Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPT. 1967 ÁRNI Friðriksson, hið nýja hafrannsóknarskip íslendinga, lagði af stað frá Lowestoft á mið- vikudagsmorgun. Var í fyrstu á- kveðið að hefja heimförina á þriðjudag en vegna óveðurs við suðurströnd Englands var því frestað um einn dag. Jakob Jak- ohsson, fiskifræðingur, sem fylgzt hefur með smíði skipsins ytra, kom heim í fyrrakvöld og hafði Mbl. samband við hann í gær. Sagði Jaikób, að skipið hefð' reynzt v.el í meginatriðum í Arni Friðriksson RE 100. Myndin var tekin, þegar skipið var í reynslusiglingu. Hafrannsóknarskipiö nýja, Árni Friöriksson, væntanlegt til R.víkur á mánudagsmorgun — Ganghraði þess í reynslusigl- ingu reyndist 12,9 sjómílur reynslusiglinigunni, sem var á laugardag í síðustu viku, en ýonislegt smávægilegt hefði kom ið í Ijós, sem þyfti að lagfæra eins og gengur. Ganghraði síkips Flutti fyrir- lestur á lyf- ins í r ey nsius ig 1 i ng u n n i var 12,9 sjómílur. Árni Friðriksson er 450 lestir að stærð og verður fyr3t um sinn útbúinn sömoi leit- artækjuim og nýju síldveiðiskip- in. Er nú verið að smíða stærri og fullkom.na.ri leitartæki í skip ið hjá Simrad, en þaiu verða eklki tillbúin fyrr en síðar og munu þaoi verða sett í sfcipáð ytra í fetorúar nk. Sömu sögu er að segja um togvindur og sagði J.a.kob, að ekki hefði þótt annað ráðlegt en að fá skipið sem fyrst heim, svo það gæti tafarlaus.t haldið á mdðin. T>á sagði Jakob, að hann byggist við skipin'u til Reykjavífcur á mánudaigsmorgun og yrði við- sta.ða þess stutt, en Jakob mun verða leiðamgursstjóri í fyrsta leitarleiðanigri skipsins á síldar- miðin fyrir n.orðan og austan. hrifaþingi ísland aðili að GATT NÝLEGA var haldið í Kaup- mannahöfn 12. norræna lyf- hrifaþingið. Eini full'trúi íslands á þessu þingi var Jóhann Axels- son prófessor. Flutti hann erindi á þinginu 23. ágúst og fjallaði það um áhrif koffíns á rafmagns- fyrirbæri og aflsvörun sléttra v*öðva, bæði í æðum og yðrum. Kuching, 7. sept. Öryggisverðir frá Malasíu drápu í dag þrjá hermdarverka- menn í þjónustu kommúnista í bardögum við landamæri Indó- nesíu. Harmdarverkamennirnir voru af kínversku bergi brotnir og meðal þeirra var ein kona. Genf, 7. sept. NTB. UMSÓKNIR íslands, Póllands, Argentínu og írlands um upp töku í GATT (alþjóðlega tolla- og viðskiptasamning- inn) hafa verið samþykktar með tilskildum meirihluta 72 aðila að GATT, samkvæmt upplýsingum frá Genf í dag. Löndin fjögur verða form- lega aðilar að GATT, þegar upptökuskjöl hafa verið und- irrituð. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum mun full- trúi Argentínu undirrita upp- tökuskjöl í næstu viku. Samningaviðræður við Pól- land hafa tekið hvað lengstan tíma, þar sem erfiðleikum var bundið að semja ákvæði, sem hentuðu kommúnísku verzlunarkerfi. Tékkóslóvak- ia og Kúba gerðust aðilar að GATT, áður en löndin fengu kommúníska stjórn. Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri Viðskiptamála- ráðuneytisins tjáði Mbl. í gær, að ísland hefði mánaðarfrest til að undirrita upptökuskjöl- in. Fram til þess hefur ísland haft aukaaðild að GATT. Bráðabirgðasamningur um aðild íslands að GATT var gerður í marz árið 1964, til að ísland gæti tekið þátt í Kennedy-viðræðunum, sem þá voru að hefjast. í viðræð- unum lagði ísland fram tilboð um tollalækkanir, en þær koma nú að verulegu leyti til framkvæmda. Markmið GATT er að vinna að afnámi viðskiptahafta og tollalækkunum, og hefur það þegar náð verulegum árangri á því sviði. Yfirhafnsögumaður: Engin óeðlileg olíumengun í Reykjavíkurhöfn f FRAMHALDI af frétt af olíu- mengun í Reykjavíkurhöfn og í Skerjafirði hafði blaðið í gær samband við þá aðila, sem um málið fjalla. Fullyrti hafnsögu- maður að engin óeðlileg meng- un væri til staðar. Hafnarstjórinn í Reykjavík, Gunnar B. Guðmundsson sagði, að hann hefði falið yfirhafnsögu manni könnun málsins. Það væri rangt, sem komið hefði fram í frétt blaðsins, að málið félli ekki undir hafnsögumenn. Samkvæmt hafnarreglugerð væri það eitt af hlutverkum hafnsögumanna að fylgjast með olíumenguninni og gera hafnar- stjóra viðvart um óeðlilegt olíu- magn. Nokkur brögð hefðu verið af mengun og þá komið til kasta hafnarskrifstofunnar. í fyrra hefði t.d, slíkt óhapp viljað til. Sú mengun hefði ekki verið frá skipi, heldur öðrum aðila. Var honum gert að skyldu að fjar- lægja hana og gerði án mála- reksturs. Þá hefðu skip verið staðin að því að dæla olíu í sjó. í þeim tilfellum hefði náðst sam komulag um að skipin fram- kvæmdu hreinsun. Ýmis efni væru til þeirra nota, m.a. eitt er samlagar sig olíunni og sekk ur henni. Um brákina á Skerjafirði væri það að segja, að mengun þar félli einnig undir hafnar- skrifstofuna. Ekki hefði hann fengið neina tilkynningu um mengun á firðinum. Gott sam- starf væri með hafnaryfirvöldun um og olíustöðinni í Skerja- firði, í slíkum tilfellum. Ef rann <ókn yfirhafnsögumanns leidaj. í ljós, að um óeðlilega mengun sé að ræða, væri slíkt brot á hafnarreglugerðinni. Myndi hafnarskrifstofan að sjálfsögðu í samráði við skipaskoðunarstjóra gera viðeigandi ráðstafanir. Það er Skipaskoðun ríkisins, sem fyrir hönd ríkisins hefur umsjá með að framfylgt sé al- þjóðasamþykktinn: frá 1962 um olíumengun sjávar. Hjálmar R. Bárðarson skipa- skoðunarstjóri tjáði blaðinu, að sér hefði engin tilkynning bor- izt um meinta- mengun frá hafn aryfirvöldum. Þorsteinn Ein- arsson frá Dýraverndunarfélag- inu hefði haft samband við sig. Hefðu þeir komið sér saman um að rannsaka málið nánar og afla sönnunargagna. Mbl. snéri sér því til Þorsteins og innti hann eftir rannsókninni. Sagð- ist hann það eitt geta sagt um -n'álið, að sýnishorn hefðu ver- ið tekin af sjó og þau send At- vinnudeild háskólans til úr- vinnslu. Niðurstöður lægju ekki fyrir enn, og engar aðgerðir fyr irhugaðar á þessu stigi máls- ins. Þá hafði blaðið samband við stöðvarstjóra Olíufélagsins Skelj ungs í Skerjafirði. Hann sagði að umrædd brák, sem talin var hafa myndast við dælingu á olíu úr rússnesku olíuskipi væri ekki lengur á firðinum. Eftir vindátt að dæma hefði hana líklega rekið út. Að lok- um hafði blaðið ta) af Theódóri Gíslasyni sem gegnir störfum yfirhafnsögumanns um þessar mundir. Theodór sagði rannsókn frá sinni hálfu væri lokið. Eng- in óeðlileg olíumengun væri til staðar á Reykjavíkurhöín Óhjá kvæmilegt væri að nokkurt olíu magn síaðist út með útrennslis- vatni frá skipum. Ætti einhver mengun sér því ætíð stað. Olíu- magnið í sjónum væri aUs exki meiri nú en undir venjulegum kringumstæðum. Hafnsögumenn gerðu sér far um að vara sjó- menn við hættunni. sem stafaði af úrgangsolíunni. Flestir reyndu sitt ítrasta til að forða mengun | og ætti hún sér þvi oftar stað ( af vangá en vilja. j Taldi Theodór engra frekari ! aðgerða þörf í máiinu. STAKS ITI\,\I! Sj ávarútvegur inn Einn ritstjóra kommúnista- blaffsins segir í gær, að Mbl. hafl „reynt aff vefengja þau ummæll Þjóffviljans, að sjávarútvegur- inn hafi reynzt íslendingum arð- söm atvinnugrein og aff sveiflur f i honum séu ekki meiri en í þeim atvinnugreinum öffrum, sem beztar eru taldar í veröld- inni.“ Þaff væri býsna frófflegt, ef kommúnistablaðið vildi henda á hvar og hvenær Mbl. hafi sagt aff „sjávarútvegurinn hafi ekki reynzt fslendingum arffsöm at- vinnugrein“. Mbl. hefur aldrei haldið sliku fram. Þaff er aug- ljóst ,hverjum sem er, aff upp- bygging nútímaþjófffélags á ís- landi hefur fyrst og fremst orffiff vegna sjávarútvegsins enda er fiskurinn í hafinu kringum land- ið önnur mesta auðlind okkar. En hvers vegna ærist kommún- istablaðið jafnan þegar rætt er um og hrundið í framkvæmd áratngagömlum hugsjónum og draumum hinna beztu manna, sem íslenzk þjóff hefnr aliff, um * hagnýtingu hinnar beztu auff- lindar okkar — orku fallvatn- anna? Hvers vegna má ekki nýta þau eins og aufflindir hafs- ins? Þaff er ekkert annaff en hreint og ósvikiff afturhald þegar kommúnistar stagast á þvi sí og æ, aff þaff sé „hættulegt" aff nýta orku fallvatnanna. Sveiílurnar í s j á varút veginum Kommúnistablaðið hefur enn ekki fært rök fyrir ‘þeirri full- yrffingu - sinni, aff „sveiflurnar í sjávarútveginum séu ekki meiri en í þeim atvinnugrein- um öðrum, sem beztar eru tald- ar i veröldinni“. Enda mun erfitt aff finna þeim fullyrð- ingum staff. Veiffimennska hefur alltaf veriff ótrygg atvinnu- grein. Menn hafa aff vísu taliff sér trú um, aff nýju skipin og nýju tækin hefðu gjörbreytt fyrri viffhorfum í þessum efnum. Og víst er, aff síldaraHinn hefffi ekki orffiff jafnmikill síðustu árin, ef ekki hefffi verið vegna hinna nýju skipa og tækja. En hver er reyndin á þessu sumri? Þaff er aff vísu ekki útséð um það enn, aff síld- in bregðist okkur í sumar en reynslan það sem af er lofar ekki góðu. Og víst er um þaff, að þótt kommúnistablaðið segi, aff „umtaliff um duttlungana, stafi frá þeim tíma, þegar þekk- ing manna var ákaflega tak- mörkuff“, hafa „svokallaffir duttlungar sjávardýra," reynzt okkur býsna skæffir á þessu sumri. Vinnsla s^ávaraflans Um þaff munu hins vegar v flestir sammála. aff brýn þörf er á aff auka nýtingu sjávarafl- ans innanlands og auka þannig verffmæti hans til útflutnings. Ýmsar tilraunir hafa verið gerffar í þeim efnum en þær hafa yfirleitt tekizt illa ©g bendir margt til þess, aff m. a. sé skortur á sérmenntuffum mönnum á þessu sviffi en um þaff er rætt í forustugrein Mbl. í dag. íslendingar verffa aff læra af reynslunni og horfast í augu við staðreyndir. Reynslan og stað- reyndirnar segja okkur, að sjávarútvegurinn geti verið ótrúlega arðbær á stundum en l hann geti einnig brugðist hrapa- lega. Þeir sem halda öðru fram eins og kommúnistaritstjórinn eru starblindir á staðreyndir lífsins í þessu landi. Þeir stinga höfffinu í sandinn og vilja ekki effa þykjast ekki sjá, þaff sem j öllum heilskyggnum mönnum er | Ijóst. fslendingar hafa ekkert aff gera viff forustu effa leiðsögn manna, sem lifa í draumaheim- um og forffast kaldar staffreynd- | ir hins daglega lífs. Einn slíkra manna er ritstjóri kommúnista- 1 blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.