Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 8
« MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967 Allt að 80-90 proc. kal í túnum Athugunum Kalnefndar lokið. Hey keypt til kalsvæðanna bæbi af Suburlandi og úr Eyjafirði HIN svonefnda kalnefnd, sem landbúnaðarráðherra skipaði til að athuga ástand á Norður- og Austurlandi, vegna hins slæma tíðarfars þar í vor og sumar og hins óvenjumikla kals í túnum, hefir nú lokið störfum. Hefir hún látið frá sér fara frétta- tilkynningu, sem hér fer á eftir. Morgunhlaðið sneri sér auk þess til Gríms Jónssonar í Ærlækjarseli, sem er bún- aðarráðunautur Axfirðinga og spurði hann nánar um þessi mál, en einmitt þar um slóðir er kalið einna alvar- legast. Fréttatilkynning kalnefndar hljóðar svo: „Nefnd sú, er landbúnaðarráð herra skipaði til að gera athug- un á því, hvernig horfur séu, vegna lélegrar grassprettu og kals, á nokkrum stöðum á land- inu, hefur ferðazt um Vestfirði og Norðurland. Nefndin hefur haldið fundi með stjórnum bún- aðarsambanda, héraðsráðunaut- um og oddvitum þeirra hreppa, þar sem verulega mikið vantar á venjulegan heyfeng. Höfðu fundir þessir verið undirbúnir með gagnaöflun hjá einstökum bændum í viðkomandi sveitum. í öllum sýslum norðan Gils- fjarðar og Smjörvatnsheiðar eru brögð að tilfinnanlegum fóður- skorti hjá einstökum bændum, og í nokkrum hreppum vantar marga bændur mikið á eðlilegan heyfeng. Lakast er ástandið nyrzt í Strandasýslu, og með sjó fram á Árskógsströnd, Þing- eyjarsýslum og Langanesströnd. 31. ágúst 1967“. Nýtt...Nýtt Chesterfield filter með hinu góða Ch ersteriield bragði.,. MadeiftU.S.A. Chesteríield Loksins kom fiiter sígaretta með sönnu tóbaksbragði Reynið góða bragðið JReynið Chesteriield iiiter Grímur, ráðunautur í Ærlækj arseli í Axarfirði, sagði, að end- anlega væri ekki séð hvað helzt yrði til úrbóta, en þegar væri búið að kaupa æði mikið hey. Kalnefndin hefði fyrst og fremst verið að athuga horfurnar með ferð sinni, en úrlausnir lægju ekki þegar fyrir. Hann kvað kal- ið vera verst á Hólsfjöllum og í Axarfirðinum þar í Norður- Þingeyjarsýslu. Taldi Grímur að heildarheyfengur yrði um 40 minni en í fyrra og var það sumar þó undir meðalári hvað heyfeng snerti. Nokkrar jarðir munu koma til með að vanta allt að 70—80% af heyjum sínum og til mun að um 90% eyðilegg- ingu sé að ræða. Hinir svonefndu Sandabæir hafa orðið verst úti. í Presthóla hreppi sleppa sumir sæmilega, en þó verður að kaupa mikil hey. Sléttan er slæm, en segja má að Leirhafnarhverfi sleppi. Sauðaneshreppur er betri en Þistilfjörður, nema hvað fremsti bærinn í Sauðaneshreppi er mjög illa staddur. Þegar á heildina er litið mun Kelduhverfi hafa sloppið einna bezt. Er við spurðum Grím, hvað helzt væri til úrbó .a, taldi hann, að von um lán til fóðurbætis- kaupa væri það sem bændur treystu helzt á og þá með ein- hverjum hætti í gegnum Bjarg- ráðasjóð, þótt hann væri févana. Ennfremur væntu menn ein- hvers styrks til heyflutninga. Hann taldi að reynt yrði að kom ast hjá að skera niður bústofn og vonaðist til að menn slyppu við það. Fyrir Presthólahrepp er búið að festa kaup á heyi á Hvolsvelli um 1500 hesta, Fjalla- hreppur hefir keypt 800 hesta heys í Eyjafirði og í Öxarfirði er búið að festa kaup á yfir 1000 hestum heys. Hinsvegar mun ekki lokið heykaupum á Langa- nesi og Þistilfirði, en þar er verið að leita fyrir um heykaup. Meginvandamálið mun verða Framhald á bls. 14 Athugasemd frá útgerðar- manni Stíganda ^ VEGNA sumra blaða.gkrifa í sambandi við hvarf ms. Stíganda Ó-25 mætti ætla, að útgerð hans hefði lítinn áhuga sýnt út af hvarfi hans. Ég vil taka frarn eftiríarandi: Það muin baÆa verið á mið- vikudag, sem okkur barst frétt um, að Stígandi hefði fengið síld. Nokkru seinna kom sú frétt, að hann myndi landa í Síldina við Jan Mayen. Þegiar svo Gísli Árni k»m til Ólafsfjarðar, fór ég strax og hitti 'skipBtjórann á honum, og sagði hann mér, að Gisli Árni hefði verið að veiða síkammt frá, þegar Stígandi var að háfa síld- ina í sig. Hann sagði mér jafnframt, að ms. Sigurbjörg hefði fengið síld úr Stíganda úr þessu stóra kasti, og skipstjórarnir hefðu talað um að hafa samband sán á milli á leiðinni til lands. Skipstjórinn á Gísla Árna sa>gði mér líka, að hann héldi, að Stígandi hefði fengið lofaða móttöku hjá Síldinni Eg var því öruggur um, að ekkert væri að óttast. En snemma á mánudagsmorg- un var ég vakinn með þeirri frétt, að Stígandi hefði ekki land að í Síldina, og ekkert tdl hans heyrzt. Við hringdum strax í Slysa- varnarfélagið og báðum um, að skipuleg leit yrði ihafin strax. Við töluðum við Hannes Haf- stein, sem brá ®vo rösklega við, að eftir tiltölulega stuttan tíma, var skipuleg leit hafin. Allir vita nú, hvað þessi leit bar dá- samlegan ánangur. Sendi ég ö>ll- um þeim, sem þar komu við sögu, mitt hj'artanlegasta þakk- læti. Sigurður Bald vinsson, Ólafsfirði, Ný fiskategund veiöist við ísland ,,Crimmasta kvikindi, sem ég þekki" —segir Sigurður íshólm, sem veiddi það „Ég ætlaði að veiða lax, en eini, fiskurinn, sem ég fékk var þessi skollans ódráttnr. Og þetta er grimm- asta kvikindi, sem ég hef átt í höggi við á minni löngu sjómannsævi,“ sagði Sigurð- ur íshólm, sá sem gætir hólf- anna í kjallara Útvegsbank- ans, þegar blaðamaður Mbl. hitti hann að máli á fimmtu- daginn. Sigurður hafði verið að veiðum 18. ágúst í Glerár- ósum í Miðdölum, en sú á rennur milii Magnússkóga og Glerárskóga, og renndi rétt við ósinn. „Ég beitti maðki, og varð ekki var lengi vel, en svo var heldur betur kippt í, líkt og sjóbirtingur, og ég dró kvikindið á land. Auðvitað þekkti ég það ekki, en það stakk mig með broddunum, og lét öllum illum látum.“ Við höfðum samband við Ingvar Hallgrímsson hjá Haf- rannsóknarstofnuninni, og staðfesti hann þennan veiði- skap Sigurðar, en fiskurinn var kominn til þeirra, og geymdur þar, þar til hann verður stoppaður upp. Sagði hann okkur, að þeir nefndu þennan fisk Valtara, væri hann af Aborraætt, á latínu nefndist hann Roccus labrax. Hann hefði aldrei veiðzt hér við land fyrr, en eiginlega væri þetta Miðjarðarhafs- fiskur, sem þó stundum slæddist upp að ströndum Englands, og til Noregs allt til Tromsö. Þessi fiskur var hængur, 39 cm að lengd. Við héldum áfram samtal- inu við Sigurð íshólm, sem er gamall skipstjóri, og oftast kallaður „Kapteinninn“ af starfsfólki Útvegsbankans. Hann er mjög vel liðinn af samstarfsfólkinu. „Nei, ég hef ekki stundað veiðar í landi að neinu ráði, en þeim mun meira hef ég göslazt á sjónum, oftast sem skipstjóri eða stýrimaður á alls kyns bátum og skipum, veitt með Spánverjum í Hvítahafi, komið til Kína og Japans, elginlega hefur min ævi öll verið á sjónum. Nei, ég er ekkert gamall, verð ekki nema 75 ára í marz í vetur. En hitt máttu bóka, að heldur hefði ég nú viljað fá laxinn en Valtarann, þótt óneitanlega sé gaman að veiða nýja fisktegund fyrir fsland. En skratti var hann grimmur, ég hélt hann ætlaði að klóra mig til blóðs, kvikíndiskvölin sú arna,“ sagði Sigurður íshólm um um leið og • við kvöddum hann. r ím, % ' 8S' ’y'‘ ÉÉÉ 'wœMM Sigurður fshólm stendur við hlið Valtarans. Myndin er tekin í Hafrannsóknarstofnuninni á fimmtudag diktssyni. Iðnaðarhúsnæði Höfum til sölu 410 fermetra efri hæð við Grensás- veg. SeJst uppsteypt með steyptri piötu yfir og frágengnu þaki. Málflutnings- og fastcignastofa, Agnar Gústafsson hrl. og Björn Pétursson, Austurstræti 14, símar 22870 og 21750. Utan skrifstofusíma 35455 og 33267.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.