Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: 'Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Kf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 212-4-80. 7.00 eintákið. á mánuði innanlands. NORRÆNT ÆSKUL ÝÐSMÓT Fréttir frá Sameinuðu þjóðunum: HungursneyÍ vofir yfir vanþróuium löndum í dag hefst hér í Reykjavík *■ norrænt æskulýðsmót, en það er liður í norræna æsku- lýðsárinu 1967—1968. Mark- mið þess er að vekja ungt fólk á Norðurlöndum til um- hugsunar um norrænt sam- starf og efla tengslin milli æskunnar á Norðurlöndum. Meginviðfangsefni mótsins er kynning á íslandi nútímans, stjórnmálum, atvinnuháttum, menntun, menningu og fé- lagslífi. íslendingar fagna hinum stóra hópi norrænna æsku- manna, sem gistir höfuðborg þeirra um þessar mundir. Við erum þakklátir bræðra- þjóðunum fyrir þann áhuga sem birtist í þessari heim- sókn. íslenzka þjóðin tekur af heilum hug þátt í nor- rænni samvinnu og leggur áherzlu á að gera hana eins raunhæfa og jákvæða og frekast er kostur. í þessum efnum getur æsk- an á Norðurlöndum haft mik- il áhrif. Hennar er framtíð- in. Það er hún, sem ræður því hvernig háttað verður tengslum norrænna þjóða og einstaklinga í framtíðinni. Þess vegna veltur á miklu að fá æskuna til þess að leggja hönd á plóginn og taka þátt í norrænu samstarfi. Enda þótt fjölmörg spor hafi verið stigin fram á við á síðustu árum til þess að gera sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna nánari, blasa þó fjölmörg verkefni við í framtíðinni. Auka þarf gagnkvæma þekk- ingu þjóðanna á högum hverrar annarrar, útrýma þarf ýmiskonar hagsmuna- ágreiningi og auka samvinn- una á sviði efnahags- og at- vinnumála. f menningarmálum hefur árangurinn á norrænni sam- vinnu orðið hvað mestur. Engu að síður er margt hægt að gera ennþá til eflingar norrænu samstarfi um skóla- mál, listir og vísindi. Ýmis- konar upplýsingastarfsemi þarf að stórauka og bæta fréttaþjónustu og samstarf milli fréttastofnana á Norð- urlöndum. Hafa upplýsingar, sem nýlega voru birtar um norrænt efni í dagblöðum á Norðurlöndum vakið mikla athygli. Það hefur komið í ljós að tiltölulega mjög lítið norrænt fréttaefni er í blöð- unum. íslenzka þjóðin býður þátt- takendur í norræna æsku- lýðsmótinu innilega vel- komna til íslands, um leið og hún lætur í ljós ósk og von um að koma þeirra megi verða til þess að treysta tengslin milli unga fólksins á Norðurlöndum, og auka þekkingu á íslandi og ís- lenzkum málefnum. TUNGUR TVÆR FVamsóknarflokkurinn hefur 4 tungur tvær og talar sitt með hvorri. Síðan Framsóknarflokkur- inn komst í stjórnarandstöðu hefur málflutningur hans ein- kennst af því annars vegar, að hann hefur haldið því fram að allt væri hægt að gera í einu, hækka bæri fram lög til hvers konar fram- kvæmda í landinu og auka útgjöld ríkissjóðs á öllum sviðum. Þetta er sú hliðin, á málflutningi Framsóknar- flokksins, sem snýr að fólk- inu, sem þarf á margvíslegum umbótum að halda. Hins veg- ar hefur svo Framsóknar- flokkurinn haldið því fram, gagnvart almenningi í land- inu, að ekkert sé auðveldara en að lækka skatta og allar opinberar álögur að miklum mun. Meirihluti kjósenda hefur séð í gegnum þennan yfir- borðslega málflutning Fram- sóknarmanna. Þess vegna hefur uppboðsstefna þeirra ekki náð þeim hljómgrunni, sem til var ætlast. íslenzkir kjósendur hafa þess vegna tryggt það, að Framsóknar- flokkurinn væri áfram í stjórnarandstöðu. Þeir hafa ekki treyst honum til þess að taka forustu um myndun rík- isstjórnar stjórnarandstöðu- flokkanna. Flokkar Viðreisnarstjórn- arinnar hafa haft kjark og manndóm til þess að segja ajóðinni hiklaust skoðun sína á því, hvað sé hægt að gera á hverjum tíma, og hvað ekki. Þess vegna hafa yfir- Doðstillögur Framsóknar- manna verið felldar. Nú þeg- ar harðnar í ári til lands og sjávar koma svo Framsóknar- menn og segja að allir erfið- eikar séu ríkisstjórninni að kenna. Hún hafi „hafnað öllu vali eða niðurröðun verkefna og kallað allt slíkt höft.“ Því fer víðs fjarri að Við- reisnarstjórnin hafi hliðrað sér hjá að hafa taumhald á fjármálastjórn landsins. Hún hefur að sjálfsögðu beitt sér fyrir fjölþættum framkvæmd um og uppbyggingu. En hún íefur jafnframt tryggt heíl- arigðan ríkisbúskap. Við- reisnarstjórnin hefur hins vegar ekki viljað taka upp að Brýn og langvinn matvæla- vandaimáll ógna efnahagislegum og félagslegum framförum í mörgum vanþróuðum löndum, og nú er þörf á skjótum og einíbeitt- um aðgerðum til að ráða fram úr vandraeðum sem fljótlega geta orðið illviðráðanleg, segir fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna í nýbirtri skýrslu. Vandinn stafar af því, að mat- vælaframleiðslan — sem er ná- tengd þróuninni yfirleitt — bregzt einmitt á sama tíma og fólksfjölgunin verður örari og sjálf þróunin eyfcur stöðugt eftir spurnina eftir matvælum, segir í skýrslu'nni, sem samin er af Sameinuðu þjóðunum og Mat- væla- og landbúnaðarstofnun- inni í samráði við aðrar stofn- anir Sameinuðu þjóðanna. Eklki einu sinni ýtrustu tilraunir til að mjókka bilið virðast geta komið í veg fyrir að vanþróuðu löndin verði sífellt háðari inn fluttum matvælum, segir fram- kvæmdastjórinn og leggur í því sambandi áherzlu á, að hægt sé að hefta hungrið með alþjóðleg- um aðgerðum í stórum stíl. í skýrslunni sem nú er, til um- ræðu á fundi Efnahags- og félagis máflaráðsins í Genf (sem situr á rökstólum 11. júlí til 4. ágúst) er m.a. bent á eftirtalin vanda- mál: • Alvarlegur matvælaskort- ur ríkir í nókkrum stærstu van- þróuðu löndunum, sem samtals hafa jrfir einn milljarð íbúa. • Rúmlega fimmtugur þeirra 2,2 milljarða manna, sem nú búa í vanþróuðu löndunum, er talinn svelta. Rúmur helimingur þeirra er vannærður, og leiðir það af sér minnlkandi vinnuþrek og aúkið næmi fyrir sjúkdóm- um, einkanlega meðal barna og vanfærra kvenna. • Hinar milklu umframbirg ’S- ir stóru útflutningis'landanna af korni hafa gengið til þurrðar með voveiflegum hætti á síðustu fimrn árum og eru nú ekki meiri en svo, að þær rétt nægja til að tryggja þau gegn öldugangi upp sfcerunnar frá ári til árs. • Haldi svo fram sem nú horfir er hugsanlegt að þau 13 vanþróuðu lönd, sem nú bola mikinn kornsfcort, muni skorta all’t að 30 milljónum smúlesta af fcorni árlega kringum 1975. Vanþróuðu löndin, sem nú þegar stríða við þrálát vandamál vegna greiðslujafnaðar, geta átt á hættu að þurfa að greiða 7,2 milljarða dollara (310 milljarða ísl. kr.) árlega í erLendum gjaldeyri tii matvælainnfflutnings. nýju ofurveldi nefnda og ráða til þess að skammta mönnum leyfi til þess að flytja inn framleiðslutæki eða byggja hús og vinna aðr- ar nauðsynlegar umbætur í landinu. Þar skilur á milli • Haldi landbúnaðurinn á- fram að vera afturúr í vanþróuðu löndunum, er bugsanlegt að það reynist mjög torvelt að ná nægi- iega örum vexti á iðnaðarsvið- inu til að atvinnulífið í heild fái þróazt með fullnægjandi hraða. í skýrslunni er Lögð áherzla á, að ekiki sé hægt að fjalla um matvælaöffliunina sem einangrað vandamál, heldur verði að taka það fyrir í samhengi við hina efnahagslegu og félagslegu þró- un í heild. Eftir að allir hinir marg- víslegu þættir, sem til álita koma, hafa verið raktir lýkur skýrslunni með þeirri niður- stöðu, að þörf sé á nýju .rum- kvæði í alþjóðlegu samstarfi til að leysa matvædavandann. f því sambandi geta sérstotfnanir Sam- einuðu þjóðanna átt etftir að gegna mifcilvægu hlutverki. Brýn þörf Samfcvæmt skýnslunni verðor þetta frumkvæði að uppfylla tvær krötfur. f fyrsta lagi verð- ur að fullnægja stundarþörfum vanþróuðu landanna með mat- vælahjálp í stórum stíl á næstu árum. Verði það ekki gert, má gera ráð fyrir verulegri stöðv- un á efnahagsvexti vanþróuðu landanna þegar bezt lætur, en þegar verst lætur víðtækum sulti og í mörgum tlifellum hreinni hungursneyð. Langdrægar ráðstafanir f öðnu lagi verður samtímis ið Hárvaðinn er ein mesta plaga núfímans, segir í nýjasta n1 af UNESCO-tímaritinu „;Couri- er“, sem er helgað óværi af öllu tagi. Taugatrufflianir, heyrnar- tjón og líkamlegir og álrænir ertfiðléikar eru prísinn sem við greiðum fyrir ferðaiflýti og „þægi legri“ tilveru. En það er hægt að draga úr sfcarkalanum. Hér eru niokfcuir fróðleikskorn úr „Couii- er“: • Bifhjólaiðnaðurinn leggur sig fram um að bæta hljóðdeyfa, en samfcvæmt sfcýrtslu frá Evrópu ráðinu eru eftirsóttuistu bifhjól- in enigan veginn þau sem mi ínst heyriist í. • í Fraikklandi er bannað að nota ferðaútvarpst^ki í járn- brautarlestum, strætisvögnum og langtferðabílum, neðanj arðarlest- Framsóknarmanna, hafta- postulanna, sem aldrei sjá neitt bjargræði annað en höft, nefndir og ráð, og nú- verandi ríkisstjórnar og flokka hennar. Leiðtogar Framsóknar- snúa sér að þeim höfuðþáttum sem hafa áhrif á matvælavanda- málið í stærra samhengi: fólks- fjölda, land'búnaði, iðnaði og verzlun. Matvælahjálpin á þannig að auðvelda varanlega lausn, en þá lausn verða van- þróuðu löndin sjálf að finna, hvert við sitt hæfi. SkiRyrði þess er að þau hafi bolmagn til að framleiða nægileg matvæli heimafyrir eða afla sér fjár- magns til matvælainnflutnings með útflutningi annarra afurða, þar sem það er hagkvæmara. Fólksfjölgunin verffur ekki stöðvuð strax. f skýrslunni kernur fram, að vanþróuðu löndin voru fyrrum álitlegir matvælaútifflytjendur. Umframmagnið af neyzlukorni nam árlega 14,3 miljónum tonna á tímabilinu 1934—38, en nú nemur nettó-innflutningur þeirra á neyzlukorni 11,6 milljónum tonna árlega. Meginorsökin til þesarar breytingar hefur veríð hin öra fióliksfjölgun eftir seintii heimsistyrjöldina, segir í skýrsl- unni. íbúatala vanþróuðu landanna eykst um 43 milljónir á ári hverju, sem er sjö sinnum meira en fólkstfjölgunin í iðnaðarlönd- unum. Með hjálp ýmissa stofn- ana Sameinuðu þjóðanna leitast vanþróuðu löndin við að móta og hrinda í framkvæmd áætlun- um um takmörkun barneigna. Þessi viðleitni getur samt efcki hatft nein verúleg áhrif á fólks- fjölgunina fyrstu 15—20 árin, segir í skýrslunni. um, á götum og opinberum torg- urn, í almenningsgörðum og á baðströnduim. • Brátt fáum við nýtt há- vaðavandamál: hivellina frá flug- |>'élum sem filjúgia hraðar en hljóðið. En farþegar í þessum tfliugvé/lum sleppa við pláguna. Vélin flýguir nefnilega frá skark alanum! • í Genf er það talið til af- brota að skella bílhurðum of harkaiega. • Alger þögn er eiginlega ekki heilsuisamlegri en mikill há- vaði. Sá sem lokaður er inni í hljóðeinangruðu herbergi trufl- ast atf óverulegum hljóðum eina og hjartslætti, andardrætti og augnadtepli. Þes®i hljóð geta orð- ið svo málttug að þau validi al- varlegum sálrænum trufliunum. flokksins munu vafalaust halda áfram að tala sínum tveimur tungum. En tvö- feldni þeirra og yfirborðs- háttur er ekki vænlegur til þess að auka traust þeirra og fylgi í framtíðinni. IMiður með hávaðann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.