Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1967
3
FUGLALÍFI íslands hefur
hin síðustu ár bætzt nýr
landnemi, þar sem starrinn
er. Við hringdum í Áma
Waag, sem er maður fróður
um fugla, og báðum hann að
segja okkur frá landnámi
starrans á íslandi.
— Starrans hefur orðið
vart hér á íslandi frá því
fyrir 1940, sagði Árni, en
fyrst aðeins sem vetrargests.
Um og upp úr 1940 tók hann
sér bólfestu sem- árviss varp
fugl í Höfn í Hornafirði, en
fjölgaði lítið fyrstu árin.
Skömmu síðar hóf hann varp
í Fagurhólsmýri í Öræfum
og við Eyjafjörð, en hvarf
aftur frá síðarnefnda staðn-
um. Árið 1958 er starrinn orð
inn tíður vetrargestur í
Reykjavík og nágrenni og
byrjaði að verpa á því svæði
skömmu síðar. Fyrir tveim
eða þrem árum varð hann
fyrir þungu áfalli í Horna-
firði, er hann komst í rottu-
eitur, en starrinn er alæta og
Starri.
Starrinn - nýr landnemi á Islandi
frekur til fæðunnar. Er fugl-
inn nú tiltölulega sjaldgæfur
á þessum fyrstu varpslóðum
sínum hérlendis. í Reykjavik
og nágrenni hefur honum aft
ur á móti fjölgað hin síðustu
ár og er talið, að í sumar
hafi um 30 pör orpið á þess-
um slóðum. Ekki veit ég um
fleiri staði með vissu, þar
sem fuglinn hefur orpið, en
sumarið ’64 sá ég ófleyga
unga í Borgarnesi, hvað sem
síðar hefur orðið.
Þetta er landnámssaga
starrans í fáum orðum.
— Hver eru aðalheimkynni
starrans?
— Náttúruheimkynni starr
ans er öll Evrópa, að Spáni
og Portúgal undanskildum,
og langt austur í Asíu. Um
aldamótin voru nokkrir starr
ar fluttir inn til N-Ameríku
og hafa þeir aukið svo mjög
kyn sitt þar, að fuglinn er
orðinn plága vegna fjöldans.
Sést vel á þessu, hve hættu-
legt er að raska jafnvægi nátt
úrunnar.
— Ef þú vildir lýsa fuglinu
um nokkuð?
— Starrinn er lítill fugl,
svartleitur og slær á hann
blárri og grænni slikju. Nef-
ið er í meðallagi langt, væng
irnir fremur stuttir en odd-
hvassir, stélið stutt. Ungarn-
ir erú súkkulaðibrúnir á lit
og aðeins ljósari á kverk.
Nefið er oddhvasst og dökk-
leitt á vetrum en sítrónugult
að sumrinu. Eini fuglinn, sem
hætta væri á að rugla sam-
an við starra hér á landi, er
svartþrösturinn, sem er hér
reglulegur vetrargestur. Þó
er svartþrösturinn lengri og
rennilegri fugl og karlfugl-
inn alsvartur að l'it. Þegar
þessar tvsér tegundir leita
ætis á jörðu niðri, þá hopp-
ar svartþrösturinn, sem aðr-
ir þrestir, en starrinn geng-
ur. Fluglag starrans er líka
gott einkenni. Hann flýgur
beint og hratt, reglulega svip
að og vaðfuglarnir, en slíkt
fluglag er sjaldgæft meðal
spörfugla.
— í hvernig umhverfi verp
ir starrinn?
Veröur salt unnið á íslandi?
Framtíðarrannsóknir á vinnslu sjávar-
efna undirbúnar
í GÆR boðaði Steingrímur Her-
mannsson, framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs ríkisins, frétta-
menn á sinn fund. Erindið var
að skýra frá því, að hér á landi
væri staddur á vegum Samein-
uðu þjóðanna B. Thiagarajan
efnaverkfræðingur.
Hingað er hann kominn til að
leggja drög að framtíðaráætlun
um rannsóknir á vinnslu efna úr
sjó.
Aðdragandi málsins er sá, að
í allmörig ár hafa fairið hér fram
rannsóiknir á vinnslu sjávarefna,
einkum með tillilti til saltvinnslu.
Beindust þær í upphafi einkum
a® framleiðlslu sailtsinis (Naitrium
Olorid) beint úr sjó. Niðunstaða
rannsókna þesisaíra mun hafa
verið sú að alveg væri á mönk-
unum hvont Slík fram'leiðlsluað-
ferð borgaði sig.
Fyrir nokki um árum b«f Bald
ur Líndail efnaverkfræðingur
nýjar rannsóknir með borun á
jiarðlhitasivæöi á Reykjanesi, ag
var hiitaiorkan höfð í huga bvað
snerti vinnsl'U saltsinls. Kom í
ljós að mikið uppstreymi af sait-
ríku vatni er á þessum slóðum,
hefur Baldur samið skýrslu um
niðuirstöður rannsókna sinna.
Á síðasta ári fól svo Rann-
sóknarráð þeim Baldri Líndal og
Vilhjálmi Lúðvíkssyni verk-
fræðingii að semja almenna
igreinangerð um nýtingu sjávar-
efna. Þasisi greinargerð liggur
nú fyrir, kiemur fram að þeir
telja einkum sex efni koma til
igreina.
í framlhaildi af þe&sum aflhuig-
un var svo fyrir milligöngu ut-
anríkisráðuneytisins farið fram
á tæknilega aðstoð SÞ við fram-
tíðarrannsóknir og áætlanir um
nýtingu efnanna. Til þessa starfs
var vailinn Indverjinn B. Thia-
gaxajan efniaverkfræðinguir.
Síðan Thiaigarajan kom hingað
til lands fyrir hálfum mánuði
befur bann ferðazt um með ís-
lenzkuim sérfræðingum á þeim
svæöuim, sem helzt koma til
greina til nýtingar sjávarefn-
anna.
Hefur hann bent á þann mögu
leika, að nýta ílenzku jöklana
við vinnslu slíkra efna. Fram-
leiðsla þeirra fer fram aðalleiga
á tvennan hátt, við mjöig hátt
hitastig eða frystingu. Telur
hann, að rannsaka beri h/vort
ekki sé hægt að nýta hina gífur-
legu náittúruorku sem í jökiun-
um er fólgin við vinnslu sjávar-
sfnanna.
Kæmi Sóllheimajökull m.a. til
greína vegna legu sinnar.
— Hann verpir aðallega í
holum, einnig í alls kyns
klettaglufum. Starrinn er
mjög mannelskur fugl og
verpir víða í varpkössum við
hús einnig undir þakskeggj-
um og trjáholum. Hreiðrið
er svipað öðrum spörfugls-
hreiðrum, eggin ljósblá að lit,
5—6 talsins.
— Er þetta skemmtilegur
fugl?
— Að mörgu leyti, já.
Hann syngur vel og er hin
mesta hermikráka. Á hann
mjög létt með að herma eft-
ir öðrum fuglum og líkja eft-
ir alis kyns hljóðum. Það er
oft mesta unun að hlusta á
hann, sagðd Árni að lokum.
Við þá fnamleíðsluaðferð sem
Thiiagarajan hefur bent á yrði
fyrsta stig framleiðalunnar efn-
ið Natri'um Súlfat, sem notað er
til pappírsframleiðsilu, salt yrði
þar unnið jafnfnamt.
í skýrslu Baldurs Líndal er
Ihins vegar gert ráð fyrir sallti
sem fyrsta stiigi en kalí jafn-
framt. Þrenskonar stærð af
verksmiðjuipi kæmi til greina í
því samlbandd. Með framleiðlslu-
magndnu 50 þúsund tonn, 100 og
150 þúsund tonn, af saltii. Þass
má geta að heildar saltnotkun
innanlands, er 50 þúsund tonn.
Allar þessar tillögur eru að-
eins liður í heildairrannsöknum
þar sem leitazt er við að skapa
sem breiðastan grundvöll, en
engar ákvarðanir bafa verið
teknar.
B. Thia'garajan mun nú halda
utan og skila skýrslu um atlhug-
arnir sínar til SIÞ. Verða síðan
teknar lakaákvarðanir hvernig
hátta sikuli framtíð'arrannsókn-
um á vinnslu sjávarefna á ís-
landi.
Lýðháskóladvöl
ATHYGLI þeirfa unglinga ec
hyggja á lýðháskóladvöl í Dan-
mörku, skal vakin á Norræna
lýðháskólanum við Snoghöj
Auk venjulegra lýðháskóla-
greina er við þennan skóla lögð
sérstök áherzla á samei'ginlega
sögu Norðurlanda og menningar
leg rök fyrir samstacfi þeixra í
framtíðinni. Á skólanum dvelja
nemendur frá öllum Norðurlönd-
um, þar með töldum Færeyjum.
Umhverfi skólans er eitt hið
allra fegursta ,rétt við brúar-
sporð Litlabeltisbrúarinnar, Jót-
landsmegin.
Skólastjóri Snoghöj-háskóla
er Poul Engberg, lögfræðingur,
einn skeleggasti baráttumaður-
inn í hópi lýðháskólamanna fyr-
ir afhendingu handritanna.
Skólinn starfar frá nóvember-
byrjun til aprílloka, eða 6 mán-
uði. Kostnaður við skóladvöl
mun nema tæpum 25 þús. ísl. kr.
þar með talin leiga á sængur-
fötum og nauðsynlegar bækur.
Heimilsfang skólans er: Snog-
höj Nordiskfolkehöjskole, Frede
ricia, Danmack.
Umf rekari upplýsingar má
leita til Þórarins Þórarinssonar,
fyrrv. skólastj. Skaftahlíð 10,
sími 2-13-91.
í GÆRMORGUN snemma,
þykknaði upp og hann gerði
sig líklegan til að rigna í
Reykjavík, en ekki urðu þó
úr því nema fáir dropar, því
regnsvæðið barst austur með
iandinu eins og kortið sýn-
ir. — Kuldi var enn á an-
nesjum nyrðra, aðeins 3°
kl. 9, en í innsveitum hlýn-
aði þar nokkuð af sólskini,
voru 12° á Akureyri kl. 15.
— Lægðin suðurundan var
á austurleið.
STAKSTEIMAR
Bókmenntir, ritírelsi,
stjórnmál
Timinn birtir í gær forystu-
grein undir þessari fyrirsögn og
kemst þar m.a. þannig að orði,
að það megi heita algilt einkenni
á einræði og stjórnarháttum á
bernskuskeiði lýðræðis, að bók-
menntir og ritfrelsi séu í sterk-
um viðjum og verði að lúta kröfu
um fulla þjónustu við rikjandi
stjórnarhætti. Þvi lýðræðislegri
sem stjórnarhættir verði, þvi
meira skoðanafrelsi ríki í listum,
bókmenntum og dagblöðum. Síð
an kemst Tíminn að orði á þessa
leið:
„í Rússlandi og öðrum komni-
únistaríkjum var listfrelsi og rit
frelsi í algerum dróma áratug-
um saman eftir byltinguna, og
sá hnútur er engan veginn rakn-
aður enn. Þó hafa sézt mörg
ánægjuleg merki þess, að þar
þokist í rétta átt. Frelsi rithöf-
unda er meira en áður, öndverð-
ar skoðanir eru ekki sama dauða
sök og var, og jafnframt neyta
rithöfundar þessa olnbogarýmis
í ríkara mæli. Fólskir rithöfund
ar hafa t.d. nýlega krafizt skýr-
ari afstöðu stjórnarvalda. ÖIlu
þessu ber að fagna, þó að langt
sé í Iand um viðunandi sambúð
stjórnmála og ritfrelsis.
Hinsvegar berast okkur einnig
ömurlegar fregnir um afturkipp
og öfugþróun, svo sem í Grilck-
landi, vöggu lýðræðisins. Og á
Spáni og í Portúgal ríkja enn
ósæmsndi hömlur á ritfrelsi og
skoðanafrelsi, svo ekki sé talað
um Kína eða fjölmörg önnur
ríki, sem fjær eru, en verða þó
sífellt nálægari".
Úr tjaldbúðum
kommúnista
í tjaldbúðum kommúnista rík-
ir urgur og óánægja eftir kosn-
ingarnar. Fylgismenn Magnúsar
Kjartanssonar draga enga dul á
það, að þeir hyggja á uppgjör
við Hannibal og hans menn.
Segja margir þeirra umbúða-
laust, að nauðsynlegt sé að losna
hið fyrsta við þennan vandræða
gepil fyrir fullt og allt. Til eru
þeir, sem vilja reyna að sam-
eina nú allt liðið og þá að sjálf-
sögðu undir vængi Moskvu-
manna.
Innan Hannibalsliðsins ríkir
einnig veruleg sundrung. Marg-
ir þeirra, sém kusu I-listann
gerðu það í þeirri trú, að þeir
væru að efla baráttuna gegn
kommúnistum og Moskvumönn-
um. Þessir menn þykjast nú sjá
lítil merki þess, að Hannibal hafi
kjark og manndóm til þess að
gera endanlega upp við Magnús
Kjartansson og hans menn.
Þvert á móti.hafi hann lagt allt
kapp á að láta telja atkvæði sín
og Magnúsar Kjartanssonar
greidd sama listanum og efla
þannig aðstöðu Moskvumanna.
Að þessu þykir mönnum nú, að
kosningum loknum, lítið mann-
dómsbragð.
Á blaði því, sem Hannibalistar
gáfu út fyrir skömmu, var ekk-
ert að græða. Þar var slegið úr
og í, en engin sjálfstæð afstaða
mörkuð.
Rödd listamannsins
Alþýðublaðið birtir í gær
stutta forystugrein um stjórnar-
farið í Grikklandi og kemst að
eftirfarandi niðurstöðu:
„Hin gríska einræðisstjórn
virðist eins og allar slíkar, vera
sérstaklega viðkvæm fyrir rödd
listamanna. Hún hefur gripið til
þess ráðs að svipta fjölmarga
gríska listalistamenn borgara-
rétti og gera eignir þeirra upp-
tækar. í þessum hópi eru snill-
ingar, sem hafa unnið þjóð sinni
frægð á sviði listanna. Samúð
mannkynsins er með listafólk-
inu í útlegð — en eikki herfor-
ingjunum í Aþenu“.