Morgunblaðið - 10.08.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGtTST 1967
TÍtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
(Ritstjórar:
Kitstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
ÍRitstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavik.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími ÍO-HOO.
Aðalstræti 6. Sími 522-4-80.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
island — Noregur
Bróðurlegt handtak
”íTn®'nn £es^ur hefur verið velkomnari til íslands en Ólafur
1-i Noregskonungur", segir I forustugrein hér í blaðinu, þegar
hann heimsótti fsland í maí 1961. Til þess lágu margar ástæður, og
þó einkum sú, að hann var þjóðhöfðingi þess lands, sem stendur
okkur næst að skyldleika.
fslenzk menning sótti styrk sinn til Noregs. Fyrir nær 1100 árum
námu Norðmenn land á fslandi. Þeirra Iög urðu íslenzk lög, þeirra
menning varð íslenzk menning, sú saga sem þeir mótuðu varð
íslenzk saga. Eftirkomendur þeirra urðu íslenzkir karlar og
konur, siðir þeirra og hættir urðu íslenzkir siðir og hættir," segir
í fyrrnefndri forustugrein.
Þó að rætur fslendinga og íslenzkrar menningar liggi víðar en
í Noregi, eiga fslendingar upphaf sitt þar í landi. Þegar við
sækjum frændur okkar heim, finnum við strax til skyldleikans
f Noregi búa enn frændur og vinir og sums staðar er jafnvel hægt
að hitta fólk, sem talar svo líka tungu og við, að tiltölulega fyrir-
hafnarlitið er að gera sig skiljanlegan. Því er þó ekki að lcyna
að norsk tunga hefur orðið fyrir miklum áhrifum, einkum af
dönsku, og runnið í annan farveg en íslenzk tunga. En tslendingar
hafa varðveitt þá tungu, sem þeir konungar töluðu, sem Olafur
konungur Hákonarson og Haraldur sonur hans heita eftir. Og sög-
ur þessara fornu konunga hafa íslenzkir menn skrásett og varð-
veitt og þannig að nokkru greitt þá skuld, sem við höfum staðið
í við norsku bræðraþjóðina.
Engum fslendingi dettur í hug að leyna því, að hann er stoltur
af þeim forfeðrum sínum, sem skrifuðu sögu Noregs og Noregs-
konunga og gerðu það með þeim hætti, að ávallt mun íslenzk
sagnfræði verða talin til heimsbókmennta. Þetta afrek hafa Norð-
menn kunnað að meta. Fornar íslenzkar sögur, forn bókmennta-
arfur fslands og Noregs, var sá grundvöllur, sem Norðmenn byggðu
á þjóðfrelsisbaráttu sína. Og þó einhverjir Norðmenn hafi haft
tilhneigingu til að eigna sér suma hinna fornu sagnaritara, ættum
við ekki að þykkjast við því, heldur skilja þann hug sem þar ligg-
ur á bak við. Svo mikið hafa þeir gefið norsku þjóðinni á síðari
tímum að sumum hefur fundizt óhugsandi, að þar hafi verið að
verki erlendir menn. Að sumu leyti mætti einnig segja, að bók-
menntir þessar séu norskari en flest það, sem norskt er. Eða hvar
mundi norskur andi, norsk menning og norsk reisn rísa hærra en
í sagnritun Snorra?
Minnug alls þessa fögnuðum við Ólafi Noregskonungi og nú
Haraldi syni hans. Hann er ungur og glæsilegur fulltrúi þjóðar
sinnar. Að honum standa sterkir stofnar. Fáir ríkisarfar hafa hlot-
ið í arf svo sterkan bakhjall sem þreklyndi og hugrekki Hákonar
afa hans og Ólafs föður hans, þegar nazistar héldu Noregi í klóm
sínum og reyndu að brugga norsku þjóðinni banaráð. Þá sönnuðu
þeir feðgar, að Noregur átti sterka og örugga forustu, sem aldrei
sýndi á sér bilbug, en var sterkust þegar á móti blés. Og svo
kröftug var andspyrna norsku þjóðarinnar, þessarar fámennu þjóð-
ar á mælikvarða stórvelda, að fullyrt er að Hitler hafi orðið nðj
hafa svo fjölmennt herlið bundið í Noregi til að halda landinu í
skefjum, að það hefði getað ráðið úrslitum, ef hann hefði þorað að
senda það til austurvígstöðvanna. Ekki þarf frekari vitna við um
hetjulund norsku þjóðarinnar.
fslendingar kynntust þessari hetjulund. Hingað komu margir
ungir Norðmenn, í senn til að vinna Noreg úr hendi óvinarins og
verja tsland. Aldrei var styttri Ieið yfir hafið milli Noregs og
íslands en þá. Aldrei stóð Noregur tslandi nær en þá. Þá stækkaði
Noregur. Þá sendi þjóðskáldið Tómas Guðmundsson norsku þjóð-
inni mergjað kvæði, sem flutt var í útvarpi á þjóðhátíðardegi Norð-
manna 17. maí 1942, það hét Dagur Noregs:
Hvort verður sú þjóð sem trúir drepin í dróma?
í dag er hver einasti norskur sjö ára drengur
orðinn að tólf ára strák, sem með steyttan hnefa
og stóran fullorðinn draum út í lífið gengur.
Nordahl Grieg kunni að meta þessar línur. Og prófessor Worm-
Miiller hefur sagt að kvæðið hafi komið til Norðmanna eins og
bróðurlegt handtak á tímum hörmunga, þegar verst gegndi heima
fyrir. „Diktet gjorde et sterkt inntryk pá alle oss norske,“ segir
hann. Og hér á landi orti Nordahl Grieg sum af hvatningarljóðum
sínum. Herhvöt hans, ljóðabókin Friheten var gefin út á forlagi
Helgafells. Þannig hefur tsland borið gæfu til að endurgjalda,
þó í litlu sé, landnám Norðmanna hér og þann arf sem þeir
skiluðu okkur í hendur.
f dag fögnum við Haraldi ríkisarfa Noregs. Við óskum þess að
hinn ungi og glæsilegi fulltrúi frændþjóðarinnar finni þann vinar-
hug, sem sérhver íslendingur ber í brjósti til norsku þjóðarinnar.
Megi dvöl hans hér verða honum til gleði, og jafnframt stað-
festing á þvi, að vinátta Norðmanna og tslendinga byggist á
bræðralagshugsjón norrænnar samvinnu. Þá samvinnu vilja ts-
lendingar efla eftir mætti. Engum þjóðum eru þeir nátengdari
en frændum sínum á Norðurlöndum.
Brezka stjdrnin
sökuð um einræði
„Elzta sjálfstæða samfélagi ver-
aldarinnar í dag ognað með
nauðungarlögum‘% segir forseti
þingsins á eyjunni Mön
Douglas, eyjunni Mön, 8. ágúst
(NTB)
ÞJÓÐÞINGH) á eyjunni Mön
(Isle of Man), sakaði í dag
brezku stjórnina um að vera ein
ræðisstjórn. Krefst þingið, sem
nefnist „Tynwald", þess að fá
sjálft að ákvarða hvort sérstök-
um útvarpsskipum skuli heim-
ilt að starfa í landhelgi eyjar-
innar. Eyjan Mön liggur á frska
hafinu milli Englands, Skot-
lands og írlands, og lýtur
brezkri stjórn, en hefur í vax-
andi mæli fengið að ráða innan
Iandsmálum sínum. Brezk yfir-
völd hafa hins vegar ákveðið að
Mötmælum
vísað á bug
Djakarta, 8. ágúst, NTB, AP
INDÓNESÍUSTJÓRN hefur vís-
að á bug munnlegum mótmæl-
um kínverska sendiráðsins í
Djakarta vegna meintra tak-
markana á ferðafrelsi starfs-
manna sendiráðsins að því er
talsmaður utanríkisráðuneytis
Indónesíu skýrði frá í dag. Mót-
mæltu Kínverjar því að .indó-
nesiskir hermenn væru á verði
umhverfis sendiráðið en Indónes
ar segja verðina sendiráðinu til
varnar og telja sjálfsagða var-
úðarráðstöfun vegna uppþota
þeirra er urðu við sendiráðið
sl. laugardag er múgur manns
ruddist þar inn á yfirráðasvæði
sendiráðsins og olli ýmsum
spjöllum.
Eisenhower í sjúkrahúsi
Washington, 7. ágúst (AP)
DWIGHT D. Eisenhower, fyrr
um Bandarikjaforseti hefur
legið í Walter Reed sjúkra-
húsinu í Washington frá þ-ví
á föstudag. Þjáðist hann af
magasjúkdómi, en er á bata-
vegi.
banna starfsemi útvarpsskip-
anna, sem nefnd hafa verið „sjó
ræningjaútvarpsstöðvar“, og
gengur bann þetta í gildi hinn
15. ágúst.
Havana, Kúbu, 7. ágúst (AP-
NTB).
FIMM vopnaðir menn
neyddu á sunnudag flugmenn
farþegaflugvélar frá Colom-
bíu til að fljúga til Havana í
stað eyjunnar San Andres á
Karabíska hafinu. Með vél-
inni voru rúmlega 70 farþeg-
ar, og fengu þeir að halda
áfram ferð sinni á mánudags-
kvöld.
Flugvélin, sem rænt var, lagði
af stað frá Bogota, höfuðborg
Colombíu áleiðis til colombísku
eyjanna í Karabíska hafinu síð-
degis á sunnudag. Er vélin af
gerðinni DC-4, Skymaster, og
segja yfirvöld í Bogota að með
henni hafi verið 71 farþegi og
fjögurra manna áhöfn. Útvarpið
í Havana segir hinsvegar að far-
þegar hafi verið 78.
Flugvélin hafði viðkomu í
Barranquilla á norðurströnd
Columbíu og átti áð halda þaðan
til San Andres og Providencia.
Lítið fréttist af vélinni eftir það
fyrr en fregnir bárust um að
hún hefði lent á Jose Marti
flugvellinum við Havana. Þaðan
hringdi flugstjórinn til eigenda
vélarinnar í Bogota og skýrði
frá því að fimm vopnaðir menn
hefðu neytt flugstjórana til að
breyta um stefnu og fljúga til
Havana.
Þing eyjarinnar — eða Tyn-
wald — kom saman til fundar
í dag til að ræða mál þetta, og
sagði forseti þingsins, Charles
Kerruish þá m.a.: „Elzta sjálf-
stæða samfélagi veraldarinnar í
dag, með 1.000 ára samfellda
sjálfstjórn að baki, er nú ógn-
að með nauðungarlögum gegn
vilja eigin þjóðþings.“ Sagði
hann að þessi nýju lög um bann
við starfsemi útvarpsskipanna
væru brot á réttindum íbúa eyj
unnar og sönnun fyrir einræðis-
tilhneigingum brezku stjórnar-
innar.
Deilur þingsins og brezku
stjórnarinnar hafa leitt til mik-
illar aukningar á ferðamanna-
straumnum til eyjunnar. Einnig
hafa komið þangað margir frétta
menn frá blöðum, • útvarpi og
sjónvarpi til að fylgjast með
d'eilunum.
Að loknum fundi sínuim í
kvöld ákvað Tynwald að vísa
málinu til framkvæmdaráðs
brezka Samveldisins, sem stofn
að var í júní 1965.
Við komuna til Havana voru
farþegarnir fluttir til hótels í
borginni, en ræningjarnir fimm,
fjórir þeirra frá Colombíu og
einn frá Ecuador, færðir til yfir-
heyrslu. Sagt er að þeir séu allir
fylgismenn Castros forsætisráð-
herra Kúbu, og hafi unnið að
undirbúningi byltinga og skæru-
hernáðar í heimalöndum sínum.
Aðstoðar-flugstjóri vélarinnar
sagðist hafa haldið að fimm-
menningarnir hefðu verið að
spauga er þéir kröfðust þess að
vélinni yrði snúið til Kúbu, og
ekki vitað hvað var í rauninni
um að vera fyrr en hann sá að
mennirnir voru vopnaðir. Kem-
ur þetta fram í frásögn Havana-
bla'ðsins ,,Granma“, sem segir
einnig að þegar flugvélin kom
inn yfir Kúbu í nánd við Svína-
flóa, hafi einn ræningjanna grip-
ið hljóðnema sendistöðvar vélar-
innar og tilkynnt kúbönskum
yfirvöldum að byltingarsinnar
hefðu vélina á sínu valdi og
óskuðu lendingarleyfis í Havana.
í frétt frá Bogota er þess getið
til, að einn fimm-menninganna
sé Favio Vasquez Castano, for-
ingi skæruiiða í norðurhéruðum
Colombíu.
Meðal farþega í vélinni var
Harris Wheeler, höfuðsmaður úr
Bandaríkjaher, og kona hans,
Helga. Voru þau í brúðkaups-
ferö og höfðu verið gefin saman
í hjónaband á laugardag. Whee-
ler segir svo frá: „Ég hafði ekki
hugmynd um að við værum á
leið til Havana fyrr en ég sá
Mig-þotu á flugi yfir flugvell-
inum. Þá fyrst var ég sannfærð-
ur um að við værum ekki að
lenda í Panama." Sagði Wheeler
að flugstjórinn hefði tilkynnt
farþegunum að flugvélinni hafi
verið snúið frá San Andres og
ætti að lenda í Panama.
Farþegarnir fengu hinar beztu
móttökur í Havana, bjuggu þar
í fyrsta flokks hóteli um nótt-
ina, en héldu svo heimleiðis á
mánudagsmorgun. Var þeim
haldið kveðjusamsæti á flugvell-
inum, og færðar ýmsar gjafir,
svo sem vindlar, bækur, áfengi
og hljómplötur. Einn farþeganna,
Breti, sagði við brottförina: „Það
hefði ekki verið unnt að hugsa
betur um okkur. Við höfðum
ekkert að óttast.“
Megi þessi heimsókn enn minna okkur á tengsl okkar við Noreg
og þau afrek feðra okkar að varðveita forna sögu Norðmanna.
Samhengið í þessari sögu hefur, þrátt fyrir allt, ekki rofnað. Enn
situr Ólafur konungur í hásæti í Noregi. Enn er Haraldur ríkisarfi.
Minnumst þess, sem Jónas Lie sagði (í þýðingu Matthíasar Joch-
umssonar):
Meðan minnið glæðist,
meðan vonin fæðist,
dynur í eyrum, —
hlustum, heyrum:
Haralds lúðurhljóm.
Svo orti skáldið um Harald hárfagra. Og það bað þess að:
Helgir kraftar,
hefjið aftur,
Haralds merkisstöng!
Merki Haralds hefur verið reist í Noregi. Og megi „helgir
kraftar" ávallt fylgja hinum unga nafna hans, svo að hann megl
bera gæfu til að feta í fótspor föður síns og afa, hvenær sem á
reynir og örlögin kalla hann til erfiðrar forustu fyrir land og lýð.
Flugvél rœnt
Rúmlega 70 farþegar fluttir
nauðugir til Kúbu