Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967 21 Eldvarnir í Borgarskála — Athugasemdir slökkviliðsstjóra og eldvarnaeftirlitsins á blaðamannafundi og svar Eimskipafélags íslands STUTTAR FERÐIR MED SVIFIMÖKKVAINiLM f DAG geíst Reykivíkingium og Akiurnesingum tækifæri til að bregða sér á sjóinn og fara stuttar ferðir með svifbátnum. Báturinn hetfur ferðir sínar í dag með ferð til Akraness kl. 9 og heldur þaðan til Reykja- víikur k. 9,30. Frá kl. 10.12 verður farið í stuttar ferðir frá Loftsbryggju og siglt um sundin. Tekur bát- urinn 35 farþega í senn og kost- ar ferðin sama og ferð til Akra- ness (aðra leið) 150 kr. K. 13,30 fer báturinn frá Rvík til Akraness og síðan verða farnar stuttar ferðir þaðan til að gefa Akurnesingum kost á að reyna farkostinn. Verða ferð ir farnar frá Langasandi. 7 ára dreng- ur fyrir bíl SJÖ ára drengur meiddist nokk- uð í bílslysi á Laugavegi, móts við Shell stöðina, í gærmorgun. Hann kom á reiðhjóli vestur Laugaveginn og beygði i veg fyrir bifreið sem kom austan að. Drengurinn var fluttur á Slysavarðstofuna og reyndist vera illa marinn á læri og fæti, en ekki alvarlega slasaður. Frá Akranesi heldur bátur- inn kl. 4 síðdegis til Reykja- víkur og milli kl. 5 og 6 sið- degis verða aftur stuttar ferð- ir inn um sundin frá Lofts- bryggju. Báturinn var í gær í ferð- um milli Reykjavíkur og Akra ness. Hefur aðsókn að ferðum með bátnuim verið meiri en nokkur bjóst við að siv . i ans R. Bárðarsonar skipaskoð- unarstjóra. Harðir bardíig- ar í Bukavu Bukavu, 31. ágúst — NTB IIM hundrað hermenn Kongó- stjórnar hafa verið felidir í bardögum, sem blossuðu upp á ný í gær nálægt Bukavu í Kivu- héraði. Hvítur máialiði og þnr hermenn Katanga-stjórnar voru teknir höndum í bardögunum. Stjórnarherinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná á sitt vald svæðum af Bukavu, sem málaliðarnir hafa nú á sínu valdi, en allar hafa þær reynzt árangurslausar. Orrustuþotur Kongó-hers sveimuðu yfir Bukavu í dag, en gerðu ekki lofíárásir á stöðvar málaliðanna. Patler ákærður fyrir morðið á Rockwell SÍÐDEGIS í gær boðaði Rún- ar Bjamason, slökkviliðsstjóri, fréttamenn á sinn fund. Einnig voru á fundinum þeir: Einar Ey- felis, yfirmaður Eldvamaeftir- litsins, Gunnar Sigurðsson, vara slökkviliðsstjóri og Tryggvi Ólafsson, varðstjóri. Slökkviliiðs'stjóri hótf fuindinn nneð því að segja, að skammt væri nú stónra höglga í miilli Ihjá Siöklkiviliðiniu og væri bruninm í tfyrrinótit ertfiðaisiti eldsivoði, sem Slöklkvillið Reylkjiaviikiur hetfði þiurft að 'giíimia við til þessa. Þá rakti slökkviliðls’stjóri aitburða- láis brunans og var frásögn hans samlhljóða því, sem Trygigiwi Ólafsison, varðstjóri, segir á öðr- uim stað í blaðiniu. Að því lokiniu lögðlu frétta- ineim ýmsar spumingar fyriir slökkviliðsstjóra og ytfirmann Eldvar naetftir lilteiins. Um upptök eldsins vildi slökkviliðsstjóri elkíkeilt segja en tófc það fram, að ihann Ihefiði alveg eins gietað fcomið upp innd í sfcemmunni ag utan honnar. Hann sagði, að slökkvistarfið hefði verið mjög ertfitt og hetfði margt fcornið til: bnunahanar voru fjaæri, portið var fullitt aif ,alls kyrus vörum sem hindiruðiu mtjög slönguiagin- ir og einnig hefði myrfcrið haflt sán áftirif. Þá væri vinna með reykgríimum mjög mifclum erfið leikum háð. ®>á kom fram, að Slökkviliðið á enga ljóskastara heldiur varð að notast við bifreiðaljós til lýsingar á brunasvæðinu. í eigu slökkviliðsins eru um 3 km. af slöngum., en í fyrrinótt voru um 500 metrar sóttir í hirgða- stöð Almannavarna og var þá fyrst hægt að nota sjódælu slökkviliðsins. Slökkvilið Kefla- víkurflugvallar lagði sér sjálft til slöngur og sagði slökkviliðs- stjóri, að alls hefðu verið þarna í notkun rúmir 4 km. af slöng- um. Fjarlægðin niður að sjó var 350 metrar og svipuð fjarlægð var í fjarlægasta brunahanann. Alls tóku 72 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu auk ým- issa hjálparmanna, svo sem félaga úr björgunarsveitinni Ingólfi. Aðspurður um þa’ð hvort tækja skortur hefði háð slökkviliðinu sagði slökkviliðsstjóri: Vafalaust hefði verið hægt að vinna betur með fullkomnari tækjum þó ég vilji engan veginn segja, að það hefði getað ráðið úrslitum. Eld- urinn hattSi mjög góða aðstöðu til að breiðast út og niagnast, þannig að við réðum ekki við hann. Aðstæður allar voru mjög erfiðar þarna. Þá barst talið að eldvörnum og kcm þar ýmislegt forvitnilegt fram. Aðspurðir sögðu þeir slökkviliðsstjóri og Einar, að brunavarnir í skemmunum hefðu veri’ð ófullnægjandi og væri svo víða. Hinsvegar tók slökkviliðsstjóri það fram, að skemmurnar hefðu verið byggðar með leyfi löglegra yfirvalda. Einar Eyfells upplýsti að árið 1964 hefði Eldvarnareft- irlitið skrifað stjóm Eimskipa- félagsins bréf, þar sem bent hefði verið á ýmislegt, sem betur mætti fara í brunavörnum í vöru skemmum félagsins. Þar hefði m. a. verið bent á, að engin slökkvitæki væru í skemmunum og heftiu þau verið sett þar upp skömmu síðar. Þá hefði einnig verið sagt í bréfi þessu, að mjög óvarlegt væri í stórum húsum, sem þessum, að hafa engin traust skilrúm, eða eld- og reykvarn- arveggi nokkuð niður ú.r þaki, sem heft gætu útbreiðslu elds og reyks; einnig að loft- ventlar á þaki væru nauðsyn- legir til að hleypa út hita og reyk, eí á þyrfti að halda. Þá væri eldtraustur klefi fyrir lyft- ara nauðsynlegur. Engin af þess- um ábendingum hefði verið tekin til greina. Aðspurður sagði slökkviliðs- stjóri, a'ð ef þessum ábendingum hefði verið sinnt væri ekkert vafamál, að slökkvistarfið í fyrri- nótt hefði ekki reynzt eins erf- itt og raun varð á. Þá kom fram, að Eldvarnar- eftirlitið hefur ekki vald til að stöðva rekstur húsa, þar sem það telur brunavörnum ábóta vant en getur hins vegar kært til Sakadóms og hefði það verið gert en lítinn árangur borið. Slökfcviliðsstjóri t)ók fram, að það væru margir staðir, sem Slökkviliðið hefði ímiugust á vegna ófullnægjandi brunavarna og nefndi sem dæmi þær tvær skemmur Eimiskips, sem nú standa í portiniu við Borgartún. Þegar slökfcviliðsstjóri var að því spurður, hvernig ha.nn teldi að þessum málum yrði bezt kam ið heilum í höfn, sagði hann, að beztu bruinavamirnar væru þær að fyrirbyggja eldsupptök með skynsamlegu byggingarlagi. Einn ig kvað hann nauðsynlegt að efla Almannavarnir sem mest svo Slökkviliðið hefði eihhiverja að- stoð, ef á þyrtfti að halda í til- felium sem þassum. Slökkviiiðsstjóri upplýsti, að ákveðið væri að fcaupa nýja dælubitfreið til Slökkviliðsins og ætti það mál sfcammt í land. Værí ekki vanjþörtf á að endur- nýja bitfreiðakostinn því aðeins ein atf sjö bifreiðum Slökkviliðs- ins væri síðan eftir stríð. I lokin tófc Slökkviliðsstjóri það fram, að Slökkvilið Hatfnar- fjarðax hefði verið reiðuibúið til hjálpar, etf eitthvað annað hefði komið upp. í tiletfni af fyrrgreindum um- mælum sneri Mbl. sér til Valtýs Hákonarsonar, skritfstoíustjóra SJÓBAÐSSTAÐNUM í Naut- hólMsivilk verður lakað frá og með mánudeginum 4. sept. n.k. Eins og undantfarin sumiuir hef u.r baðstaðurinn verið mjög vel sóttur alla góðviðrisdaga og mun láta nærri að um 22 þús- und manns batfi sótt staðinn í 3000 grísk- ir sjómenn mynda félag í útlegð Osló, 31. ágúst — NTB FORMAÐUR nefndar þeirrar í Noregi, sem berst fyrir endur- reisn lýðræðis í Grikklandi upp- lýsir, að 3000 grískir sjómenn hafi gengið í sjómannafélag, sem útlægir Grikkir hafa stofnað með sér. Aðalbækistöð þess er í Hamborg í V-Þýzkalandi. Félagið var stofnað í mótmæla- skyni við meðferð grísku her- stjórnarinnar á sjómönnum og verkamönnum heima fyrir. Forráðamenn félagsins segja, að ástandið í gríska sjómanna- sambandinu heima fyrir hafi um langt árabil verið slæmt, enda hafi yfirvöldin reynt eftir mætti Eimskipafélagsins og spurði hvað hann vildi segja um þau. Hann sagði: „Við furðum okkur á ásökun- um slökkviliðsstjóra um að brunavarnir í skemmum Eim- skipafélagsins séu ófullnægj- andi. Gerum við ráð fyrir, að við niánari íhugun komist hann að raun um að Eimskipafélagið hetfur gert víðtækari ráðstafanir til brunavarna en flest önnur fyrirtæki hérlendis. Um bréf Eldvarnareftirlits- ins fiá 1964 er þetta að seigja: Haustið 1964 fór Eimskipafélag- ið fram á það við Eldvarnar- eftirlitið, að það rannsakaði eld- varnir í vörugeymslum félags- ins og kæmi með ábendingar um lagfæringar. Varaslökkviliðs- stjóri annaðist þessar athuganir, og brétf slökkviliðsstjóra (Eld- varnareftirlitsins) er skrifað að þeim loknum. Það er ekki rétt að engin slökkvitæki hafi verið í skemmunum á þeim tíma. Hinsvegar ráðlagði slökkviliðs- stjóri, að þeim yrði fjölgað, og var það strax gert, þannig að þau eru nú fl-eiri en slökkviliðs- stjóri taldi ástæðu tii að hafa. Verkfræðingur félagsins átti við ræður um aðrar ábendingar í bréfinu, sem þar eru skýrum orðum settar fram til athugunar en ekki krötfur eða óskir af háifu Eldvarnareftirlitsins. Féllst þáverandi slökkviliðs- stjóri á að eldtraustur lokaður kletfi fyrir hleðslu lyftara væri ekki einhlít ráðstöfun og jafn- vel ekki heppileg. Um „traust“ skilrúm og loftventla er það að segja, að erfitt er að bæta úr slíku svo nokkur bót sé að þegar um gömul hús er að ræða, enda eru skemmurnar byggðar á sínum tíma miðað við kröfur yfirvalda um öryggi eins og slökkviliðsstjóri nefndi rétti- lega. Engar athugasemdir um ónógar eldvarnir hafa komið fram frá Eldvarnareftirlitinu síðan áðurnefndar ábendingar til athugunar bárust í bréfinu frá 1964. Skoðun Eldvarnar- etftirlitsins á vöruskemmunum í Borgarskála fór fram síðast í apríl eða maí s.l. og engar at- hugasemdir um ónógar eldvarn- ir voru gerðar að þeirri skoðun lokinni. í fljótu bragði tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál frekar að svo stöddu”, sagði Valtýr Hákonarson að lokum. Skilamunum s.s. fötum og m.a. twö karlmannsúr. Er hægt að vitja þeirra hluta hjá ~ manni n.k. laugardag frá i .k an 1—19. Það skal tekið fram að ölil uimtferð ökutækja um svæðið er stranglega bönnuð. (Frá íþrótt.aráði að torvelda- skipulagningu þess og þannig komið í veg fyrir, að grískir sjómenn gætu fýlgt eft- ir réttlátum kröfum sínum. Þeir upplýsa ennfremur, að frá því herstjórnin tók vöidin 21. apríl sl. hafi vinnutími sjómanna ver ið lengdur í 56 klukkustundir á viku og engar hömlur séu á yfir- vinnu. Þá hefur frétzt ,að her- stjórnin byggist neyða sjómenn til þess að skrifa undir stuðnings yfirlýsingu við sig. KONA missti meðvitund af raf- losti í gær. Ilún var við vinnu á saumastofu Klæðagerðarinnar Elsu í Skipholti 35 þegar slysið vildi til, en ekki er enn vitað gerla um orsakir þess. Konan var flutt á Slysavarðstofuna og kom fljótlega tii meðvitundar. Læknar þar töldu að hún myndi fljótlega ná sér. Öryggis- eftirliti ríkisins var gert aðvart um slysið, og mun það rannsaka aðstæður á staðnum. Arlington, 31. ágúst, AP. Maðurinn, sem grunaður er um að hafa myrt úr launsátri banda- ríska nazistaforingjann George L. Rockwell, var leiddur fyrir rétt í dag eftir að dómstóllinn hafði neitað að láta leggja hann inn á geðveikrahæli til sálkönn- unar. Sakborningurinn heitir John Patler og er 29 ára gam- all. Hann var einn helzti sam- starfsmaður Rockwells á sínum tíma. Geðheilbrigðisskýrslur Patlers frá því að hann var 19 ára gam- all sýna, að hann var vanheill á geðsmunum, haldinn morðfýsn og þjáður af ofsóknarbrjálæði. Talið er að það hafi verið Patler, sem skaut Rockwell til bana á föstudag í fyrri viku í Arlington í Virginíufylki. Lík Rockwells hefur nú verið Fundur félugs- múlurúðherru Norðurlundu FUNDUR félagsmálaráðlherra Norðurlanda var haldinn í Visby, Svíþjóð, dagana 24. — 26. ágúst s.l. Af íslands hálfu sátu fundinn Eggert G. Þorsteinsson,_ félags- mólaráðiherra, Jón S. Ólafsson, fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu og Guðjón Hansen, trygginga- fræðingur. Aðalumræðuefni fundarins voru þessi: 1. Fólksfækkun í byggðar- lögum. 2. Framkvæmd félagsmálalög- gjafar í landshlutum og í ein- stökum sveitartfélögum. 3. Æskan og eiturlyfjavanda- málið. Félagsmálaráðunieytið, 31. ágúst 1967. brennt og er askan geymd í höf- uðstö'ðvum nazista í Arlington. - Á RÚSTUM Framhald af bls. 11. okkur í hug varnarleysi mannsins gegn ógnarkrafti eldsins. Sverir jámbitamir voru kengbognir, líkt og um eldspýtur væri að ræða, og það sem enn var eftir af veggjum og þaki var drasl eitt. Stór krani var notaður til að fjarlægja ýmislegt brak ofan af vöruleifunum til að SlökkviUðið gæti beint vatn- inu að rótum eldsins. Slökkviliðsmennirnir sögðu okkur að enn væri langt í land með að slökkva til fulls og bjuggust jafnvel við, að því starfi lyki ekki fyrr en um nóttina eða undir morgun. Við urðum þeirri stund fegnastir, þegar við gátum yfirgefið þennan vígvöll, þar sem á stuttum tíma höfðu eyðilagzt verðmæti fyrir tugi — jafnvel á annað hundrað milljónÍT króna. - GETUR ORÐIÐ Framhald af bls. 10 Reykjavíkur h.f. Mbl. hafði samband við Agnar Kristjáns- son framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, og sagði hann svo frá að papparúllurnar hefðu verið flufctar beint til Kassa- ger’ðarinnar. Hefði uppskipun þeirra að mestu leyti verið lokið í gær. Ástæðan fyrir því að papparúllurnar væru fluttar beint til Kassagerðar- innar væru m. a. sú að E. 1. hefði ekki nógu góð tæki til að meðhöndla þær sem þyrfti. Hinsvegar sagði Agnar að fyrirtækið hefði átt í geymslu, í skemmunni sem brann, vara hluti í vél, sem væri um 20 þús. kr. að verðmæti. Hefði vélin verið tryggð. 22 þús. manns í Naut- hólsvík í sumar sumar. N'Olklkiuð hefur fiundist af ó- Reyíkjaivilkur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.