Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1967
13
KÍNVERJAR OG KJARN-
ORKUSPRENGJUR
• Framfarir Kínverja á
sviði kjarnorkunnar hafa,
að margra áliti, verið ótrú-
lega örar — og síðasta til-
raun þeirra, í júní sl., er
þeir sprengdu vetnis-
sprengju, hefur valdið
áhyggjum víða um heim.
• Kínverskur sérfræðing-
ur, dr. Chu-Yuan Cheng,
sem nú starfar við háskól-
ann í Michigan, telur, að
10% af vísinda- og tækni-
menntuðum mönnum Kín-
verja hafi tekið þátt í kjarn-
orkurannsóknunum og ekk-
ert hafi verið til sparað, að
þessi árangur næðist. Sé
þar að leita skýringar á
þessari öru þróun. Þá hefur
og komið í ljós, að Kínverj-
ar eiga mikið magn af uran-
ium, aðallega í Sinkiang.
• Þjóðurn heims stendur
eðlilega mikill stuggur af
þessari þróun, einkum
næstu stórþjóðum, svo sem
Indlandi og Japan. Menn
velta því nú fyrir sér, hver
áhrif þetta muni hafa fyrir
heiminn, m. a. meðal van-
þróaðra ríkja í Afríku og
Suður-Ameríku.
Greinin, sem hér fer á
eftir er þýdd — og örlítið
stytt — úr bandaríska viku-
ritinu U.S. News & World
Report.
Sú staðreynd, að Kínverjar
skuli nú þegar eiga sér vetnis-
sprengju hefur vakið óhug
manna viða um heiminn og
neytt kjarnorkuveldin til þess
að endurskoða afstöðu sína til
framfara á þessu sviði. Það er
nú lýðum ljóst, að aðeins skipt-
ir nokkru mánuðum, að Kín-
verskar eldflaugar með kjarn-
orkuvopnum geti hæft stöðvar
í Suð-Austur-Asíu, stóra hluta
af Sovétríkjunum og víðar.
Senn liður einnig að því, að
staðir í öðrum hlutum heims-
ins verði í hættu og nú gizka
sérfræðingar á, að um 1972
muni eldflaugar Kínverja geta
náð allt til Bandaríkjanna.
Heimurinn verður nú að
horfast í augu við eftirfarandi
staðreyndir:
• 17. júní sl. sprengdu kín-
verksir vísindamenn vetnis-
sprengju, sem að afli vajr sam-
'bærileg við þrjár milljónir
lesta af TNT-sprengiefni — 3
megatonn — og meira en tvisv-
ar sinum aflmeiri en sprengi-
hleðsla Minuteman-flugskeyt-
anna, helztu langdrægu flug-
skeyta Bandaríkjamanna.
• Kínverjum er nú opin leið
að framleiða verulegt magn
þessara sprengja, úr því þeir
hafa fundið hvernig á að búa
þær til og gert tilraun með
þær. Vetnissprengjur eru til-
tölulega ódýrax í framleiðslu
en hafa gífurlegan eyðilegging
armátt.
• Eftir tíu ára tilraunir hef-
ur Frökkum ekki tekizt að
framleiða vetnissprengjuna.
í>að liðu átta ár milli þess, að
Bandaríkjamenn sprengdu
kjarnorkusprengju og að þeim
tókst að sprengja vetnis-
sprengju. Bilið hjá Bretum var
fimm ár og Rússum fjögur. Kín
verjar hafa gert þetta á tveim-
ur árum og átta mánuðum.
• Ljóst er, að Kínverjar
leggja geysilega áherzlu á
framlelðslu eldflauga jafnframt
framleiðsu vetnissprengja og
er talið, að þeir ætli á þessu
ári að gera tilraun með að
senda eldflaug yfir Indland til
staðar á Indlandshafi, nærri
Madagascar.
# Kínverjar ráða þegar yfir
skammdrægum flugskeytum.
Þeir hafa gert ítarlegar tilraun
ir með þau og hafið framleiðslu
þeirra. Ennfremur leggja þeir
áherzlu á framleiðslu nýtízku-
legra sprengjuþota og kafbáta,
sem borið geta eldflaugar.
aðarskotmörk í Sovétríkjunum.
Ennfremur hinar miklu flug-
og kafbáta stöðvar Bandaríkj-
anna á Guam, herstöðvarnar á
Formósu, herstöðvar Banda-
ríkjamanna á Filippseyjum og
víðar í Austurlöndum fjær.
# 1970 verða Kínverjar ef til
vill búnir að framleiða hundr-
að vetnissprengjur, komnir
fram úr Bretum og Frökkum,
en þó ennþá langt að baki
Bandaríkjamönnum og Rúss-
um. Til verða orðnar eldflaug-
orkuvisinda valdið þar nokkru
um. En slík upplausn er ekki
líkleg.
Þessar 'framfarir Kínverja
ættu, að áliti sérfræðinga, að
víkja burt öllum efasemdum
Bandaríkjamanna um þróun
gagnflaugakerfa í Bandaríkjun
um. Ráðagerðir um slík varnar
kerfi voru lagðar til hliðar að
skipan Roberts McNamara,
landvarnaráðherra, sem álykt-
aði, að nægur tími væri til að
mæta hættunni frá Kínverjum.
Sérfræðingar eru nú á einu
máli um, að frekari dráttur á
framkvæmdum í þessum efn-
um bjóði heim mikilli hættu.
Richard B. Russel, formaður
hermálanefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings, hefur látið
svo um mælt, að til þess sé
hörmulegt að vita, að vilji eins
manns hafi komið í veg fyrir,
að landið kæmi sér upp eld-
flaugavörnum. L. Mendei
Rivers, formaður hermálanefnd
ar fulltrúadeildarinnar, er
sömu skoðunar og hefur sagt.:
„Við getum ekki lengur beð-
Nú spyrja sérfræðingar:
Hvað geta Kínverjar gert með
vetnissprengju sinni?
# Sem stendur eru áhrifin
fyrst og fremst stjórnmálaleg.
En það mun skammur tími líða
uhz þau geta orðið önnur og
meiri, — og nú geta sérfræð-
ingar sér þess til, að atburða-
rásin verði í stórum dráttum
sem hér segir:
# í árslok 1967 hafa Kinverj-
ar sennilega framleitt 50 kjarn-
orkuhleðslur frá því þeir gerðu
fyrstu tilraun sína í október
1964 og búast má við, að þeim
fjölgi um 20 á ári eftir það.
Flýtt verður framleiðslu vetnis
sprengja. Enn er sennilega lít-
ið til að tækjum til þess að
flytja þessar sprengjur, mest
gamlar sprengjuflugvélar, sem
ekki geta flogið langar vega-
lengdir og skammdræg flug-
skeyti jafnvel af skornum
skammti. Með þeim búnaði,
sem Kínverjar eiga nú, gætu
þeir þó sennilega hæft nokkur
óvarin svæði í Suð-Austur-
Asíu, Indlandi og Sovét-Síbe
ríu. En smávægilegustu loft-
varnir gætu staðizt árásir
þeirra.
# 1968 má búazt við, að fram
leiðsla vetnissprengja verði
komin nokkuð áleiðis og senni
legt, að snemma ársins verði
'búið að koma upp fjórum til
átta stöðvum þaðan sem hægt
er að skjóta eldflaugum, er far
ið geta um 1200 kílómetra
vegalengd. Þá má búazt við, að
í ljós komi ný gerð kafbáta,
sem flutt geta atómvopn.
Um árslok 1968 ættu eld-
flaugar Kínverja að geta náð
til Suður-Vietnam, Thailands,
Burma, hluta Indlands, Laos,
Formósu, Suður-Kóreu, Suður-
Japan og iðnaðarhéraða Síbe-
ríu.
# 1969: Birgðir af vetnis-
sprengjum vaxa. Áfram verður
haldið tilraunum með lang-
drægar eldflaugar og senni-
lega verða hinar fyrstu þeirra
framleiddar. Framleiddar
verða nýtízkulegar sprengju-
þotur, sem farið geta 3.500 til
allt að 5000 kílómetra vega-
lengd.
Um árslok geta Kínverjar
senilega h*ft meiriháttar hern
ar, sem geta farið um allt að
2.500 kílómetra vegalengd og
hugsanlega búið að koma upp
80—100 eldflauga skotpöllum.
Nú verður svo komið, að kín-
verskar eldflaugar geta náð til
eftirtalinna svæða, m.a. Asíu-
hluta Sovétríkjanna, Pakistans
og Indlands, allrar Suð-Aust-
ur-Asíu, Filippseyja, allra
Japanseyja, Norður- og Suður-
Kóreu.
# Á árunum 1972—75 ná Kín
ið ákvarðana þeirra manna,
sem leika á fiðlu meðan Banda
ríkin geta brunnið.
McNamara hefur skýrt þing-
inu svo frá, að það, sem hann
kallar „þung“ eða „þykk“ eid-
flaugavarnarkerfi, sem duga
mundu gegn langdrægu n eld-
flaugum Rússa, mndu kosta allt
að fjörtíu milljarða dollara og
taka tíu ár að komast upp. En
„þunn“ eða „létt kerfi, sem
dugað gætu gegn eldflaugum
og Japan virðast vera að verða
æ fúsari til þess að láta Banda-
ríkin um að halda Kínverjum
í skefjum.
Bandaríkjamenn hafa þegar
staðsett Polaris- kjarnorkukaf-
báta og B-52 sprengjuflugvélar
í As.íu, að nokkru leyti til þess
að styðja herinn í Vietnam en
jafnframt til þess að sýna
ókommúnískum ríkjum, hver
það er, sem hefur raunveru-
legan kjarnorkumátt í Asíu,
eins og nú er háttað málum.
En sérfræðingar bandarískir
ræða einig þann möguleika að
leggja niður fastar herstöðvar
á stöðum eins og Japan, Okin- -
awa, Formósu og Filippseyj-
um, sem eru allar nærri megin
landi Asíu og leggja þess í stað
meiri áherzlu á stöðvar á sjó,
bæði fyrir skip og flugvélar.
Kínverjar hafs alls ekki þann
iðnaðargrundvöll, sem þörf er
á, tiil þess að geta keppt við
vopnabúr Bandaríkjamanna
eða Sovétmanna. Það, sem þeir
þegar hafa afrekað, hefur kom
ið mjög þunglega niður á efna-
hag landsins. En nú — með til-
komu vetnissprengjunnar —
hafa þeir fundið „hinn ódýra
dauða“, sem sumir kalla og er
þar miklum áfanga náð.
Fyrsta kjarnorkusprenging
Kínverja var óhemju dýr, eins
og fyrstu kjarnorkusprengjur
Bandaríkjamanna. Orka þeirra
er leyst úr læðingi með því að
kljúfa frumeindir þungra frum
efna, svo sem úraníum 235.
Orkumagn kjarnorkusprengj-
unnar er miðað við þúsundir
lesta af TNT en vetnissprengj-
unnar við milljónir lesta.
Hin mikla orka vetnissprengj
unar kemur af samruna léttra
frumefna svo sem litríums og
deuteriums. Hinn létti málmur
Lithium er algengur og ódýrt
að framleiða vetnið, sem notað
er.
Sérfræðingur nokkur hefur
reiknað út, að Kínverjar geti
framleitt Lithium Deuteride
fyrir 25 dollara á pundið,
’Hvert pund er nóg til þess að
koma af stað sprengingu sem
svarar til 25.000 lesta af TNT.
Fyrir Kínverja er þetta lítið
verð að gjalda fyrir slíkan eyði
leggingarmátt.
Þegar þetta er haft í huga
dugir ei lengur að tala um, að
Kínverjar hafi barið á dyr
kjarnorkunnar — þeir hafa
verjar því sennilega að verða
fyrsta flokks kjarnorkuveldi,
ræður yfir miklu magni vetnis
sprengja og annarra kjarnorku
vopna. Þegar verður búið að
framleiða 75 langdrægar eld-
flaugar, sem komast allt að tíu
þúsund kílómetra vegalengd.
Þá munu Kínverjar sennilega
geta hæft hvaða stað, sem er í
Vestur-Evrópu, Rússlandi,
Kanada, Ástralíu og Vestur-
og Norðhluta Bandaríkjanna.
Þá munu borgirnar Los Ange-
les, San Fránsisco, Seattle,
Chicago, Denver, Detroit,
Cleveland og fLerri vera í
hættu.
Að sjálfsögðu er hér aðeins
um getgátur að ræða — en
miklar líkur eru til þess, að
þær eigi við gild rök að styðj-
ast.
Að vísu gæti ýmislegt valdið
róttækum breytingum, m.a.
gæti upplausn í stjórnmálum
Kína — ef hún næði tH kjarn-
Kínverja mætti setja upp fyrir
árið 1975 og mundu kosta um
3.5 milljarða dollara. Hug-
myndin er á þá leið að koma
upp „þunnri hlíf“ yfir Banda-
ríkjunum sem byggðist á þús-
und Spartan-eldflaugum NIKE
-X kerfisins. Þær ættu að geta
eyðilagt sprengjur í 650 km.
fjarlægð frá jörðu. Skamm-
drægari eldflaugar kallaðar
Sprint-flaugar mundu verða
notaðar til þess að verja rat-
sjárkerfi gagnflaugakerfisins.
Ef þingmenn fá sitt fram verð-
ur framkvæmdum þessum hrað
að eftir mætti og að því maðað
að kerfin verði komin upp
ekki síðar en 1972.
Áhyggjurnar af framgangi
Kínverja á sviði kjarnorku-
mála er mestar meðal nábúa
þeirra í Asíu, — sem stendur.
lEkkert annað land í Asíu getur
keppt við vaxandi mátt Kín-
verja í þessum efnum. Þessi
lönd — og þar á meðal Indland
þegar náð takmarki sínu.
Þungur róður-
inn hjú Ingu
INGI R. Jóhannsson tapaði fyrir
Ungverjanum Flesch í áttundu
umferð skákmótsins í Salgotarj-
an.
Honum vegnaði vel í byrjun
mótsins — hlauit 2V2 vinning í
fyr9tu 5 skákunum — en hefur
tapað þremur hinum síðustu,
enda er við ramman reip að
draga. Andstæðingar hans eru
átta stórmeistarar og fimm al-
þjóðlegir meistarar og ekki auð-
sóttir vinningar í greipar slík-
um mönnum.
í fréttaskeyti frá Associated
Press segir, að sérfræðingar telji
Inga flækja varnartafl sitt um
of og slikt sé honum ekki væn-
legt undiír árásum svo sterkra
skákmanna.