Morgunblaðið - 08.09.1967, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPT. 1967
Adele Jónsson
— Minningarorð —
F. 3. febr. 1912. D. 1. sept. 1967.
í DAG verður til moldar borin
frú Adele Jónsson, Hjarðarhaga
23. Hún andaðist í Landsspítal-
anum hinn 1. þ.m. eftir sérlega
erfiða sjúkdómslegu.
Adele var fædd hér í Reykja-
vík 3. febrúar 1912, og átti hér
heima nær óslitið síðan. Hún
giftist hinn 25. des. 1935 Jóni
Jónssyni bakara. >au eignuðust
þrjú börn; tvær dætur, Idu og
Dagnýju, sem báðar eru giftar
og búsettar hér i borg, og einn
son, Birgi, sem enn er í föður-
garði.
t
Maðurinn minn og sonur
okkar
Tómas Guðberg Hjaltason
lögregluþjónn,
lézt af slysförum 6. þ. m.
Guðný María Finnsdóttir,
Valný Tómasdóttir,
Hjalti Gunnlaugsson.
t
Móðir mín
Helga Jónsdóttir
frá Svínavatni,
andaðist aðfananótt 7. sept.
Jarðarförin auglýst síðar.
Skúli Helgason.
t
Útför frænku minnar,
frú Sólveigar Pálsdóttur,
Kárastíg 12, Reykjavik,
sem lézt í Borgarsjúkrahús-
inu aðfaranótt 3. þ. m., fer
fram frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 13. sept. Athöfn-
in hetfst kl. 13,30.
Fyrir mína hönd, vina og
vandamanna.
_____________Páll Sigurðsson.
t
Móðir okkar
Þóra Emilía Grímsdóttir
Fellsmúla 7,
sem lézt í Landsspítalanum
þann 3. °ept. verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju laugar-
daginn 9. sept. kl. 10.30.
Hrefna Níelsdóttir,
Sigríður Níelsdóttir.
t
Innilegar þakkir fænum við
ölium, sem sýndu okkur
samúð við andlát og útför
móður okkar, fósturmóður,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu
Geirlaugar Stefánsdóttur,
Ránargötu 16.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Herdís Guðmumdsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Erna Stefánsdóttir Rubjerg,
Þorvaldur Guðmundssoa,
Valtýr Albertsson,
barnabörn og barnabarna-
bam.
Ekki ætla ég mér að fara að
skrifa hér ævisögu þessarar hug-
þekku konu, heldur aðeins að
minnast hennar með nokkrum
orðum til þess að þakka henni
fölskvalausa vináttu og tryggð,
sem hún og maður hennar hafa
sýnt okkur hjónum um áratuga-
skeið, og sem aldrei hefir borið
skugga á.
Adda, eins og hún var jafnan
kölluð, var á marga lund mjög
óvenjulegur persónuleiki. Hún
var ein af þessum hógværu góðu
konum, sem fórna öllu starfs-
þreki sínu fyrir heknili sitt og
ásrtvini. Heimilið var hennar
heimuir. Sá heimur var bæði
bjartur og góður. Þar ríkti ein-
hugur og friður hið innra, en
smekkvísi og hreinlæti hið ytra.
Þessi einfalda mynd af heimil-
inu er í rauninni endurspeglun
af húsmóðurinni sjálfrL —
Þannig var Adda. Hún var alltaf
áberandi snyrtileg í klæðaburði,
og gilti það jafnt hvort sem hún
var prúðbúin eða vinnuklædd,
og hjartahreinni manneskju hefi
ég naumast þekkt.
Enda þótt Adda væri óvenju
háttprúð kona, þá var hún létt
í lund og naut þess að vera í
glöðum vinahóp. Hún átti oft við
nokkna vanheilsu að stríða, en
efcki lét hún það hafa áhrif á sitt
jafnaðargeð. Hún var fáskiptin
um annarra ‘hagi, en fann þó
jafnan til með þeim sem bágt
áttu og sá aldrei ofsjónum yfir
velgengni annarra. Aldrei heyrði
ég hana niðra nokkrum manni,
en lagði frekar gott til málanna.
Nú er hún horfin af sjónar-
sviði okkar mannanna, þessi hóg
væra, fíngerða kona. En í hinni
mjög svo erfiðu sjúkdómslegu
sýndi hún undravert æðruleysi
og hetjulund, og eins eftir að
sýnt var að hverju fór. Allt fram
til hinztu stundar reyndi hún að
láta í ljós þakklæti til þeirra
sem önnuðust hana eða heim-
sóttu, jafnvel eftir að hún mátti
ekki lengur mæla, þá með veik/u
brosi. Hún lét það koma fram
skömmu fyrir andlátið hversu
þakklát hún væri bæði læknum
og hjúkrunarkonum, fyrir allt
það sem þau reyndu að gera
fyrir hana.
Ég og kona mín sendum 1 ér,
kæra vina, beztu þakkir fyrir
ógleymanleg kynni, um leið og
við vottum eiginmanni þínum,
börnum, tengdabörnum og öðr-
um ástvinum innilegustu samúð
okkar.
Jökull Pétursson.
KVEÐJA FRÁ VINKONU
f litrófi haustsins lifir glóð
sem lýsandi bros um hvarma.
Úr leiftrun.um spinnur lífið óð
með lokkandi von og harma.
Þá lauk þinni för um lífsins stig
í lognværum trúa.r bjarma.
Þinn heimilis arin heitur var
og hamingjan bjó þar inni,
um ástvininn milda birtu bar
og börnin í umsjá þinni.
í órofa tryggð um árabil
við áttum svo hugljúf kynni.
Um víðáttur landsins vaxa strá
sem vetrarins fannir hylja.
Svo fölnaði eins þín bjar-ta brá
sem blómin að Drottins vilja.
En minninga ljósin merla skær
og myrkvaðan hugann ylja.
í kærleika vina, kveðja ber
því konungur ljóssins fríða
mun faðminn sinn opna fyrir
þér
þar fegurstu geislar líða.
Því Drottinn á margan dýran
lund
sem döggvotar rósir prýða.
E. J. E.
ÞEGAR fregnir berast um látin
vin, verður huganum reikað til
minninganna. Þegar við lékum
okkur sem börn, þá var oft glatt
í vinahópi, Aldrei gleymi ég
þessari fallegu stúlku, sem var
svo hljóðlát, hún lét hljóma sín
hjartansmál svo hlýtt frá sinni
tungu, enda elskaði hún allt sem
fagurt og gott var.
Það var Adde eins og við köll
uðum hana sem verður lögð til
hinztu hvíldar eftir stranga
sjúkdómslegu.
Adele var fædd í Reykjavík
3. febrúar 1912. Ung missti hún
móður sína. Var hún um tíma
hjá nöfnu sinni Adele og Páli
Tryggvasyni, kaupmanni, sem
bjuggu að Skógum í Skerjafirði.
Adele giftist eftirlifandi eigin
manni sínum Jóni Jónssyni, bak
ara, og áttu þau þrjú börn:
Birgi, 16 ára, Dagný og ídu, sem
báðar eru giftar.
Þessi rólega fjölskylda lifði
hamingjusömu heimili&lífi að
Hjarðarhaga 23 hér í borg.
Með þessum fátæku orðum
vil ég votta mína innilegustu
samúð til allra ástvina hennar i
þeirra djúpu sorg. Um leið þakka
ég vináttu og tryggð.
Adda mín, nú ertu bliknuð
hnigin,
og sál þín yfir himinhöf
í helgiljóma stigin.
Og vertu sæl — þó horfin hér,
sért hjartans vonum þreyðum,
og freður drottins fylgi þér
á fögrum himinleiðum.
G.
Þórhallur Bjarnason
Breiðabólsstað
-Minning
Fæddur 1897. — Dáinn 1967.
ÞANN 31. júlí sl. andaðist að
heimili sínu, Breiðabólstað í
Suðursveit, æskuvinur minn og
leikbróðir, Þórhallur bóndi
Bjarnason. Útför hans fór fram
að Kálfafellsstaðarkirkju 8. ág.
að viðstöddu fjölmenni.
Hann var fæddur 22. ágúst
1897 að Borgarhöfn í Suður-
sveit. Þar sem Þórhallur var,
sérstaklega á síðari árum ævi
sinnar, mikið fyrir fróðleik og
ættvísi, þá þykir mér hlýða að
rekja að nokkru ætt hans og
uppruna.
Maður er nefndur Þórhalli
Runólfsson, bóndi í Mörk á Síðu
og síðar á Ytri-Ásum í Skaftár-
tungu. Kona hans var Þuríður
Jónsdóttir hreppstjóra hins
sterka í Hlíð, ein hinna mörgu
kunnu Hlíðarsystkina.
Meðal barna þeirra Þórhalla
og Þuríðar var Runólfur, d. árið
1900, orðlagður frískleikamaður,
sem lengst af bjó á Hnappavöll-
um í Öræfum, en var þó um
skeið með frænda sínum séra
Sveini Eiríkssyni í Sandfelli.
Kona Runólfs var Róshildur
Bjarnadóttir frá Heiði á Síðu,
en móðir Róshildar var Rann-
veig Jónsdóttir frá Hlíð. Þau
hjón voru systrabörn. Börn Run-
ólfs og Róshildar er upp komust
voru þrjár sygtur er allar búa
í Öræfum, og Bjarni, er lengst
af bjó á Kálfafelli í Suðursveit.
— Það sagði mér Páll mennta-
skólakennari Sveinsson, að hann
minntist þess sem unglingur, að
ekki hafi hann séð jafn glæsileg
ar systur og þær þrjár Runólfs-
dætur, enda bera afkomendur
þeirra þess órækan vott.
Sem áður segir bjó Bjarni
lengi á Kálfafelli. Kona hans
var Steinunn Jónsdóttir snikk-
ara frá Hátúnum í Landbroti, en
móðir Steinunnar var Matthild-
urdóttir séra Jóns Sigurðsson-
ar, er talinn var launsonur séra
Jóns skálds Þorlákssonar á Bæg-
isá.
Börn Bjarna og Steinunnar
voru fimm, sem upp komust.
Sigurður, verkamaður, enn á
lífi á Norðfirði, háaldraður, Run
ólfur, múrari á Höfn í Horna-
firði, Sigurrós á Höfn, ekkja
Gísla Jónssonar, bónda á Smyrla
björgum, Matthildur, ekkja Þórð
ar Bergsveinssonar á Norðfirði,
þau voru foreldrar Bjarna bæj-
arstjóra. Yngstur þeirra systkina
var Þórhallur sem hér er get-
ið.
Einna hugstæðastur af eldri
bændum í Suðursveit frá ung-
lingsárum mínum var Bjarni á
Kálfafelli, enda var hann næsti
nágranni foreldra minna um
fjölda ára og náin vinátta var
milli heimilanna. Hann var mik-
ill að vallarsýn með höfðings-
svip og allur var maðurinn hinn
fyrirmannlegastL Alltaf var
hann glaður í viðmóti, hress í
lund og uppörvandi og kjark-
menni í hvívetna.
Um langt skeið var hann for-
maður við brimsandinn í Suður-
sveit. Var það ekki heiglum
Framhald á bls. 21
Stefanía Þórný
Einarsdóttir - Minning
Hjartanlega þafcka ég öll-
um vinuan mín.um, börnum
og barnabörnum fyrir vináttu
og hlýhug mér sýndan á átt-
ræðisafmæli mínu. Sérstak-
lega þakka ég Hreyfilsfélög-
um mínum og stjórn Frama
og óska þeim alls þess bezta
á ókomnium árum.
Ólafur Einarsson.
Enn er hann kominn
herrann sem hlýða ber.
Hafi „ann þökk
fyrir lausnina er veittist þér.
Þitt mikla þrek er brotið
en baráttan harða
ber þér sigur
í eilífan minnisvarða.
í DAG verður borinn til hinztu
hvíldar Stefanía Einarsdóttir,
Köldukinn 18, Hafnarfirði.
Stefanía var fædd 25. nóvem-
ber 1891 að Hítarneskoti í Kol-
beinsstaðahreppi. Foreldrar henn
ar voru hjónin Einar Einvarðs-
son og Guðbjörg Arnadóttir er
þar bjuggu.
Stefanía fór snemma úr for-
eldrahúsum til þess að vinna
fyrir sér eins og þá tíðkaðist hjá
öllum almenningi. Lífsbarátt-
an var hörð og allir urðu að
vinna hörðum höndum.
Árið 1918 flyzt hún til Hrafn-
arfjarðar og giftist þar Birni
Benediktssyni, dugnaðar og
myndarmanni. Þau eignuðust 3
börn, sem öll eru á lífi. Börn
þeirra Stefaníu og Björ^s eru:
Einara Guðbjörg, gift Hálfdáni
Þorgeirssyni bifvélavirkja. Hjá
þeim dvaldi Stefanía, þar til
viku áður en hún dó og naut
frábærrar umönnunar og að-
hlynningar alla tíð. Og ekki
hvað sízt í sínum erfiðu veik-
indum nú síðustu árin. Ingibjörg
ekkja Þórðar heitins Guðbjörns-
sonar, bifreiðarstjóra, búsett á
Holtsgötu 11, Hafnarfirði, og
Benedikt, húsgagnasmiður, gift-
ur Ólöfu Guðnadóttir, búsettur
að Goðatúni 32, Garðahreppi.
Stefanía var frábær húsmóðir
og móðir. Hún unni börnum
sínum og barnabörnum, um fram
allt annað og hún var barna-
börnum sínum meira en venju-
leg amma, hún var líka trúnað-
arvinur þeirra og félagi. ÖH
hennar hugsun fram á síðustu
stund snérist um velferð þeirra
og hamingju.
Ég kom til hennar á sjúkra-
húsið 2 dögum áður en hún lézt,
þá var mjög af henni dregið,
en hún gat þó spurt um börnin
og áður en við fórum sagði hún
við dóttur sína. „Það hefði verið
gaman að sjá þau, en þið megið
ekki koma með þau og láta þau
sjá mig eins og ég er orðin
núna.“
Ég votta öllum hennar að-
standendum, mína innilegustu
samúð og sjálf þakka ég, af al-
hug okkar alltof stuttu kynni.
Eg enda þessar fátæklegu lín-
ur með því að bera fram kveðj-
ur og þakklæti frá börnum og
barnabömum.
Blessuð sé minning hennar.
Við þökkum elsku amma
öll þín kærleiks hót.
Þau verða okkur veganesti
á villtri lífsins brp.ut —
og viðkvæm sárabót.
Jóhanna Kristjánsdóttir.
Öllum þeim mörgu, bæði
frændfólki, vinium og kunn-
ingjum er glöddu mig á sjö-
tíu ára afmæli mínu hinn 17.
ágúst siðastliðinn, færi ég
mínar hjartanlegustu þakkir.
Guð blessi ykkur ÖH.
Margrét S. Sigurðardóttir
frá Hofteig, AkranesL
Hjartans þafckir færi ég
öllum nær og fjær sem
glöddu mig með heimsókn-
um, gjöfum og skeytum á
sextugsafmæli mínnu 2. sept.
sl. og gerðu mér daginn
ógleymanlegan. Guð blessi
ykkur ölL
Sigriður Jónsdóttir
Pólgötu 8, ísafirðL
Hérmeð sendi ég alúðar-
þakkir til allra þeirra sem
sendu mér gjafiir og heilla-
óskir á sjötugsafmæli minu.
Guðrún Pálína Guðjónsdóttir.