Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967 17 Norræna æskulýðsmótið sett í dag HINGAÐ til lands eru nú komin um þrjú hundruð norræn ungmenni til að taka þátt í norræna æskulýðsmótinu, sem hér verður haldið 1.—8. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hall- grímsson, hýður þátttakendum til há- degisverðar kl. 12 í dag, en kl. 14 verður mótið sett. Jón E. Ragnarsson, fulltrúi, formaður æskulýðsnefndar Norræna fé- lagsins, setur mótið, Sigurður Bjarna- son, formaður Norræna félagsins, flytur stutta ræðu, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flytur stutta ræðu, einn gesta þakkar, og Páll Líndal, horg- arlögmaður, talar um ísland fyrr og nú. Mótssetning fer fram í Háskólabíói. í kvöld verður fjölbreytt dagskrá í Iþróttahöllinni í Laugardal í tilefni mótsins. Frá varðeldinum á laugardag skvöldið. Dr. Bjarni Benediktsson. Jón E. Ragnarsson. Páll Líndal. Sigurður Bjarnason. Hveravallafferð Heimdallar Helgina 22.—23. júli efndi Heimdallur til ferðar á Hvera- velli og um Kerlingarfjöll. Lagt var af stað frá Reykjavík á laug ardaginn og haldið til Hvera- valla og hafst þar við um nótt- ina. Á sunnudeginum var hald- ið til Kerlingarfjalla og heim- sóttur skíðaskóli Eiríks og Valdi mars. í bæinn var komið seint á sunnudagskvöld. Þátttakendur voru margir og tókst ferðin í alla staði mjög vel. Fararstjóri var Árni Ól. Lár- usson, og tók hann eir.nig mynd irnar, sem birtast hér úr ferð- inni. Árni og Stefán taka sér hálendisbað. „Við verðum að hjálpast að.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.