Morgunblaðið - 01.08.1967, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1967
Vopnakdngurinn
Krupp lótinn
Essen, V-Þýzkalandi, 31. júlí,
AP-NTB
ÞÝZKI iðnjöfurinn Alfried
Krupp, barón, lézt að heimili
sínu í Essen, aðfaranótt mánu-
dags, 59 ára gamail. Krupp var
fimmti stjórnandi Krupp-ættar-
veldisins svokallaða, en það er
risavaxin iðnaðarsamsteypa, sem
m.a. sá Þjóðverjum fyrir vopn-
um og hergögnum í báðum heims
styrjöldunum. Krupp var einn af
auðugustu mönnum heims. Hann
var dæmdur í 12 ára fangelsi
eftir heimsstyrjöldina síðari fyr
ir stríðsglæpi, en var leystur úr
haldi eftir þrjú ár. Honum voru
fengnar aftur eignir sínar og
byggði hann upp stærstu iðnað-
arsamsteypu V-Þýzkalands, sem
framleiðir allt frá vöruflutninga
bílum niður í gervitennur — alit
nema hergögn.
Krupp fæddist 13. ágúst 1907 í
Essen. Hann var tvígiftur og tví-
skilinn og á einn son. Hann starf
aði fyrst í stað í verksmiðju föð-
ur síns. Síðar nam hann verk-
fræði við Tækniháskólann í
Aachen. Er Hitler komst til
valda, og eftirspurnin eftir vopn
um og hergöngnum jókst mjög,
margfölduðust tekjur Krupp-
fjölskyldunnar. Eftir að Krupp
losnaði úr fangelsi hóf hann
rekstur fyrirtækis síns að nýju,
og á tæpum tveimur áratugum
var það orðið stærsta iðnaðar-
fyrirtæki heims, í eigu einnar
ættar. Sala fyrirtækisins nam 55
milljörðum ísl. króna árið 1965
og hjá því störfuðu 110.000
manns. Á síðari árum hefur
Alfried Krupp
nokkuð hallað undan fæti sökum
lánsfjárskorts og er Alfried
Krupp lézt var í bígerð, að gera
fyrirtækið að almenningshluta-
félagi.
Pólýfónkórinn fær frábæra dóma
Namur, Belgíu. (Frá Frey-
steini Jóhannssyni).
SÖNGMÓTIÐ „Evrópa syngur“,
hið þriðja í röðinni, hófst í borg-
inni Namur í Belgíu sl. laugar-
dag. Forseti „Sambands ungra
kóra í Evrópu“, setti mótið með
ávarpi, en síðan hófst það með
því að Pólýfónkórinn flutti stutt-
an konsert. Kórinn hefur fengið
mjög góða dóma í hérlendum
blöðum, m.a. birti eitt þeirra
stóra forsíðumynd af honum og
inni í biaðinu er heilsíðu frásögn
og umsögn um söng hans. Þar
segir m.a. að söngur kórsins hafi
verið mjög fágaður og góður og
veki mikla athygli fyrir góðar
raddir og mikil og rík blæbrigði.
„Stehmand“, einn þekktasti
tónlistargagnrýnandi Belgíu,
skrifar í stórblaðið ,,Lesoir“:
„Pólýfónkórinn frá Reyk j avik
undir stjórn Ingólfs Guðbrands-
sonar vakti mikla atíhygli fyrir
góðan söng, fullkamnun og fáguð
blæbrigði. Hér eir sýnislhorn bæði
af fjölrödduðum söng frá mið-
öldum og nútimanum seim vissu-
loga er mjög erfiður í flutningi“.
Stebmand loggur mikla á-
herzlu á það, hvað kórnum hafi
tekizt vel að útfæra þau vork,
sem hann sönig. íslenzkum þjóð-
lögum, sem kórinn hefur flutt,
hefur vorið tekið mjöig vel, og
vakið mikla hrifningu. Ég hef
hitt margt söngfólk á götuim úti,
43 millj. jafnað
niður í Keflavík
Keflavik, 28. júli —
LOKIÐ er álagningu útsvara í
Keflavík og var skráin lögð fram
27. júlí.
Skráin liggur frammi á bæjar-
skrifstofunum og verzluninui
Járn og skip.
Lagt var á 1541 einstakling og
námu tekju- og eignaútsvör
þeirra samtals kr. 36.377.227,00
og aðstöðugjöld á 232 einstakl-
inga samtals kr. 1.830.400,00.
Utsvör voru lögð á 52 félóg
samtals 1.674.345,00. Aðstöðu-
gjald var lagt á 75 félög samtals
kr. 3.433.300,00.
Lagt var á eftir lögboðnum út-
Kalkútta, 30. júlí, AP.
TRYLLTUR múgur kveikti í
verzlunum og vöruhúsum s 1.
sunnuidag í borginni. Siliguri 402
km. norður af Kalkútta. T/eir
menn voru stungnir til bana i
óeirðunum. Útgöngubanni h/fur
verið komið á í Siliguri
svarsstiga og síðan voru öll út-
svör lækkuð um 10%.
Hæstti útsvör fyrirtækja:
Sónax s.f. 160.000,00
Bræðslufélag Keflav. 134.600,00
Keflavík h.f. 91.400,00
Félagshúis h,f. 89.900,00
Hæstu aðstöðugjöld fyrir-
tækja:
Kaupfélag Suðurn. 541.400,00
Keflavík h.f. 273.Q00,00
Jökull h.f. 200.000,00
Hraðfrystilhúis K.v. 192.900,00
Hæstu útsvör einstaklinga:
Sævar Brynjóisson,
skipstjóri 231.600,00
Örn Erlingsson,
skipstjóri 219.300,00
Jón K. Jóhannsson,
sjúkrahúsJæknir 169.400,90
Halldór Brynjólfsson,
skipstjóri 168.500.00
Valdimar Jónsson,
sikipstjóri 165.600,00
LÆGÐIN milli íslands og
Bretlandseyja var nærri kyrr
stæð í gær og var tekin að
grynnast. Regnsvæðið, sem
hringaði sig að nokkru leyti
umhverfis hana, var skammt
undan SA-landi, en þar var
þó sólskin og góðviðri. Á
annesjum á NA-landi var þó
þokusúld og kuldi, 3—4° á
Raufarhöfn, en kl. 15 var
kominn 18° hiti á Hellu.
sem hefur látið í ljósi hrifningu
sína. Það eru 19 lönd, sem taka
þátt í þessu móti, alls um 3000
manns. Hér enu kórar frá allri
Evrópu og líka Bandaríkjunum
og Kanada, og segja má að þessa
dagana sé Namur syngjandi bortg.
Veðrið er dásamlegt og það er
gaman að fara hér um götumar.
Margt fólkið getur ekki talað
saman, en sönginn á það sam-
eiginlegan og það er allsstaðar
syngjandi, á götum, kaffilhúsum,
hva.r sem maður fer. Núna á
föstudaginn heldur Pólýfónkór-
inn sjáifstæða tónleika, og á
sunnudaginn flytur hann lofca-
verk mótsins ásamt nokknum öðr
um kórum. Öllum íslendingunum
líður vel og biðja að heilsa heim.
Gífurlegt tjón um
borð í Forrestal
Talið að 190 manns hafi íarizt af
flugmóðurskipinu í Tonkinflóa
Subic Bay, 31. júlí,
NTB-AP.
BANDABÍSKA flugmóður-
skipið Forrestal kom í dag til
Subic Bay á Filippseyjum, en
geysilegur eldsvoði varð um
borð í skipinu á laugardags-
morgun, þar sem það var á
Tonkin-flóa, tilbúið til árása
á N-Víetnam. Á þilfari skips-
ins voru 53 líkkistur sveipað-
ar fánum, er það kom til Fil-
ippseyja, en annað skip hafði
flutt 76 lík til Danang í S-
Víetnam. Óttast er að alls
hafi 190 manns farizt af 4.300
manna áhöfn skipsins. Eldar
loguðu enn í skipinu og unn-
ið var kappsamlega að björg-
unarstörfum, er skipið hélt
inn til Subic Bay.
Forrestal er 76.000 lestir að
stærð, þriðja sfærsta flugmóður-
skip Bandaríkjiainna. Elduninn
fcom upp, eir eldsnieytisgeymir
datt úr Skyhawk-þotu, sem var
að hefja sig á loft til árása. Á
sfcipinu voru 85 fliugvélar. Af
þeim eyðilögðust 25 þotur, en 31
sfcemmdist meira eða minna. —
Tjónið er metið á 2.7 milljarða
ísl. kr.
Áhöfnin hóf þegar slökkvi- og
björgunarstörf,, er eldurinn fcom
upp, oig lagði sig í lífslhættu við
að reyna að bjarga særðum fé-
lögum siínum. Skammt var liðið
á slökfcvistarfið, er 750 og 1000
punda sprengjur um borð í skip-
inu byrjiuðiu að springa vegna
hitans.
Talið er að 112 af áhöfninni
hafi stofckið fyrir borð til að
bjarga lífi sínu ag limum, en
flestir þeirra munu hafa
drukknað.
Skipherra Forrestal, Jahn K.
Beling, tjáði fréttamönnum í
dag, að hætta hefði verið'á, að
skipið syfcki, en hann áleit, að
ekki myndi líða langur tími þar
til það yrði geirt sjóhæft á ný.
Skemmdir urðu hvorki í vélar-
rúmi skipsins né á siglingaútíbún
aði þess í eldsvoðanum.
Þetta er mesta tjón, sem banda
ríkis sjóiherinn hefur beðið á
friðartímum síðan orrustuskipið
Maine spra,fck í loft upp í Hav-
ana á Kúfbu, árið 1898. Þá fór-
ust 229 manns.
Morræna æskulýðsmótið
verður sett á morgun
EINS og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu hefst norrænt
æskulýðsár í dag, er lýkur
næsta sumar. Fyrsti viðburður
æskulýðsársins er norrænt æsfcu
Biffreiðin var í
fullkomnu lagi
— Umsögn bifreiðarstjórans röng
ÞAÐ er nú komið í ljós, að áætl-
unarbifreið sú, sem ók út af í
Hafnarfirði sl. laugardag og olli
nokkrum skemmdum, reyndist
vera í fullkomnu lagi og um-
sögn bifreiðastjórans, sem ók
henni og taldi að stýri og heml-
ar hefðu biiað, fær ekki staðizt.
Morgunblaðið hafði samband
við Gest Ólafsson, forstöðumann
Bifreiðaeftirlits ríkisins, og
tjáði hann blaðinu, að ítarleg
skoðun hefði farið fram á bifreið
inni eftir að óhappið varð, og
hefði komið í ljós, að allur ör-
yggisbúnaður bifreiðarinnar
hefði verið í fullkomnu lagi,
einnig eftir óhappið.
Er eitt dagbiaðanna skýrði frá
fréttinni um ' þetta slys, sagði
það, að vagnakostur Landleiða
h.f. væri lélegur og miklar kvart
anir hefðu borizt út af rekstri
fyrirtækisins á Hafnarfjarðar-
leiðinni.
í tilefni af þessu snéri Morg-
unblaðið sér til Vilhjálms Heið-
dal, forstöðumanns umferðadeild
ar póststjórnarinnar, og spurði
hann um þetta mál. Sagði hann
að aðeins einu sinni hefði borizt
skrifleg kvörtun um rekstur
Landleiða, hefði það verið í
vetur. Hins vegar hefðu af og
til borizt munnlegar kvartanir
og þá fyrst og fremst um það að
vagnar væru ekki á réttum
tíma. Sagði Vilhjálmur, að póst-
stjórnin hefði alloft látið rann-
saka þetta mál, og stundum jafn
vel fylgst með bílunum 2 daga
í röð og aldrei hefðu komið fram
nein misferli, þegar slík skoðun
hefði verið gerð, þótt fylgst
hefði verið með öllum ferðum
þessa daga.
Morgunblaðið hafði einnig
samband við Ágúst Hafberg, for
stjóra Landleiða, og spurði hann
um kvörtun þá, sem Vilhjálmur
Heiðdal gat um að borizt hefði
sl. vetur og orðróm, sem stund-
um að undanförnu hefði skotið
upp kollinum um að misfellur
væru í rekstri vagnanna. Sagði
Ágúst, að í vetur, er sérlefið
rann út og nýtt leyfi skyldi veita
til 5 ára, hefðu undirskriftalist-
ar verið bornir í hús í Hafnar-
firði og safnað 83 undirskriftum
sem sendar hefðu verið póst-
stjórninni, þar sem kvartað var
yfir starfsemi Landleiða, en um
sama leyti hefðu nýir menn sótt
um sérleyfi á þessari leið og
blandaðist víst engum hugur um
að samband væri á milli þessa
tvenns. Eimir enn nokkuð eftir
af þessum aðgerðum, þótt lítið
hafi verið um kvartanir að und-
anförnu. Hélzt er kvartað um
það, að vagnarnir haldi ekki
vel áætlunartíma, og sagði
Ágúst, að því miður kæmi það
fyrir, að vagnar tefðust vegna
umferðar eða slæmrar færðar
að vetrarlagi, en við það gæti
enginn ráðið.
— Auðvitað reynum við að
halda vögnum okkar eins vel
við og nokkur kostur er, sagði
Ágúst Hafberg, og þá auðvitað
fyrst og fremst öllum öryggis-
útbúnaði. Hins vegar vildi ég
gjarnan, að aðbúnaður við far-
þega væri betri, en unnt er í
elztu bílunum. En það gæti
hvorki verið í hag fyrirtækis
ins né þjóðhagslega eðlilegt að
endurnýja nú vagnakost vegna
hægri handar aksturs, en þá
koma nýir bílar, og vona ég að
farþegar okkar skilja, að ekki sé
unnt að kaupa nýja bíla fyrr en
breytingin yfir í hægri handar
akstur verður gerð.
lýðemót, sem haldið er hér á
landi nú í byrjun þessa mánað-
ar. —
Fyrstu erlendu fulltrúarnir
komu í gær, an það voru fulltrú-
ar frá Færeyjum. Hinir varu
væntanlegir í dag, en mótið
stendur frá deginum í dag og til
8. ágúst.
Á morgun verður farið í
kynnisferð um Reykjavík og
snæddur hádegisverður í boði
borgarstjórnar. Klukkan tvö eft-
ir hádegi fer fram mótssetnimg í
Háskólabíói. Þar setur Jón E.
Ragnarsson æskulýðsmótið á ís-
landi, en ávörp flytja, Sigurður
Bjarnason, alþm. frá Vigur, dr.
Bjarni Benediktsson, forsætisráð
herra, og fulltrúar frá hinum
Norðurlöndunum.
Rógur um íslund
í Politiken
Höfundur er Ólafur
Cunnarsson
í POLITIKEN sl. laugardag er
þriggja dálka „frétt“ um yfir-
vofandi kreppuástand á íslandi.
Frétt þessi er höfð etftir Ólafi
Gunniarssyni og segir þar, að erf-
iðir tímar fari nú í hönd á ís-
landi, fjánhagsvandræðd endur-
speglist í sífjölgandi nauðungar-
uppboðsauglýsingum húsa og
bíla.
Þá segir ennfremur, að erfið-
leikarnir séu áberandi á vinnu-
markaðnum, æ fleini séu at-
vinnulausir og erfitt sé að út-
vega kennara. — íbúðabygg-
ingum fækki og margix verði að
afisala sér lóðum, sem þeim hafi
verið útihlutað, vegna þess, að
þeir hafi ekki efni á að byggja,
Minnkandi umsvif í atihafnallf-
inu hafi ömurlegar afleiðingar.
Nauðungarlækkun launa sé al-
menn. Þannig hafi íslenzkir
verkfræðingar í mörgum tilvik-
um lækkað í laumuín frá kr.
40.000 í kr. 20.000 á mánuði.