Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967 3 Greinargeri frá Skipulagsstiórn STAKSTEINAR — varðandi skipulagningu við Reykjahlíð við Mývatn Blaðinu barzt í gær eftirfar- andi greinargerð frá Skipu- lagsstjórn ríkisins: í LOK síðastliðinnar viku lét náttúruverndarráð birta í blöð- um og útvarpi greinargerð um fyrirhugað vegarstæði mill' Reykjahlíðar og Grímsstaða við Mývatn. í greinargerð þessari er sagt á mjög villandi hátt fró máJ um og jafnvel beinlínis rangt, að því er snertir afskipti Skipulags stjónnar ríkisins. Skipulagsstjórnin lýsti þegar í stað yfir, að hún mundi birta greinargerð um afskipti sín af málinu, þar sem leiðrétt yrðu ranghermi náttúruverndarráðs efir því sem efni statnda til. Upphaf þessa máls er það, að árið 1964 var ákveðin bygging þétt'býlishverfis nálægt Reykja hlíð vegna fyrirhugaðs verk- smiðjurekstrar á þeim slóðum. Þótti rétt, að Skútustaðahrepp- ur yrði allur gerður skipulags- skyldur, og í samráði við hrepps nefndina var það ákveðið, sbr. lög nr. 19/1964. Jafnframt var ákveðið, að skipulagningin skyldi að svo stöddu aðeins takl til áðurgreinds svæðis rið Reykjahlíð. Skipulagsstarfið hefur síðan farið fram í fullri samvinnu við hreppsnefndina, þótt náttúru- verndarráð gefi annað til kynna í greinargerð sinni. Tillaga að skipulagi hefur. síðan hlotið að að öllu leyti þá meðferð, sem áskilin er í skipulagslögum og síðast staðfestingu ráðherra mánudaginn 31. júlí sl. Þegar á fyrsta fundi með hreppsnefnd Skútustaðahrepps, þar sem allir meðlimir Skipulags stjórnar voru viðstaddir, kom fram sameiginlegur áhugi allra viðstaddra á því, að reynt yrði við skipulagningu að varðveita sem bezt hinn sérstæða og fagra svip Mývatnssveitar, landslag og fuglalíf. Skipulagsstjórn telur, að frá upphafi hafi þetta verið eitt meginsjónarmiðið í sambandi við gerð skipulagstillagna. Meðal þess, sem einkum þurfti að athuga. var staðsetn- ing vegar frá hinu nýja þéttbýl- ishverfi og verksmiðju til Húsa- víkur. Við gerð tillögu um það voru höfð eftirfarandi meginsjónar- mið: 1. að vegurinn lægi ekki í gegnurn þá byggð, sem nú er í Reykjahlíð og þá, sem fyrirhug- að er. Er hér um að ræða meg- inatriði við skipulagningu að um ferð sé beint framhjá bæjum og þorpum fremur en gegnum þau, bseði til að sporna við slysum og ónæði og að tryggja greiða umferð. 2. að vegarlagning væri tækni lega séð framkvæmanleg og fjár hagslega séð ekki kostnaðarsöm og þannig hagað að vegur væri fær til umferðar allt árið. 3. að með vegarlagningu væri ekki spillt túnum eða mannvirkj um eða búrekstur truflaður um- fram það, sem óhjákvæmilegt væri. 4. að reynt væri, eins og áður segir, að varðveita sem bezt hina ósnortnu náttúru og fuglalíf. Mál þetta hefur að sjálfsögðu verið rætt margsinnis á fundum skipulagsstjórnar og við fjölda aðila, sem hlut eiga að máli. m.a. við fulltrúa náttúruverndarráðs. Er það því mjög villandi, hvern- ig greinargerð náttúruvérndar- ráðs hefst, en það er á þessa leið: „Náttúruvemdarráð fékk um það vitneskju á sl. vori o.s. frv.“ Er með þessu gefið til kynna, að náttúruverndarráð hafi frétt um málið á skotspón- um, en það hafði þá haft að- stöðu til að fylgjast með málinu hátt á annað ár. Eftir ýtarlegar athuganir voru færðir á uppdrátt fjórir mögu- leikar á vegastæði, en síðan auk- ið við fleiri möguleikum að ósk skipulagsstjórnar. Skipulagsstjórn hallaðist helzt að möguleika, sem auðkenndur var 1 B, og leitaði umsagnar hreppsnefndar um hainn. Varð síðar að samkomulagi að færa hann lítillega frá vatninu og er það vegarstæðið, sem nefnt er leið II í greinargerð náttúru- verndarráðs. Var skipulagsstjórn einhuga um það, að sá möguleiki full- nægði bezt þeim sjónarmiðum, sem áður eru nefnd, en þau eru engan veginn takmörkuð við svokölluð „hagsýnissjónarmið“ eins og eitt dagblaðanna komst að orði. Af hálfu náttúruverndarráðs kom lengi vel það eitt sjónar- mið fram, að vegarlagning, skv. leið II truflaði fuglalíf. Nú munu flestir ef ekki allir þeirrar skoð- unar, að þessi leið, sem yrði hvergi nær vatninu en 120 m, hefði engin teljandi áhrif á fugla líf, sem er raunar ekki mikið á þessum kafla. Þegar þetta var orðið ríkjandi skoðun, tóku full- trúar náttúruverndarráðs að benda á, að vegurinn yrði til spjalla á hrauninu. Lagði nátt- úruverndarráð til, að valin yrði leið nr. IV en hvorkj hrepps- nefnd • né skipulagsstjórn hafa getað á það fallizt, enda telja þær báðar, að einmitt af henni yrðu „hin mestu náttúruspjöll" svo að orðalag náttúruverndar- ráðs sé haft. Telur skipulagsstjórn að með vali þeirrar leiðar væri brotið í bág að meira eða minna leyti við öll þau fjögur meginsjónar- mið, sem hún telur að hafa beri í huga. Sú leið mundi kljúfa sundur Reykjahlíðarbyggðina og með þvi skapaðist bæði slysahætta fyrir ibúana og verulegt ónæði, svo og erfiðleikar fyrir umferð. Tæknilega séð væri leiðin erfið vegna snjóþyngsla og yrði að hafa veginn mjög upphækkaðan. Hlyti sá vegur af þeim sökum að fara illa í landslagi og ekki síður valda spjöllum á hrauninu næst byggðinni, en leið II. Leið IV veldur miklu meiri spjöllum á ræktuðu landi en leið nr. II, og skapar auk þess margháttaða erfiðleika við búskap, þar sem vegurinn muindi skilja sundur annars vegar tún og bæjarhús, en hins vegar beitiland. Sikipulagsstjórn telur, að leið nr. II sé eins og áður segir bezt í samræmi við viðurkennd skipu lagssjónarmið, hér verði um að ræða snjóléttan veg, sem lagð- ur verði með aðfluttu efni um hraunið, þannig að hann fari vel í landslagi enda ekki um neina röskun að ræða utan sjálfs veg- stæðisins. Auk þess valdi hann hvorki búendum né íbúum hinj fyrirhugaða þorps óþægindum, sem heitið getur, miðað við leið nr. IV. Skipulagsstjórnin leggur á það mikla áherzlu að með leið nr. II skapas't friðað belti hvergi minna en 120 metrar á breidd frá vatni mælt að hinum nýja vegi. í greinargerð náttúruverndar- ráðs er reynt að gera lítið úr þessu. í greinargerðinni segir: „Vandséð er, hvaða aðili getur ábyrgst, að eigi rísi byggingar vatnsmeginn við veg eftir leið nr. II“, Þar sem hreppurinn er skipul'agsskyldur eins og áður segir, hefur hreppsnefnd eftirlit með því, skv. 5. gr. laga nr. 19/ 1964. Hefur skipulagsstjórn enga ástæðu til að vantreysta hrepps- nefndinni til slíks eftirlits. Náttúruverndarráð vitnað mik ið í umsögn náttúruverndar- nefndar Suður-Þingeyjarsýslu, og .fær skipulagsstjórn ekki séð, að umsögn hennar'raski neinu, sem skipulagsstjórri heldur fram, þegar málið er metið í heild. Fleiri en eitt Vietnam. Havana, 28. júlí NTB — Banda ríski blökkumannaleiðtoginn Stokely Carmichael sagði í við- tali sem birt var í Havana í dag að skapa þyrfti tvö eða þrjú Vietnam-vandamál og fullyrti jafnframt áð viðurkenna yrði að Detroit og New York væru í raun og veru slík Vietnam- vandamál. auglVsingar SIIV!I 22.4-BO Rétt þykir að benda á það, að ráðlð hafði ekkert samband við náttúruverndarnefndina, fyrr en skipulagsstjórn benti á nauðsyn þess. Skipulagsstjórn telur, að flest- ir hljóti að verða sammála um það, er þeir meta þetta mál í heild, að sú leið, sem hún legg- ur til, að valin verði, sé að öllu ieyti heppilegri en sú, sem nátt- úruverndarráð heldur fram, og muni meðal annars verða til mun meiri náttúruverndar en sú, sem ráðið leggur til. Að lokum vill hún taka fram, að sú vegarlagning, sem hér um ræðir, er á engan hátt til kom- in að hennar frumkvæði, heldur óhjákvæmileg afleiðing af þeim verksmiðjurekstri, sem senn hefst við Mývatn og náttúru- verndarráð hefur látið óátalinn. Hún leggur á það áherzlu, að hún vill ástunda gott samstarf við náttúruverndarráð, en það Þýðir hins vegar ekki, að hún hljóti að samþykkja allt, sem frá því kemur og allra sízt þegar, málstaður er jafnlitlum rökum studdur eins og í þessu máli og málflutningur allur af miklu kappi en lítilli forsjá. Hinsvegar telur skipulagsstjórnin mjög mið ur farið að stofnun eins og nátt- úruverndarráð skuli láta frá sér fara greinargerð, þar sem svo mjög er hallað réttu máli eins og nú hefur hent það. 13 úro með yfir 10 þús. kr. hlut Stykkishólmi, 28. júlí. HANN heitir Hlöðver Haralds- son ag á heima á Skúlagötu 3 í Stykkishólmi, hress Qg lífle'gur drengur. Hann hefur frá því um miiðjan júní sl. verið á hand- færaveiðium á mb. Björg SU 9, sem gerð er út frá Stykkiahólmi. Hafaþ eiir bæði veitlt í Rreiða- firði og ein® fyrir Suðuinlandi og meðal annars verið við Eldey. Þar voru þeir um daginn, þeigar Hlöðver hitti á stór'an feng, en það var 50 kig. lúða, væn og fönguleg. Kom hann henni af sjálfsdáðum upp í vatnsskorp- una, en þá fór nú erfiðið að auk- ast og varð hann að fá hjálp fé- laga sinna til að korma henni alla leiið upp í bátinn, en það tókst með ágætum og var Hlöðver h.rósað yfir góðum fenig. Hlöðver er fæddur 1954 og því um 13 ára gamall og er hann búinn að fá milli 10 og 12 þúsund króna hlut og þykir það gott, þegar tillit er tekið til þess að ekki hefiur' alltaf verið sjó- Viður og því komið nokkrar gloppur í úthaldið. — Préttarit- ari. — Ot.R\FST0F/l fy TOURIST ITFERÐIR: f UTANLANDSFERÐA- BÆKLINGI OKKAR ERU NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ALLAR IT-FERÐIRNAR ÁSAMT VERÐUM. EINNIG ERU f BÆKLINGNUM NÁ- KVÆMAR UPPLÝSINGAR UM HINAR ÞEKKTU FERÐ- IR PRESTSINS í TJÆRE- BORG, SEM FERÐASKRIF- STOFA RÍKISINS HEFUR EINKAUMBOÐ FYRIR Á ÍSLANDI FERÐAS KRIFSTOFA RfKISINS f IT-FERÐUNUM KAUPIR VIÐSKIPTAVIM URINN FLUGFAR, GISTINGU OG JAFNVEL FLEIRA í EINUM PAKKA HJ 4 FERÐASKRIFSTOFUNNI. IT-FERÐ- IRNAR VERÐA MEÐ ÞESSU MUN ÓDÝR \RI HEI.DUR EN ÓSKIPULÖGÐ FERÐA- LÖG. SEM DÆMI VILJUM VIÐ NEFNA N^KKRAR AF HINUM FJÖLBREYTTU OG HAGKVÆMU IT-FERÐITM Á LÆKKUÐUM FARG JÖLDUM, SEM VIÐ BJÓÐ- UM YÐUR f ÁR: Glasgow: 1 ðaga ferð, gistingar, morgunv. og kynnisferð um hálendi Skotlands innif., kr. 6.350.— Kaupmannahöfn - Amstsrdam - London: 14 daga ferð gistingar og mo gunv. innif., kr. 10.660.— Róm - París - London: dasa ferð, gistingar og morgunv. innif. kr 14.790.— Komið, skrifið eða hringið og við mtinum senda yður eintak af ut- anlandsferðabæklingnum. Berið saman verð og gæði, áður en þér ákveðið ferðalagið! LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540 Olafur Gunnarsson og rógurinn Um alllangt skeið hefur Ólaf- ur Gunnarsson frá Vík í Lónl stundað þá iðju að reyna að ó- frægja íslendinga erlendis, og um þessar mundir virðist hann sérlega upplagður við þessi skrif. Honum er sem öðrum kunnugt um það að illa árar hér nú. Afli hefur verið lítill og verð- lag útflutningsafurða lágt. Þetta eru staðreyndir, sem allir vita um hér á landj og viðskiptamenn okkar erlendis vita líka. Þá sér Ólafur Gunnarsson sér leik á borði. Honum finnst, að nú muni gullvægt tækifæri til að sann- færa menn um það í nágranna- löndunum, að kreppuástand sé yfirvofandi á íslandi og allt sé hér á fallandi fæti. ’ j Heldur því fram, að laun hafi lækkað um helming Meðal þess fróðleiks, sem þessi landi okkar bar á borð í grein, sem hann ritaði sl. laug- ardag í Politiken, er, að launa- lækkun sé almenn hér á landi og allt að því helmingslæklcun launa, mikið atvinnuleysi sé og menn hafi nú ekki lengur efni á að byggja sér íbúðarhúsnæði. Og hið furðulega skeður, Politiken slær upp þessari grein án þess að kynna sér, hvað satt og rétt sé í málum. Undrar það íslend- inga mjög að blað ein.s og Poli- tiken og önnur blöð á Norður- löndum skuli birta þetta níð og ranghermi Ólafs Gwnnarssonar. Blaðamenn í Danmörku ættu þó að vita, að þar er haldið fram furðulegri endaleysu, svo greið- ar sem samgöngur milli land- anna eru. Hvaðan hefur hann fréttii'nar? Því er að vísu ekki að leyna, að í kosningabará ttunni í vor héldu sjórnarandstæðingar því mjög á lofti, að allt væri að far- ast hér á landi, en þeir gengu þó ekki svo langt að það gæfi Ólafi Gunnarssvni tilefni til þeirra skrifa, sem hann hefur látið frá sér fara, enda visau allir menn, að stúrnarandstæð- i ingar meintu ekki nema lítinn hluta af því sem beir sögðu eins og oft vill verða í harðri baráttu. Auðvitað er sjálfsagt að segja rétt og satt frá staðreyndum, erf iðleikum ekki s’ður en meðbyr, og hvorki verða innlendir né er- lendir menn duldir þess, að á 'fi 'hJr"'' v r " ’htmTS af óviðráð- anlegum ástæðum. En það er hið mesta óþurftarverk að gripa þetta tækifæ i til þess að skrifa á þann veg, sem súrskaðað gæti, ef menn tækju mark á orðum manns eins oig Óla.fs Gunnarsson- ar, og það kunna einhverjir þeir að gera, sem ekki þekkja til hans og iðju hans um all- langt skeið. Annars væri gam- an að fá upplýst hvert þessi mað ur leitar til að fá upplýsingar I um ástandið hér. Er hann e.t.v. ekki vandlátari á heimildir en svo, að hann lesi einungis Tím- ann? — Og leggi síðan út af um- I ',æ!um hans á sinn sérstæða hátt. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.