Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967
17
Ketill Ingólfsson:
Um útþenslu jaröar og rann
sóknir Pascual Jordans
NOKKUR eru ár nú liðin, síðan
Ewing-, Heezen, Tharp og fl.
uppgötvuðu samfellt kerfi jarð-
sprungna um allan hnöttinn.
Sérstakur á'hugi ríkir hér á landi
á fyrir'bæri þessu, enda sitjum
við íslendingar á einni eða fleir-
um slíkum sprungum, en landið
togast út í þvera stefnu þeirra.
Gamalkunnar kenningar Alfred
Wegeners um skiptingu jarð-
skorpunnar í SIAL-m-eginlönd
og SIMA-undirdjúp hafa gefið
grundvöll þess jarðfræðilega
skilnings á jarðsprungunum,
sem nú er almennur. Jarðfræð-
ingar okkar hafa verið ólatiir að
upplýsa almenning um hreyfing-
ar meginlandanna og samband
þeirra og eldgosa. Það getur því
virzt svo, að eðlisfræðingur fari
út á hálan ís, ef hann vill nokk-
uð við það bæta. Samt er ein sú
spurning til, sem at'hugull áhuga
maður hlýtur að velta fyrir sér,
en jarðfræðingur vísar frá sér
til eðlisfræðings: „Hvernig er sú
óhemju orka til orðin, sem síitið
getur meginlönd í sundur og
e'kið þeim um langa vegu?“
'Það var lengi trú jarðfræð-
inga, að hnöttur okkar drægist
stöðugt saman: Eðlisfræðileg
skýring virtist auðfengin (orku-
tap og fl.), en afleiðingar sam-
dráttarins ausæjar í myndun
fellingafjalla og annarra þekktra
fyrirbæra. Á síðustu árum hafa
nú ýmsir fræðimenn með Egyed
í fararbroddi sett fram alveg
gagnstæða kenningu: Á 4,5
miljarða ára aldri sínum hefur
hnötturinn stöðugt þanizt út og
meir nú en í upphafi. Þessi út-
þenslukenning er nú enn langt
frá því að vera viðurkennd af
öllum fræðimönnum. Hún virð-
ist þó skýra betur en nokkuð
annað jarðfræðilega sögu hnatt-
ar okkar. Eðlisfræðileg skýring
útþenslunnar er líka til, þó að
hennar sé nokkuð langt að leita.
Skal nú á það minnzt í fáum
orðum:
Árið 1937 setti enski Nóbels-
verðlaunahafinn P.A.M. Dirac
fram þá tilgátu, að þyngdar-
stuðull þess hluta heims, sem
við höfum stjörnufræðilegan
„aðgang“ að, væri í rauninni
ekki stöðugur, heldur minnkaði
afar hægt, þegar tímar líða, Það
var upþhaf að tilgátu Diracs, að
hann bar saman tvær tölur án
eðlisvíddar. Var önnur þeirra
hlutfall Coulombkrafta og
þyngdarkrafta í vetnislíku
atómi, en hin talan hlutfall
kreppuradíusar alheims og
frumlengdar í atómi. Báðar töl-
urnar reyndust vera af sömu
stærðargráðu, sú fyrrnefnda
2xl039. Eddington 'hafði einu
sinni reynt að útskýra þessa tölu
í þykkri bók, sem enginn hefur
kannazt við að hafa sfkilið enn.
„Útskýringar" á eðlisvíddarlaus-
um tölum voru áðux fyrr mikil
íþrótt meðal manna með þartil-
gerðum dulargáfum. Dirac var
svo hæverskur að viðurkenna,
að sú stærðfræði, sem fyrir
hendi var, nægði ekki til slíkra
útskýringa. Hins vegar grunaði
hann samband beggja talnanna,
sem hefðd það í för með sér, að
þyngdarstuðull heimsins yrði
háður aldri 'hans. Fyrir 40 ár-
um var ógerningur að sannreyna
tilgátu Diracs með tilraunum og
var henni því áratugum saman
lítill gaumur gefinn meðal til-
raunaeðlisfræðinga. Það var
fyrst R. Dicke, sem reyndi slíkar
tilraunir.
Nokkrir kennibundnir eðlis-
fræðingar reyndu þó snemma að
finna stærðfræðilega jéttlæt-
ingu tilgátunnar. Virtist það
vinnandi vegur á grundvelli af-
stæðiskenningarinnar. Frumstur
þeirra var Þjóðverjinn Pascual
Jordan, einn 'hinna þekktu frum
herja skammtakenningarinnar,
nú prófessor í Hamborg. Jordan
vann að því í 20 ár að auka svo
við þyngdaraflskenningu Ein-
steins, að þyngdarstuðulinn
mætti skilja sem skalastærð í
tíma og rúmi. Til þessa notaði
hann fimmvíða afstæðiskenn-
ingu Kaluza, Kleins og fleiri
höfunda.
Enda þótt rannsóknir Jordans
bæru góðan árangur, var enn bið
á sannfærandi staðfestingu til-
raunaeðlisfræðinnar. Það var
því hugmynd Jordans og manna
hans að leiða niðurstöður út af
tilgátu Ðiracs, sem sérfræðingar
um jarðfræðilega sögu hnattar
okkar gætu ef til vill staðfest,
er tímar líða. Ein af þessum
niðurstöðum er einmitt um út-
þenslu Jarðar. Önnur hugmynd
Jordans var að fá staðfestingu á
tilgátu Diracs af nákvæmum
mælingum á fjarlægðaraukn-
ingu Tungls frá Jörðu, en hún
ætti eftir útreikningum hans að
vera um 35 cm á ári. Þessar mæl-
ingar verða að vísu að bíða þess
tíma, þegar geimferðir til
Tungls eru orðnar að veruleika.
Það er sjaldgæft, að eðlis-
fræðingar leiti út fyrir fagsvið
sitt til þess að fá staðfestingar á
fræðisetningum sínum. Ef jarð-
Mikil vinna viö
rannsókn umsókna
— ocj aðstæðna umsækjenda
íbúða í Breiðholtshverfi
EINS og fram kom í Mbl. í gær
gakiga framkvsemdir á vegum
Framkvewndanefndar bygging-
aráætlunar í Breiðholtslhverfi
samkvæmt áætlun, en þar er nú
unnið að smíði um 300 íbúða,
auk 23 innfluttra einbýlishúsa
frá Dammörku.
Úthlutun íbúðanna til um-
sækjemda er í höndum Húsnæð
ismálastjórnar, en nefnd manna
er tilmefndir voru af félagsmála
ráðherra og verkalýðsfélögun-
um gerir tillögur til hennar um
úthlutunima.
Mbl. hafði i gær samband
við einin nefndarmanna, Sigfús
Bjarnason, og spurðist fyrir
hvað liði störfum nefndarinn-
ar. Sagði Sigfús, að nefndin
hefði nú haldið um 70 fu: di
og unnið að rannsóknum á um
sóknum og aðstæðum umsækj-
enda. Gæfi það augaleið, að
slikt væri mikið starf, sem sjá
mætti á þvi, að umsóknirnar
sem rannsaka þyrfti væru á
fimmtánda hundrað. Sagði Sig-
fús, að á þessu stigi málsins
væri ekki neitt hægt að segja
um það hvenær nefndin mundi
skila áliti sínu til Húsnæðis-
málastjórnar.
fræðingar geta nú sannað, að út-
þensla Jarðar eigi sér raunveru-
lega stað, verður það að teljast
ágæt staðfesting á tilgátu Dir-
acs og mikill sigur fyrir þá, sem
leituðu að fræðilegum grund-
velli hennar eins og Pascual
Jordan. Eðlisfræðin getur þá 5
framtíðinni einnig lagt fram
dýpri skilning eldgosakenninga.
Af tilgátu Diracs leiðir t.d., að
fasaummyndanir verða á mörk-
um innri jarðlaga. Auk þess
verður orka laus við stækkun
kreppuradiusar jarðlaganna.
Þeim sem áhuga hafa á skoð-
unum Pascual Jordans um þessi
efni vil ég benda á nýútkomna
bók hans „Die Expansion der
Erde“, sem gefin er út hjá
Vieweg u. Sohn í Braunchweig
(1966). Ensk þýðing bókarinnar
er í prentun. Fræðimönnum
skal bent á fyrirlestra Jordans
í Séminaire Louis de Broglie í
Paris 1906, sem prentaðir eru í
Cahier de Physique nr 194 á
bls. 357—3'69.
Fróðlegt er að virða fyrir sér,
hvernig tilgátu Diracs verður
komið fyrir í kenningum um
afl'fræði geimsins. í því sam-
bandi má geta afdrifaríkra af-
leiðinga fyrir réttan skilning á
geislunarstuðli sólar. Slíkar at-
huganir verður þó að ræða um
á öðrum vettvangi.
SKYLDIVATNIÐ GETA
RUNNID UPP í MÓTI ?
Afmœlisrabb v/ð Ólaf Einarsson áttrœðan
ÓLAFUR Einarsson, bílstjóri
á Hreyfli, er áttræður í dag.
Við heimsóttum hann í gær-
morgun, því að við vissum,
að hann hefði frá mörgum
atburðum langrar sevi að
segja.
— Já, þetta er orðinn langur
tími. Þó virðist ek’ki svo langt
síðan við vorum að ýta Thom-
sens-bílnum upp Bakarabrekk-
una, þar sem nú heitir Banka-
stræti. Við vorum stundum illa
útlei'knir af reyknum en feng-
um að sitja í vagninum í stað-
inn, þegar 'hann átti leið niður
í móti. Tórnas heitinn kjötkaup-
maður á Laugavegi 2 stýrði
Thomsens-bílnum jafnan.
Sveinn Egilsson sagði mér
seinna, þegar hann kom frá
Bandarikjunum og var búinn að
starfa á Ford-verkstæðum, hvað
hefði að líkindum verið að
Thomsens-ibílnum. Smurolían á
honum var höfð svo mikil, að
hún náði alveg upp í rör. Þess
vegna hefur hann gengið svona
illa. Það hefur enginn ’hérna
haft þekkingu á þessu á þeim
tíma.
FORELDRAR mínir voru
Katrín Gunnarsdóttir, ættuð úr
Holtunum, og Einar Ólafsson,
sjómaður hérna í Reykjavík. Ég
fæddist í Reykjavík fyrir átta-
tíu árum. Við áttum þá heima
í torfbæ, Hlíð í Skuggahverfi,
þar sem Hverfisgata 47 er núna,
en ég fæddist í Syðri-Tóttum,
þar sem Klapparstígur 14 var
síðar. Það er búið að rífa það
núna.
Það var engin yinna fyrir
krakka í Reýkjavík á þeim tíma.
Ýmist voru þeir sendir í sveit
eða eitthvað til sjávarins. Ég
var sendur að Mógilsá á Kjalar-
nesi og átti að vera þar smali,
en leiðindin voru svo mikil, að
ég strauk. Kaupakonan var
send ríðandi á eftir mér og
náði mér brátt. Hún setti mig á
bak, en ég var kominn af baki
hinum megin þegar hún komst
á bak. Þannig stóð í þófi nokkra
stund þangað til gamli maður-
inn kom. Erlendur hét hann,
húsbóndinn.
Svo fór hann með mig suður.
Þetta var um Jónsmessuleytið.
Þá fór ég til sjós á tólfta árinu
á skip, sem hét Guðrún Soffía,
eign Th. Thorsteinsson. Síðan
var ég til sjós eftir það til 1929.
Ég var á sjónum í flestum mann
skaðaveðrum á þessu tímabili,
eins og árið 1906 þegar Ingvar
fórst og tvö skip undan Mýrun-
um. Vertíðin 1920 var með því
allra versta sem ég man eftir.
Þá fórst Valtýr með manni og
mús, mesta fiskiskipið sem þá
var við Faxaflóann, eign H. P.
Duus. Einnig er minnisstsett
Halaveðrið mikla 19215, þegar
tveir togarar fórust á Halanum,
Leifur heppni og Robinson.
ÉG veit ekki betur en að við
séum tveir eftir á l'ífi, þeirra
sem unnu að fyrstu malbikun
í bænum, þegar Austurstræti
var malbikað árið 1911. Hinn
heitir Haraldur og er enn verk-
stjóri hjá bænum. Þá var allt
grjótið flutt í hestvögnum. Knud
Zimsen var þá bæjarstjóri. Hann
keypti til landsins þjapparann,
sem nefndur var Bríet, og er nú
í Árbæjarsafni. Tjaran var feng-
in úr Gasstöðinni, en það var
svo mikið vatn í henni — þeir
höfðu ekki tæki til þess að
skilja það úr — að settir voru
upp stórir pottar í Thomsens-
sundi og Veltusundi til þess að
sjóða það úr.
Það var unnið á vöktum um
sumarið við tjöruhreinsunina.
Það þóttu mikil undur, þegar
við, sem gengum á vaktir, feng-
um 45 kr. eftir eina vikuna. Þá
keypti ég ný föt hjá Geira Gunn
laúgssyni fyrir 30 kr. Síðan borg
aði ég þrjár krónur í húsaleigu
fyrir mánuðinn, — þetta- voru
tvö herbergi og aðgangur að
eldhúsi, allt undir súð — og á
því sem eftir var lifðum við þrjú
út vikuna.
GUÐMUNDUR heitinn Björns
son, landlæknir, gekkst fyrir
því fyrstur manna að vatnið
væri leitt í bæinn. Skoðanir
voru mjög skiptar um að ráð-
ast í svoleiðis vitleysu, eins og
sumir nefndu fyrirtækið, og
margir héldu því fram, að eng-
inn maður þyxfti að ímynda sér,
að vatnið rynni beint upp eftir
pípu upp á aðra eða þriðju hæð,
flest mætti nú segja fólkinu.
Og tveir bændur í Vesturbæn-
um ráðgerðu að ganga um með
mótmælaskjal til undirskriftar.
En það fékk ekki fram að ganga
og vatnið var leitt í bæinn.
verkfræðingunum. Hann tekur
af sér húfuna, vöðlar 'henni sam-
an og talar í sífellu. Við glápum
á hann og skiljum ekki orð. Túlk
urinn og verkstjórinn eru sóttir.
Þá hafði verkfræðingurinn fyrir
skipað að moldin skyldi troðin
undir rörunum og með þeim, en
við höfðum ekkert áhald til þess
og auk þess hafði ekkert verið
minnzt á þetta við okkur. Eftir
þetta voru útbúnir hnallar til
þess að troða moldina með, en
við félagarnir þrír vorum reknir
úr vinnunni.
SVO kom gasið. Ég vann við
að grafa rörin, sumarið 1910,
minnir mig, undir verkstjórn
Valentínusar Eyjólfssonar.. Ei'tt
sinn erum við að moka ofan í
skurð á Óðinsgötu, sem þá náði
ekki nema suður að Bjargarstíg.
Við erum þrír og vitum ekki
fyrr en við heyrum þessi ógur-
legu 'helvítis hljóð fyrir aftan
okkur. Það er einn af þýzku
ÉG byrjaði að keyra árið 1929.
Þá keypti ég gamlan vörubíl á
1200 krónur af Alliance h.f.,
borgaði 1000 krónur út og fékk
að vinna 200 krónur af mér.
Ég fór út í leiguáksturinn af
sérstökum ástæðum. Eitt sinn
var ég að koma ofan úr Rauð-
hólum með rauðamöl í akkorðs-
akstri hjá bænum. Þetta var í
desember 1947. Enginn bíll varð
á leið minni nema einn, sem
kom eftir Réttarholtsveginum.
Okkur bar samtímis að gatna-
mótunum og fataðist hinum
stjórnin svo, að hann steig benzín
ið í botn í stað bremsunnar. Við
fórum báðir út í skurð að norð-
anverðu, en hvorugur meiddist
neitt. Ég fór til 'hins bílstjórans
og sagði við hann: „Hvað varstu
að hugsa, maður?“ „Eiginlega
ekki neitt“, svaraði hann, „ég var
að tala við hann Jón gamla“.
Viðgerðin á vörubílnum kost-
aði 12.000 krónur. Ég 'kom hon-
um ekki nærri strax inn á verk-
stæði og sá auglýstan bíl í Morg-
unblaðinu. Ég fór að skoða
hann. Hann leit vel út og átti
að kosta 30.000 krónur. Mér
fannst hann of dýr og sagði að
'hann væri kaupandi á 28.000
krónur. Hinum þótti það of lágt
og ég átti ekkert meira við
hann. Daginn eftir hringir hann
og spyx mig hvort ég vilji standa
við tilboðið. Ég geri það og
kaupi bílinn. Þetta var 12
strokka Lincoln og á honum fór
ég að 'harka á götunni, eins og
það er kallað. Ég fór til Þor-
steins á Litlabíl og spurði hann
um stöðvarpláss. Hann sagði
mér að tryggja bílinn til mann-
flutninga og ég fékk plássið.
Síðan hef ég lafað í þessu.
Núna síðustu tvö árin 'hef ég
lítið keyxt annað en frúna, en
það er lítið upp úr því að hafa,
því að hún er alltaf peningalaus.
ÉG man ek'ki eftir neinu veru-
legu, sem borið hefur við i þess-
um ákstri, utan einu sinni, þeg-
ar ég var sendur niður að Kjöt-
búðinni Boxg. Þar koma út
hjónaleysi undir miklum áhrif-
um áfengis. Þau eru með ýms-
ar vörur í fanginu og setjast aft-
ur í eins og venja er. Mér hætt-
ir að lítast á blikuna þegar við
komum inn í Laugarneskamp-
inn. Þau eru með heilmikið af
sviðasultu ásamt öðru og karl-
maðurinn situr á henni. Ég var
þá nýbúinn að klæða bílinn inn-
an með bláu plussi Það eina
sem ég gat gert var að róta
sultunni út með lúkunum og
skamma fólkið dálítið.