Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967 „Getur orðiö skellur sem riður sumum að fullu “ IMokkrir innflytjendur misstu óvátryggða vöru sina í brunanum 50 óvátryggð EKKI verður sagt með neinni vissu ennþá hversu mikið tjón varð, er vöruskemmur Eim- skipafélags íslands brunnu í fyrrinótt. Sigurlaugur Þor- kelsson, blaðafulltrúi Eim- skipaféíagsins tjáði Mbl. í gær, að stöðugt væri verið að flytja vörur til og frá í skemm unum og væri nú verið að fara í gegnum vöruskrár og skjöl til þess að finna út hvaða vörur hefðu verið í skemmunum tveimur og hverj ir væru eigendur þeirra. Sagði Sigurlaugur að það mundi taka töluverðan tíma, og á meðan væri ógerlegt með öllu að segja hversu tjónið væri mikið. Um kl. þrjú í gær komu fulltrúar tryggingarfélaganna saman til fundar í Eimskipa- félagshúsinu og munu þar hafa verið rædd tryggingar- mál i sambandi við brunann og var ætlunin að Eimskipa- félagið og tryggingarfélögin gæfu út yfirlýsingu til við- skiptavina sinna í sambandi við hann. Það liggur Ijóst fyrir að tjónið er gífurlegt og hefur verið gizkað á að það sé á annað hundrað milljónir kr. Skemmurnar báðar voru nær fullar af vörum, og verið var að aka vörum í þær úr Detti fossi, er nýkominn var frá Svíþjóð, allt fram að lokun- artíima í fyrrakvöld. Skemm- urnar tvær voru tryggðar fyr ir um 17 milljónir króna. Eins og áður segir, liggur heldur engan veginn ljóst fyr ir hverjir voru eigendur var- anna sem í skemmununm tveimur voru, og í gær mátti sjá margan vera að leita að vörum sínum í rústunum. Mbl. hafði í gær samband við nokkra innflytjendur og spurð ist fyrir um hvort þeir hefðu átt vörur í skemmunum og um vátryggingu þeirra, þar sem talið er a.m.k. 'hluti þeirrar vöru sem brann hafi verið óvátryggður. Fara svör þeirra hér á eftir: Kaffið brann Sigurliði Kristjánsson (Silli) hjá Silla og Valda, sagði að þeir vissu ekki fyrir víst hvaða vörur þeir hefðu fengið með Dettifossi. Hinsveg ar vaeri það vitað að þeir hefðu átt eoina sendingu af kaffi frá Brasilíu í skemmunni sem brann, eða um 100 sekki. Væri það um 200 þús. kr. virði og sagðist Sigurliði hyggja að það hefði verið tryggt. — Þetta er bara smávægilegt hjá okkur, sagði Sigurliði — margir munu þeir vera sem hafa orðið fyrir miklu meira tjóni. LUXOR sjónvarpstæki Þorgeir B. Skaftfell og Sveinn Guðbjartsson sem eiga og reka fyrirtækið Vélar og viðtæki á Laugavegi 92, sögðu að þeir hefðu misst í brunanum 50 sænsk sjónvarpstæki af LUXOR gerð. Þetta voru allt stór tæki, 23 tommu með rennihurðum. Tækin voru ótryggð gagnvart bruna þar sem þau voru búin að vera lengur en 30 daga í vör- skemmunum. Sögðu þeir að það vildi til að þeir hefðu átt tæki í geymslu á fleiri stöðum og gæti því haldið áfram að selja sjónvarpstæki. Fjárhagslegt tjón þeirra er hinsvegar mikið, eða um 400 þús. kr. — Það er óskiljan- legt, sögðu þeir flagar, að ekki skuli hafa verið sett upp eldvarnartæki í vöruskemm- urnar. Það eru til einföld og ódýr eldvarnartæki sem sam- anstanda af vatnsrörum með þar til gerðum tin- eða blý innsiglum sem bráða þegar eldur kemur upp og byrja að úða vatni. Það er varla forsvaranlegt annað, sögðu þeir, en að hafa slík tæki í skemmum sem þessum, og má benda á sem dæmi, að í flestum skemmum á Kefla- víkurflugvelli munu slík tæki til staðar, ........ Tvivegis búinn að missa jólasendingar Anlton Ringelberg, kaup- maður í Rósiwni í Vesturveri, tjáði Morgunblaðinu, að hann hafi átt leið fram hjá vöru- skemmunum um hálftólf leyt ið. Hafi þá virzt þar lítill eldur, og hefði hann því hald ið á brott við svo búið. Hann kvaðst hafa átit þarna leið fram hjá tveim tímum síðar með gesti sína og búizt við, að þá hefði verið búið að slökkva eldinn fyrir lönigu. En þá hefði þar verið allt í björtu báli. Ringelberg kvaðsf hafa átit vörur í skiálunum sem bruinnu og hefðu þær verið ótryggðiar. Hann kvaðsit ekki fullviss um tjón sitt, en álíta það vera ca. 50 þúsund krónur. — Þetta var jólaskraut og fleira tifl. jólahalds og sagði Ringelbeng, að vörur þessar hefðu átt að koma fyrir sfð- ustu jól, en komið of sein/t. Þess vegna hefði hann haft þær í geymslu hjá E. f. og ætlað að selja þær í Rósinni fyrir næstu jól. Ringelberig kvaðst hafa fyr ir fa,sta reglu að tryggja vör- ur í 60 dag.a, en nú hefðu vör- urnar verið óeðlilega lengi í geymslu. Ringelberg kvaðst áður hafa misst jólasendingu í eldsvoða, en það hafi verið er vöru- geymsla E. í. á Grandagarði brann. Engar vörur frá Swjb/óð vegna sumarleyfa Gunnar Á9geirsson forstjóri Gunnars Ásgeir.sson h.f. sa.gði að þeix hefðu átt vörur fyrir um það bil hálf.a milljón kr. í skemmunum sem brunnu. Hefði þa.r aðallega verið um að ræða utanborðismótora og gúmmíbjör.gunarbáta, auk varalhluita í bifreiðategund þá er ha.nn flytur inn. — Ég verð að setja allt í gan.g í deildunum hjá mér, s.agði Gunnar — og panta varahlutina á nýjan lei'k. Við fenigum hins vega.r ekkert af vörum með Dettifossi núna frá Sviþjóð, þar sem sumar- leyfi standa yfir hjá fyrir- tækjum sem við skiptum við þar. Sem betur fer v.ar varain sem við missitum öll vá- trygigð. Verðum ekki fyrir fjárhags- legu tjóni Kristinn Guðjónsson, for- stjóri Stálumbúða, sagði, að fyrirtækið hefði átt vörur í geymslu hjá Eimskip. Hins- vegar væri ekki um það vit- að enn hvað af þeim var í skálunum sem brunnu. — Allar þær vörur sem við eig um í geymslu eru vátryggðar og verðum við því ekki fyrir fjárhagslegu tjóni þótt svo illa hafi farið að þær hafi brunnið, sagði Kristinn. Mest um vert að ekki varð slys á mönnum Albert Guðmundsson, heild sali, sagði, að hann hefði átt í vörugeymslunum eina þá stærstu sendingu varahluta í Renault-bifreiðir, sem hann hefði fengið frá Frakklandi. Sagði Albert að versmiðjurn- ar tryggðu slíkt yfirleitt, en hann kvaðst ekki hafa full- komna þekkingu í hvernig fyrirkomulag slíkrar trygging ar væri og búast mætti við að hann hefði orðið fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni. — Ég er annars ekki búinn að gera mér ljósa grein fynr því, hvað mikið fór af vör- um sem ég átti, sagði Albert. — Það var mjög bagalegt að missa varáhlutina og strax í morgun hringdi ég til Frakk- lands'og pantaði nýja. Vona ég, að viðskiptamenn mínir þurfi ekki að líða fyrir þetta. Vörurnar voru upp á um það bil hálfa milljón króna. — Þetta er ekki svo mikið hjá mér, en þetta getur orðið nokkur straujárn. skellur sem ríður sumum að fullu, sagði Albert. — Ég álít, sagði Albert, — að menn hefðu átt að taka meira mark á viðvörunum sem þeir fengu frá Eimskipa- félaginu, en við höfum verið varaðir við að hafa vörurnar í skemmunum óvátryggðar. Það er því við engan að sak- ast nema sjálfan sig, og mað- Uir verður bara að naga sig i handabökin þótt það sé óijúft. — Ég vona bara að Eim- skipafélagið verði ekki fyrir miklum skell af þessu, en erfiðleikar þess eru fyrirsjá- anlega margvíslegir. T.d. við vörugeymslu. — Mest eir þó um vert, sagði Albert að lokum, að í þessum skelfilega bruna skyldi ekki verða neinn mannskaði. Ég álít það hyggi lega ráðstöfun hjá slökkviliðs stjóra að kalla mennina út úr skemmunum í tíma, því við vitum það að við starf sem slökkvistarfið var í nótt, er alltaf hætta á að menn gæti sín ekki sem skyldi. Býzt við fjárhags■ legu tjóni Sveinn Björnsson, stóirkaup maðuir, sagði, að fyrirtæki sitt hefði átt töluvert af vör- um í skálunum. Ekki væri þó ljóst hversu tjón þeirra væri mikið. Sveinn sagðist hafa fengið tilkynningu um það að hann hefði fengið um tonn af varahlutum með Dettifossi, en ekki væri víst að það hefði verið í skemm- unum. Auk þessara varahluta hefði verið töluvert af eldri vörum í geymslu hjá E.Í., þær hefðu verið um 250 þús. kr. virði. — Við höfum vörur tryggð ar í vörugeymslum, sagði Sveinn, — en sú trygging er búin að vera óbreytt í 25 ár og því miðuð við annar verð- lag heldur en nú er. Má því alveg við því búazt að við verðum fyrir hjárhagslegu tjóni. — Það þarf hinsvegar ekki að verða viðskiptavinum okk- ar til baga, þótt varahlut- irnir hafi eyðilagzt, sagði Sveinn, — þar sem sending þeirra til okkar gengur mjög fljótt fyrir sig, og við eigum alltaf töluvert magn þeirra á lager. Verðmæti vörunnar um 700 jbús. kr. Gunnar Steingrímsson hjá O. Johnson & Kaaber sagði að enn lægi ekki alveg ljóst fyrir hvað fyrirtækið hefði mxsst mikið af vörum í brun- anum, en samkvæmt lausleg- um útreikningum mundu þær vera að verðmæti um 700 þúsund krónur. Gunnar sagði, að allar vörur fyrirtækisins hefðu verið verið fullvá- tryggðar, enda alltaf lögð áherzla á það h]á fyrirtækinu að hafa tryggingamálin í lagi. Gunnar sagði að sú vara sem farið hefði í brunanum, væri nær eingöngu matvara. Ætti það samt ekki að hafa áhrif á viðskipti fyrirtækisins við smásölukaupmenn, þar sem alltaf væru til vörur á lager. Aðspurður sagði Gunnar og, að Heimilistæki h.f., sem er hhðarfyrirtæki O. Johnson & Kaaber mundi hafa misst töiuvert af sjónvarps- og heim ilistækjum í eldsvoðanum, en al.'ar þær vmrur væru vá- , tryggðar. „Veit ekki hvort vörurnar voru tryggðar" Magnús Valdimaisson for- stjóri Póla h f sagði að fyrir- tækið hi'fði átt nokkuð af raf- geymahylkjum í geymslu hjá Eimskipafélaginu. Ekki sagð- ist Magnús enn vita hvort þau hefðu brunnið, en líkui væru á því, þar sem þau hefðu verfð geymd í öðrum skálanum sem brann, síðast er hann vissi. Magnús sagðist heldur ekki geta sagt um, hvort vörur hans hefðu cerið tryggðar, þar sem. hann h°fði ekki náð í tryggingamenn sína í dag. Pappig Kassa- gerðarinnar h.f. slapp Með Dettifossi kom töluvert af pappa til Kassagerðar Framhald á bls. 21 Frá fundi fulltrúa tryggingafélaganna í gær. Eitt af þvi fáa sem kom heillegt úr brunarústunum voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.