Morgunblaðið - 10.09.1967, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1967
31
Smygl - ítölsk atvinnugrein
eftir Ceorge Black
1. MiIIjónagróði af smyglvarn-
ingi.
Róm, 23. ágúst.
VEGNA hinna háu skatta,
sem Iagðir eru á þann vam-
ing, sem er eftirlæti ítala, hef
ur land þeirra löngum verið
meiriháttar miðstöð fyrir
smygl. Nýlegar tölur um
magn tóbaks, er gert hefur
verið upptækt, eru hinar
hæstu á tiu árum, — en tó-
bakssmygl er einna gróðavæn
legast, og ýmislegt bendir til
þess, að smygl á annars kon-
ar varningi færist einnig í auk
ana.
ítals'ka ríkið hefur einka-
leyfi til sígarettuinflutnings.
Til eru margar þarlendar teg
undir, en ef eirihver þeirra
bragðast lítið eitt betur en
aðrar segir ít-alir, að hún jafn
ist samt ekki á við erlendar
tegundir. Amerískar sígarett-
ur eru sérstaklega vinsælar.
Úr því að þær kosta 17 kr.
í Sviss og 28 fcr. á Ítalíu, er
smygl stórgróðafyrirtseki.
Kaffi, úr, benzín, gullsteng
ur eru meðal anars vinsæls
varnings. Mest af þessu kem-
ur yfir svissnesku landamær
in, sem eru 510 km. á lengd.
Yfir landamærin liggja 27 veg
ir og járnbrautir og fimm
vötn, og aðferðir smyglaranna
eru skemmtilega fjölbreytileg
ar.
Smyglararnir hafa notað
fótsfigna kafbáta, þyrilvængj-
ur, St. Bernarðshunda, frosk-
menn, índíánabáta, skíða-
lyftu, sem komið var upp í
skyndi og slöngvivélum. Þeir
senda vindlinga falda í ís-
1 skápum, með flutningabifreið
um merktum „pop corn“, með
þungum vöruíbilum og jafnvel
gegnum göng, sem hafa verið
grafin í því sjónarmiði undir
gaddavírsgirðingar.
En áreiðanlegasta og mest
notaða flutningatækið er og
verður „spallone“ staðarins
(af „spalla“, sem. merkir
,,öxl“), sem ber 25 til 50 kíló
yfir fjallaskörð, beljandi fljót
og vötn. ítöl'S'kum tollvörðum
úr „Guardia di Finanza" reyn
ist það ómögulegt að hafa eft
irlit með ölluf landamærun-
um og hleypa aðeins örsjaldan
af skoti.
„Við lítum ekki á smyglar-
ann sem óvin heldur sem and
Stæðing" sagði háttsettur liðs
foringi við mig. „í mínu ung-
dæmi var okkur kennt, að
einum smyglara færra í dag
sé sama og einni fjallaskyttu
færra á morgun til að verja
ættjörðina". Nýlega hefur
þetta frjálslynda viðhorf orð
ið fyrir alvarlegum áföllum.
„Spallona" ein (smygl-
kvendi) var skotin í hálsinn
af landamæravörðum, og
hundruð fjallabúa hófu mót-
mælaaðgerðir, en flestir
þeirra eiga ættingja eða vini
meðal smyglaranna. „Skjótið
ekki stúlkur fyrir srnygl",
stóð á ikröfuspjöldunum.
En ef segja má að ítalir séu
ekki sérlega einbeittir i bar-
áttu sinni gegn smygli, eru
Svisslendingar meira en um-
burðarlyndir. Þeir gefa út út
flutningsleyfi til smyglara,
og athafnir þeirra eru ekki
aðeins löglegar í Sviss heldur
verðmætit farmlag til þjóðar-
búsins. Látum ítali grípa þá,
sem þeir geta náð, — segja
Svisslendingar, — við þurfum
að jafn upp halla á viðskipta
jöfnuði, sem nemur 40 millj-
ónum árlega.
Smylari, sem ætlar með
vindlinga 'til Ítalíu, þarf að-
eins að sýna leynihólfið í
gólfi, hurð eða mælaborði og
biðja um sérstakt „endurinn-
flutningsbréf“, sem er merkt
með „T“. Þetta gerir bifreið-
ina og vindlingana að rétti-
lega skráðum influtningi. Við
Battaglia, nálægt Como, hef-
ur ítalska tolleftirlitið bíla-
geymslu, þar sem eru hundr-
uð slíkra bifreiða, sem teknar
'hafa verið við landamærin. í
bifreiðunum er furðulega mik
ið af góðum geymslustöð'um,
og þeir eru misminuandi eft-
ir gerð. Fyrir innan afturljós
in á Fiat 600 er nægilegt rúm
fyrir hundrað sígarettupakka.
Undir ökumannssætinu í Peug
eot er rými, sem hægt er að
■hylja með fölskum botni. Alla
þessa fel-ustaði þekkja toll-
verðir, en þeir geta ek'ki
stöðvað og rannsakað ná-
kvæmlega, hverja þá bifreið,
sem ekur yfir hin fjölförnu
landamæri Ítalíu.
Arðvænlegri og naumast
sjaldgæfari er sú aðferð að
merkja ranglega alþjóðlegan
vöruflu'tninga- eða járnbraut
arvagn. Hinar risastóru flutn-
ingabifreiðir eru aðeins skoð
aðar af tollvörðum við burt-
för og komu. Þær halda yfir
landamærin með blýinnsigli
órifin. En reyndar eru inn-
siglin brotin upp um leið og
farmurinn er kominn til
Íitalíu, og vindlingunum er ek
ið brott með 'hraðskreiðum
bílum, meðan vörubifreiðin
heldur áfram leiðar sinnar
með nýjan farm, sem sam-
ræmist farmskránni betur.
Ein vöruflutningabifreið get
ur fluft 250,000 sígaretur, og
af 1,8 milljónar framlagi get-
ur smyglarinn haft 1,3 millj-
ónar gróða, eftir að hafa
greitt flutningskos'tnað, leigu
á vöruskemmum og mútur til
embættismanna. Við Ohiasso,
hina stóru landamærastöð,
segja þeir frá smyglara, sem
farið hefur 300 velheppnaðar
ferðir.
A þessu sviði einnig starfa
hugvitssamir menn. Einn
flofckurinn, með aðalstöðvar í
Bologna, nötaði bifreiða'r mál
aðar sem sjúkrabíla, slökkvi-
liðsbíla og herbíla við að
koma sígarettum til Ítalíu.
þeir voru handsamaðir aðeins
vegna þess að lögreglan opn-
aði „sjúkrabíl“, sem lent
hafði út af veginum. Tvær
„hjúkrunarkonur" í honum
lögðu á flóitta yfir akrana, en
voru handsamaðar.
„Næstum það eina, sem þeir
hafa ekki reynt“, sagði toll-
vörður einn, „er að skjóta
varningnum yfir landamærin
í fjarstýrðum eldflaugum".
Hægt er að fá hugmynd um,
hversu yfirgripsmikið smygl
þetta er, með því að líta á
svissneskar s'kýrslur ,um tó-
baksútflutning til Ítalíu árið
1963, sem var meðal ár. Þar
stendur, að út hafi verið flutt
jafnvirði 840 milljón kr., en
ítalir segjast hafa flutt inn,
löglega, fyrir 18 milljónir.
Þetta bendir til, að aðeins
tveir 'hundraðshlutar af sviss
neskum tóbaksútflutningi til
Ítalíu hafi ekki verið fluttir
inn af smyglurum.
(Observer).
2. Tollverðir með eigin flug-
vélamóðurskip.
SMYGL er mikill gróðavegur
á Ítalíu, og mesti gróðaveg-
urinn er að flytja sígarettur
yfir hin 510 km. iöngu sviss
nesku landamæri til að keppa
við tegundir tóbakseinkasölu
ítalska ríkisins. En smyglarar
fara margar aðrar leiðir til
landsins.
Þegar litið er gegnum
skýrslur Guardia di Finanza,
koma sumar þeirra í ljós. í
Palermo á Sikiley voru á síð
asta ári gerð upptæk níu tonn
af sígarettum, þegar verið var
landa þeim úr fiskibáti. f
borginni Napólí fundust í
aprílmánuði síðastliðnum
2,500 kassar, næstum 36 millj.
að verðmæti í skipi undir
grískum fána. Ú'ti fyrir strönd
Adríahafsins komu ítalskir
eftirlitsbátar nýlega að no'kkr -
um smáskútum, þar sem verið
var að skipa smyglvamingi
yfir í þær úr júgóslavnesku
fl'utningaksipi, rétt utan
ítalskrar landhel'gi.
Gíbraltar eru meiriháttar
útskipunars'taður fyrir margs
konar varning: Vískí og vara
hluti, transistora og sjónvarps
tæki, — allt, sem tollfrjáls
er á Gíbraltar, gefur háan
arð á Ítalíu. En tóbak fyrst
og fremsf.
Það er ekki auðvelt að hafa
hendur á hári þessara sjó-
ræingja tuttugustu aldarinn-
ar, gem eru á brynvörðum bát
um, búnum ra'tsjám og kxft-
skeytatækjum. Dæmigerður
bátur var „Brave Bunting“,
sem var 110 tonna fyrrver-
andi kafbátaveiðari úr Kon-
unglega brezka sjóhernum.
Honum hafði verið breytt í
brynvarða skútu með 1,300
hestafla vélar, sem gátu knú-
ið hann áfram með 32 sjó-
mílna hraða.
Skipherrann á „Bunting",
Henry Berger, var að reyna
að koma 6 milljón krónu virði
af brezkum og bandarískum
sígarettum í landj um mið-
nætti nálægt Napólí, þegar
ítalskur tollbátur hafði veður
af honum. Hann stanzaði ekki
Frá ítölsku ölpunum.
til að ræða málið. Hann gaf
Skipun um fulla ferð, stýrði
rakleii't inn í blindandi leitar-
ljós og vélbyssuskothríð til
að sigla minná bátinn í kaf.
Hann komst undan og lét lask
aðan andstæðing sinn um að
reyna að ná heimahöfn. Eftir
800 mílna eltingarleik náðist
„Bunting“ sólarhring seinna,
þegar hún reyndi að laumast
gegnum hin þröngu sund milli
Korsíku og Sardiníu út á op-
ið haf.
Svo er fyrir að þakka hinni
stöðugu æfingu, sem ‘hún hlýt
ur, að Guardia di Finanza er
orðin velrekin og dugmikil
stofnun. Hún hefur yfir að
ráða 300 skipa flota, vopna-
búri með vélbyssum, sprengi-
vörpum og fallbyssum og jafn
vel flugmóðurskipi í smækk-
aðri mynd, sem borið getur
tvær þyrilvnægjur.
Ökumenn liðsins aka á Alfa
Romeo-bifreiðum, sem ná 200
km/kl. og æfa sig á hinni
frægu Monza-kappaksturs-
braut. Þeir beita ýmsum
brögðum í sama dúr og Jam-
es Bond t.d. reykjarskýjum
og Mindandi ljósum til að kló
festa biíreiðar smyglaranna.
En þrátt fyrir að contrabb-
andieri (smyglararnir) sjálfir
hljóti þungar fangelsisrefs-
ingar og sektir, sýna yfirvöld
in linkind götudrengjum og
gömlum konum, sem selja
vildlingana í borgum.
Á „Mercato Americano“ í
Genúa, en það er hávært, lít
ið fiskitorg nálægt höfninni,
eru falboðnar allar hugsan-
legar gerðir af smáum smygl
varningi, frá rafmagnsrakvél
um til gaskveikjara, af litl-
um borðum, sem brjóta má
saman. f Napólí er fræg sag-
an af konunni, sem alltaf
slapp við fangelsisvist, þegar
hún var handtekin fyrir að
selja smyglaða vindlinga,
vegna þess, að hún gat jafn-
an bent á, að hún væri barns
hafandi, — unz henni brást
bogalistin, eftir að hafa alið
sjö börn, og lenti í svarthol-
inu.
Smygl er eins útbreitt á
Ítalíu nú á dögum eins og
brugg var á bannárunum í
Ameríku. Sú lausn liggur bein
ast við að lækka sígarettu-
verð á hinum löglega mark-
aði, en það hefði óheillavæn-
leg áhrif á ítalska þjóðarbú-
ið. Tollar og gjöld af sígarett-
um eru um 15% af tekjum
stjórnarinnar.
Helzta dagblaðið í Mílanó,
CORRIERE DELLA SERA,
kom nýlega fram með þá til-
lögu, að betra væri að afnema
sjálfa tóbakseinkasölu ríkis-
ins, sem orðin er kostnaðar-
söm og úrelt. Bent er á, að
einkasalan með hið mikla
starfslið auk milljónanna,
sem glatast vegna ógreiddra
tolla af smygluðum sígarett-
um, kosti ftalíu mikið — ekki
aðeins í beinhörðum pening-
um. Hún er einnig siðferðinu
kostnaðarsöm og gerir það
að verkum, að viss lög eru
almennt brotin og börn jafn
vel frá tíu ára aldri kynn-
ist löstum og smáglæpum.
Hvaða líkur eru á að breyt
ingar verði gerðar á þessu
einkasölukerfi? Fjármálaráð-
herra ftalíu, Signor Luigi
Preti, sagði mér í þessari
viku: „Við miðum að endur-
uppbyggingu alls kerfisins, og
ég sé fram á, að á endanum
verði einkasölunni breytt í
félag, sem ríkið á hlutdeild í.
Það eru mörg ljón á vegin-
um, en að minu áliti gæti
þess konar stofnun leyft lækk
að verð á vindlingum og auk-
ið gæði þeirra".
(Observer).
í GÆR birtist í blaðimu minn-
inigargrein um Jakobínu Jakobs-
dtóittur. Myndin varð viðsfcila
vi'ð greinina og eru hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á
þvi
- STYRKUR
Framhald af bls. 3
ingar. Nauðsynlegt er, að um-
sækjendur hafi gott vald á enskri
tungu.
Þeir, sem sjálfir kunna að
hafa a/flað sér námsvistar við
bandaríska háskóla, geta sótt um
sérstaka ferðastyrki, sem stofn-
unin mun auglýsa til umsóknar
í aprílmánuði næsta ár.
Um.sóknareyðublöð eru afhent
á skrifstofu Menntastofnunarinn
ar, Kirkjutorgi 6, 3. hæð, sem
daga nema laugardaga. Umsókn-
opin er frá 1-—6 e.h. alla virka
ir skulu sendar í pósthólf Mennta
stofnunar Bandaríkjanna nr.
1059, Reykjavík, fyrir 8. októ-
ber n.k.
(Frá menntastofnun Bandaríkj
anna á fslandi).
- MALVAUX
Framh. af bls. 1
nokkurs efa allt frá æsku
hafði menntað sig til þess að
verða göfugmenni“.
Svipaðar lýsingar og álit á
mönnum og málafnum mun
víða að finna í bófc Malnaux,
sem nú er beðið með enn
meiri eftirvæntingiu en áður.
Þegar hafa bandairísbir útgef-
endur þoðið honum 250.000
dolHara fyrir birtingarréttinn
á bók hans á enstfcu ag jafn-
vel fyrir þessia miklu upphœð
myndu þeir aðeins öðlas't rét't
til hlutar af endurminninigum
hans, því að það er í fjórum
bindurn og Malraux, sem nú
er 65 ára gamall, heflur þeg-
ar komið því svo fyrir, að
þrjú bindin verði ekki birt
fyrr en eftir dauða sinn. Lýs-
ing hans sjálfs á endurminn-
ingum sínum er mjög atlhygl-
•isverð:
„Ég kalla þesisa bók Gagn-
minningar (Anti-iMemoirs),
vegna þess að hún svarar
'Spurningum, sem endurminn-
ingar leggja ekki fram og
'Svarar þeim ekki, sem end-
'Urminningar leggja fram.“
- DE GAULLE
Framh. af bls. 1
Auschwitz í dag, en þar létu líf-
ið 4 mil'lj. fórnarlamba nazista í
síðari heimstyrjöldinni. Hinn
hávaxni forseti flutti enga ræðu
og spurði nær engra spurninga
hina pólsku leiðsögumenn, sem
lýstu hryllingi þessara fyrrum
útrýmingarbúða Þjóðverja. Að
lokum skrrfaði forsetinn í gesta-
bók, þar sem hann gaf í skyn, að
vonin á jafnvel uppsprettur sln-
ar í hyldýpi örvæntingarinnar:
„Hvílíkur harmleikur. Hví'líkur
viðbjóður. Og þrátt fyrir allt hví-
lík von fyrir mannkynið",
Þögn forsetans hafði meiri
áhrif en margar ræður, sem aðr-
ir hafa flut.t, er þeir hafa komið
til Auschwitz, en de Gaulle er
hinni eini, sem enn er á lífi, og
við völd af þjóðaleiðtogum úr
heimstyrjöldinni síðari.