Morgunblaðið - 10.08.1967, Síða 24

Morgunblaðið - 10.08.1967, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1967 Alan Williams: PLÁTSKEGGUR bíð hérna með bílinn. Þér verðið efcki meira en klukkutíma. Neil reyndi að sitja á hræðslu sinnd, sem fór sívaxandi. — Hvert fer ég? Höndin krepptist um heitt áklæðið á sætinu. — Þér þurfið engar áhyggjur að hafa. Berjið þér bara á hurð- ina. Ég bíð hérna. Neil opnaði vagnhurðina. Köttur skauzt yfir götuna í nokkurra skrefa fjarlægð. Hann rétti úr sér og lokaði hurðinni, en skellti henni ekki, og eitthvað hreyfði sig innan við grinda- gluggana fyrir ofan hann. Nú ættirðu að sjá mig Caroline, hugsaði hann og barði á járn- hurðina. Maður opnaði, sem var í fram- an eins og seytt rúgbrauð. Hann var í kakískyrtu og augun voru skásett. Hann leit á Neil, en veik svo til 'hliðar. Neil elti hann yfir bert steingólf, sem minnti mest á kjallara, upp nokkrar tröppur og svo inn á stíg, sem lá undir bogagöng. Loftið þarna var myglukennt, þar þefjaði af viðarkolum og sýru, feiti, feitu og pipar og vondu tóibaki. Leiðin lá upp í móti, eftir hallandi steingólfi, inn í eitthvert völundarhús af allskonar krákustígum, framhjá litlum borðum, útkrotuðum með gömlu flúri. Ofurlítið hljóð rufu þessa þögn, lítil og snögg, líkast því þegar vatn lekur á stein. Ein- hvers staðar heyrðist glamur í útvarpstæki. Stígurinn breikkaði og nú gengu þeir á jörð, sem var stráð pálmablöðum. Ofurlitlir sólargeislar skinu inn um smug- ur á þakinu, og á hóp manna, sem sátu og drukku te og skröf- uðu saman af miklu fjöri. Ungir menn í kakífötum horfðu á þá utan úr skuggunum, krakkar gægðust til þeirra, drengir með grá, snoðklippt höfuð og stúlk- ur með eirrautt hár, litað. Þeir beygðu sig inn í önnur göng, þar sem vatn heyrðist renna, gegn um dyr, sem voru svo lágar, að Neii þurfti að beygja sig í keng, og svo upp fjóra stiga inn í timburklætt herbergi, þar sem var Coca-Cola almanak og svarthærð stúlka, stórvaxin, við stóra ritvél, forn- lega, sem leit út eins og beina- grind úr fugli. Leiðsögumaðurinn leiddi hann gegn um herbergið og æpti eitt- hvað á arabisku gegn um lokað- ar dyr. Eitthvert dökkt leður- andlit, brá við, athugaði Neil og hélt síðan upp hurðinni. Leið- sögumaðurinn fór ekki lengra. Neil gekk inn í lofthátt her- bergi, með sólhlífum fyrir glugg um. Olíulampi með glerhlíf hékk úr loftinu, en meðfram veggjun- um voru lágir legubekkir, með handofnum ábreiðum yfir. Þrír menn sátu við borð og drukku te, sem borið var fram á kopar- bakka. Þeir stóðu upp allir í einu og hneigðu sig fyrir Neil. Einn þeirra, snotur maður í ljós leitum flúnelsfötum og með hvöss arnaraugu, bauð honum sæti á leguibekk. 30 — Ég er dr. Marouf, sagði hann og rétti honum teglas. Hann sneri sér að gildum manni, sem sat við hliðina á honum. — Þetta er Mouhamed Ali Boussid — og rakt andlit með græn gler- augu stakk sér fram, án þess að brosa — og þetta er Mouhamed Sherrif. Fölleitur maður með upp- mjótt höfuð, sem sat vinstra megin við Neil, laut fram með dauflegu brosi og sagði, næst- um hvíslandi: — Gleður mig, herra minn! Hann var klæddur í snjáð blá föt með upplituðum teinum í, og í óhreina skyrtu, bindislaus og flibbalaus. Hend- urnar voru mjúkar og þurrar og hvitar sem pappír. Dr. Marof hóf umræður. Hann útskýrði, að þeir Boussid væru meðlimir í Arabahernum í Cabash, og stæðu fyrir stjórn- málaskrifstofu hans. Mohammed Sherriff bæri hinsvegar ábyrgð á „vörnum og öryggi“. — Við er um ekki frægar persónur, bætti hann við með hæversku, — held ur érum við bara litlir kallar, sem vínnum að velferð landsins okkar. Neil hugsaði sig um af kappi. Marouf, Boussid, Sherriff. Hvað sem snotri doktorinn kynni að segja, þá vissi Neil, að tvö fyrstu nöfnin höfðu verið á svarta list- anum hjá frönsku öryggisþjón- ustunni síðustu fimm árin. Hann minntist þess, að dr. Marouf hafði sloppið úr fangelsi, að minnsta kosti tvisvar, og var auk þess sagður hafa verið pyntaður af fallhlífarhermönnum. Nú leit hann á Neil eins og sérfræðing- ur úr Harley-stræti, sem væn að ræða einhverja sjúkdóms- greiningu. Eina nafnið, sem vafðist fyrir honum var Sherriff. Maðurinn sat með krepptar hendur milli hnjánna, og horfði, dapur á svip inn, á koparbakkann. Maroutf sagði: — Okkur er það mikill heiður að fá Uægan ensk- an blaðamann í heimsókn til okkar. — Þakka yður fyrir, sagði Neil og braut heilann um það, hverjum fjandanum Pol hefði nú fundið upp á. Pol var franskur njósnari, og þessir menn voru eins eftirspurðir af franska hern um og aðalmennirnir í Leynl- hernum. Ekki sízt nú, eftir spren.gjuárásina á Casino. Þeir töluðu hægt með miklum málalengingum og krókaleiðum, snertu aðeins lauslega mestu æsingarefnin, eins og þegar Mar- ouf kvartaði yfir því, að spítal- arnir í Cabaáh væri hræðilega yfirfullir og meðöl, sem væru væntanleg utan frá væri gerð upptæk af árásarsveitum Leyni hersins. Þeir töluðu um föður- landsást og einingu þjóða og göfgi líkamlegrar vinnu, rétt eins og munkar ræddu trúmál og heilagan anda. Öðru hverju sneru Marouf og Boussid sér að Neil, með ákafri alvöru, og spurðu hann, hvernig hann héldi, að fara myndi í landinu — héldi hann, að Leyniherinn hefði nokkra sigurmöguleika? Og hefði hann það, myndu þá Bretar og Bandaríkjamenn senda liðsauka til að hjálpa Arabathernum? Það var eitthvað svo barna- legt í fari þeirra, sem hvort tveggja í senn, afvopnaði Neil og hræddi hann. Hann sötraði sæta græna teið og svaraði með spekingssvip: — Ég held ekki, að Leyniherinn hafi einn mögu- leika af milljón til að sigra. En heldur ekki held ég, að það verði sérlega auðvelt að koma honum á kné. Hann er eins vinsæl hreyfing hjá Evrópumönnum hér og þið eruð meðal Araba. Þeir segja bara það sama og þið — að landið sé þeirra eign. Þess ir Evrópumenn eru eins ákveðn- ir í því að berjast og drepa, til þess að halda í það, sem þeir telja í fullri alvöru, að sé þeirra eigin eign. Boussid fitjaði ofurlítið upp á nefið og svaraði: — Þetta land — Ungfrú Ólafía kemur ekki til vinnu í dag. Hún kvefaðist seint í gærkvöldi. er ekki þeirra eign. Og ekki Fraklands. Það tilheyrir okkur. Og það koma Evrópumenn til að skilja, áður en lýkur. Maðurinn með leðurandlitið, sem st’óð við dyrnar, fyllti te- bollana, og Neil varð hugsað til kvíslaða blóðstraumsins á göt- unni, afhöggna kvenmannsfótar- ins í myrkrinu, og stunurnar i van Loon, þegar hann bað um að gefa sér eitthvaö að drekka, að dauða kominn með stungu gegn um innýflin. Svo greip hann allt í einu einhver rétt- lætiskennd og hann sagði með ákafa: — Það gagnar ekkert og frelsar engan að myrða saklaust fólk! — Það er ekki nema satt! hreytti Sherriff snögglega út úr sér, þar sem hann sat honurn til hægri handar, — en ef ekker' gagn er í manndrápum, hvað getum við þá gert til þess að verða frjálsir? Augun í honum stækkuðu og urðu eins og svart- ir hyljir, en varirnar, sem voru með þetta stöðuga bros, tóku að skjálfa. Neil þóttist kenna þarna geð- vei'kisjúkling. Hann svaraði, og var enn að velta því fyrir sér, til hvers hann hefði verið kall- aður á þennan fund: — Það eru til fleiri aðgerðir en manndráp og hryðjuverk. Þið notið bara sömu aðferðir og Leyniherinn, og Leyniherinn bíður áreiðan- lega lægri hlut. — Já, en hvað annað er hægt að gera, herra minn? sagði Sherriff. — Við erum fátækir menn og höfum hvorki bryn- dreka né kjarnorkusprengjur. Þurrir hvítir fingurnir á honum skrjáfuðu, eins og þurr laufblöð. — Þið hafið almenningsálitið í heiminum, sagði Neil. — Þáð er ykkar megin. — Já, almenningsálitið getur verið gott, sagði Boussid og festi á Neil litlu þorskaugun bak við þykku gleraugun, — en eitt út af fyrir sig gerir það okkur ekki frjálsa. Ef við vinnum nokkurn tíma fresli okkar, er það vegna þess, að við höfum beitt her- valdi. Og það er fullkomlega heiðarlegt. Neil horfði á þykku varirnar á honum og einbeittu augun, og sagði kæruleysislega: — Var það fullkomlega heiðarlegt, sem skeði í gær í Casina de la P'age? Frá annarri hlið hans heyrðist vein, eins og frá særðu dýri. Hann leit við og sá, að Sherriff starði á hann, með brosið eins og frosið á vörunum, og tárin runnu niður eftir gulum kinnun unum eins og á krakka. Neil komst nú að því, að brosið staf- aði frá lömun á munnvöðvunum. — Þér megið trúa því, herra minn, sagði hann, — að þegar ég heyrði, hvað hefði komið fyrir þetta vesalings fólk þarna, þá fór ég að gráta — ég bað fyrir því, og svo grét ég alla nóttina af að hugsa um það. Neil leit á hann, og var miður sín — og hræðileg grunsemd tók að læðast að honum. — Ég var þar, sagði hann, — ég fór þar inn rétt eftir að sprengjan sprakk. Ég átti kuningja, sem fórst þar — Hollending. Hann var þessu landi algjörlega óvið- komandi. aHnn og um það bil fjörulíu manns aðrir, sem voru að dansa og skemmta sér þarna IMYTT frá IMOXZEMA TropicTan sólarolía og lotion gerir yður eðlilega brúna á styttri tíma en nokkur önnur sólarolía. Tropic Tan sólaráburður er seldur og notaður um allan heim við geysi- legar vinsældir. Sannfærizt og kaupið Tropic Tan sólarolíu strax 1 dag. Tropic Tan fæst í öllum lyfja- og snyrtivöruverzlunum um land allt. Heildsölubirgðir: Friðrik Bertelsen Laufásvegi 12, sími 36620.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.