Morgunblaðið - 10.08.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.08.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1967 3 r Borgarastyrjðldin í Nígeríu — þarf ekki að skerða skreiðarinnflutninginn frá íslandi — Rœðismaður Islands í Lagos hér í stuttri heimsókn RUNE SOLBERG ræðismað- ur íslands í Lagos, höfuð- borg Nigeríu, kom hingað til lands í stutta heimsókn á þriðjudag, en heldur utan á ný á laugardag. Solberg hef- ur verið ræðismaður íslands undanfarin þrjú ár, og jafn- framt umboðsmaður íslenzkra skreiðarútflytjenda. Kemur hann hingað árlega til að ræða við yfirvöld og útflytj- endur um markaðshorfur og annað, er íslendinga varðar. Nigería hefur verið mikið í fréttum að undanförnu, borg- arastyrjöld er háð í landinu, austurhéruðin hafa slitið tengslum við ríkisstjórnina í Lagos og lýst yfir sjálfstæði. Nefna leiðtogar sambandsslit anna austurhéruðin nú Lýð- veldið Biafra, eftir flóa þeim, sem liggur við austurströnd Nigeríu. Borgarastyrjöldin í Nigeríu varðar íslendinga því til Nigeríu flytjum við mikið magn af skreið árlega. í því sambandi sneri Mbl. sér til Rune Solbergs ræðismanns og bað hann að skýra nokk- uð frá ástandi og horfum þar syðra: — Margt hefur gerzt frá því ég var hér i fyrra, sagði Solberg. — Byltingarnar voru gerðar í Nigeríu í janúar og júlí í fyrra, og í september hófust miklar ofsóknir gegi innflytjendum frá austurhér- uðunum, sem tekið höfðu bú- setu í norðurhéruðunum. I austurhéruðunum búa aðal- lega menn af Ibo-ættflokkn- um, en fyrir norðan býr Hausa-ættflokkurinn. Talið er að um 30 þúsund Ibo-ar, sem búsettir voru í norður- héruðunum, hafi verið myrt- ir í ofsóiknum þessum. Af þess um ofsóknum leiddi að um tvær milljónir Iboa flutti frá norðurhéruðunum til heim- kynna ættflokks síns í aust- urhéruðunum. Höfðu þessir manntflutningar og fjölda- morð mikil á'hrif á allar fram kvæmdir í norður héruðun- um, því Iboa-r gegndu þar flestum ábyrgðaremtoættum áður an þeir fluttu heim. — Eftir ofsóknirnar og mannflutninga hófust samn- ingar milli herstjóra austur- héraðanna, Odumegwu Oju- kwu ofursta, og stjórnar Gowons ofursta i Lagos. Mið- aði ekkert í samkomulagsátt, og allt fór í upplausn þegar Ojukwu ofursti lýsti því yfir hinn 30. maí si. að austurhér- uðin segðu sig úr tengslum við Lagos-stjórnina og væru framvegis Lýðveldið Biafra. — Lagos-stjórnin svaraði með því að banna öll sam- skipti við Biafra. Síma- og símskeytasambandi við svæð ið var lokað, bankaviðskipt- um hætt, póst- og flugsam- göngur lagðar niður og hafn bann sett á. Öll nágranna- ríki Nigeríu lýstu samstöðu með stjórninni í Lagos, svo innilokun Biafra er svo til al- gjör. Olíugreiðslur — Upphaflega var það ætt- flokkastríð Hausa og Iboa, sem talið var að valdið hefði sambandsslitunum, en meira býr undir og þá fyrst og fremst greiðsla sú sem er- lend olíufélög inna af hendi fyrir réttindi til að bora eft- ir olíu í Nígeríu, Olíufram- leiðsla Nigeríu nemur nú um 20 milljónum tonna á ári, og verður væntanlega komin upp í 30 milljónir tonna um 1970. Er landið því mesti olíuútflytj andi Afríku. Olíufélögin greiða árlega 7% milljón sterlingspunda fyrir réttindi til að bora eftir olíu auk 50—60% gjalds af útlflutnings verðmæti olíunnar. í Biafra hefur verið byggð stór olíu- hreinsunarstöð til að vinna úr hráefni auðlindanna og anna innanlandsþörfinni fyr- ir benzín og olíur. — Greiðslur fyrir borunar réttindi áttu erlendu olíufé- lögin að inna af h'endi hinn • 1. júlí sl. inn á reikning Lagos-stjórnarinnar í banka í London, en Lagosstjórn bar síðan að skipta upphæðinni milli héraða eftir framgangi hvers þeirra. Vegna sambands slitanna lá ekki ljóst fyrir hvernig haga bæri greiðslun- um, og þá sízt eftir að Oju- kwu ofursti veitti stærsta olíu félaginu, Shell-BP, greiðslu- frest til 12. júlí. Þegar kom að greiðsludegi vildi Biafra- stjórnin fá sinn hlut, enda þá komið tómahljóð i ríkiskass- ann, en brezka stjórnin bann- aði allar greiðslur til Biafra. Leiddi það bann til þess að forstjóri Shell-BP í Biafra var færður í fangelsi. Var hann loks látinn laus nú fyr- ir skömmu gegn loforði um 250 þúsund sterlingspunda greiðslu til Biafrastjórnar. Erfiður hernaður. — Stjórnin í Lagos lét ekki við það eitt sitja að setja viðskiptabann á Biafra, heldur hóf hún einnig lög- reglu- og hernaðaraðgerðir giegn uppreisnarstjórninni. Þótt her Lagosstjórnarinnar sé helmingi fjölmennari en her Iboa í Biafra, hefur hern Rune Solberg, ræðismaður íslands í Lagos. aðurinn gengið erfiðlega. Bjartsýnismenn í Lagos bjugg ust við að lítið yrði um hern aðarátök, og að hersveitirn- ar færu í eins konar skrúð- göngu til Enugu, höfuðborg- ar Biafra. En þær vonir hafa algjörlega brugðizt. Allir Iboar í Biafra, smáir sem stórir, berjast gegn stjórnar- hernum að vestan með hverj- um þeim vopnum, sem tiltæk eru, rifflum, heimatilbúnum sprengjum, bogum og örv- um, jafnvel tómum flöskum, ef ekki er á öðru völ. Inn- rásarherinn verður að fara eftir þjóðvegunum vegna þess hve illfært er um frum- skógana, sérstaklega á rign- ir. gartímum, en íbúarnir liggja í launsátri meðfram vegunum og höggva oft stór skörð í fylkingar hersins. — Meðan á þessu gengur er öll oliuvinnsla stöðvuð. Floti Lagosstjórnar og land- gönguliðar lögðu undir sig nýju olíuhreinsunarstöðina, en olíulindirnar eru í hönd- um Biafrahermanna. — Erfitt er að sjá fyrir hvernig deilum þessum lykt- ar, en sennilegt er talið að Ojukwu ofursti og fylgis- menn hans í Biafra neyðist til að gefast upp innan fárra mánaða. Hernaðarlega gætu þeir haldið baráttunni áfram, en aðflutningsbannið er svo til algjört og því erfitt um vistir. 17 íslendingar í Nígeríu. — Hvítir menn, sem búsett ir voru í austurhéruðunum, hafa flestir flutzt til vestur- héraðanna eða til heim- kynna sinna. Þar sem enn er óvíst um úrslitin hafa Norðurlandabúar í Nígeríu gert ráðstafanir til brottflutn ings þaðan, ef nauðsyn kref- ur, en hingað ti-1 hefur þeim ekki verið nein hætta búin. í Vestur Nígeríu eru 17 ís- lendingar búsettir, og hafa þeir allir samband við ræðis- mannsskrifstofuna í Lagos. Þótt þeir séu ekki í neinni hættu, hafa þeir allir fengið ferðagögn hjá ræðismanns- skrifstofunni, meðmæli, tilvís anir á hótel í nágrannalönd- unum o.fl, — Svo vikið sé að viðskipt um íslands og Nígeríu er rétt að taka það fyrst fram að Nígería er stærsti kaupandi skreiðar frá íslandi og Nor- egi, og að um 60% skreiðar- innar hefur farið til hérað- anna, sem nú nefnast Biafra. Ef allt fer eins og líkur benda til, ættu samtoandsslitin eng- in áhrif að þurfa að hafa á innflutning íslenzkrar skreið- ar til Nígeríu, og stafar það af því að íslendingar hafa aldrei getað annað eftirspurn inni. Innflutningstíminn er frá ágúst—september þar til i febrúar—marz, og horfurn- ar eru þær að hann hefjist aðeins seinna nú en innflutn- ingurinn stöðvist alls ekki. Ef unnt er að hefja innflutn- ing á skreið um næstu ára- mót, ættu íslendingar að geta sent alla sína skreið til Ní- geríu fyrir tilsettan tíma án þess að bíða nokkurt tjón. Hins vegar eru sambandsslit in mikið áfall fyrir norska skreiðarframleiðendur, það mesta sem þeir hafa orðið fyrir í 30 ár. Stafar þetta m.a. af offramleiðslu, sem Norðmenn hafa átt erfitt með að selja jafnvel þegar bezt lætur. íslenzki fiskurinn er vinsælli og eftirsóttari, sérstaklega vegna strangs gæðaeftirlits, og fæst að jafn aði 7—10 shillingum hærra verð fyrir íslenzka skreið, en fyrir skreið frá Noregi. ★ Solberg ræðismaður sagði að lokum að þrátt fyrir borg arastyrjöldina gengi uppbygg ing Nígeríu eftir áætlun. Það er aðeins á ófriðarsvæðinu, sem stöðnunar gætir. Áhugi erlendra aðila á fjárfestingu í Nígeríu er óbreyttur, því ljóst er að Nígería er stærsti markaður á meginlandi Af- ríku. Frá íslandi heldur Soltoerg til Noregs og Svíiþjóðar, en fer þaðan heim til Nígeríu í septemberlok. Formaður Félags ís- lenzkra háskólakvenna — heiðursgestur á ársfundi samtaka brezkra háskólakvenna J MORGUNBLAÐINU barst ný- lega úrklippa úr skozku dag- blaði, ,,The Glasgow Herald“, þar sem sagði frá nýafstöðnum fundi Sambands brezkra háskóla- kvenma. Þar sagði m.a. að heið- ursgestur samtakanna á þessum fundi hefði verið frú Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður fé- lags háskólamenntaðra kvenna á íslandi. Morgiumblaðið hringdi til frú Ingibjargar og spurðist nánar fyrir um þennan fund. Hún sagði, að sér hefði verið boðið sem heiðursgeisti — „sennilega vegna þess, að á s-1. suimri var hald- inn hér á íslandi fundur alþjóða- samtaka hásikólaikvemna, ■ sem þótti takast vel. Ég átti þarna í Glasgow . mjög skemimtilega daga.“ Samitok brezku hástaóla- kvennanna eru orðin 60 ára en höfðu aldrei fyrr haldið fund sinn í Glaisgiow, enda þótt félags- deild háskólakvenna þar væri ein hin stærsta í Englandi, utan Lundúna. Samtök brezkra háskólakvenna voru stofnuð í Manebester árið 1907 og áttu frumikvæðið að stofn uninni nokikrar konur frá ýms- ; um háskólum í Englandi, sem staddar voru í Manchester við nám eða störf. Nú telja samtökin alls 63 félaigsdeildir oig félaga tala þeirra allra er rúmlega 6000 fconur. Árið 1919 stóðu brézku sam- tökin ásam-t samtökum banda- rískra hásikólakvenna að því, að stofna alþjóðasamtök, sem hal-da stjórnarfundi árlega í hinum ýmsiu löndum og á fjögurra ára fresti sérstaka ráðstefnu, þar sem fjallað er um eitt ákveðið máli- efni. Næsta ráðistefna verður hald in í Karlsru'he í Vestur-Þýzka- ' la-ndi að ári. Næsti stjórnarfiund- ur verður hinsvegar haldinn í Nýju Delbi í september n-ik. og kvaðst frú Ingiibjörg vera á för- um þangað einbvern næstu daga. Félag háskólamenntaðra kvenna á íslandi var stofnað 192'8 og gekk þá í alþjóðasamtökin. STAKSIEIMR Slysalaus helgi Mesta umferðarhelgi ársins er nú um garð gengin. Tugir þús- unda kaupstaðarbúa hafa leitað út á land sér til hvildar og hress ingar og miklu fleiri en nokkru sinni áður. Menn voru mjög ugg * andi um það, að vegna hinnar gífurlegu umferðar á þjóðveg- um, sem naumast geta borið svo mikinn umferðarþunga, mundu óhöpp og slys að hendi bera. Mikill viðbúnaður var því af hálfu lögreglunnar til þess að reyna að greiða fyrir umferð- inni og afstýra slysum. Lands- lýður fylgdist með þessum að- gerðum. Allir vonuðu, að þær bæru tilætlaðan árangur, en sjálfsagt hafa þó flestir efast um, að þær nægðu til að afstýra slysum. En hið ánægjulega gerð ist. Engin meiriháttar slys urðu, og það, sem ekki er minna um vert, verzlunarmannahelgin fór friðsamlega fram og án þeirra skrílsláta, sem stundum hefur áður orðið vart. ^ Umferðarmenning En sjálfsagt er það svo, að al- menningur, bifreiðastjórarnir, eiga ekki síður hrós skilið en lög gæ7/iumennirnir. Það er orðið ánægjulegt að aka um íslenzka þjóðvegi, því að segja má að nær undantekningarlaust sýni bif- reiðastjórar fyllstu tillitssemi og kurteisi í umferðinni. Aðeins ör- fá ár eru síðan hvarvetna gætti þjösnaskapar, menn viku ekki á þjóðvegunum og sýndu sjaldn- ast sjálfsagða kurteisi, en nú er svo komið að segja má, að það heyri til hreinna undantekninga, að menn sýni ekki sjálfsagða til- litssemi við akstur á þjóðveg- unum. \ Vekur eftirtekt Tíminn ræðir í gær um um- ferðina um verzlunarmannahelg ■* ina og segir meðal annars í rit- stjórnargrein: „Þá er liðin mesta ferðahelgi ársins, verzlunarmannahelgin. Þetta var slysalaus helgi og hin- ar fjölmörgu samkomur, þar sem saman var komið fólk þús- undum saman fóru allar fram með hinni mestu prýði til sóma þeim sem fyrir þeim stóðu ekki síður þó þeim sem þær sóttu. Þeir sem æskulýðsmál láta sig skipta lögðu sig fram að þessu sinni að skipuleggja skemmtanir á útivistarstöðum og framfylgja þar áfengisbanni. Sannaðist á þessum stöðum, að það hefur að stórum þætti ver- ið skorlur á heilbrigðum skemmtunum, sem var orsök þess að unglingar lögðust í slark w og óreglu þessa helgi.... Þeir, sem að umferðamálum störfuðu þessa helgi, eiga þakkir skilið fyrir vel undirbúið og gott starf, en aðalhrósið eiga þó hinir fjölmörgu bifreiðastjórar sem um vegina óku þessa helgi. Það ber öllum saman um það að þeir hafi sýnt sérstaka tillits- semi hverjir við aðra á hinum slæmu og erfiðu íslenzku vegum — og því komust allir heilir heim“. Hugrún frá Bolungarvík dregur togarann Wellvale inn til fsa- fjarðar. (Ljósm. H. T)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.