Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967
5
HORNAUGAÐ
Kvikmyndagagnrýni unga fólksins
BJÖRN BALDURSSON
ÞÖRDUR CUNNARSSON
Gamla bíó
Dr. Syn „Fuglahræðan“
ísl. texti.
Þetta er ævintýramynd, svona
í meðallagi hvað allt ytra útlit
snertir. Söguþráðurinn er gamall
og vel nýttur, segir frá starfi
smyglara og skuggalegum for-
ingj a þeirra „Fuglahræðunni“.
Þetta er prýðileg barnamynd,
hæfilega spennandi og hvergi ó-
geðsleg. Raunar ber sæmileg að-
sókn þess vit.ni, hve kvikmynda-
smekkur íslendinga er á lágu
stigi og vitaskuld er það kvik-
myndahúsunum að þakka. Dygg-
ur skerfur og vel launaður. Að-
standendur Garfila Bíós, ættu
sömuleyðis að hyggja að því, að
ðnugt fólk i miðasölu gerir
minna gagn en sjálfsali.
Tónabió
Licensed to kill
ísl. texti
Það veit enginn hvilíkt sálar-
stríð og imnri kvöl, kvikmynda-
gagnrýnandinn verður að þola,
að lokinni neikvæðri gagnrýni
á Tónabíó. Ekki aðeins það, að
miðasölustúlkurnar gefi manni
homauga og sseti út í horni, held
ur láta þær fyrirlitningu sína í
ljós, með því að rita niðrandi
upphrópanir aftan á aðgöngumið
ann. Engu að síður, samvisku og
sálarheill minnar vegna, verð ég
að lýsa Þvi yfir að kvikmyndin,
sem ég er að skrifa um er ógn-
ar léleg. Það tekur mig ákaflega
sárt, að mæla með lélegri aðsókn,
en sannleikurinn er jú sagna
beztur. Ég hef lagt heilann í
bleyti og reyni að hugsa upp
eitth’vað það ariði, sem mætti
mæla myndinni bót, en það fyr-
irfinnst ekki. Því hlýtur útkom-
an óhjákvæmilega að vera sú, að
myndin sé lélega unnin, slælega
tekin, lítt spennandi og alls ekki
fyndin.
Háskólabíó
That riviera toueh
t sannleika sagt er ekki hægt
að segja neitt um mynd þessa
— nema, að hún er frá Rank.
Það liggur í augum uppi, að hún
er framleidd sem barnamynd,
þar af leiðandi geta fullorðnir
sparað sér dýra kvöldsýningu
og farið á þrjú sýningu með
krökkunum sínum einhverja
næstu sunudaga. Venjulegur alls
gáður maður getur hlegið nokkr
um sinnum að skrfpalátunum, en
um afbrigðilega menn — upp og
niður — er ekkert hægt að full-
yrða.
Bæjarbíó:
The poppy is aiso að flower
Hér er á ferðinni mjög merki-
leg mynd, er fjallar um baráttu
gegn eiturlyfjasmygli og sölu.
Margir færir menn hafa lagt
hönd á plóginn, og er myndin
mjög vel unnin. Sameinuðu
Þjóðirnar framleiða myudina í
félagi við kvikmyndafélagið Tel
sun, og kostaði verkið sam-
kvæmt gefnum upplýsingum um
100 milljónir dollara. Af þeim
gögnum, sem Hornaugað hefur í
sínum fórum og stærðfræðileg-
um útreikningum, myndi Horn-
augað taka þvílíka mynd fyrir
sem samsvarar 79,5 milljónum
dollara. Vegna hins mikla kostn
aðar, sem S. Þ. hafa Íagt í mynd
þessa, ættu íslendingar að sjá
sóma sinn í að gera vel við þessa
mynd, svo sem aðrar þjóðir, og
tryggja, að S. Þ. bíði ekki skaða
vegna framleiðslu myndarinnar.
í rauninni er hægt að gera tvö
falt góðverk með því að fara í
Bæjarbíó — hluti inmgöngu —
gjaldsins rennur til heimilis aldr
aðra — og enginn veit hver á
eftir að njóta góðs af elliheim-
ilum. Eitt má minnast á í sam-
bandi við Bæjarbíó, það eru sæt-
in. Ekki liggur ljóst fyrir hve
Hafnfirðingar yrðu herðabreiðir,
ef meðaltal yrði tekið. En illilega
urðu gagnrýnendur þess varir,
að Horneyglar urðu of breiðir
fyrir sætiin í húsinu að vísu eru
þeir úr Reykjavíkinni.
Annar Horneygill varð að anda
að sér meðan herðabreiður Hafn
firðingur hægra megin við hann,
amdaði frá sér.
í þessum öndunar-óþægindum
kom rýnandinn óþyrmilega við
unga fröken — sem brást frem-
ur illa við — vægast sagt. Sá
hinn kurteisi Horneygill ekki
fram á annað en. að hann yrði
a ðanda með öðru lunganu, ef
vel ætti að fara. Annars er þjón
usta og afgreiðsla lipur og starfs
fólk allt hið vingjarnlegasta —
eitthvað annað en í „Gömlu bíói“
hér í Reykjavík,
Við vatnsþéttum tjöld.
Afgreiðsla
EFNALAUGIN LINDIN
Skúlagötu 51
I FERÐAHANDBÓKINNI ERU
gj?ALUR KAUPSTADIR OE
KAUPTUN Á LANDINU S£
FERDAHANDBOKINNl FYLGIR HID4>
NÝJA VEGAKORT SHELl Á FRAM~
LEIDSLUVERDI, ÞAÐ ER í STÓRUM
&MÆLIKVARÐA, A PLASTHUDUDUM
PAPPIR OG PRENTAÐ í LJÚSUM OG
LÆSILEGUM LITUM, MEÐ 2,600 ^
STAÐA NÖFNUM
Valiant — eigendur
Höfum fengið Blaupunkt útvarpsfestingasett í
Plymouth Valiant 1967.
CHRYSLER
PARTS
©
Chrysler-umboðið
VÖKLLL HF.
Hringbraut 121, sími 13477.
Glerárgötu 26 — Akureyri
Amerískar gallabuxur
hinar alþekktu
margir litir nýkomnar.
Fatadeildin.
Húseignin Bláskógar 3
í Hveragerði er til sölu
Húsið er vandað timburhús, mjög skemmtilega innréttað. 5 herbergi, eldhús,
bað og þvottahús. 1300 ferm. lóð. Sérhitaveita. Laust til íbúðar nú þegar.
Uppl. í síma 16930 og 16568 á kvöldin.
Beztu hjólbarðakaupin
Hinir sterku japönsku
NITTO
hjólbarðar í öllum stœrðum
Gúmmívinnustofan hf.
Skipholti 35, Reykjavík. — Sími 31055.