Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1967 Útgefahdi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími ÍO-HOO. Aðalstræti 6. Sími 212-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. INNLEND SKIPASMÍÐI vsj Páfinn PÁLL páfi hefur þegar gert víðreist í embætti sínu. Mi'kla athygli vöktu á sínum tíma ferðir hans til Palestínu, Indlands og New York. Nú hefur páfinn enn lagt upp í ferðalag til fundar við patrí- ark (yfirlbiskup) grísbu kirlkj- unnar í Istanbul í Tyrklandi. Tilganigur ferðarinnar er einkum tvíþættur. Að jafna deilur kirkjudeilda grísk og rómversk kaþólskra, og að styrkja stöðu kristninnar í Tyrklandi. — Þá er gert ráð fyrir að hann ræði friðar- mögulieika í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Deilur þessara tveggja kirfcjudeilda UTAN ÚR HEIMI Páll páfi. sækir patriarkann heim eru ekki nýjar af nálinni. Allt frá 5 öld hafa þær eld- að grátt silfur sarnan. Með eyðingu Konstantínopel (nú Istanibul) í fjórðu krossferð árið 1204, náðu deilunrnar há- marlki. Þá hefur krafa páf- anna uim óskeikulleika og al- gjörari miðstjórn kirkjunnar frá Róm, aldrei verið viður- kennd af grísk kaþólskum mönnum. Yfirstjórn grísfcu kirkjunnar er í höndum firom patríarka sem sitja í Mostavu, Antiokkíu, Jerusalem og Alex andriu, auk Konstantínopel. Patríarkinn í Konstantin- opel er í raun valdalítill inn- an grísiku kirkjunnar og staða hans frerour virðingartákn. Prjálslyndi hans er einnig mjög tortryggt innan kirkj- unnar, og kom það bezt fram þegar hann hitti páfann að roáli í Jerúsalem árið 1964. Þá hópuöuist prellátar grísku kirfcjunnar saman á Atihos fjalli og báðu fyrir sjálfistæði kirkjunnar. Á sarna tíma og fundurinn stóð yfir kvadc’ patriarkinn blaðamenn í Jerú salem á sinn fund og lagði á það áherzlu að viðræður páf- ans og fcollega síns hefðu í raun sáralitlla þýðingu. Patri- arkinn af Konstaniopel hans heilagleiki Athenagoras I hef- ur orð á sér fyrir að vera hinn vingj arnlegasti og frjálslynd- asti maður. Hann er mifcin á vell'i og talar ensfcu mieð bandarískum hreim enda var hann um sfceið bandaríistour ríkisborgari. Aðsetur hans stingur í stúf við hinna fornu býzönzku fyrirrennara hans. Athenagor- as býr í litlu veitingahúsi í nágrenni kirkju sinnar sem er staðsett í Phanar, einu af fiátæfcrahverfum Istanibul. Athenagoras er litinn horn- auga af trúbræðrum sínum sökum sáttfýsi innar. Hann lítur á klofning kristinna manna, sem vandamál er verði að leysa. Jafnrvel er tal- ið að staða hans sé svo veik, að honium hafi ekki verið staett á að heirosækja páfann í Róm. Hefði verið litið á slíkt sem hlýðnisvottur við páfa og niðurlægingu fyrir grísku kirkjuna. Andstæðing- ar hans hefðu þá geta gripið tækifærið og rneinað honum heirobomu. önnur ástæðan fyrir heim- sófcn páfa til Istanbul er sú, að tyrtoneska stjórnin hefur rojög þrengt hag grísk kaþól- skra manna í landinu. Kýpur deilann liggur hér til grund- vallar. Makaríos erkiibistoup á Kýpur er í senn trúarlegur og pólitískur leiðtogi grisfcu- mælandi eyjarskeggja, og Gritokland er höfuðland grísk kaþólsfcra. Tyrkir líta því á kirkjuna sem fjandsamllegt erlent afl. Fjöldi grísk ka- þóilskra hefiur farið stöðugt minnfcandi í Istanbul á síðairi árum. Fyrir notokrum árum voru þeir 80 þúsund en í dag aðeins 30 þúsund. Þá er talið að Tyrkir vildu helzt, að pat- riarkinn yrði á brott frá borg- inni. Heimsókn páfans til Istan- bul nú, er því meðal annars gerð með það fyrir augum að tryggja framtíðarstöðu patriarfcsins í borginni. Etoki vænta menn neinna stórtíðinda frá umræðum kirfcjuleiðtoganna. En eitt ér víst að þær eru sögulegur viðburður, og verða væntan- lega til að bæta andrúmsloftið milli hinna toristnu kirkju- deiMa, sem strítt hafa um aldir. Athenagoras patrlarki af Konstantinopel. egar Eldborg GK 13 var hleypt af stokkunum í Slippstöðinni á Akureyri, var merkum áfanga náð í iðnað- arsögu íslenzku þjóðarinnar. Stærsta stálskip, sem smíð- að hefur verið hérlendis rann í sjó fram og „menn skynj- uðu glöggt að upp var runn- inn mikill sigurdagur í sögu íslenzkra skipasmíða og þá um leið iðnaðarsögu Akur- eyrar“, segir fréttaritari Morgunblaðsins þar á staðn- um. Eldborg er hinn glæsileg- asti farkostur og ber höfund- um sínum fagurt vitni. Is- lenzkir iðnaðarmenn hafa sýnt og sannað, ekki einung- is í þetta skipti heldur oft og tíðum, að þeir standa er- lendum starfsbræðrum sín- um á sporði í smekkvísi og vinnuafköstum og kom það m. a. glögglega í ljós við byggingu Loftleiðahótelsins. Þó að iðnaðarmenn við skipa- smíðar í útlöndum hafi aflað sér langrar og verðmætrar þjálfunar, er sýnilegt að starfsbræður þeirra hér á landi gefa þeim ekkert eftir hvað vinnubrögð snertir. Það sýna þau skip, sem hér hafa verið smíðuð á undan- förnum árum og þá ekki sízt stærsta stálskipið, Eldborg hin nýja. Þannig eru íslenzkar skipa- smíðastöðvar a. m. k. sam- keppnisfærar við erlenda keppinauta hvað tæknilegum atriðum við kemur. Lítið dæmi um, hve mikla atvinnu íslenzk skipasmíði getur veitt, er sú staðreynd, að nú vinna við Slippstöðina á Akureyri 168 menn, en þeim mun fjölga um röskan helm- ing, þegar reksturinn verður kominn í það horf, sem áætl- að er. Er vonandi að íslenzk- ar skipasmíðastöðvar skorti ekki verkefni og þessi mikil- væga iðngrein færist sem mest á innlendar hendur, því að það hlýtur að vera keppi- kefli okkar að svo verði. Fullyrt er, að í Slippstöð Akureyrar sé leikur einn að smíða 2—3000 rúmlesta skip, eða jafnvel enn stærri, og er sú skipasmíðastöð ekki ein um það hérlendis að geta tek- ið að sér stórverkefni. Er þess að vænta að íslenzkum skipa- smíðastöðvum verði gefin tækifæri til þess að reyna á þolrifin við smíði stórra og glæsilegra skipa. Fyrsta stálskipið, sem smíð að var á íslandi, var dráttar- báturinn Magni, sem Stál- smiðjan lauk smíði á 1955, síðan smíðaði hún varðskipið Albert í samvinnu við Lands- smiðjuna og síðar fiskiskipið Arnarnesið 1963, en á sama ári lauk Stálvík í Arnarvogi við að smíða sín fyrstu tvö skip, 27 rúmlesta vélbáta. Af þessu má sjá, að innlend stálskipasmíði er ung iðn- grein hér á landi og ber að fagna þeirri öru þróun, sem hefur orðið í þessari mikil- vægu iðngrein. Eitt af stefnu- skráratriðum viðreisnar- stjórnarinnar hefur verið að efla ínnlenda skipasmíði og koma henni í það horf, sem fiskveiðiþjóð á borð við ís- lendinga er sæmandi. Það vfeeri ekki vansalaust, ef okk- ur tækist ekki að efla svo skipasmíðar hérlendis, að við gætum leyst sjálfir margvís- leg verkefni af hendi, sem við nú verðum að fela öðr- um þjóðum. Við það mundi sparast mikill gjaldeyrir, auk þeirrar atvinnu sem það mundi skapa. En síðast en ekki sízt gefur innlend skipa- smíði aukinni tæknimenntun og almennri verkmenningu byr undir báða vængi, auk þess sem hún hlýtur að styrkja innviði efnahagslegs sjálfstæðis okkar. Án öflugs skipaflota ætt- um við í vök að verjast. Ein höfuðorsök þess að við glutr- uðum niður sjálfstæði okkar á 13. öld var einmitt skipa- fæð landsmanna. Aldrei í sögunni hafa verið byggð jafnmörg skip fyrir fslend- inga og á síðustu árum og má fullyrða að fiskiskipafloti okkar sé nú glæsilegri og bet- ur búinn tækjum en nokkru sinni áður. Er það vel. Und- ir þessa þróun þarf að ýta. Viðreisnarstjórnin hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Við smíði Eldborgar hefur mikilvægt spor verið stigið í þá átt, að innlend skipasmíði verði sterkur þátt- ur í atvinnulífi okkar íslend- inga. Til að sýna hina öru þróun í þessum málum má m. a. geta þess að í árslok 1958 voru fiskiskip yfir 100 brúttórúmlestir 49 að tölu, samtals 7.561 brúttórúmlestir, en 1. des. 1966 voru þau 181 að tölu, samtals 40.470 brúttó- rúmlestir- Nemur aukningin því yfir 400%. — í árslok 1966 voru í smíðum 34 stál- skip heima og erlendis, sem flest verða afhent á þessu ári. 1964 fól ríkisstjórninni Efnahagsstofnuninni að kanna aðstöðu við skipasmíð- ar með tilliti til þarfa og stór- aukningar bátaflotans og voru niðurstöður hennar í stórum dráttum þær, að heppilegt væri að byggja þrjár stórar og fuilkomnar stö'ðvar á suðvesturlandi en fjórar til sex minni stöðvar í öðrum landshlutum. Talið var nauðsynlegt að heildar- fjárfesting yrði um 200 millj. kr. eða 40—50 millj. kr. á ári. í grein sem iðnaðarmála- ráðherra ritaði hér í blaðið í maí s. 1. kemst hann m. a. svo að orði, að samkvæmt áætlan sé heiidarafkastageta þeirra fjögurra skipasmíða- stöðva, sem smíðað geta stál- skip, 6—7 skip á ári af stærð- inni 3—400 tonn, en áætla má „að árleg meðalfjölgun fiskiskipa yfir 100 tonn verði 15 til 20 á næstu árum“. Ráðberrann getur þess enn- fremur, að þeim áfanga hafi verið náð á undanförnum 3— 4 árum, „að íslenzkar skipa- smíðastöðvar virðast hafa af- kastagetu til þess að smíða um þriðjapart af aukningu fiskiskipaflotans, sem þörf verður fyrir á næstu árum.“ Þetta er ekki ómerkilegur árangur — en betur má ef duga skal. Enn þarf að herða sóknina fyrir því að treysta innlenda skipasmíði. Það hlýtur í senn að vera metn- aðarmál okkar og keppikefli. Með það í huga fögnum við stærsta stálskipi, sem smíð- að hefur verið hér á landi. - MINNING Framhald af bls. 14 einnig eiga henni mikið að þakka. Þótt Heiðveig dveldi megin hluta lífs síns í Reykjavík, röfn- uðu aldrei tengslin við æsku- stöðvarnar og það fólk sem þar býr. Að öllu sjálfráðu hefði hún helzt kosið að ævisporin um lyngmóa og grónar lendur hefðu orðið fleiri en raun varð á. Þá hefði hún líka getað verið í nán- ari tengslum við það líf sem hún jafnan dáði og notið samskipta við dýrin sem hún bar jafnan mikla umhyggju fyrir og þó hestana sérstaklega sem hún mat umfram aðrar skepnur, þótt aldrei ætti hún neinn. Við aðskilnaðinn er henni hér með sérstaklega þakkað fyrir samfylgdina og margar eftir- minnilegar ánægjustundir og vel unnið ævistarf. J'arðaför Heiðveigar fer fram að Lágafelli í dag, en þar hafði hún kosið sér hinzta hvílustað. G.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 165. tölublað (26.07.1967)
https://timarit.is/issue/113547

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

165. tölublað (26.07.1967)

Aðgerðir: