Morgunblaðið - 01.09.1967, Side 2

Morgunblaðið - 01.09.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 196*? Gjaldeyrisskammtur til ein- stakra ferðamanna lækkaður — Liklegur gjaldeyrissparnaður á 2. hundrað millj. kr. ,,Innflutningshöft mundu ekki leysa þau vandamál, sem nú steðja að", segir dr. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri í FRÉTTATILK YNNIN GU, sem Morgunblaðinu barst í gær er skýrt frá því, að ákveðið hafi verið að gera frá og með deginum í dag, þær breytingar á úthlutun gjaldeyris til ferðamanna, að gjaldeyrisskammtur til ein- staklinga verður lækkaður úr 15 þúsund krónum á mann á ári 1 10 þúsund krónur. Böm fá hálfan skammt, eins og verið hefur. Þá hefur við- skiptamálaráðuneytið einnig x samráði við Seðlabankann lækkað heimild til að flytja íslenzka seðla úr landi úr 2,500 krónum á mann í 1,500 krónur. Þá hefur einnig ver- ið algjörlega bannaður út- flutningur stærri seðla en 100 krónu seðla. Morgunblaðið sneri sér í gær af þessu tilefni til dr. Jóhannesar Nordals, Seðla- bankastjóra, og skýrði hann blaðinu frá því, að þróun í utanríkisviðskiptum íslend- inga hafi verið mjög óhag- stæð að undanförnu og hún leitt til þess, að í lok júlí- mánaðar varð verðmæti út- flutnings orðið 760 xnillj. króna minna en á sama tíma- bili 1966. Sagði bankastjór- inn, að þær tölur sem fyrir liggja, bendi til þess, að greiðslujöfnuðurinn við út- lönd hafi í heild versnað um svipaða upphæð og lækkun útflutningsins nemur, eða um 7—800 milljónir króna. Þá gat bankastjórinn þess, að breyttri tekjuþróun hefði svo fylgt, að sparifjár- aukning í bönkum og inn- lánsstofnunum hefði orðið helmingi minni en á sama tímabili í fyrra, en þá var hún 454 milljónir króna. Loks má geta þess, að dr. Jóhannes Nordal sagði, að Seðlabankinn væri þeirrar skoðunar, „að innflutnings- höft mundu ekki leysa þau vandamál, sem nú steðja að, þar sem þau mundu einkum hafa í för með sér spákaup- mennsku og efnahagslegar truflanir“, eins og hann komst að orði. Hér á eftir fer fyrrnefnd frétta tilkynnimg: Ákveðið hefur verið að gera frá og með 1. september n.k. eft- irfarandi breytingar á reglum þeim, er gilda um úthlutun gjald eyris til ferðamanna: Gjaldeyrisskammtur til ein- stakra ferðamanna verður lækk- aður úr 15 þús. kr. á mann á ári í 10 þús. kr. Börn fái hálfan skammt, eims og verið hefur. Þeir, sem fara í svokallaðar IT- ferðir á vegum ferðaskrifetofa, s:kulu fá allt að 6000 kr. í gjalcf- eyri, en ferðaskrifstofur fá allt að 360 kr. á dag fyrir dvalar- kostnaði þeirra. Hliðstæð regla gildi um þá, sem fara í hópferð- ir, þar á meðal ferðir með skemmtiferðaskipum. Jafnframt hefur viðskiptamála ráðuneytið I dag í samráði við Seðlabankann lækkað heimild til að flytja íslenzka seðla úr landi úr 2.500 kr. á mann í 1.500 kr. Einnig hefur nú verið al- gjörlega bamnaður útflutningur stærri seðla en 100 krónu seðla. Reykjavík, 31. ágúst 1967. Seðlabanki fslands Landsbanki fslands Útvegsbanki íslands. Eins og fyrr getur, þá sneri Morgunblaðið sér vegna frétta- tiilkynningar þessarar til dr. Jóhannesar Nordals bankastjóra Seðlabankams og spurði hann nánar um ástæður til fyrr- nefndra ráðstafana. Bankastjór- inn sagði: „Eins og kunnugt er af frótt- um, hefur þróunin í utanríkis- viðskiptum íslendinga verið mjög óhagstæð að undanförnu. Var reyndar þegar ljóst í lok vetrarvertíðar, að um yrði að ræða veruuega lækkun á verð- mæti útflutningsframleiðslunnar á árinu bæði vegna minni ver- tíðarafla og mikils verðfalls á mörgum helztu útflutn ingsaf- urðum þjóðarinnar. í sumar hafa horfurnar í þessu efni enn versnað, þar sem síldarafli hef- ur orðið mun minni en vænzt hafði verið, jafnframt því sem verðlag hefur haldið áfram að lækka á síldarafurðum og ný vandamál komið fram, svo sem varðandi skreiðarútflutning. Þessi þróun hefur leitt til þess, að í lok júlímánaðar var verð- mæti útflutnings orðið 760 millj. kr. lægra en á sama tímabili 1966. Á hinn bóginn hafði orðið nokkur aukning á innfluitningi, en megirahluti þess virðist þó hafa stafað af sérstökum ástæð- um, svo sem innflutningi skipa, flugvéla, svo og vegna Búrfells og annarra stórframkvæmda, sem kostaðar eru af lánsfé. Af þe®3u leiðir, að vöruskiptajöfn- urinn, eins og hann kemur fram í skýrslum hagstofunnar, gefur óeðlilega óhagstæða mynd af þróuninni. Þær tölur, sem fyrir liggja, benda til þess, að greiðslujöfnuðurdnn við útlönd hafi í heild versnað um svipaða upphæð og læktoun útflutnings- ins nemur, þ.e.a.s. um 7—800 millj. kr. Þótt hér sé vonandi að nokkru leyti um tímabundið ástand að ræða, einkum á útflutningsmörk uðunum, hefur lækkun útflutn- ingstekna þegar valdið gagn- gerurn umskiptum í þróun þjóð- arbúskaparins, þar sem tekju- samdrátturinn hefur breiðzt frá útflutningsiatvinnuvegunum til annarra greina efnahagskerfis- ins. Breyttri tekjuþróun hefur svo fylgt að sparifjáraukning í bönkum og innlánsstofnunum hefur orðið nær helmingi minni en á sama tímabiliá fyrra, en þá var hún 454 millj. kr. Þrátt fyrir þesei samdTáttaráhrif hefur fjár- ráðstöfun þjóðarinnar til neyzlu og fjárfesitingar verið verulega umfram þjóðartekjur, það sem af er árinu, en mismunurinn hef ur að mestu jafnazt með lækk- un gjaldeyrisvarasjóðsins, en gjaldeyrisstaða bankanna versra- aði um 533 millj. kr. fyrstu sjö mánuði ársiras. Það hlýtur því að verða eitt meginverkefni í efnahagsmálum næstu mánuði að stöðva þá um- frameyðslu, sem hér er um að ræða, þar sem of mikil notkun gjaldeyrisforðans mundi stefna öryggi þjóðarinnar út á við og lánstrausti í hættu. Seðlabankinn er þeirrar skoð- unar, að innflutningshöft mundu ekki leysa þau vandamál, sem nú steðja að, þar sem þau mundu einkum hafa i för með sér spákaupmennsku og efnahags legar truflanir. Á hiran bóginn hefur nú þótt nauðsynlegt, að gerðar verði ráðstafanÍT til þess að draga úr gjaldeyrisnotkun til annarra þarfa, en þá einkum til ferðalaga, en útgjöld til þeirra hafa aukizt um allt að því þriðj- ung árlega síðustu fjögur til fimm árin. Einnig hafa verið settar reglur til takmörkuraar á útflutningi íslenzkra seðla, eins og sést af tilkynningunni.“ Aðspurður gat dr. Jóhannes Nordal þess að lokum, að þótt þessi ráðstöfun leiddi ekki til þess, að íslendingar fækkuðu utanlandsferðum sinum, ætti gja.ldeyrissparnaðurinn að nema á annað hundrað milljónum kr. á ári, miðað við útgjöldin af þesBum ferðalögum í ár og í fyrra. Lenging kísilgúr- vegarins bönnuð Björk, 31. ágúst. í GÆR var fyrirskipað að lengja ekki frekar, — minnsta kosti ekki í bráð —, hinn margum- deilda veg sem undanfarið hefur verið unnið að í hrauninu milli Reykjahlíðar og Grimsstaða. Þegar er búið að undirbyggja um tvo kílómetra frá Grímsstöð- um og einnig sex til sjöhundruð metra lengra en fyrirhuguð leið númer fjögur. Virðist því sú leið vart koma til greina enda af kunnugum talin valda hvað mestum náttúruspjöllum, bæði á túni og á brekkunum fyrir ofan. Auk þess ltka snjóþyngst. Ennfremur brýtur hún algerlega í bága við fyrirhugað skipulag. Koma þá aðeins til greina leiðir númer eitt og tvö. Minnstum spjöllum á túni, ylli leið númer eitt, og er hún að kunnugra manna yfirsýn talin heppileg- ust, þeirra sem ég hefi rætt við um þetta mál. Enda þótt þessi margumtalaði vegur sé fyrst og fremst lagður vegna Kísiliðjunn- ar verður hann líka að teljast bráðnauðsynlegur tengivegur umhverfis Mývatn. Þessi kafli hefur alltaf lokazt í fyrstu snjóum á hverju ári og hugðu menn því gott til, með þessari vegagerð. Margir hér telja því framkvæmdastöðvunina alveg fráleita og líta jafnframt alvar- legum augum afskiptasemi opin- berra ráða og nefnda af þessum málum. — Kristján. Nýjum seðlum stolið 69 þús. kr. — í 1000 kr. seðlum SEXTÍU og níuþúsund krónum var stolið úr stórri peningasend- ingu sem Seðlabankinn var að fá úr prentun frá útlöndum, á miðvikudag. Peningarnir komu með Vatnajökli og þegar klukk- an 3.30 var lögregluvörður mætt- ur niðri á bryggju til að hafa eftirlit með uppskipun og flutn- ingi í bankann. Klukkan 4.30 uppgötvuðu menn svo að einn kassinn hafði verið brotinn upp og úr honum stolið sextíu og níu þúsund krónum. Ekki er upplýst hvenær verknaðurinn var fram- inn, en rannsóknarlögreglan hefur fengið málið til meðferðar og hefur m. a. tekið áhöfn skips- ins til yfirheyrslu. Seðlabankinn sendi öllum öðrum bönkum að- vörum strax og uppvíst var um þjófnaðinn, þar sem gefin voru upp númer seðlanna sem stolið var. Aðrar upplýsingar er ekki hægt að fá að svo komnu máli, hvorki frá lgreglu né bankayfirvöldum. Frönsk flugvél með 15 manns — týnd norður í hafi TVEGGJA hreyfla frönsk her- flugvél af Breguet Atlantic gerð er týnd á Norður Atlantshafi. — Um borð í henni eru fimmtán menn. Síðast fréttist til hennar laust eftir miðnætti á miðviku- dagskvöld þegar hún hafði sam- band við Kinloss í Skotlandi, en þangað bjóst flugmaðurinn við að vera kominn um kl. 8,49 um Bardagar breiöast út í Kína — Hafnir að nýju í Wuhan Hong Kong, Peking, 31. ágúst. — (AP) MOSKVUÚTVARPIÐ skýrði frá því í dag, að blóðugir bardagar geisuðu á megin- landi Kína, og í austurhér- uðum Chekiang hefðu 3000 manns fallið. Útvarpið sagði að tala særðra næmi tugþús- undum og 400 hús hefðu ver- ið lögð í rústir. Bardagamir standa milli stuðningsmanna og andstæðinga Maós, og eru hinir síðarnefndu taldir hafa yfirhöndina. Útvarpið skýrði ennfremur frá því, að svipuð átök ættu sér stað í norð- austurhéruðum Kína, suð- vestur Szechwan-héraðinu og höfuðborg Kwangtung- héraðsins. í Hong Kong skýrðu ferða- menn frá Canton frá því, að heiftarleg átök væru í iðnaðar- borginni Wuhan, en hersveitir Maós bældu þar niður byltingu and-maóista fyrir skömmu. Ógerningur er að fá þessar fregnir staðfestar, en allt bendir á hinn bóginn til þess, að valda- barátta maóista og stuðnings- manna höfuðandstæðings hans, Liu Shao-chi forseta, færist mjög i aukana. Fregnirnar um bardagana í Wuhan komu hins vegar frá útvarpsstÖðvum maó- ista sjálfra. Útvarpið greindi ekki nánar frá bardögunum en krafðist þess, að valdamenn í Peking, hliðhollir Maó, tækju strax í taumana. Kínverska leyniþjónustan á Formósu segir, að þúsundir manna streymi frá ýmsum borg um á meginlandi Kína til að flýja bardagana, m.a. frá Chungking og Chentu. Ferðamennirnir frá Canton segjast hafa heyrt and-maóista lofa því opinberlega, að þeir mundu „baða borgina í blóði rauðra varðliða". Hryllileg ofbeldisverk, nauðg- anir og spellvirki eru daglegt brauð í Canton, að sögn ferða- mannanna, og daglega fara fram fjöldaaftökur á þann hátt, að and-maóistar eru hengdir í ljósa Frarrah. á bls. 31 morguninn. Þá var vélin stödd 360 mílur norðaustur af Horni og 450 mílur frá Bodö. Mikill fjöldi flugvéla og skipa leita týndu vélarinnar, m.a. hafa far- ið leitarvélar frá varnarliðinu í Keflavík. Ekki er kunnugt um hvað vélin var að gera á þess- um slóðum, en franskar vélar af þessari tegund, sem eru einkum í þjónustu sjóhersins, eru yfir- leitt notaðar sem könnunarvélar, eða til kafbátaveiða. Bukovsky játar Moskvu, 31. ágúst — NTB SOVÉZKI rithöfundurinn Vladimir Bukovsky hefur játað sig sekan um að hafa skipulagt ólögleg- an mótmælafund á Push- kin-torginu í janúar sl., að því er fréttir frá Moskvu herma. Bukovsky var leidd- ur fyrir Borgarréttinn í Moskvu í gær ásamt tveimur öðrum rithöfundum, Evgeny Kuschov og Vadim Delone. Þeir eru allir undir þrítugu. Vestrænum fréttamönraum var meinaður aðgaragur að réttar- salnum í gær og í dag, á þeirri forsendu, að hann væri fullur af vinum og ættingjum sakborning anna. Löngu eftir að fréttamenn irnir voru farnir var hóp sovézkra borgara hleypt inn í saliran. Rithöfundarnir eru allir með- limir í bannaðri hreyfingu rúss- neskra menntamanna, SMOG. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið 70. grein sovézkra hegn- ingarlaga, með yíirskriftinni „Andróður og áróður gegn sovézkum stjómvöldum.“ Refs- ing fyrir brot á þessari lagagrein er fimm til sjö ára vist í þrælk- unarbúðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.