Morgunblaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 24
24
MORGÚNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1967
Alan Williams:
PLAÍSKEGGUR
ingur! Hvernig getur Gyðingur
verið fasisti hr. Ingleby? Það er
ekki nema til að hlæja að því!
Hann kinkaði kolli kurteislega,
og Rebot svaraði frá borðsend-
anum: — Allir Gyðingar hérna
sem einn, eru hlynntir Leyni-
hernum. Það er barátta gegn
þjóðernisstefnu Arabanna. Það
er ósköp einfalt mál: annað
hvort sigrum við eða förumst.
Hann talaði með þessum sorg-
bitna ákafa, sem er svo einkenn-
andi fyrir kynþátt hans, berg-
mál hans, bergmál af aldalöng-
um ofsóknum — nýr Móses, sem
stjórnaði fallhlífarher, til þess
að bjarga fyrirheitna landinu frá
innrásum.
Van Loon var i háværum sam
ræðum við rauðhærðu stúlkuna,
Annette, sem skríkti og fitlaði
við ljósa skeggið á honum. Hann
hellti í sig talsverðu víni, rang-
hvolfdi bláu augunum, og fannst
snögglega Borneo vera langt í
burtu. Þegar Morin lautinant
spurði hann, hvað honum fynd-
ist um ástandið í verndarrí'kinu,
glotti hann og svaraði tvírætt:
— Ég geri engum nein vandræði,
ég sækist ekki eftir öðru en góðu
víni og góðum mat og sniðugum
stelpum! — og sendi Annette um
leið kvensemisglott — en ef ein-
hver ætlar að gera méf bölvun,
kreisti ég hann bara í sundur
með höndunum.
Öll hlógu að þessu nema Neil,
og Morin lautinant klappaði
honum á bakið: — Ég sé, að þú
ert einn af oss, Hollendingur!
Van Loon svaraði: — Ég vildi
svo sem gjarna vera einn af oss,
með allar þessar stúlkur kring
um mig!
Anne-Marie snerti olnbogann
á Neil og hvíslaði: — Klukkan
er orðin tvö. Þér verðið að fara
að hringja í þann feita!
Neil fékk í magann — hann
hafði vonað að sleppa við þetta.
Hvað gat hann eiginlega sagt við
Pol? Að hann hefði hitt Le Hir
innan götuvirkjanna, og að
hann væri nú að borða með ein-
um forustumanni stúdentanna?
Anne-Marie sagði: — Síminn
er handan við snyrtiherbergin.
Þér fáið merki við afgreiðslu-
borðið.
Þegar hann var kominn inn í
hljóðdeyfða skápinn, lokaði
hann dyrunum vandlega og valdi
númerið, sem Pol hafði gefið
honum. Hann velti því fyrir sér,
hvort vera mundi aukasamband
inn i matsalinn, þar sem hægt
væri að hlera. Kannski var það
fyrst og fremst vegna þess, sem
hún hafði boðið honum í mat.
Línan gaf ekki eðlilegan hring-
ingarsón, heldur heyrðist slitinn
sónn og kvenmaður endurtók
númerið, sem hann hafði beðið
um. Hann sagði: -— Ég ætla að
tala við hr. Pol. Svo varð smell-
ur og þögn og svo kom rödd
Pols — sem sagði varkárlega,
að því er Neil fannst: — Hver
er þar?
— Ingleby.
— Ah, hr. Ingleby! Hvernig
gengur? Röddin heyrðist eins og
skrækjandi gegn um símann —
Pol var sýnilega í góða skapinu
sínu. Hann fór að geta sér til
um, hversu margar flöskur af
Jonnie Walker hann væri bú-
inn að tæma í aðalstöðinni, sem
var svo vandlega varin.
— Kanntu vel við þig hérna’
hélt Pol áfram, ofurlitið háðs-
lega. Sennilega var líka hlerað
hans megin.
— Já, það er allt í lagi með
mig, sagði Neil og sv.itinn rann
niður nefið á honum af hitan-
um þarna í símaskápnum.
— Gott. Og hvaðan talarðu?
Neil hikaði ofurlítið. — Úr tó-
baksbúð rétt hjá hótelinu.
— Gott og vel. Hlustaðu nú
vandlega. Þetta er mjög mikil-
vægt.
Neil stakk við fótum og studdi
sig við báða veggi, og heyrnar-
tólið var orðið rakt í hendinni á
honum. Pol talaði bægt og með
áherzlu: Á morgun klukkan tíu
gengur þú út úr hótelinu þínu
og beygir inn í Victor Hugo-
götu. Við endann á henni er bíó,
sem heitir Roxy — sem er núna
að sýna Spartacus með ykkar
ágæta leikara, Lawrence Olivier.
Næst þessu bíói, rétt fyrir horn-
ið, er staður sem heitir „La
25
Cintra Café“. Það er mjög lítið
og venjulega manntómt á þess-
um tíma dags. Þú ferð þar inn
og færð þér að drekka. Kortér
yfir tíu kemur maður inn. Hann
verður í hvítri skyrtu og bindis-
laus, og er með Ijósbláan jakka á
handleggnum. Hann kemur að
borðinu til þín og ávarpar þig
með nafni, en þú hefur engan
tíma til að gefa honum að
drekka. í stað þess farið þið út
saman og inn í bilinn hans. Skil-
urðu?
Nei-1 hafði handaskipti á votu
heyrnartólinu. Hann hefði haft
gaman af þessu, hefði hann átt
nokkurt skopskyn eftir. Nú var
Pol farinn að beita hversdags-
legum leikhúsbrögðum: leynileg
stefnumót í kaffihúsi, bindislaus
ir menn, með jákka á handleggn
um. Jafnvel leiksviðssýningarn-
ar voru hinar klaufalegustu:
„Hann kemur til þín, en þú hef-
ur engan tíma til að gefa hon-
um að drekka“. Vitanlega hefði
hann átt að gefa manninum að
drekka. Þetta mót þeirra átti
hvort sem var að verða fyrir til-
viljun. Það var eiginlega merki-
legast, að Pol skyldi ekki hafa
fyrirskipað þeim eitthvert bendi
orð. Enn fór hann að hugsa með
nokkrum kvíða, hvort hlerað
væri í símann. Vitanlega höfðu
St. Leger og Hudson á réttu að
standa — hann hafði enn ekki
ofurselt sig fyrir fullt og allt.
Hann sagði þreytulega við
Pol: — Hvert verður farið með
mig?
— Ég vil heldur, að þú kom-
ist að því á morgun. Þetta er
dálítið viðkvæmt mál...... frá
mínum bæjardyrum séð. Ofur-
lítil þögn. — Rétt ef svo skyldi
fara, að þú svikist um að koma.
Neil kinkaði kolli til heyrnar-
tólsins. Svo að Pol var þá að
leika einhver hrekkjabrögð, og
lét ekkert uppskátt. Ef ég hefði
nokkurt vit í kollinum, hugsaði
hann, — færi ég burt með Sera-
finu strax í dag. Pol sagði: —
Þú skilur? Bless, Ingleby! og
svo hringdi hann af, en Nerl
sneri sér að kaffinu og konjak-
inu, sem ánne-Marie hafði pant
að handa honum meðan hann
var í burtu. Leyniherinn borg-
aði brúsann.
Hún brosti til hans og sagði:
— Jæja, hvað sagði hann? Ekk-
ert í svip hinna, sem við borð-
ið sátu, gaf til kynna, að þeir
hefðu hugmynd um, hvað Pol
hefði sagt. Rebot og van Loon
höfðu báðir kveikt sér í vindl-
um og voru að skrafa við Ann-
ette sem hristi höfuðið og hló, og
Morin lautinant hafði grafið var
irnar í hálsinn á smástjörnunni
Pip. Þetta leit ekki út eins og
neinn hryðjuverkahópur.
Neil greip fingrúnum um fót-
inn á glasinu og sagði án þess að
líta á Anne-Marie. — Hann sagði
mér bókstaflega ekki neitt. Sagð
ist vera svo upptekinn. Ég verð
að hringja aftur til hans á morg
un.
Hann sneri sér og leit á hana.
Það voru ofurlitlir eirrauðir
lokkar í hárinu á henni, og var-
irnar sýndust ljósari en andlitið
á henni, sem var algjörlega
laust við allt bros.
Hún lyfti konjaksglasinu sínu
og kinkaði kolli. Hún talaði lágt
en það var eins og röddin I
henni væri á annarri bylgju-
lengd, sem heyrðist greinilega
upp yfir allt skvaldrið þarna í
borðsalnum. — Ég vona, að þér
séuð ekki að ljúga að mér, hr.
Ingleby.
6. kafli.
Simca-bíllinn var úti fyrir og
nú strokaði hann framhjá
Corniche, framhjá bárujárns-
kumböldunum upp eftir brekk-
unni, þar sem tólf hæða leiguhús
gnæfðu við himin, líkastir munn
hörpu, sem er reist upp á end-
ann.
Anne-Márie átti bílinn, hún
ók og Neil sat við hliðina á
henni, en van Loon sat í aftur-
sætinu, og lét saltan heitan vind
inn leika um sig. Morin lautin-
ani og Pip komu á eftir í rauð-
um Austin. Louis Rebot hafði
orðið að skilja við þau eftir mál
tíðina — og van Loon til mikils
ama, hafði hann tekið með sér
Annette, og farið með hana inn
í háskólaborgina handan við
götuvirkin.
Van Loon sat nú og beit munn
stykkið á pípunni sinni, og
glápti á herbílana, sem komu í
löngum röðum skröltandi upp
eftir Corniche, á leið tii borgar-
innar. Anne-ÍMarie veifaði til
þeirra með fagnaðarópi og flest-
ir hermennirnir veifuðu á móti.
Það lá ekki Ijóst fyrir, hvort
þetta voru síðustu nýliðar
Guérins frá strokuhersveitum
úr hernum, eða þá liðsauki, sem
tilheyrði Metz hershöfðingja.
Sennilegast höfðu sjálfir her-
mennirnir enga hugmynd um
þetta, flestir hverjir. Þeir sátu
í þéttum röðum og snéru inn í
bílana, en litu við og teygðu
álkuna til þess að koma auga á
fallegu stúlkurnar á baðstrftnd-
inni.
Neil hallaði sér og kallaði til
Anne-Marie gegn um hávaðann:
Mihið úrval
af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW
gólfteppum. — Gott verð.
LITAVER S.F., Símar 3028«, 32262.
TJÖLD
ný sending kom í dag — nýjar tegundir.
Gerið góð kaup!
2ja m. tjöld með himni
á aðeins kr. 1545.—
3ja m. tjöld á kr.
1842.—
5 m. fjölsk.tjöld kr.
2552,—
5 m. fjölsk.tjöld með
himni kr. 3555.—
Sænsku Manzardtjöldin kosta kr. 2985.—
Hústjöld, svefntjald og stofa á aðeins kr 5850.—
Þessi tjöld eru að seljast upp.
Vindsængur frá kr. 470.—
Svefnpokar, margar gerðir frá kr. 594.—
Gúmmíbátar, eins og tveggja manna
Ennfremur: pottasett, gasprímusar, nestistöskur,
tjaldborð, tjaldhælar og súlur, norsk fjallatjöld og
bakpokar og yfirleitt flest, er þarf í viðleguna og
að ógeymdri veiðistönginni en hún fæst einnig í
ATHUGIÐ, þegar þér
kaupið viðleguútbúnað
að hann þarf að vera
hlýr og góður. Vand-
ið því valið.
Verzlið þar sem HAG-
KVÆMAST er.
Luxor — Radionette
Luxor og Radionette sjónvarpstæki
Nýjar sendingar.
Husgagnaverzlunin Búslóð
við Nóatún. — Sími 18520.
Póstsendum.
Laugavegi 13.
Félagsheimili Heimdallar
opið í kvöld
—• Ættuð þér ekki líka að
vera innan götuvirkjanna?
Hún brosti til hans og hárlokk
arnir fuku fyrir andlitið á hennL
— Við höfum nægan tíma til að
skemmta okkur fyrst, hafið eng-
ar áhyggjur! Já, hugsaði Neil,
það er nógur tími til að skemmta
sér, þangað til fallbyssurnar eru
komnar hingað, eft.ir veginum
undir pálmunum.