Morgunblaðið - 10.08.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1967
BILALEICAN
- FERD-
Daggjald kr 350,-
og pr. km kr. 3,30.
SÍMI 34406
SE N DU M
BILA
m
MAGMÚSAR
mophoiti21 s!mar21190
eftlriokun slmi 40381 -
1 ^S,M' 1-44-44
mum
Hverfisgötu 103.
Simi eftir tokuu 31100.
LITLA
BÍLALEIGAN
tngólfsstræti 11.
Hagstætl leigugjald.
Bensín innifalið * leigugjaldi
Sími 14970
BÍLALEIGAIXI
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217
-
SPARIfl TÍMfl^8^86 fYRIRHOFN
11 1 1 'v
RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022
Flest til raflapa:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
KafmagnsvGnibtíðin sf
SuSurlandsbraut 12.
Simi 81670 (næg bílastæðí)
KYLFUR
BOLTAR
og fleira.
P. Eyield
Laugavegi 65.
Guðjón Steingrímsson,
hrl.
Linnetstíg 3, Hafnarfirði
Simi 50960
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Aðalstræti 6. IH. hæð.
Simar 12002 - 13202 - 13602.
BJARNI beinteinsson
LÖGFRÆOINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (iilU»««lo6
SlMI 13534
Sjónvarpið
Velvakandi
„Nonni“ skrifar:
„Kæri Velvakandi!
SL laugardagskvöld var at-
hyglisverður þáttur í Ríkisút-
varpinu. Einn fréttamanna þess
hringdi „blint" út í bæinn, í
hin og þessi símanúmer, og
spurði ýmissa spuminga varð-
andi sjónvarpið.
Helztu niðurstöður af svörum
almennings voru þessar:
1) Allir voru ánægðir með
íslenzka sjónvarpið.
2) Flestum þótti nóg að sjón-
varpa 4 daga í viku frá
Reykjavík.
3) Allir vildu hafa Keflavík-
ursjónvarpið áfram.
Þarna kom fram rétt Qg sönn
mynd af vilja almennings í
máli þessu. Ein kona sagðist
lítið horfa á Keflavíkursjón-
varpið, eftir að hið reykvíska
kom til sögunnar. Þó hefði hún
ánægju af vissum þáttum í því,
svo að hún vildi ekki láta loka
fyrir það. Önnur kona sagðist
líka horfa lítið á Keflavíkur-
sjónvarpið, en vildi þó ekki
missa það. Hún kvaðst vilja
geta valið um eftir geðþótta.
Þriðja kona vildi alls ekki láta
loka fyrir Keflavík o. s. frv.
Karlmaður eirm sagðist ekki
hafa farið að horfa aftur á
Keflavíkursjónvarpið, meðan
hið reykvíska var í sumarfríi,
en kona hans hefði eitthvað
gert af því. Hann vildi ákveð-
inn hafa frelsi til þess að horfa
á Keflavíkursjónvarpið áfram.
Svona eru skoðanir fóiksins
á þessu máli. Enginn viidi láta
útiloka Keflavíkursjónvarpið.
Ráðamenn í þessu landi ættu
að athuga, hver vilji lands-
manna í þessu máli er, áður
en þeir hrapa að neinu.
Með von um skjóta birtingu,
Nonni“.
dr Séra Árelíus skrifar
um Billy Graham
Séra Arelíus Níelsson sendir
Velvakanda þetta bréf.
„Kæri Velvakandi!
Mér fannst hressilegt að lesa
þá gagnrýni, sem Friðgeir Ól.
Schram skrifar um erindi mitt
um „Trúarvakningu" á dögun-
um. Hann vegur ekki úr laun-
sátri nafnleysisins, — er dreng
lyndur maður.
Því miður fengu það færri
en vildu til birtingar, svo að
ég hef það ekki hjá mér. En
ég held, að ég hafi ekki ver-
ið neitt harðorður um Billy
Graham, þátt ég bæri hann sam
an við Grundtvig eða Hauge
og teldi hann ekki hafa haft
sömu áhrif, þrátt fyrir miklar
auglýsingar, sem eru nú bráð-
nauðsynlegar bæði trúboðum
og prestum, — hvað þá öðrum.
Mér fellur mjög vel að lesa
svör Billys í Morgunhlaðinu,
nema þá helzt þar sem hann
svarar á forsendum „rétttrúnað
arkenninga", sem guðfræðin
hefur raunar lengi í heiðri
haft, en ég aldrei borið gæfu
til að skilja í anda Krists eða
samræma kærleika hans.
Ég get ekki heldur skilið,
hvernig unint verður að finna,
hve margir hafa „frelsazt". Og
jafnvel þótt það hefðu verið 30
þúsund(!!) í London á síðast
liðnu sumri, þá er það ekki
meira en svona 20 hér á landi,
hlutfallslega.
En ég spyr, hvað verður þá
um alla hina samkvæmt sömu
kenningu og sama útreikningi?
Nei, er þetta ekkj alltof barna-
legt og jafnframt úr lausu lofti
gripið, svo að unnt sé um að
deila.
Hins vegar er ég ekki að gera
lítið úr kenningum Grahams
og áhrifum þeirra. Allt, sem
gert er í góðri trú til að bæta
og fullkomna líf mannkyns, er
áreiðanlega mikilsvert.
Jafnvel þótt eKki væri nema
einn maður eða ein fjölskylda,
sem unnt væri að bæta, þá
væri það gott. En tölur frá
London eru villandi hér.
En það verður auðveldara
með hlutdrsegu, fórnandi starfi
heldur en með predikunum,
jafnvel predikunum Billys
Grahams.
Einmítt þetta hef ég lært við
mitt predikunarstarf. 'Orð eru
góð, en athöfn í kærleika er
betri.
Starf Billys er vafalaust
mörgum til blessunar, þrátt
fyrir allar augiýsingar eða
kannski einmitt þeirra vegna.
Frægðin lyftir undir vængi
hans. En hann hefur ekki hlof-
ið fylgjendur á sama hátt og
fyrri alda vakningapredikarar,
sumir, t.d. Hauge og Grundt-
vig. Annað var það ekki, sem
ég sagði niðrandi um hann,
eða ætlaði ekki að gera það að
minnsta kosti.
„Hverjir búa sér til veg
hjálpræðis", veit ég efeki.
En sé því beint til mín sem
„smánarans" og „niðurrifs-
mannsins" og „lastarans" um
þá, sem breiða út ríki Krisis
hér á jörð, þá vildi ég spyrja
Friðrik Ól. Schram, hvort að
þau orð væru sögð eða skrifað
í anda hans, sem sagði:
„Biðjið fyrir þeim, sem of-
sækja yður?“ Kristur uppris-
inn og lifandi í sálum og sar.i-
félagi nútímamanna er sigr-
andi andi elsku og sannleika, og
honum viljum við fylgja, Frið-
rik. Er það ekki satt?
Árelíus Níelsson".
Velvakandi þakkar bréfið.
Ekki kann hann að meta hlut-
fallareikning í þessum málum,
þvi að mikil gleði ætti að vera
vegna hverrar einstakrar,
„frelsaðrar" sálar, en sé farið
út í hann, mundu 30.000 í
Lundúnaborg samsvara 300 í
Reykjavík og 75—80 á íslandi
öllu. Er það ekki all nokkuð?
Og mundu þeir ekki hafa áhrif
út frá sér, sem ekki er gott að
gera tölfræðilegar skýrslur
um?
'A Vísuhöfundur
Sigurður Jónsson skrifar:
„Heiðraði Velvakandi!
Fyrir stuttu birtist vísan
„Þúsund-kallinn þykir mér“ í
dálkum yðar. Var þá réttilega
sagt, að hún væri eftir Sigurð
Jónasson. Nú hefur mér verið
bent á, að „leiðrétting'* hafi
komið í dálkum yðar (frá ,,B“)
þar sem vísan er sögð eftir
Gústav A. Jónasson. Það er
rangt. Mér undirrituðurti er
fullkunnugt um, að vísan. er
eftir Sigurð Jónasson.
Virðingarfyllst,
p.t. Akureyri, 2. ágúst 1967,
Sigurður Jónsson“.
Frá Matsveina og veitingaþjóna-
skólanum
Innritun á fyrra kennslutímabil skólans fer fram
á skrifstofu skólans Sjómannaskólanum 10. og 11.
ágúst kl. 14 — 16. Inntökupróf í íslenzku og
reikningi verða föstudaginn 1. sept. kl. 2 síðdegis.
Skólinn verður settur mánudaginn 4. september
kl. 3 síðdegis.
Skólastjóri.
H. BENE DIKTSSON, H F.
Sudurlandsbraut 4 Sími 38300
SISALPAPPI
3 TEGUNDIB
H. BENEDIKTSSON, H F.
Sudurlandsbraut 4
Hrútaf jarðará, - laxveiði
Dagarnir 12., 13. og 14. ágúst, lausir vegna for-
falla. Þrjár stengur. Upplýsingar í síma 30909 og
33430.
Bjóðum við á R C A sjónvarpstækjum sem ein-
göngu eru ætluð fyrir íslenzka sjónvarpið.
Allar nánari upplýsingar hjá RCA-umboðinu.
Georg Ámundason og Co.
Suðurlandsbraut 10. — Símar 35277 og 81180.