Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967 15 Gítll Guimundsson: Kjósin er á bak við Esjuna, en hvað vita þeir svo meira um þessa sveit, svona rétt við bæj- arvegginn. Jú, margir vita að heldur leiðinlegur kafli af Vest- urlandsvegi, sunnan Hvalfjarð- ar, liggur um Kjósina, að þar fellur falleg, hvítfyssandi á til sjávar og heitir Laxá, að innan við hana stendur óvenju mynd arlegt býli, í brekku undir brattri hlíð og gengur almennt undir nafninu Háls (að réttu Neðri-Háls). Veiðimenn vita að Laxá ber nafn með rentu og að í sveitinni er einnig Bugða og Meðalfellsvatn. Hestamenn eiga margar uppáhalds reiðgötur í þessari sveit og göngumenn vita þar um fagrar leiðir til allra átta. Líklegastur er þó sá hópurinn fjölmennastur, sem veit ekkert meira um Kjósina en það, sem sést út um bílrúðurnar af þjóð- veginum. Við höfum ekki áttað okkur fyllilega á því ennþá, hve sá hópur er orðinn stór, sem horfir á landið út um rúðurnar á sínum eigin bíl, lætur hesta- fjöldann oft og einatt tæla sig langt yfir skammt og missir þannig af margri nærliggjandi matarholu. Fram að þessu hef- ur kunnugleiki minn af Kjósinni verið heldur takmarkaður og mér var farið að leiðast það. í>ví var það að ég fór í öku- ferð um hana nú um daginn, með sæmilega kunnugum manni og nú ætla ég að reyna að segja frá því, sem fyrir augun bar, í stórum dráttum. Áttatákn hefi ég reynt að hafa í sem mestu samræmi við áttavitann en tel líklegt að heimamenn hafi ým- islegt við þær að athuga þvi að þeirra áttir (sama í hvaða sveit það er), vilja stundum stang- ast á við hann. Norðan við Kiðafellsá tekur Kjósin við af Kjalarnesi en brú- in á þeirri á er heldur viðsjál- verður forngripur. Rétt neðan við hana beygir áin norður um fallega gróið dalverpi og er brattur sandhryggur sjávarmeg- ínn (Ósmelur). Bærinn Kiðafell (landnámsjörð Svartkéls hins Katneska, sem síðar fluttist að Eyri), stendur á hjalla undir Eyrarfjalli (Kiðafelli), sem er klofið frá Esjunni af sveig- mynduðum dal, eða skarði, er nefnist Miðdalur (Mýdalur eldra). Rétt norðan við brúna liggur hliðarvegur til hægri, inn þennan dal og hann ókum við. Dalsmynnið er raunar aðeins þröngt skarð en svo breikkar dal urinn töluvert og er fallega gró- inn á kafla. Þar er bærinn Mora staðir til vinstri en Tindstaðir handan árinnar, undir Esjunni. Það eru' fyrst og fremst norð- urhlíðar Esjunnar, sem setja svip á þennan dal, brattar og víða hömrum girtar með hjarn- fannir í brúnum. Hér urðu tölu verð landspjöll af völdum skriðu falls fyrir 2—3 árum. Rétt inn- an við Tindstaði er fjallshlíð- in klofin af hrika gljúfri, sem á kortinu ber nafnið Kerlingar- gil. Fyrir innan þessa tröllageil er Tindstaðahnúkur og inn af honum mikilúðleg hamraskál, er nefnist Hrútadalur. Bærinn Mið dalur er næst á vinstri hönd, innaf honum verður dalurinn hrjóstugri og þrengist, unz hann mætir Eilífs’dal. Þar, á dala mótunum, er töluvert undirlendi og bærinn Eilífsdalur. Þar eru tveir strýtumyndaðir ruðnings- hólar og nefnist sá vestari Or- rustuhóll. Þar segir Kjalnesinga saga að kappinn Búi Andríðs- son, sá er Esja fóstraði, hafi átt í mannskæðum bardaga við of- urefli liðs, en fór þó með sig- ur af hólmi. Hann fór svo til Noregs, hvar hann fékk mun hlýlegri móttökur hjá heimasæt unni í Dofrafjöilum. Eilífsdalur gengur suður í Esjuna og er mjög tilkomumik- ill, girtur snarbröttum hamra- hlíðum á þrjá vegu, sem gnæfa 5—600 m. yfir dalbotninn. Vest- an dalsins er Þórnýjartindur, austan hans Skálatindur en Ei- lífstindur fyrir botni. Þar seg- ir sagan að sé legstaður Eilífs, þess er gaf dalnum nafn. Frá Eilífsdal sveigir vegurinn norð- ur sveitina, með bæina Bæ og Þúfu á vinstri hönd en Litla- bæ og Blönduholt til vinstri, unz við komum á Vesturlands- veg hjá bænum Felli. Hann ók- um við stuttan spöl til aust- urs að Kjósarskarðsvegi og hann til suðurs. Bráðlega varð áin Bugða á leið okkar og svo komum við að Meðalfellsvatni. Þar stendur bærinn Meðalfell við vatnið, sunnan undir vest- urenda fellsins. Þetta er land- námsjörð Valþjófs Örlygssonar og oft höfðingjasetur. Hún mun nú hafa verið í ábúð sömu ætt- ar hátt á aðra öld. Vegurinn liggur í brekkurótum austur með vatninu og er umhverfið vinalegt, enda eru þar margir sumarbústaðir (sumir til litiíl- ar prýði, eins og víðar). Sunn- an við vatnið eru 2 bæir, Efri- Flekkudalur og Grjóteyri, og þar liggur Flekkudalur til suð- urs, frekar grunnur en með hamraþil fyrir botni. Bærinn Eyjar er við austur- enda vatnsins og enn einn dal- ur til suðurs. Heitir hann Eyja- dalur og er bærinn Sandur í mynni hans. Austan við þann dal er Möðruvallaháls og þar liggur vegurinn austur um breitt skarð, milli norðurenda hans og austurenda Meðalfells, en Sand fell er framundan, nakið og strýtumyndað. Svo sveigir veg- urinn suður með Möðruvalla- hálsi og nokkuð sunnan við bæ- inn Möðruvelli opnast Svína- dalur til suðurs en suður úr botni hans er Svínaskarð til Þverárdals. Vestan við skarðið lýsir á Móaskarðshnúka en austan þess er Skálafell, þar sem fjarskiptamöstur Landssím ans báru við himin. Hér sveig- ir vegurinn austur yfir Svína- dalsá (Möðruvallarétt til vinstri) og mætir austurálmu Kjósar- vegs rétt sunnan við syðri brúna á Laxá. Áin fellur þarna í snotru gljúfri, (þar er Pokafoss) og norðan hennar er all víðlent skógakjarr í brekkunum suður af Sandfelli. Þar uppi í hlíðinni er Vindáshlíð, sumarbúðdir KFUK. Hér fannst okkur álit- legur áningastaður, fundum fall ega laut í kjarrinu neðan við veginn og herjuðum á nestið. Hér um lá hin forna þjóðleið frá Reykjavík til Hvalfjarðar. Hún lá inn Mosfellsdal og yfir lægðina innan við Mosfell. Svo inn Þverárdal, yfir Svínaskarð og norður Svínadal. Héðan iá hún svo upp brekkurnar austan við Sandfell, norður yfir hálsinn og niður Seljadal og Fossárdal til Hvalfjarðar. Mér telst til að þessi leið muni vera um 15 km. styttri en núverandi þjóðvegur, aftur á móti eru á henni tveir fjallvegir og annar nokkuð hár (Svínaskarð)! Þó hefi ég það fyrir satt að eitt sinn hafi ver- ið uppi ráðagerðir hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli um að tengja hann við Hvalfjörð með hraðbraut og fara með hana þessa leið. Eftir hvíldina ákváðum við að kanna dalinn til suðuns. Varð þá fyrst fyrir okkur bærinn Hæk- ingsdalur í fallegu grónu dal- verpi á vinstri hönd en til hægri bærinn írafell, sem stendur all hátt norðan undir samnefndu felli. Við þann bæ er kenndur einn magnaðasti draugur í þjóð sögum okkar, Írafells-Móri. Þetta var uppvakningur, sem átti að fylgja sömu ættinni í 9 liði og svo magnaður fyrst í stað að það varð að skammta honum mat og jafnvel rúm til að sofa í. Margar furðulegar sögur eru til um klæki hans og skráveifur en líklegast er hann farinn að letjast nú orð- ið, enda búinn að vera á róli frá því um aldamótin 1800. Inn af þessum bæjum þrengja fjöll in að á báðar hendur og svo endar vegurinn rétt norðan við innsta bæinn, Fremri-Háls. Ó- greiðfær jeppavegur mun liggja þaðan áfram suður að bænum Fellsenda og þaðan svo akfært á Þingvalláveg á Mosfellsheiði. Þessa leið létum við eiga sig en fórurn til baka oð Laxárbrú og svo áfram norður. Kjósin er á þessu svæði ó- neitanlega heldur hrjóstrug og þröngt milli fjalla norður að bænum Vindási. En þar opnast fallegur, sveigmyndaður dalur, sem Reynivallaháls sltýlir fyrir norðanáttinni. Dalbotninn er samfellt fróðurlendi, þar sem Laxá liðast fram í ótal bugðum. Austan undir Miðfelli (máske ætti ég að segja norðan) em bæirnir Þorláksstaðir og Hurð- arbak en kirkjustaðurinn Reyni vellir fyrsti bær undir hálsin- um. Þar hafa setið margir merk ir kennimenn, t.d. á þessari öld séra Halldór Jónsson, sem þjón- aði þar í hállfa öld og var landskunnur á sinni tíð fyrir rit störf og tónsmíðar. Nokkru ut- ar eru bæirnir Sogn og Valda- staðir, undir hálsinum, en Kára nesbæir niðri á sléttlendinu, handan við ána. Dalbotninn er um 30 m. yfir sjó, marflatur og heldur blautlendur því að framan við hann er lágur klapp arás. Þar hefur Laxá sorfið sér farveg og steypist svo í fossa- föllum niður hjallann, út í Lax- árvog. Myndarlegur heimavistar skóli stendur þarna í hjallan- um við ána. Við komum á þjóðveginn rétt norðan við brúna á Laxá og tókum stefnuna til Reykjavík- ur. í dálitlum hvammi ofan veg- ar er félagsheimilið Félagsarð- ur en bærinn Laxanes niður við sjóinn. Nú höfðum við fyrir aug um okkar þann hluta Kjósarinnar sem flestum er kunnur en viss- um einnig af eigin raun hversu ófullkomna mynd hann gefur af sveitinni í heild. Norðan undir Eyrarfjalli eru bæirnir Eyri og Eyrarkot, sitt hvoru megin veg- ar og þar niðurundan skagar Hvaleyri út í fjörðinn, marflöt og gróðurlítil. Mikið hefur ver- ið rætt um bílferju þar yfir fjörðinn en litla trú hefi ég á því fyrirtæki. Það væri nær að full- gera veginn kring um fjörðinn, taka af honum beygjur og brekk ur og stytta hann um leið með uppfýllingum þvert yfir grynn- ingarnar við vogabotnana (Lax árvog, Brynjudalsvog, Botns - vog). Bærinn Útskálahamar stendur undir Eyrarfjalli nökkru utan og svo kom Kiðafell. Þar lauk ferð okkar um Kjósina, sem hafði staðið í 3 stundir og verið í senn ánægjuleg og fróð- leg. A heimleiðinni datt okkur í hug að athuga veginn inn með Esjunni að sunnan. Hjá verzl- uninni Esju ó Álfsnesmelum tókum við vegarslóð til vinstri austur melana og komura bráð- lega að Leirvogsá, þar sem hún rennur í mjög sérkennilegu gljúfri. Vegurinn var torfæru- laus inn að Grafará en þar béið okkar meiriháttar þröskuldur. t miklum vatnavöxtum hefur áin grafið utan úr vesturbakkanum og þar endaði vegurinn í þver- hnýptum, mannhæðarháum stalli. Við vorum á tveggja drifa bíl og gátum því krækt fyrir þetta og slarkað austur yfir ána en ég tel útilokað að nokkur fólksbíll komist ó- skemmdur yfir þá vegleysu. Ef mikið er í ánni yrði það einn- ig ófært jeppum. Frá Grafará var mjög stirður vegur inn að Hrafnhólum en þaðan greiðfært austur yfir hálsinn á Þingvalla- veg hjá Seljabrekku. Þeir, sem ætla inn að Tröllafossi verða því að aka þá leið. Þrjú íslenzk leikrit í enskri þýðingu — í flokknum, Bókaþýðingar IMorðurlandaráðs MORGUNBLAÐINU barst fyrir skömmu bók, sem „The University of Wis- consin Press“ gaf út fyrr á Jjessu ári. Bókin, sem nefnist „Fire and Ice” (ís og eldur), samanstendur af þremur íslenzkum leik- ritum I enskri þýðingu. Þau eru: Galdra-Loftur (e. The Wish) eftir Jóhann Sigurjónsson, Gullna hlið- ið (e. The Golden Gate) eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Kjarnorka og kvenhylli (e. Atoms and Madams) eftir Agnar Þórð arson. G. M. Gathorne- Hardy þýddi leikrit Dav- íðs, en Einar Haugen, sem mörgum Islendingum er að góðu kunnur, þýddi hin leikritin tvö, og ritar auk þess almennan inngang og formála að öllum leikrit- unum. Bók þessi er í flokknum Bókaþýðingar Norðurlanda- ráðs. Mennimgarnefnd ráðsins hefur staðið straum af kostn- aði viið þýðingar og útgáfu bókarinmar. f þessum bóka- flokki hiefur eiitt annað ís- lenzikt skáldrit komið últ í ensikri þýðimgu Ceoil Woods: Svartfugl (e. The Black Cliffls) eftir Gunnar Gunnars- son, en bækur frá öRum Norðurlöndunum hiafa verið gefnar úit í þessum flokki. f ráðgjafanefnd bókaflokkis þessia enu Einar Haugen, Har- ald S. Næss ag Richard B. Vowles, formaður. f almennum formála að bókinni fs og eldur, ritar Haugen í stuttu máli urn ís- lenzka leikritagerð og leik- ritaskáld frá öndverðlu. Hann ritar auk þess sérstakan for- mála að sénhverju leikriti, þar sem hann igetur fyirri verka höfumda og ræðir stöðu þeirna í íslenzkum bókmennt- um. Formálar þessir eru greinargóðir og bera viitni þekkingu höfiundiar á við- fangsefnii sínu. f registri aftan við hvern fiormála er getið allra verka viðkomandi höí- undar og þýðinga þeirra á er- lemd mál. Athyigli vekja ljóðaþýðing- ar Gatlhorne-Hardys í leikriti Davíðis frá Fagraskógi, GuUna hliðinu. Efcki er úr vegi að gefa lesendum sýnisihorn af mjög smefcklegum vinnu- brögðum þýðandans, og skal þá fyrist tilifært fyrsta erimdið í sönigljóði fiðlungsinis: „HrosShár í strengjum og holað innan tré. Efcfci átti fiðlingur meina fé“. Enska þýðingin er svohljóð- amdi: „Honsehair on catgut, And Ihollow wooden frame; That was all the fiortune To the fiddlers name“. Fyrsta erindið í ljóði fiiðl- ungsins um ástina hljóðar svo: Eg beið þín lengi, lengi, mín liðjan fríð, stililti mína strengi gegn stormum og hríð. Bg beið þín undir björkunum í Bláskógahlíð. Á ensku er erindið þýtt á þennan veg: „Long was the time I tarried, My lily fair, fior thee: My tuneful strimgs I carried When wintry storms blew freie. I tryisted neath thé birches That grow by Greenwood Lea. Bókin er vel út gefin, í fal- legu bandi. Þeir sem hug hafa á að eigmast hana geta skrifað til: The University of Wis- consin Press, Box 1379 Madi- son, Wisconsin 53701, U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.