Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 12
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967 12 • I hitu baróttunnar * á Ineistaramóti Islands í frjálsum íþróttum MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum í síðustu viku. Sagt hefur verið frá úr- slitum mótsins í blaðinu, en það er mál manna, að mótið hafi verið sérlega vel heppn- að og á því hafi náðst allgóð- ur árangur. Vona menn að nú sé aftur að lifna yfir frjálsum íþróttum á íslandi, þótt hæp- ið megi samt telja að sama „gullöld“ og var hér um 1950 komi aftur. Til þess er þjálf- un og atvinnumennska stór- þjóðanna orðin of mikil. Framkvæmd þessa móts var með miklum ágætum, og er það önnur saga en hægt er að segja um flest öll þau frjáls- íþróttamót sem hér hafa verið haldin. í framkvæmdanefnd var stjórn frjálsíþróttadeildar KR, en leikstjóri var Einar Frímannsson og yfixdómari var Björn Vilmundarson, for-' maður F.R.Í. Auðheyrt og auð- séð var á áhorfendum, að þeir kunnu vel að meta það hversu alit gekk greiðleg.a og hvað sjaldan sköpuðust dauðir punktar í keppninni. Til leiks í keppni Meistara- mótsins voru, að þessu sinni, skráðir 124 þátttakendur frá 11 íélögum og héraðsamböndum. Flestir keppendur í karlagrein var í 100 metra hlaupi, en þar mættu 12 til leiks. Annars bar töluvert á því að skráðir kepp- endur mættu ekki til leiks. Slíkt er alltaf mjög leiðinlegt fyrir áhorfendur og til lítils sóma fyrir viðkomandi íþrótta- menn. Ef litið er á úrslit mótsins kemur í Ijós, að KR-ingar hlutu flest meistarastig eða 15 alls, og öll í karlagreinum, ÍR hlaut 3, þar af eitt í kvenna- greinum, HSK 1 í karlagrein- um og 1 í kvennagreinum, UMSS 1 í karlagreinum, HSÞ 3 í kvennagreinum, UMSK 2 í kvennagreinum og UMSE og FH sitt hvort í kvennagrein- um. Valbjörn Þorláksson hefuT þegar hlotið 8 meistaratitla, í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi, 110 metra grindahlaupi, stangarstökki, spjótkasti, fimmtaþraut og hann var í sveit KR er vann 4x100 og 4x400 metra boðhlaup. Halldór Guðbjörnsson, KR, hefur hlotið 5 meistaratitla og Þorsteinn Þorsteinsson, KR, 4. í fimmtán- greinum náðist nú betri árangur en á Meistara- mótinu í fyrra. Sett voru 5 meistaramótsmet og eitt var jafnað. Eitt íslandsmet var sett í 4x100 metra borhlaupi kvenna og Þorsteinn Þorsteins- son, KR, setti glæsilegt ung- lingamet í 400 metra hlaupi, hljóp á 48,2 sek. Þórarinn Arnórsson Ánægður með bættan árangur Síðari dag aðalhluta mótsins gengum við um og hittym að máli nokkra keppendur. Fyrst náðum við tali af Þórarni Arn- órssyni, ÍR, sem var að kasta mæðinni eftir 400 metra hlaup ið. — Þú settir persónulegt met í 400 metra hlaupinu, Þórar- inn? — Já. Ég bætti það sem ég hafði áður náð um 1,2 sek., og komst nú niður fyrir 50,0 sek. — Áttir þú von á því? — Ja, svarar Þórarinn bros- andi, — maður vonar alltaí það bezta. Það var mjög gott að hlaupa núna. Hlýtt í veðri og brautin mátulega hörð. — Ög þú náðir þínu bezta í 800 metrunum í gærkvöldi? — Já, — langbezta. — Ertu í sérstaklega góðri þjálfun núna? _ — Ekki mundi ég segja það. Ég hef ekki getað æft nema lít ið undanfarið. Hef haft mörgu öðru að sinna og tími til æf- inga hefur verið takmarkaður. — Og þú ert auðvitað ánægð ur með árangurinn núna? — Að sjálfsögðu er maður Ijómandi ánægður. Þetta er mikið að skána. — Og ætlarðu að keppa í fleiri greinum? — Ég er að hugsa um að fara í 1500 metra hlaupið á eft ir. Ég er bara dálítið slæmur í hælnum síðan í grindahlaup- inu í gærkvöldi. Og Þórarinn setti enn ei*t persónulegt met í 1500 metra hlaupinu og hljóp á 4:11,1 mí'l. Jón H. Magnússon G'ð aðstaða til sleggjukasts Við gripum Jón H. Magnús- son, ÍR, þegar hann steig af verðlaunapallinum eftir að hafa tekið við fyrstu verðlaun- um fyrir sleggjukast og auk verðlaunapeningsins hlaut Jón að sigurlaunum fallegan silfur bikar. — Þetta er í annað skiptið sem ég sigra á Meistaramóti, sagði Jón. — Ég kastaði núna 51,38 metra, eða tveimur metr um styttra en ég gerði núna í undankeppni bikarsins. Ég er því ekkert sérstaklega ánægð- ur með árangurinn nú. — Gerir þú þér vonir um að ná íslandsmetinu í sleggju í suinar? — Það veit maður ekki. — Hvað æfir þú oft? — Reglulega annan hvorn — Og þú hefur bætt árangur þinn mikið að undanförnu? — Ég hef bætt mig um 2 metra á ári síðan ég byrjaði að æfa. Það eru fjögur ár síðan ég byrjaði og þá kastaði ég 46 metra. — Hvernig er aðstaðan til að kasta sleggju? — Ég mundi segja að hún væri ágæt bæði hérna á Laug- ardalsvellinum og eins á Mela- vellinum a.m.k. íyrir okkur, sem ekki köstum lengra en þetta. Þjóðverjinn kastaði yfir girðinguna á Melavellinum. — Heldurðu að þú eigir eft- ir að leika það eftir honum? — Það er ótrúlegt. Það er ekki svo mikil alvara í þessu hjá mér. — Er þér ekki minnisstætt í fyrsta skipti sem þér tókst að sigra íslandsmethafann, Þórð B. Sigurðsson? — Jú. En mér þótti sérstak- lega gaman að sigra á fslands- meistaramótinu í fyrra. Það er sá sigur sem mér hefur þótt vænst um. Mikill íþróttaáhugi í Eyjafirði Sigurður Sigmundsson var kominn langan veg til að taka þátt í mótinu, en hann er Ey- firðingur og keppir fyrir UMSE. — Ég gerði mér vonir um að ná betri árangri en raun varð á. Það var búið að segja mér að það væri svo miklu betra að stökkva hérna heldur en norður á Akureyri. Annars má segja að völlurinn hérna sé mjög góður, — það er bara ég sem er ekki nógu góður. — Hver er þinn bezti árang- ur í stökkunum? — É'g á bezt 6,71 metra í langstökki og 13,62 metra í þrístökki. — Hvað mættu margir Ey- firðingar til leiks á Meistara- mótinu? — Við vorum fjögur, tvær stúlkur og við Jóhann Frið- geirsson, en hann tók þátt í spretthlaupum. — Og ertu ánægður með frammistöðu ykkar? — Sérstaklega stúlknanna, en þær urðu nr. 1 og 2 í kúlu- varpinu og bættu sinn fyrri árangur mjög mikið. Jóhann Sigurður Sigmundsson stóð sig líka með prýði og setti UMSE-met í 4*00 metra hlaupi. — Er ekki mikill áhugi á íþróttum í Eyjafirði? — Hann er töluverður, en aðstaðan til æfinga og keppni er ekki nógu góð. Sérstaklega yfir vetrartímann, en þá höfum við ekkert íþróttahús. Áhuginn er ekki svo ýkja mikill á frjáls um íþróttum, en knáttspyrnu stunda margir. Fyrir því eru náttúrlega orsakir. Það er meira fjör í kringum hana, og svo útheimtir hún ekki eins mikla þjálfun og frjálsar íþrótt ir gera. — Hvað starfar þú, Sigurð- ur? - Ég er íþróttakennari við Héraðsskólann að Laugum í S- Þingeyjarsýslu. Þar er áhugi mikill á frjálsum íþróttum, mikið æft og þar hefur líka náðst góður árangur. í sumar hef ég svo verið íþróttaþjálf- ari í Eyjafirði. Leiðinlegt að hlaupa einn Á meðan við spjölluðum við Sigurð lauk keppni í 1500 metra hlaupi, en þar varð sig- urvegari Halldór Guðbjörnsson KR, og bætti þar með við sín- um þriðja meistaratitli. Ekki þó baráttulaust, því að hinn ungi Þingeyingur, Gunnar Kristinsson, veitti honum tölu- verða keppni. Að lokinni verð launaafhendingu fengum við Halldór til að ræða við okkur: — Ertu ánægður með tím- ann sem þú fékkst í hlaupinu? — Eftir atvikum. Ég fékk Halldór Guðbjörnsson núna 4:02,5 mín, en á bezt 3:59,1, — náði þeim tíma 1965. — Þingeyingurinn veitti þér töluverða keppni? -— Já, hann ýtti nú heldur verulega á eftir mér. Annars hefði ég sennilega verið á öllu lakari tíma. — Áttir þú von á því? — Já svona hálft í hvoru. Hann hefur verið hérna ein- staka sinnum og staðið sig mjög vel. Hann veitti mér góða keppni í drengjahlaupinu 1966, og hefur verið í framför síðan, þannig að maður veit, að hann getur orðið ágætur hlaupari. Hann þarf bara að koma hing- að oftar til keppni. — Saknaðirðu ekki Þorsteins í 1500 metra hlaupinu? — Að vísu hefði verið gam- an að hafa hann með. Það er svo annað mál, að maður hefði senniléga ekki reynst jafnoki hans. Hann er í góðri þjálfun. Framhald á bls. 20. 1500 metra hlauparar nýlagðir af stað. Fremstur fer Halldór Guðbjörnsson, KR, síðan Þórarinn Arnórsson, ÍR, Gunnar Kristinsson, IISÞ, Ólafur Þorsteinsson, KR, Gunnar Snorra- son, UMSK og Þórarinn Sigurðsson, KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.