Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967 31 - BRUNIItfN Fraanlh. ai bls. 32 bjarga ^nhverju aí þeim vör- um, sem voru £ útwkýli áföstu skála nr. 2. — Þ-að ligigur ekkert fyrir ennþá um það, hversu mikið vörumagn var í skálunum, eða hvensu eigendurnir eru margir, en trúlega skipta þeir hundruð- um. — Þegar er byrjað á því, að bera saman skrár og skýrslur uim vörurnar. Það verk mum taka nokbra daga, en samrt mun það ekki gefa mikla hugmynd um verðmætin eða skaðann í heild. — Tjónið er gifurlegt og snertir sennilega marga aðila. Vörumar, sem í skálunum eru geymdar, eru ekki tryggðar af okkur. Félagið tilkynnir öllum ' vörumóttakendum um kamu vörunnar og óskað er eftir því að þær séu teknar sem allra fyrst, því löng geymsla skapd aukinn kostnað, aukna áhættu og geymsla þeirra skapi erfið- leika vegna þrengsla í vöru- geymsluhúsunum. I tilkynningu okkar til vörumóttakenda stend ur þetta m.a.r „Eimskipafélag fslands h.f. ber ekki ábyrgð á vörum, sem liggja í vömgeymsl- um féiagsins og eru geymdar þar að öllu leyti á ábyrgð vöru- eigenda þannig, að félagið get- ur ekki bætt fyrir skemmdir af völdum frosts, bruna, rýrnunar eða hvers konar annars tjóns, sem fyrir kann að koma. Skal vörueigendium því bent á að tryggja vörur sínar gegn hvers konar tjóni, sem hægt er ad tryggja gegn, einkum brima- tryggja vörurnar með því að við vátryggjum ekki vörur, sem liggja í vörugaymslum okkar og sjótrygging varanna fellur jafn- an úr gildi strax og vörur hafa verið affermdar." — Ég held, að sem betur fer hafi flestir eigendur trýggt vör ur sínar. Ég vona, að innflytj- endur tryggi þær, hvar sem er á landinu og hvort þær eru í þeirra eigin vörzlu eða annarra. — Skemmurnar eru tryggðar hjá Húsatryggingum Reykjavík- urborgar. Það er einnig mikið áfall að missa skemmurnar vegna þrengsla. Erum við nú að kynna okkur, hvað unnt sé að gera til að útvega geymslur til bráðabirgða. Gat höggvið á frostlagartunmi Blaðamðaur Morgunblaðsins, sem fór á brunastaðinn snemma í gærmorgun. hitti þar fyrir Sig urð Jóhannsson, forstöðumann vöruafgreiðslu Eimskipafélags- ins. Sigurður sagði: — Ég var nýkominn í bæinn, þegar Valdimar Björnsson, yf- irverkstjóri, hringdi til mín og skýrði mér frá þvi að eldur væri kominn upp í skemmunum. Fór ég að sjálfsögðu strax á staðinn. — Mér finnst það mjög ein- kennilegt, að eldur skuli hafa komið upp hér. Ég get ekki séð annað en að skýrmgamar séu tvær, annað hvort sjálfsíkvikn- um eða íkveikja. — Eldurinn komi upp í norð- vesturhorni skemmu nr. 2, þar sem stykkjavara var geymd. Þar á enginn eldnr að geta komið upp. — Vaktmaður var á ferli ut- an húss og varð var við, að búið var að höggva gat á tunnu með frostlegi (sem er mjög eld- fimur) sem var á vörupalli. Fór hann að ná í vörnlyftara til að reisa tunnuna við. — Á meðan vaktmaðurinn var að þvi sá hann eld gjósa upp í norðvesturhorni skála 2. — Það hefur einhver verið þarna á ferð, það sannar gatið á frostlagartunnunni. — Sá háttur er á hafður á svæð inu, að 5-6 klukkum er dreift um það og verður vaktmaðurinn að fara um svæðið til að vinda þær npp. Við það gatast miði inni í klukkunni, sem sýnir hvenær það er gert. Vaktmað- urinn kemst því ekki hjá því að fara um svæðið, ca á klukku stundar fresti. — Missir skálanna er afskap- lega tilfinnanlegt tjón fyrir okk ur — mikið áfall, því að við er- um alltaf í vandræðum með hús næði. Skálamir sem brunnu eru 3—4 þúsund fermetrar að flat- armálL Sigurður Jóhannsson, forstöðum. vöruafgreiðsiu E. í. — f þeim voru geymd mörg þúsund tonn af vörum, en ekki er enn vitað með vissn, hversu mikið magnið var. Þaraa voru vörur úr 34 skipum, sem kom- ið hafa á þessu ári, og búið var að taka misjafnlega mikið af vörnnum út aftur. Þarna var að auki talsvert af vörum. sem komu á árinu 1966. í GR var hæg norðvestlæg Vesturland. 15—20 stiga hiti átt víðast hvar á landinu og var yfirleitt í nálægari heldur svalt, enda sólarlaust Evrópulöndum, en rúm 20 nema í Skaftafellssýslu. stig í Frakkíandi og New Lítilháttar úrkoma var á York. víð og dreif um Norður og Eldhafið í Borgartúni eins og það var mest á fjórða tíma inm i fyrrinótt. Ljósm.: Sv. Þ. — Þetta er áreiðanlega ein- hver mesti bruni, sem orðið hef ur, miðað við verðmæti. „Það er mál rannsóknar- lögreglunnar46 Mbl. hafði tal af Ásgeiri Hall- dórssyni, sem var næturvörður í geymsluporti hjá Eimskip í Borgartúni í fyrrinótt, og sagði hann svo frá: — Ég kom á vakt kl. 11 og ytða um portið og skemmurnar eru stimpilklukkur sem við komum til og ©rum við því alltaf á ferðinni um svæðið að nótt- unni. Rétt fyrir kl. 11, þegar ég er staddur í suð-austur horni portsins á eftirlitsgöngu verður mér litið heim að skemmunum og sé þá láusan eld í norð-vest- ur horni viðbyggingar skemm- unnar. Þá var eldurtnn ekki mtk ill. Ásgeir Halldórsson, næturvörðnr í Borgarskálum. 72 tóku þátt í slökkvistarfinu Tryggvi Ólafsson, varðstjóri, stjórnaði slökkviaðgerðum á brunastað undir yfirstjórn slökkviliðsstjóra. Hann skýrði Morgunblaðinu svo frá slökkvi- starfinu. — Útkallið kom kl. 23.23 og var tilkynnt, að kviknað væri í skemmu við Borgartún. Við héldum þegar á staðinn í þrem- ur dælubílum og flutningabíll fór einnig. — Þegar við komum niður Nóatún sáum við eld standa upp fyrir þakskeggið á skemmu nr. 2, í norvesturenda. Þá var allt slökkviliðið kvatt út og beðið um aðstoð frá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli. Síðar var beðið um aðstoð slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, semn sendi slökkvibíl og 6 menn. Hafnar- fjarðarliðið tók að sér að svara öðrum útköllum í Reykjavík og nágrenni. Alls munu 72 menn hafa tekið þátt í slökkvistarfinu. — Sem fyrr segir var mikill eldur í norðvesturhomi skemmu nr. 2, að utanverðu og inni í skemmunni sjálfri. Slöngur voru þegar lagðar í brunah-ana í ná- grenninu og að báðum endum skemmunnar. Það háði slökkvi- starfinu, hversu langt var í brunahanana, því það tók tals- verðan tíma að leggja slöngurn- ar að þeim. — Um það leyti, sem því var lokið, kom bíll frá Reykjavíkur- flugvelli með aflmikla dælu og vatnsegymi og var þá ráðizt að eldinum, sem var orðinn mikill í vesturenda skemmunnar. Var ljóst, að við fengjum ekki við neitt ráðið. — Athyglinni var þá beint að því að verja skemmur nr. 1 og nr. 3 sem voru í ca. 20 metra fjarlægð frá þeim, sem eldur var í. Milli kl. 1 og 1.30 um nóttina var okkur Ijóst, að tak- ast mundi að verja skemmur 1 og 3 með þeim mannafla og tækjum, sem við höfðum yfir að ráða. — Þá snerum við okkur aftur að vesturenda skemmu 2 og slökkvistarfi þar. Eldurinn var gífurlega magnaður þar, enda mjög eldfim efni geymd þar inni. Sprengingar voru við og við. Þarna voru m. a. gashylki fyrir sígarettukveikjara, hár- lakksbrúsar, mikið magn af plasti, sem gífurlegur hiti staf- aði frá, svo og hjólbörðum. Reykurinn var mjög mikill. — Á þessu stigi var reynt að slökkva eftir því sem hægt var og stendur slökkvistarfið enn (seint á fimmtudag). — Það háði slökkvistarfinu, að.þak skemmunnar féll niður í heilu lagi, svo vatnið komst ekki undir það fyrr en við feng- um kranabíl frá Eimskip til áð lyfta því ofan af. Nokkrir slökkviliðsmenn voru að starfi í skemmunni nokkru áður en þakið féll, en þeir komust klakklaust út áður. — Eldur kom fljótlega upp í skemmu nr. 4, sem er áföst hinni og í raun og veru um eina skemmu að ræða, þar sem eng- inn skilveggur er á milli. — Engu tókst að bjarga úr skemmunum nema lyfturum. Ýmsar vörur voru geymdar í útiskýli áföstu við skemmu nr. 2. Tókst að bjarga mestu af þeim og voru lyftararnir notaðir til að flytja þær. — Nú síðdegis má heita, að allt liðið sé að slökkvistarfi enn- þá og hafa slökkviliðsmenn ekki unnt sér hvíldar. Merkur rústa- fundur í Túnis Ég hljóp þegar inn á. skrif- stofu og hringdi á slökkviliðið og opnaði portið og fór síðan að eldinum. Hafði hann magnast mikið þessar minútur sem ég var að hringja og opna portið. Segl er dregið fyrir skýlið og þegar ég fór var það alveg óbrúnnið, en þegar ég kom til baka var það alelda. Þegar ég sá það opnaði ég austurdyr skemmu tvö og sá þá að mikill eldur var í norð-vestur horni skemmunnar. f þessu kom svo slökkviliðið. — Varstu var við eitthvað óvenjulegt í portinu fyrir brun- ann? — Já. — Hvað var það? — Um það vil ég ekkert segja, — það er mál rannsókn- arlögreglunnar. Róm, 31. ágúst. NTB. A skaga einum um það bil hundrað kílómetra austur af Túnis hafa fundizt rústir róm- verskrar borgar. Var skýrt frá þessu í ítalska blaðinu „II Messaggero“ í viðtali við foraleifafræðinginn og prófess orinn Sabatioo Moseati, sem stjómaði leiðangri skipuðum ítölskum mönnum og túnis- ískum, er rústirnar fundu. - KÍNA • j»jmh. af bls. 2 staurum eða á öðrum tiltækum stöðum. Skólar eru óvirkir víða , land inu, eins og nærri nrtá geta, og nemendurnir hafa fengið riffla í hendur til að nota gegn and- stæðingum Maós. Prófessorinn upplýsir, að rústirnar hafi fundizt fyrir nokkrum vikum, er lei'öang- urinn var að kanna nákvæm- lega strönd Túnis andspænis Sikiley. Telur hann hugsan- legt, að um sé að ræða rúst- ir borgar, sem i grískum heimildum er kunn undir nafninu „Magalopolis", sem þýða mun „stórborg“. Með mikilvægustu hlutum, sem fundust í rústunum voru stórt eldstæði, sigurbogi — hinn fyrsti sinnar tegundar, sem finnst í Túnis, og tveir grafreitir, sem sýna að þarna hefur verið stór og fjölmenn byggð. Yfirleitt benda rúst- irnar til þess að þarna hafi verið blómleg borg á annarri e'óa þriðju öld eftir Krist, að því er prófessorinn segir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.