Morgunblaðið - 27.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPT. 1967 Þing S. Þ. mun ræða tillögu um rann- sókn auðæf a á sjávarbotni Utanríkisráðherra ávarpar þingið 4. okt. — Rœtt við Hannss Kjartansson, einn af varaforsetum Allsherjarþingsins MORGUNBLABIB átti í gær símtal við sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hannes Kjartansson, sem ný- lega var kosinn einn af vara- forsetum Allsherjarþingsins, og spurðist fyrir um helztu mál, sem það tekur til með- ferðar að þessu sinni. Hanrnes Kjartansson sagði: — Almennar umræður eru rétt að hefjast á Allsherjar- þinginu og þær munu vafa- laust standa yfir í 2 —3 vik- ur til viðbótar. Nefndir munu samt ef til vill taka til starfa fyrr, t. d. bélt laganefnd fyrsta fund sinn í dag. — Aðalmál Allsherjarþings ins nú ^ eru f yrst og f remst deilur ísraels og Araba, af- vopnunarmálin, nýlendumál- in og flestir þeir, sem tala á þinginu koma inn á Víet- namstríðið í ræðum sínum, þótt hún sé ekki á dagskrá þingsins. Annars eru dag- skrárliðir yfirleitt þeir sömu og undanfarin ár. — Það kemur ekki í ljós fyrr en umræðum er lokið Hannes Kjartansson á Allsherjarþinginu, hvaða stefmi málin taka. Arabar sækja það nú mjög fast, að ástandið í Miðausturlöndum verði tekið fyrir strax og samtímis hinum almennu um ræðum. • — Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra, er kominn hingað til New York til að sitja þing ið um tíma, svo og öll ís- lenzka senidinefndin nema Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri, sem kemur á morgun (miðvikudag) og Kristján Albartsson., sendiráðunautur í París, sem er væntanlegur síðar í vikunni. — Utanríkisráðherra mun ávarpa Allsherjarþingið og mun hann filytja ræðu sína þann 4. október n.k. — Tillaga mín um rann- sókn á auðæfum hafsins, sem samþykt var á Allsheirja'r- þinginu í fyrra og íslending- ar áttu aðild að, er til með- ferðar í sérstakri nefnd. Hún á að skila áliti á næsta ári, þ. e. á 23. Allsherjarjþinginu. íslendingar eiga fulltrúa í þeirri nefnd, Jón Jónsson, for stöðumann Hafrannsóknar- stofnunarinnar. Vinnur nefnd in enn að rannsóknum sín- um. Rétt er að benda á, að Um 200 þúsund lestum minni afli nú en í fyrra Saltað í 8.210 tunnur í sl. viku í YFIRLITI Fiskifélags íslands um síldveiðarnar norðanlands og austan. vikuna 12.—23. septem- ber, segir að veður hafi verið fremur hagstætt á síldarmiðun- um sl. viku fram á föstudag. Þá gerði brælu og varð ekki veiðiveður fyrr en á laugardags kvöld. f vikubyrjun var veiði- svæðið um 72° n.br. og 4° a.l. en færðist til suðvesturs þannig, að í vikulok var það um 71°30' n.br. og rétt vestan við 0° lengd arbauginn. í vikunni var landað 16.966 lestum síldar. Saltað var í 8.210 tunnur, 89 lestir frystar og 15.679 lestir fóru í bræðslu. Auk þess lönduðu færeysk skip 322 lestum bræðslusildar, en land- anir erlendra skipa eru ekki teknar með í aflaskýrslum okk- Hagnýting sumaraflans er á þessa leið: Lestir í salt samtals 1.446 (9.907 upps. tn.) í frystingu samtals 120 í bræðslu samtals 207.653 Útflutt alls 6.650 Samtals er þetta 215.859 Afli erlendra skipa er 322 Á sama tíma í fyrra var afl- inn þessi: Lestir í salt fór 53.322 (365.221 upps. tn.) í frystingu 1.698 í bræðslu 359.126 Alls 414.146 Landanir erl. skipa 4.456 Löndunarstaðir eru þessir: Lestir Reykjavík 22.080 Bolungavík 985 Siglufjörður 44.684 Ólafsfjörður 826 Dalvík 730 Krossanes 5.023 Húsavík 1.789 Raufarhöfn 34.807 Þórshöfn 1.627 Vopnafjörður 11.968 -') Seyðisfjörður 51.283 2) (auk þess frá erl. skipi) 60) Neskaupstaður 19.751 ]) Eskifjörður 8.518 l) (auk þess frá eri. skipi) (262) Reyðarfjörður 2.141 Páskrúðsfjörður 1.015 Stöðvarfjörður 1.135 Breiðdalsvík 394 Djúpivogur 461 Færeyingur 2.675 Hjaltlandseyjar 1.584 Þýzkaland 2.199 tillagan fjallaði um auðævi hafsins almennt, en kemur ekkert inn á jandhelgismál. — Nýtt mál hefur verið tekið á dagskrá þingsins nú að frumkvæði Möltubúa. Það er tillaga um rannsókn á auðæfum á sjávarbotni og undir honum, hverjir eigi að nýt'a þessi auðæfi og hverjir eigi rétt til þeirra. Hér er fyrst og fremst um að ræða hagnýtingu málma, gass o. s. frv. Það tekur vafalaust mörg ár áður en þetta mál kemst í höfn. — Allsher j arnefnd skipar málum í nefndir, en það hef- ur ekki enn verið ákveðið, hvaða nefnd fær þessa til- lögu til meðíerðar, líklega verður skipuð undirnefnd til að fjalla um hana. — Sem einn af varaforset- unum á ég sæti í Allsherjar- nefndinni, og" hef því höfuð- aðstöðu til að fylgjast með afgreiðslu þessarar til- lögu. Það hefur ekki ennþá verið ákveðið, hvort ísfend- ingar eigi að fara fram á að eiga fulltrúa í þessari nefnd, þar sem tillagan kemux ekk- ert inn á fiskveiðar. — Núna er gert ráð fyrir því, að Allsherjarþinginu ljúki 19. desember næstkom- andi. En miklar umræður eru fyrirsiáanlegar, svo þetta kann að breytast. Síldveiðarnar sunnan lands til 23. september 1967. Engin síld hefur veiðzt síðan 18. ágúst. Leiðrétting hefur bor- izt á aflamagni, þannig að heild- araflinn mun vera 47.027 lestir, en á sama tíma í fyrra var afi- inn 42.135 lestir. Kjölur að fyrsta stálskipi á Seyðisfirði Seyðisfirði, 26. september. HÉR á Seyðisfirði var fyrir skömmu lagður kjölur að fyrsta stálskipinu, sem hér er smíðað. Hér er um að ræða 40 lesta fiskibát, sem smíðaður er hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Vél- smiðjan rekur slipp, en ekki hefur hún haft mikið að gera við nýsmíði skip hingað til Gert er ráð fyrir að hér risi í framtíðinni fullkomin dráttar- braut, en framkvæmdir við hana hafa ekki hafizt enn^. Kennsla hefst í Góðhemplarahúsinu við Vonar- stræti mánudaginn 2. október. Kennt verður í byrjenda- 'og framhaldsflokkum. Innritun í dag og næstu daga í síma 83085 milli kl. 10—12 og 18—20. STAKSTEIIVIAR Ovandaður tillöguflutningur Þess gætir of oft í tillögu- flutningi minnihlutaflokkanna í borgarstjórn að kastað er fram vanhugsuðum tillögum, sem . * lítt hafa verið undirbúnar og oft efnislitlar. Að vísu má segja, að tillaga sú, sem einn borgar- fulltrúi Alþbl. flutti í borgar- stjórn sl. fimmtudag um skóla- mál hafi verið efnismikil á sína vísu en þó er hún dæmi- gerð um tillöguflutning minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna kvarta oft undan því á borgarstjórnar- fundum, að meirihlutinn sé lítið" gefinn fyrir að samþykkja til- lögur þeirra, en sannleikurinn er sá, að þær eru yfirleitt þannig úr garði gerðar, að slíkt *^ er nánast óhugsandi. Heiðar- legar undantekningar eru þó til en þær eru því miður sjald- gæfar. | Að „skólahald fari sem bezt úr hendi" Fyrri hluti þeirrar dæma- lausu tillögu, sem einn borgar- fulltrúi Alþbl. flutti í borgar- stjórn sl. fimmtudag hljóðaði svo: f tilefni af gagnrýni, sém m. a. hefur nýlega komið fram á íslenzk skólamál. lýsir bórg- arstjórn Reykjavíkur því yfir, að það er eindreginn vilji henn- ar að stuðla að því fyrir sitt leyti, að skólahald fari sem bezt úr hendi og sé í samræmi við! kröfur nútima þjóðfélags". Núí hljóta menn að velta því fyrir sér, hvort nokkur skynsamleg ástæða sé til þess fyrir borgar- stjórn að samþykkja slíka yfir- < lýsingu. Er ekki augljóst að það" er „eindreginn vilji borgar- stjórnar að stuðla að því fyrir sitt leyti að skólahald fari sem bezt úr hendi og sé í samræml við kröfur nútíma þjóðfélags". Erfitt er að sjá hvaffa málefna- legum ávinningi borgarfulltrúi Alþbl. hefur ætlað að ná mcð slíkri viljayfirlýsingu. Hér er sjálfsagt mál sett fram með al- mennu orðalagi. En þetta er því miður ekkert einsdæmi um til- löguflutning minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn. Að kanna „rétt- mæti framkominnar gagnrýni" Síðari hluti þessarar furðu- legu tillögu er svohljóðandi: „Borgarstjórnin felur fræðslu- ráði að kanna gaumgæfilega réttmæti framkominnar gagn- rýni og gera rökstuddar tillögur um endurbætur og breytingar, sem nauffsynlegar reynast." Til- lögumaður leggur sem sagt til, að Fræðsluráð taki að sér þaíf verkefni, sem eðlilega á aff vera í höndum ríkisins og það hefur tekiff aff sér meff stofnun skóla- rannsókna sem er aff undirbúa heildarendurskoðun á fræðslu- kerfinu en það er það sem í þessari síðari málsgrein tillög- unnar felst. Nú munu menn v velta því fyrir sér hvaffa vit væri í því aff eitt fræðsluhéraff í landinu tæki að sér slikt verk- efni og jafnframt hvort ástæffa sé til aff dreifa starfskröftum svo, að tveir eða fleiri aðilar vinni við þetta verkefni hver í sínu þorpi. Tillöguflutningur sem þessi þjónar engum skyn- samlegum tilgangi en er því miður næsta dæmigerður um starfshætti minnihlutaflokkanna í borgarstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.