Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967 - AFRIKUFERÐ Framhald af bls. 5 að ná bráðinni, skeyttu þeir oft ekki meira um eldinn, sem gæti breiðst út í allar áttir og legði ósjaldan þeirra eigin þorp í rúst. Við sáum reyndar nokkur brunnin þorp á leiðinni. Leiðin lá frá Angóla yfir Luso og Mongo og síðar yfir Sambiu og Lwings-tone, sem virðist nokk- uð stór borg og falleg. Nokkru áður en við komum þar að, sá- um við þennan fræga úða frá Viktoríufossunum og gátum ekki stillít okkur um að biðja um leyfi til að lækka flugið, svo að við gætum tekið myndir, þó að loftið væri ókyrrt. Þetta var sórkostleg sjón og við smelltum mörgum myndum. Þá áttum við ekki eftir nema rúmlega klukku stundar flug að Franeistown, en þá barst okkur skeyti um að breyta um stefnu og lenda í Rhodesíu. Og þar lentum við 22. ágúst eftir samtals 48 klukku stunda flug frá íslandi. Leiðin var þá orðin all krók- ótt, við vorum búnir að fljúga um Prestvík, Brussel, Lissabon, og niður eftir Kap Verde og vorum aftur komnir í réttvís- andi hásuður, frá Eyrarbakka. í Rhódesíu lentum við í borg sem heitir Bulawaio. Þar búa um 40 þúsund hvítir menn en um 300 þúsund negrar. Við urð um varir við að hvítu menn- irnir eru mjög hrifnir af Ian Smith, en hinsvegar lítið elskir að Bretum, og hnussuðu fyrir- litlega ef við buðum fram brezka peninga. Við vorum þó þarna í bezta yfirlæti og ókum út fyrir bong- ina einn daginn í skoðunarferð. Við urðum þó varir við að óró- leiki ríkir þarna því að lögreglu menn voru á hverju strái í leit að skæruliðum. Meðal annars var bifreið okkar stöðvuð af þrælvopnuðum hermönnum sem leituðu hátt og lágt að einhverju grunsamlegu. Við kynntumst ná- unga í varaliði öryggislögregl- unnar sem sagði ökkur að þeir væru búnir að taka flugvélar í þjónustu sína við að elta uppi skæruliða, og sjálfur flaug hann einshreyfils Cessnu, við að svæla þá út. Nú þarna var ferð okkar á enda. Við kvöddum Straumfaxa gamla með söknuði, hann hefur alltaf reynst okkur tryggur fé- lagi, og héldum heim á leið með Boeing 727 þotu. Fyrst þurflt- um við að fara til Jóhannesar- borgar, til að ganga frá ýmsum pappírum varðandi kaupin en þaðan fórum við með DC-8 þotu, áleiðis til Parísar. Við millilent- um í Lusaka í Sambíu og Brassa ville í Kongó. í Brassaville var mikið um blakka, sem voru með allskonar drasl sem þeir vildu pranga inn á ferðafólkið, og voru aðgangsharðir við það. Frá Brassaville héldum við til Nissa á Fröns'ku Rívierunni og þaðan áfram til Parísar, Frá París héld um við til London, og þar fyrst vörpuðum við öndinni léttara og fannst í rauninni að ferðinni væri lokið. Þess má geta til gamans að á leiðinni gerðum við okkur dagamun þegar við fórum yfir miðbaug og skáluðum — í sóda- vatni. Því er ekki að neita að vfð höfðum mjög gaman að ferðinni. En það er athyglisvert hversu flugleiðir þarna í Afríku geta verið flóknar, og krókar miklir. Sem dæmi má nefna að flest ríki í Vestur-Afríku banna lendingar véla sem eru að koma til eða frá Portúgal og Rhodesíu, eða eru í leiguflugi til Rhodesíu. Þessvegna flugum við undir íslenzku merki. Sierra Leone og Senegal banna líka flug véla sem eru skrásettar í Suður-Afríku, á portúgölskum yfirráðasvæðum eða í Rhodesíu og vélar sem lenda í Rhodesíu mega ekki einu sinni fljúga yfir Kenya, Tanza- níu og Uganda. Þáð er sannar- lega vandlifað í heiminum þeitn. —ótj. — Kalnefnd Framhald af bls. 8 að fá fjármagn til láns til fóður- bætiskaupa. Grímur sagði ennfremur, að það hefði verið lán í óláni að slæm heyskapartíð hélzt svo lengi fram eftir sumri því sprettutíð kom mjög góð, þá loks hún kom, og svo ágæt hey- skapartíð nú í ágúst. Menn hefðu frekar freistast til að fara að slá lélegt graslendi, ef heyskap- artíð hefði verið góð, og það áður en pretta gæti talizt sæmi- leg, ef tið hefði leyft það, en það hefði þó ekki nægt til að nein háarspretta hefði orðið. Úthagi er einnig lélegur og þar sem helzt hefir verið að vænta slægjulanda hafa verið svo miklar bleytur að þær hefir ekki verið hægt að nýta. Hins vegar eru engar uppgripaengjar í Öxarfirði. Þó hefir verið reynt að slá eitt'hvað lítið á útengi, en eftirtekja lítil. Og svo taka grös að sölna á útengjum, sagði Grímur að lokum. ALLTAF FJOLCAR ÖRYGGI-Þ/EGINDI-ÓBREYTT VERÐ VOLKSWAGEN 1300 býður nú upp á meiri og fleiri endur- bætur en nokkru sinni fyrr — En þó er verðið óbreytt — Verð kr. 153,800.- Volkswagen 1300 — árgerð — Það eru fleiri og betri endurbætur á V.W. 1300 held- ur en nokkru sinni fyrr. Stýrisásinn er nú þannig útbúinn að hann leggst saman, ef þér lendið í árekstri (en við vonum að það komi ekki fyrir), og stýrishjólið er framleitt úr ó- venjulega sveigjanlegu efni, af öryggisástæðum. Stuðararnir eru nú lengri, sterkari og staðsettir hærra á bílnum. Aðalljósin hafa verið færð framar, og gefa betri lýs- ingu. Þau eru nú með lóðréttum ljósglerjum. Tveggja hraða rúðuþurrkur. Að innan er loftræstikerfið ein aðal-endurbótin, en því er stjórnað með þar til gerðum tökkum og þar með losnið þér við óþægilegan dragsúg og hvin, frá opnum gluggum. 12 volta rafkerfi er nú í V.W. 1300, sem gefur ör- uggari ræsingu við erfiðustu veðurskilyrði, — og rafgeymirinn endist lengur. Dyrnar farþegamegin eru læsanlegar utanfrá. Þetta er sérstakur þæginda-auki í mikilli umferð og þrengslum á stæðum. Benzín áfyllingarstaður er nú í inngreyptu plássi í hægri hvalbak og smelli-lok yfir. (Þér þurfið ekki lengur að opna farangursgeymsluna að framan, þegar þér takið benzín). Tvöfalt bremsukerfi. Volkswagen 1300 árgerð m /3 00 margar endurbætur Við höfum nú aðeins talið upp fáar af hinum fjölmörgu endurbótum á árgerð 1968 — en V.W. sölumönnum í sýningar- salnum í Heklu, Laugavegi 170-172, vœri ánœgja að kynna yður nánar allar endurbœtur Aðeins eitt atriði ennþá: Verðið á VW 1300 er óbreytt Sýningarbílar á staðnum HEILDVFRZLUNIN HEKLA hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.