Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967 Þorbjörn Kjærbo sigrnði d Suðurnesjnmóti í golfi MEISTARAMÓT Golfklubbs Suðurnesja hófst á miðvikudag dagskvöid. Leiknar voru 72 hol- í fyrri viku og lauk þvi sl. sunnu ur í I., II. og III. flokki en 36 holur í unglingaflokki. Norðan hvassviðri var fyrsta keppniskvöldið og mættu því færri til leiks en búizt hafði verið við, eða aðeins 25 kepp- endur, en meðlimir kiúbbsins munu vera um 150. Sigurvegari í fyrsta flokki var Þorbjörn Kjærbo, sem sigraði með yfirburðum, eða með 16 högga forskoti yfir næsta keppi naut sinn. Verður árangur Þor- björns að teljast mjög góður miðað við allar aðstæour. í öðrum flokki var Hörður Guðmundsson með örugga for- ystu, en hörð barátta var milli Eiríks Ólafssonar og Jóhannes Ben. um annað og þriðja sætið. Skaust Eiríkur fram fyrir Jó- hann á næst síðasta hring og jók við forskot sitt undir lokiu. Sigurvegarar í III. fl. og ungl- ingaflokki, þeir Ásmundur og Óskar, sigruðu með miklum yfirburðum yfir næsta mann. Úrslit í einstökum flokkum: I. FLOKKUR: 1. Þorbjörn Kjærbo 323 högg 2. Þorgeir Þorsteinss. 323 — 3. H'ólmgeir Guðm.s. 328 — 3. Hólmgeir II. FLOKKUR: 1. Hörður Guðmundss. 334 — 2. Eiríkur Ólafsson 341 — 3. Jóhann Benediktss. 348 — III. FLOKKUR: 1. Ásmundur Sigurðss. 373 - - UNGLINGAFLOKKUR: Óskar Guðjónsson, 36 holur í unglingaflokki var leikið af framteigum. 3 Isíands* \ J met I sundi | \ ÞRJÚ Islandsmet voru sett á / í sundmótinu í Laugardal í ; / gær. Guðmunda Quðmunds- I I dóttir setti íslandsmet í 400 I I metra skriðsundi og synti á l í 5:17.3. Gamla .netið var 5:22.2 J / mín. I 200 metra baksundi t J synti Sigrún Siggeirsdóttir á 1 \ nýju íslandsmeti 2:47.3 og t t bætti metið um 7.3 sekúnd- / / ur. Loks setti boðsundssveit 1 1 Ármanns íslandsmet í 4x100 t | metra skriðsundi og synti á ( FH-Ingar í úrslii í 3. deild FH-ingar sigruðu Reyni í Sand- gerði með 6:0 fyrir skömmu í 3. deild og hafa þar með tryggt sér sigurinn í sínum riðli. í hinum riðlinum urðu Völs- ungar á Húsavík að láta í minni pokann fyrir Bolvíkingum og verður því að fara fram auka- ieikur milli þessara liða. Fer úrslitaleikurinn í 3. deild senni lega fram á Akureyri. Reynt verður að hraða honum sem mest og ástæður leyfa. Sjá ennfremur íþróttir á btaðsíðu 12 Don Schollander veifar til áhorfenda eftir að hafa sett nýtt heimsmet í 200 metra skriðsundi í Pan American leikjunum er fram fóru í Winnipeg um siðustu helgi. Tími Shollanders var 1:56,0 mín. Sumarhátíð í Húsafellsskógi — Listflug, íþróftir, 3 hljómsveitir og þekktir skemmfikraftar -------------------^MIKILL — Æskulýðsmót Framhald af bls. 10 átt að ekki sé unnið á laugar- dögum yfir sumarmánuðina. Uppi séu raddir um það að æskufólk eigi ekki að eyða tíma sínum í að hlusta á glymskratta og nauðsynlegt sé að hreinsa dægurtónlistina eirus og þeir orðuðu það. Þá spurðum við þá félaga hve félagar í Norræna félaginu í Finnlandi væru marg ir og svöruðu þeir: — Þeir eru um 15000. Það er i rauninni ekki aðalatriðið hve margir þeir eru. Aðalatriðið er að þeir starfa í félaginu og fé- lagslíf sé blómlegt. Æskulýðs- deild félagsins er aðili að æsku- lýðsfélagssambandi, sem í eru 45 félög, þ. á m. pólitísk fé'iö'g. — Jú fjöldi þess æskufólks, sem hefur áhuga á stjórnmál- um eykst. Stærsti hluti æsku- fólks hefur ails engan áhuga á stjó'rnmálum en meðal stúdenta fer áhuginn mjög vaxandi. Sér- staklega virðist áhugi hafa auk- izt á alþjóðamálum og þá eink- um sér í lagi i sambandi við friðarumleitanir. Hafa æskulýðs sambönd haft áhrif á yfirvöldin oft og tíðum. — Meirihluti stúdenta er hægrisinnaður, en minna ber þó á þeim en hinum róttæku, sem eru til vinstri. Ef til vill staf- ar það af því að sá hluti stú- denta er lengra til vinstri en ríkisstjórnin. Að lokum sagði Ilmo Jaromo, fulltrúi ungra hægrimanna í Finnlandi, að félagar hans á hin um Norðurlöndunum að undan teknu íslandi hefðu með sér norrænan félagsskap. íslenzkir skoðanabræður þeirra hefðu enn ekki verið þátttakendur í því samstarfi, en hann kvaðst vonast til þess að úr því gæti orðið. Það mál yrði ef til vill rætt á næstunni. undirbúningur hefur staðið yfir undanfarinn mánuð, fyrir sumarhátíð æskulýðssam- takanna í Borgarfirði, sem hald- inn verður í Húsafellskógi dag- ana 4. til 7. ágúst. Hefur ekkert verið til sparað svo að hátíðin j megi verða sem glæsilegust, dans pallar og önnur mannvirki, sem j verið er að reisa, eru það vönd- ! uð að gerð, að hægt verður að nota þau framvegis. Er vonast til að þarna geti orðið vísir að úti- skemmtistað fyrir landsmenn aila. Á fundi með fréttamönnum sögðu þeir Vilhjálfur Einarsson og Höskuldur Goði Karlsson, að þeir hefðu reynt að sníða dag- skrána þannig að hún félli öll- um í geð, jafnt ungum sem gömlum. Þeir vildu stefna að því, að þangað kæmi fjölskyldur til að skemmta sér og þess vegna hefðu þeir t.d. bæði bítla- hljómsveitir og „ráðséttari" hljómsveitir. Mótssvæðið verður opnað kl. átta á föstudagskvöld. Tjaldbúðirnar verða á tveim svæðum og er annað fyrir ungl- ingatjaldbúðir en hitt fyrir fjöl- skyldutjaldbúðir. Daginn eftir verður háð héraðsmót UMSB í frjálsíþróttum og einnig verður hestasýning, kappreiðar, dansað verður á þrem stöðum og mið- næturvaka hefst klukkan 1. Hljómsveitir verða Dátar, óð- menn og Skafti og Jóhannes. Þess má geta að tvær fyrrnefndu hljómsveitimar hafa nýlega sent frá sér plötur og verða þær til sölu á hátíðinni. Á miðnætur- vökunni verða sungin þjóðlög og Baldur og Konni og Jón Gunn- laugsson skemmta. Á sunnudag heldur áfram frjálsíþróttamót fyrir hádegi en kl. tvö hefst hátíðadagskráin. Vil hjálmur Einarsson, formaður UMSB, flytur ávarp, þá verður hátíðarstund, þjóðlagasöngur, upplestur, kórsöngur, körfu- knattleikur (UMSB-HSH) og Sjálfboðaliðar vinna að uppsctningu danspalla. klukkan fimm hefst skemmtidag. skrá. Þar mun Jón Gunnlaugsson kynna þá Gunnar og Bessa, bítl- ana, Birnu Aðalsteinsdóttur, sem syngur þjóðlög, Alla Rúts, Bald- ur og Konna og fleira gott fólk. Þá vérður einnig dregið í happa- drættinu, en aðgöngumiðarnir eru jafnframt happdrættismiðar. Verðlaunin eru ferð með skemmtiferðaskipi og Mallorka- ferð fyrir tvo. Stundarfjórðungi yfir sex hefst fimleikasýning tveggja danskra fimleikaflokka, sem koma í heimsókn. Þá verður sýnt listflug, en fallhlífastökk varð því miður að fella niður, þar sem etni íslendingurinn sem það getur framkvæmt er staddur á móti í Svíþjóð og ógerlegt reynd ist að fá annan í staðinn, þrátt fyrir ítarlega leit innan lands og utan. Stundarfjórðungi yfir sjö verður svo knattspymu- keppni (UMSB-HSS) og loks dansað á þremur stöðum. Mánu- daginn 7. úgúst verða svo leikir og íþróttir, með frjálsri þátttöku gesta. Miðarnir kosta 360 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir unglinga, fyrstu tvo dag- ana. Ef hinsvegar er komið á sunnudag kostar 200 krónur fyr- ir fullorðna og 100 fyrir börn. Fjölskylduafsláttur verður fyrir stórar fjölskyldur. Nýstofnuð hjálparsveit verður á staðnum, fólki til aðstoðar og þar verð- ur einnig sjúkratjald og lækn- ir. í ferðalögum þarf einnig að byggja að því að farartækin séu í lagi og verða nokkrir bifreiða- virkja.r í Húsafellsskógi til þess að veita aðstoð á því sviði. Ef um meiriháttar viðgerðir verður EMS og jafnan áður efnir Ferðafélagið til margra skemmti ferða um verzlunarmannahelg- ina, og um ýmsar fegurstu leið- ir og staði, sem auðvelt er að ferðast um á' tveimur og hálfum degi. Þessir staðir eru: Þórsmörk, sem er jafn kunn fyrir fegurð og veðursæld. Þangað er nú ekið á 4—5 klukkustundum, svo góður tími gefst til þess að skoðast um í fjölbreytni lands- lags og náttúru, eða h'vílast í lundum hennar og skjólL Landmannalaugar á Fjallabaks veg nyrðri er unaðslegur reitur í litskrauti líparítfjalla, við heit ar lindir og svala árstrauma. að ræða verður farið með bíl- ana niður að Litla Hvammi. í héraðinu er mikill áhugi á því að hátíð þessi fari fram með sem mestum glæsibrag og hafa tug- ir sjálfboðaliða fórnað frístund- um sínum til þess að svo megi verða. Vonandi hafa þeir árangur sem erfiði. Fáir staðir á landinu bjóða upp á meiri litadýrð, né fegurra út- sýni af næstu fjöllum. Ökuleið- in þangað er mjög sérkennileg og fögur. Þriðji staðurinn, sem Ferða- félagið heldur til er Breiðafjarð- areyjar, en auk þess umhverfis Snæfellsnes . Það er afburða falleg leið, bæði á sjó og landi. Auk siglingarinnar til Flateyjar og eyja milli, verða skoðaðir staðir eins og t.d. Helgafell, Bú- landshöfði, Lóndrangar, Arnar- stapi og ýmsir fleiri sem og Stykkishólmur og Grundarfjörð ur. Kjalvegur, Kerlingarfjöll og Framlhald á bls. 27, Sjö ferðir Ferðofélags íslands um verzlunarmannahelgino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.