og er nafn ið svo til komið, að frændur tveir bjuggu á Horni, næsta bæ við Hornbjarg. Var annar páfatrúarmaður, en hinn hafði tekið Lútherstrú, og þrættust mjög um það, hvor væri betri; því hvor hélf með sinni trú. Kom þeim svo að lokum ásamt um, að þeir skyldu reyna kraft trúar sinnar. Þeir frænd ur áttu báðir alikálfa, og með þá fóru þeir upp á efstu gnípu bjargsins, og beiddust þar fyrir. Sá sem hafði Lút- erstrú, beiddi guð þríeinan að bjarga kálfi sínum, og hinn bað Maríu mey og alla helga menn að varðveita kálfinn sinn. Var svo kálfunuan báð- um hrundið ofan fyrir bjarg- ið. En þegar að var komið, var kálfur þess, sem Lúthers- trú hafði, lifandi og var að leika sér í fjörunni, en hinn var horfinn, svo ekki sást eft- ir af honurn nema blóðslettur einar. Játaði þá páfatrúar- maðurinn, að Lúterstrú væri betri, og snerist til hennar. Síðan heitir þar Káifatindur, sem kálfunum var hrundið fram af. Þjóðsaga þessi gefur til kynna, hvernig örnefnið hefur orðið til á efstu gnípu Hornbjargs. I. G. Karlmeim Haldið hárinu sem lengst. WELEDA-hárvatnið fyrirbyggir hárlos og skaUa. MÆÐRABÚÐIN, Domus Medica, sími 12505. j Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað (26.07.1967)
https://timarit.is/issue/113547

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað (26.07.1967)

Aðgerðir: