Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 24
IHJARTABORGARINNAR
ALMENNAR TRYGGINGAR V
3Wt»x*oitin'C»Tn'ö ií>
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1967
Samið um sölu á
322 t)ús. tn. síldar
Nýsamið um 60 þús. tn. sölu til Rússa
ÞANN 20. þm. voru undirritaðir
í Moskvu samningar milli Síldar
útvegsnefndar og V/O Prodin-
torg um fyrirframsölu á samtals
60.000 tunnum af venjulegri salt-
síld, sykursíld og kryddsíld.
30..000 tunnur eiga að afgreiðast
tfyrir 10. des;. n.,k. og 30.000
tunnur á tímabilinu des. 1967
marz 1968. Samningurinn um
siðari 30.000 tunnurnar tekur
ekki gildi fyrr en staðfesting
hefir borizt frá kaupendum. Sam
komuiag tókst um hækkun á
söluverði frá þvi sem það var á
s.l. ári.
Áður var búið að semja um
fyrirframsölu á samtals 262.000
tun.uum til Svíþjóðar, Finnlands,
Bandaríkjanna, Danmerkur, Nor-
egs og ísrael. Kaupendur í filest-
uim þeseara landa hafa sam-
kvæmt samningunum rétt til að
aulka kaup sín, en þurfa að taka
ákvörðun þar að lútandi á næst-
unni.
Svo sem kunnugt er, hefir
Verðlagsráð Sjávarútvegsins
þegar ákveðið iágmarksverð á
fersksíld til söHunar og er verð-
ið nú kr. 12,00 hærra fyrir hiverja
upi>saltaða tunnu og kr. 9,00 fyrir
hverja uppmælda tunnu en á sl.
ári. Verð á uppsaltaðri tunnu er
nú kr. 390,00 og á uppmældri
tunnu kr. 287,00.
Sökum þess hve síldin hefir
til þessa haldið sig fjarri land-
inu, hefir ennþá ekki verið mögu
legt að hefja söltun, en á sama
tíma s.l. ár nam heildarsöltunin
12.200 tunnum.
(Frá Síldarútvegsnefnd).
Þrír piltar játa
á sig 11 irmbrot
LÖRREGLAN hefur handtekið
þrjá unga menn fyrir að hafa
brotizt inn á 11 stöðum í bæn-
um, og valdið talsverðu tjóni.
Hafa þeir viðurkennt afbrot
sín við yfirheyrslur.
Innbrot þessi upplýstust með
þeim hætti, að tveir lögreglu-
þjónar, sem voru á eftirlits-
ferð í Þverholti aðfararnótt
12 júlí urðu varir við tvo pilta
og þótti atferli þeirra grunsam-
legt. Voru þeir færðir á lög-
reglustöðina og við leit fannst
mikið af innbrotsverkfærum á
öðrum þeirra. Voru piltarnir
settir í geymslu yfir nóttina, en
síðan tók rannsóknarlögreglan
þá til yfirheyrslu.
Piltarnir játuðu um síðir á
sig innbrot á nokkrum stöðum
í borginni og höfðu þeir stolið
talsverðum verðmætum í nokk
ur skipti. Grunur féll á þriðja
piltinn og játaði hann við yfir-
heyrslur, að hafa átit hlutdeild
í fjórum innbrotum. Játuðu
piltarnir þrír á sig 11 innbrot,
og mest höfðu þeir haft með
sér rúmlega 14.500 krónur af
einum stað.
Miklar skemmdir urðu af
völdum piltanna á stöðum þar
sem þeir brutust inn, og stærsta
bótakrafan sem gerð var á hend
ur þeirn, eftir að innbrotið upp
lýstist,' var 40 þús. kr. Piltarnir
hafa allir komið við sögu hjá
lögreglunni áður.
Styggur.
„Horfið bara á Stygg
þar sjáið þið kynið"
HANN frísaði hart og krafs-
aði ákaft í hafnarbakkann
ungi stóðhesturinn, sem í
gær sigldi áleiðis til Dan-
merkur til fundar við hryssur
af íslenzku kyni. Augun voru
snör og hreyfingar allar þrótt
miklar og glæstar. Allt yfir-
bragðs folans bar vitni þeim
krafti og þeirri fegurð, sem
íslenzki hesturinn á hvað
bezta.
— Þetta er falliegur stóð-
hestur, varð okkur að arði.
— Engin furða, vinir mín-
ir, svaraði Gunnar Bjarna-
són, hrossaræktarráðunautur.
Framhald á bls. 5
Greinargeri um heildarskipulag
heilbrigiismála í landinu
lögð fram á aðalfundi Lœknafélags
íslands. Skjaldkirtilssjúkdómur til
umrœðu á lœknaþingi
Á AÐALFUNDI Læknafélags
íslands, sem haldinn verður í
Domus Medica dagana 27. og 28.
þessa mánaðar verður meðal
annars lögð fram ályktunartil-
laga ásamt greinargerð, um
Heildarsíldaraflinn nær
helmlngi minni en í fyrra
— Jón Kjartansson aflahæstur
í VIKUYFIRLITI um síld-
veiðarnar, sem blaðinu barst
í gær frá Fiskifélagi íslands,
segir, að aflabrögð hafi verið
rýr í vikunni á miðunum
norðaustur af Jan Mayen, eða
suðvestur af Bjamarey, eins
og það er orðað í skýrslunni.
Skipin hafa haldið sig á 72°
og 73° n.br. Nokkur skip
fengu afla í Norðursjó. Þrjú
aflahæstu skipin eru: Jón
Kjartansson, Eskifrði, með
2134 lestir, Harpa, Reykjavík,
með 2131 lest og Héðinn,
Húsavík, með 2130 lestir. —
Heildaraflinn er nú 91.719
lestir, en var 170.588 lestir á
sama tíma í fyrra.
Skýrsla Fis-kifélagsins fer hér
á eftir:
Veður var gott á síMarmiðun-
um suðvestur af Bjarnarey síð-
astliðna vilfcu. Skipin voru aðal-
lega á svæðiniu frá 72* að 73*
n.br. og 2° til 12*a.l. Erfitt var
að ná til síldarinnar og afla-
brögð því rýr.
Nokkur skip fengu afla í Norð-
ursjó og lönduðu þau yfírleitt í
Færeyjum. Heyrzt hefur, að eitt
skip hafi landað afla sínum í
Lerwick á Hjaltl'andseyjium. 1 vik
unni báruist á land 11.180 lestir,
þar af var 1.683 lestum landað
eriendis. Sumaraflinn nemiur nú
91.719 lestuffn og hefuir hann all-
ur farið til bræðsllu. Á sama
tíma í fyrra var heildaraflinn
þessi:
Framhald á bls. 11
heildarskipulag heilbrigðismála
í landinu. Þessi skipulagsáætlun
mun m.a. taka til yfirstjómar
heilbrigðismálanna, heilsugæzlu,
heilbrigðiseftirlits, staðsetningar,
byggingar og reksturs sjúkra-
húsa, grundvallar fyrir stofnun
og rekstri læknamiðstöðva,
menntun læknaefna, og ýmiskon
ar sérlærðs aðstoðarfólks í öll-
um þáttum heilbrigðisþjónust-
unnar.
Á fundi með fréttamönnum í
gær skýrði stjórn Læknafélags
íslands frá því að jaínframt aðal
fundinum yrði haldið lækna-
þing og yrði boðið þangað öll-
um læknum landsins. Prófessor
Ólafur Bjarnason, formaður L.f.
sagði, að einnig yrði fjallað um
undirbúning að stofnun og starf-
rækslu læknisfræðibókasafns,
sem L. f. stendur að ásamrt mörg-
um öðrum aðilum, m.a. Háskóla
fslands, Háskólabókasafninu o.fl.
Hann sagði að skipulag, skrán-
ing og söfnun bóka og tímarita
um læknisfræðileg efni og heil-
brigðismál sé nauðsynleg undir-
staða undir menntun lækna-
efna og aðstoðarfólks heilbrigðis
þjónustunnar. Slíkt bókasafn
væri skilyrði þess að læknar
gætu viðhaldið menntun sinni
sem skyldi og sinnt vísindastörf-
um.
Læknaþing.
Á læknaþinginu verður eink-
Framhald á bls. 23
Mnðnr drakkn-
or ó Holsósi
SL. laugardagskvöld farmst við
bryggjuna á Hofsósi lík HaU-
dórs Jóhannessonar, skipverja á
mb. Haraldi Ólafssyni
HaUdóns hafði verið saknað á
laugardag, og hans leitað síðari
hluta dags.
Síðast var vitað um Halldór
um borð í bátnum eiftir mið-
nætti aðfararnótt laugardags.
Talið er að hann hiafi fallið
milli skips og bryggju og
drukknað.
Bræðslusíldnr-
verð óbreytt
kr. 1,21 kg.
f GÆRKVÖLDI náSist sam-
komulag í Verðlagsráði sjá-
varútvegsins um óbreytt
bræðslusíldarverð frá því,
sem ákveðið var í úrskurði
yfirnefndar frá 31. mai s.l.
Samkvæmt þessu verður
bræðslusíldarverðið í ágúst
og september áfram kr. 1.21
kg. og kr. 0.99 kg. ef síldinni
er landað í flutningaskip á
miðum úti.