Morgunblaðið - 29.07.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1967
5
„Læknisleysið er uggvekjandi"
í Haförninn og Síldina.
— Hvernig gengur að
landa í síldarflutningaskipin?
— Það mætti ganga betu”.
Rabbað við Reyni Sigurþórsson, skip-
verja á Jóni Kjartanssyni um ýmis
síldarmál
DAUFT hefur verið yfir síld-
veiðunum það sem af er
sumri. Erfitt hefur verið að
eiga við síldina og langt að
sækja hana. Það hefur meira
að segja komið fyrir, að skip-
in hafa landað aflanum í V-
Þýzkalandi og segir það sitt
um vegalengdina. Skípin hafa
verið að veiðum um 700 míl-
ur frá landinu og sum lengra,
t.d. fékk Jón Kjartansson
síld i Skagerak ekki alls fyr-
ingar annað en spila, tefla og
hlusta á fréttir. Síldin hefur
verið sjómönnunum erfið og
þó að oft hafi lóðað á tals-
verðu síldarmagni hefur síld-
in verið svo stygg að skipin
hafa ekki komist nálægt torf
unum. Mikið hefur verið um
útköll en lítið kastað og slíkt
tekur á taugarnar til lengda-.
Reynir sagði, að sjómenn
hefðu áhyggjur af því, að
enginn læknir fengist til að
hendur. Þá fékk maður á öðru
skipi nótahring í höfuðið. í
því tilviki tókst að ná sam-
bandi við rússneskt skip, sem
sendi lækni um 'borð og gerði
hann að meiðslum mannsin-
til bráðabirgða. Sagði Reymr
að sjómenn hefðu almennt
orðið fegnir að vita til þess
að sovézki læknirinn hefði
brugðið svona skjótt við, því
að yfirleitt hefði gengið illa
að ná samfoandi við Rússana.
— Var mikið af Rússum á
miðunum?
— Það var talsvert mikið,
annars voru þarna einig skip
frá A-Þýzkalandi, Noregi,
Færeyjum, Finnlandi og svo
íslandi, þannig, að segja má,
virðist hafa komið þeim að
einhverjum notum. Þeir voru
þarna líka með móðurskip,
sem landað var í, eins og við
Það er að vísu létt að landa í
þau, en gengur stundum heid
ur seint. Nú svo hafa sjómenn
yfirleitt verið mjög óánægð-
(f josm.: Þorsk inn Gí=lason)
■ir með mælinguna og oft mun
að 20—30 lestum, hve magn-
ið varð minna en áætlað
hafði verið og skipstjórarnir
þekkja sín skip, þannig að
þeir vita nokkuð vel hvað
þau taka.
— Að lokum Reynir, hefur
vertíðin ekki annars gengið
vel hjá ykkur á Jóni?
— Jú, hún heíur gengið ail
sæmilega, það hefur þó tafið
okkur mikið, að ný síldar-
dæla sem sett var um borð
í sumar hefur aldrei verið not
hæf og tilraunir til endurbóta
hafa kostað okkur dýrmætan
tíma. Þeir ætluðu víst að
reyna að skipla um barka í
henni, en ég hef ekki heyrt
árangurinn. Maður vonar
bara hið bezta.
Rússnesk sildveiðiskip landa í Kosmos 4.
(Ljósm.: Reynir Sigurþórsson)
ir löngu. Við hittum Reyni
Sigurþórsson, skipverja á
Jóni Kjartanssyni, á förnum
vegi í gær, og spurðum hann
hvað hann væri eiginlega að
þvælast á íslandi meðan flot-
inn væri í útlöndum. Hann
sagðist vera búinn að vera í
hálfsmánaðar fríi, en væri að
fara austur, ef ske kynni, að
skipið slæddist til íslands.
Við báðum Reyni að segja
okkur frá síldarvertíðinni og
hljóðinu í mannskapnum á
bátunum.
Reynir sagði, að þeir á Jóni
hefðu byrjað vertíðina 1.
júní og fengi strax góðan
farm á 150 mílunum, en síð-
an hefði síldin tekið strikið
NA í haf eins og allir vissu.
Hann sagði, að hljóðið í sjó-
mönnunum væri yfirleitt held
ur dræmt og sumir hefðu heit
ið því, að koma aldrei nálægt
síldveiðum aftur, enda veið-
arnar með afbrigðum leiðin-
legar. Menn yrðu þreyttir á
aðgerðarleysinu, sem fylgir
hinum löngu stímum og lítið
hægt að gera sér til afþrey-
þjóna síldarflotanum. Ástand
ið væri mjög slæmt, sérstak-
lega þegar skipin væru á
svona fjarlægum miðum. í
sumar kom það fyrir að mað
ur handleggsbrotnaði um
borð í einu skipanna og liðu
þrír sólarhringar þar til hann
komst í land undir læknis-
að þarna hafi verið alþjóð-
leg skipasamkoma. Það vakti
athygli okkar, að allmörg
sovézku skipin voru komin
með snurpunótarútbúnað, en
það er nýtt hjá þeim. Við tók
um eftir því í fyrra, að Rúss-
arnir kvikmynduðu íslending
ana í bak og fyrir og það
Gott kast háfað.
Jón Kjartansson á siglingu með 440 lestir innanborðs.
(Ljósm.: Reynir S:
Leikritahöfundai
telja sig snið-
gengna
í MAÍ sl. var haldið námskeið
leikstjóra hér í Reykjavík og var
ýmsum leiklistarmönnum frá
nágrannalöndunum boðin þátt-
taka. Hinsvegar var Félagi ísl.
leikritahöfunda eða einstökum
leikritahöfundum ekki boðin
þátttaka í námskeiðinu og sam-
komum þess. Hefði vissulega
verið ástæða til að veita íslenzk-
um leikritahöfundum tækifæri
til að kynnast þátttakendum
ráðslefnunanr og málefnum henn
ar, í stað þess að sniðganga þá.
Án íslenzkra leifcritahöfunda get-
ur engin innlend leikliiS't þróazt.
Það ætti því að vera takmark
allra unnenda leiklistar að veita
henni sem bezt vaxtarskilyrði.
í fámennu samfélagi er alltaf
sú hætta yfirvofandi, að einangr-
un dragi úr vexti og viðgangi
þessarrar listar sem annarra list-
greina. Þessvegna mótmælÍT
Fél. ísl. leikritahöfunda fram-
komu framkvæmdanefndar ráð
stefnunnar að sniðganga félagið
og félagsmenn þess í sambandi
við ráðstefnuna og þau kynni,
sem hún hafði í för með sér.
(Frá Félagi ísl. leikritahöf- j
unda.)
Varnarmálaráðherra fyrir
rétt.
Peking, 27. júlí — NTB —
Peng Teh Huai, fyrrum
varnarmálaráðherra Kína,
mætti í gær fyrir rétt Rauðra
varðliða í Peking, að þvi er
japanska blaðið Sankei Shim
bun hermir. Ekki fylgdi það
fréttinni, hver hefði orðið úr-
skurður réttarins. Rauðir
varðliðar tóku Peng höndum
í Chengtu í desember í fyrra.
Hann var sviptur embætti
varnarmálaráðherra 1959 fyr
ir andstöðu gegn Mao Tse
tung. Þær voru síðastar fregn
ir af Peng, að hann hefði
reynt að svipta sig lífi nú
fyrir nokkru.