Morgunblaðið - 10.08.1967, Síða 15

Morgunblaðið - 10.08.1967, Síða 15
MORGTJ NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1067 15 ÞRfR STAÐIR ÚR LÍFI V;7 «' «• ff- Haraldskveðja Haraldur Ólafsson Hákonarsonar heill þér á frónskri grund, kominn austatn um álana breiðu á íslenzkra vina fund. Vér mælum til þín á máli Snorra og munum þann dýra arf er formæður vorar fluttu úi Sogni og færðu vestur um Hvarf. '?f§|' Vér fögnum þér ei sem framandi manni af f jöldans breiðu slóð, þú kemur sem frændi, úr fornum garði, er f jarlægar götur tróð. Á páskum í Sikilsdal, Islandi í ágúst, ekkert á milli ber. Austmaður, vestur lágu leiðir, það landnám er einnig hér. ,fj Stofninn er einn og söm var sagan í sókn og vöm um skeið, þú gengur um Reykholt og Gunnarshólmi er grænn á þinni leið, í Sturlungareit þú stendur hljóður, þar stækkar allt háttalag. „Út vil ég“ mælti áður Snorri, þau orð gilda líka í dag. Hart var oss eitt sinn Haraldsnafnið, en hraustlega á móti galt Egill á Borg, það er ógleymd saga og ekkert við gjaldi falt af því sem geymt er af fornum fræðum, því fagnar hin norska þjóð með oss, að enn heldur Völuspá velli og virt eru Sólarljóð. "'ff t': mr- Velkominn Haraldur Ólafs arfi, Ingólfs borg heilsar þér, ungur og snjall á háum herðum heiður Noregs þú þer. Landvættir allar leið þér greiði, leggi á plóginn hönd. Island og Noreg ennþá tengja ættar- og sagna-bönd. ÁRNI G. EYLANDS. Haralds ríkisarfa Efsta mynd: Stórbýlið Skaug- um (í Skógum) í Asker, skammt frá Osló, er bújörð Ólafs Noregs- konungs og þar dvaldist hann löngum með fjölskyldu sinni áð- ur en hann tók við konungdómi. f Skógum er Haraldur ríkisarfi fæddur og á þar mörg æskuspor. Miðmynd: Hátt til fjalla, norð- ur í Jötunheimum, vestan Guð- brandsdals, er afréttardalurinn Sikilsdalur í um 1000 metra hæð yfir sjó. Þar er Prinsehytta (sem raunar er þrjú bjálkahús um eitt húsahlað). Þar dveljast þeir Ólaf ur konungur og Haraldur ríkis- arfi alla jafna á páskum þegar Oslóbúar streyma til fjalla í páskaleyfi. Hvergi í Noregi nær fagur og mikill gróður eins hátt til fjalla eins í Sikilsdal. Yfir dalinn gnæfir fjallið Sikilsdals- hyrna, 1544 metra hátt. í Sikils- dal sótti Nordahl Grieg efnið i hið fræga kvæði sitt „Sikill“, sem Magnús Ásgeirsson þýddi á íslenzku. Neðsta mynd: Lærdalselva, Leirdalsáin í Sogni, er frægasta laxveiðiá í Noregi og þar hafa margir þjóðkunnir menn rennt fyrir lax, svo sem Vilhjáhnur Prússakeisari og brezku stjórn- málajöfrarnir Gladstone og Churchill. Hin síðari ár hefur Haraldur ríkisarfi sótt þangað ár hvert til laxveiða og einnig gengið þar á hjartaveiðar, en í skógunum i Leirdal er töluverð- ur stofn af hjörtum, svo sem víð- ar á þessum slóðum. Dagskrá heimsoknar Haralds ríkisarfa Fimmtudagur 10. ágúst Kl. 17.30: Komutími, Keflavík- .urflugvöllur. KL 18.00: Komlð á Reykjavík- urflugvöLl. Kl. 20.00: Kvöldverðiur fonseta ís Lan-dis á Ressastöðum. (KLæðnaðuir hátíðarbúning iur ag h'eiðursmerki). Föstudagur 11. ágúst Kl. 11.00: Atihöfn í Fossvogs- kirkjuganði. Kl. 12.30: Hádegisverður í boði utanríkisráðherra, að Hótsi Sögu (Áttflragaisal). Kl. 16.00: Hjeiimsóikn í Háskóla íslands, Þjóðminljasafn o>g ListaS'afn íslands. Framhald á tols. 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.