Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967 Alan VMHams: PLATSKEGGUR líkust augunum í blindum manni. — Hver er við móttök- una í Miramar í kvöld? — Marc-Claude, þangað til út- göngubannið hefst. — Hringdu í hann á hverjum klukkutíma og fáðu að vita, hvort Englendingurin skilar lyklinum sínum og tekur far- angurinn sinn. Hann kann að reyna að bíða á flugvellinum. Hann þagnaði og bar pípuna aft- ur upp að vörunum. Um leið og hann tók þessa lokaákvörðun sína, leit hann ekki á Anne- Marie. Hann var aftur farin að horfa á spegilmynd sína á fægðri borðplötunni, og hugurinn beindist aftur að skyldum hans sem eiginmanns og föður. Fyrir fimm árum hafði hann gengið að eiga ekkju starfsbróð- ur síns í Saigon, sem hafði fallið i Dien-Bien-Phu. Hún var fyxsta kona Broussard og Anne-Marie var einkabarn hennar. Nú bjó hún í Frakklandi meðan ófriður inn geisaði hér. '' Broussard hafði gengið að eiga hana, eins mikið af ræktarsemi við dáin vin eins og af ást, því að hans hugmynd um ástina var sú ein að sjá henni og Anne- Marie fyrir öllum venjulegum þörfum. En i staðinn heimtaði hann af þeim takmarkalausa hollustu og tryggð. Hefði önnur hvor þeirra svikið hann, hefði það verið eitthvað álíka sak- næmt og etf einhver lægra settur foringi hefði óhlýðnast honum. Hann leit nú á Anne-Marie: — Mér skilst, að þú 'hafir hitt þennan Englending nokkrum sinnum, áður en hann var færð- ur hingað fyrst? Hún kinkaði kolli. — Le Hir sendi mig til hans. Hún gat stillt röddina fullkomlega. — Hefurðu komið í herbergið hans í Miramar? Það varð vandræðaleg þögn, og ekkert heyrðist nema ískrið í gluggahlerunum. Broussard lagði frá sér ópíumpípuna og barði með fingrunum á borðið, með óþolinmæði. — Einu sinni, sagði hún. Hann hefur nr. 274. Hún var orðin ná- föl — vel vitandi á hverju var von, en fann samt til engrar hræðslu, heldur einhverrar óskiljanlegrar ánægju. Hún var að því leyti ólík stjúpföður sín- um, að hún hafði ekkert marg- slungið sálarlíf. Jafnvel þó hún hefði reynt til þess, hefði hún varla getað gert sér fulla grein fyrir tilfinningum sínum í garð Neils, þessa nótt í Miramar. Hún hafði verið taugaóstyrk og ein- mana og talsvert drukkin og hafði notið þess, sem fram fór, af því að það gat eytt að nokkru H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HARMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA IBÍIn iiAr w . ■•'ir ,r | j |,'ji|i | .Jy 'lfe Éii Harmony, einlitu og æðóttu postulínsflísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sannfærizt sjálf með því að skoða í byggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum. Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY flísarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY fllsarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2, Kópavogi, sfmi 41010. H, Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4, sími 38300. Járnvörubúð KRON Hverfisgötu 52, sími 15345. isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun, Bolholti 4, sfmi 36920. KEA byggingavörudeild, Akureyri, sími 21400. Byggingavöruverzlun Akureyrar Glerárgötu 20, sfmi 11538. fe Sveinn R. Eiðsson Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð: John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960 hryllingnum, frá þessu hræði- lega síðdegi í fjörunni, þegar dauðinn kom um leið og rökkr- ið. Þá hafði henni ekki dottið í hugj að hún mundi nokkurntíma hitta hann aftur, og engar á'hyggjur af því haft. Hún var alls ekkert ástfangin af honum. En við handtöku Guérins hafði afstaða hennar breytzt hastar- lega. Nú hugsaði hún ekki leng- ur um nautnanóttina með Neil heldur sá 'hún sjálfa sig tál- dregna, svikna og auðmýkta, og hann hefði verið að draga dár að henni og bruggað vélráð, bæði til að svíkja málstað stjúpa henn ar og föðurlandsins, og nú hataði hún Neil með hræðilegu kaldranalegu hatri, og beið eftir að Bvoussard segði meira. — Ég hef ákveðið, að þennan Englending verður að drepa. Að því er við bezt vitum, er hann ekki enn farinn úr hótelinu. En þar eru verðir og Sjávargatan er undir strangri gæzlu. Ég hef ekki ráð á neinum árásarsveit- um til að fremja verkið — enda mundu þær tafarlaust verða handteknar. Hann þangaði og tók aftur upp mjóu leirpípuna. Anne-Marie sagði ekki neitt. Broussard starði á hana með blindingjaaugunum og leið og mjór reykurinn steig út úr nös- um 'hans. Þegar hann tók aftur til máls, voru orðin þung, rétt eins og steinar, sem detta í vatn. — Ég vil láta drepa hann í kvöld, rólega og hávaðalaust, í herberginu hans. Þú ert eína manneskjan, sem getur gert það. Hún svaraði enn ekki neinu, en Serge svaraði fyrir hana: — Hún getur ekki gert það. Sendu heldur einhvern manninn úr „Gamma". — Haltu þér saman! sagði Broussard og starði enn á stjúp- dóttur sína. — Ert þú ekki kunn ingi Englendingsins? spurði hann hana. Hún leit niður á borðið. — Jú, hann grunar mig aldrei. — Gott og vel. Þú verður að tefja fyrir honum í hótelinu í kvöld. Skrifaðu honum og biddu COSPER Sé oleu Hafnarstræti 19 Skólafatnaður Mikið úrval af Nælonúlpum Stretchbuxum Peysum Pilsum Kjólum hann að hitta þig í 'herberginu sínu, rétt fyrir útgöngubannið. Ég get látið koma bréfinu í kvöld. Þú ferð héðan klukkan ellefu. Hann sneri sér að Serge. —- Hafðu skammbyssuna til reiðu, Rassini. Það er nóg að hafa klút ti'l að deyfa hljóðið, þegar svona er hvasst. Serge heilsaði og 'hvarf inn í bakherberglið. Broussard sneri sér aftur að Anne-Marie. Hann kreppti og rétti á víxl höndina, sem 'hélt á rómverska peningn- um. Hugur hans var kaldur, eins og laus við líkamann — aðeins einhver alvaldur kraftur, sem stjórnaði og skipaði fyrir, og gjörsamlega laus frá öllum mann drápum og ringulreiðinni í borg inni. Honum þótti vænt um, hve vel hún brást við þessu. Hann hafði aldrei hugsað sér hana sem sína eigin dóttur — í hans aug- um hafði hún 'bara verið lagleg og fjörug ung stúlka — ein af átján — sem ‘hann bar sérstaka ábyrgð á. Og nú leit hann á hana með vaxandi stolti. — Ég vil, að þú getir hleypt af öllum sex skotunum, sagði hann við hana, — en ef þú hefur venjulegan hljóðdeyfi, er ekki hægt að hleypa af nema tveim- ur áður en hlaupið ofhitnar. Og þér má ekki mistakast við Eng- lendinginn þann arna. Hann hafði lagt rómverska peninginn á borðið við hliðina á pipunni sinni, og nú til þess að ekki skyldi bera á handaskjálft- anum, tók hann kotruborð af borði við vegginn og tók að setja upp á það rauðu og 'hvítu töfl- urnar. Þegar þær voru allar komnar á sinn stað, kom Anne- Marie að hlið hans. Hún var enn mjög föl, og lagði nú höndina á öxl honum og sagði lágt: — Hafðu engar á'hyggjur, þetta verður allt í lagi ...... þegar þessi nótt er liðin. Hún kyssti hann á ennið en hann renndi hendinni niður eftir handlegg hennar og greip um hönd henn- ar og hélt í hana stundarkorn. — Þakka þér fyrir, litla mín! Serge kom inn með mjóa skammbyssu, en skeftið var vafið í klút. í fimm mínútur stóð hann 'hjá Anne-Marie og sýndi henni, hvernig hún átti að hlaða og afhlaða byssuna, út- skýrði fyrir henni sigtið og ör- yggið og hvernig bezt væri að halda byssunni, með réttum handlegg og í brjósthæð. — Þetta verður ekkert erfitt, sagði hann, — hún slær alls ekkert. En gættu þess að komast eins nálægt og þú getur áður en þú hleypir af henni. Hún hlustaði þegjandi og horfði á hann, og endurtók síðan hreyfingarnar hjá honum og hafði þær réttar. Síðan tók hún Til sölu B.M.W. 1500 árg. 1965 Bifreiðin er nýyfirfarin og í mjög góðu lagi. Hag- stæðir greiðsluskilmálar. KRISTINN GUÐNASON, H.F., Klapparstíg 27, sími 22675. byssuna og gekk gegn um vængjahurðadyrnar og inn í svefnherbergið. Hún lokaði gluggahlerunum, þvi að nú var tekið mjög að hvessa, dró pilsið upp yfir höfuð, fór úr sokkun- um og brjóstahaldinu, og sat síð- an og beið, í hálfrökkrinu. 4. kafli. Dökkblá byssan, sem hékk á manninum í smurðri ól, varpaði aflöngum skugga 4 jörðina, og hann dinglaði fram og aftur, þar til hann snerti brúnina á gos- brunninum. Maðurmn lauk við vindlinginn sinn og fleygði síðan stúfnum í skálina, þar sem sauð í honum eins og hvæs í högg- ormi innan um skuggana. Handan við breiðgötuna blik- aði sólarlagið á rúðunum. Mað- urinn sneri við og gekk inn í hótelið. Hann tók sér sæti innan við móttökuborðið. Þetta var þrekvaxinn, hæru- skotinn maður á fertugsaldri, og hafði verið í CRS-varaliðinu í síðustu fimmtán ár. Konan hans hafði tóbaksbúð í Juan Les Pins, og hann vann sem sund- kennari og björgunarmaður á baðströndinni á sumrin. Venju- lega var hann ekki í hernum nema þrjá mánuði á ári, en þessi bölvaður ófriður dróst á lang- inn og nú var allt útlit fyrir, að hann yrði að vera hér í Norð- ur-Afríku það sem eftir væri sumarsins. Hann kunni ekkert illa við landið eða fólkið þar — það var ósköp svipað og miðlungsfólk í Suður-Frakklandi — en vinnan var erfið, þarna voru uppþot, stöðugar varðstöður, handtökur, húsleitir, og ósjaldan götu- bardagar, þar sem félagar hans höfðu fallið í valinn. í kvöld var hann á venju- legri varðstöðu, sem hann hafði heyrt, að fyrirskipuð hefði verið HAIR STOP sem eyðir hárum, svo þau vaxa e'kki út aft- ur. Einnig vorum við að fá háreyðingakrem o frá sama firma. Vesturgötu 2, sími 13155,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.